Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
„Wvcl& meé Lofté l Sfxtinsku
kcipeLLunnL f Eg eroréinnhundleéur
dL hv'iiu afburhvitu.."
Þú ert slakur ökukennari,
þykir mér...
Græðum
landið
Til Velvakanda.
Ég vil taka undir með höfundi
greinarinnar „Tökum flag í fóstur"
sem birtist í Velvakanda fyrir
skömmu. Landið okkar er illa farið
og er víðast hvar sauðfjárbeit um
að kenna. Á allra síðustu árum
hafa íslendingar tekið við sér og
friðað nokkur svæði og hafist hefur
verið handa með uppgræðslu þeirra.
Friðað land grær að vísu upp af
sjálfu sér en það tekur langan tíma.
En landgræðsuverkefnið er ekki
auðvelt. Það er ekki nóg að taka
flag í fóstur ef sauðkindin kemst
þar að. Hún ieitar í nýgræðinginn
og getur farið úr góðum haga út á
gróðurvana mel til að rífa í sig
nokkur nýsprotnar plöntur svo þær
ná ekki að dafna. Þýðingarlítið eða
þýðingarlaust er að stunda land-
græðslu þar sem land er ekki friðað
fyrir sauðflárbeit.
Við eigum mikla skuld að greiða
landinu okkar. Tökum höndum
saman og græðum það. Við höfum
leikið það grátt öldum saman og
nú er tíminn kominn til að snúa
þeirri óheillaþróun við.
Ræktunarmaður
Eru valdhafarnir ánægð-
ir með ástandið?
Velvakandi góður.
Sunnudagsblað Mbl. 7. maí kemur
ábyggilega öllum þjóðhollum íslend-
ingum til alvarlegrar jhugunar. Þar
segir á baksíðu að ÁTVR ætli að
bæta 3 nýjum erl. bjórtegundum á
markaðinn nú þegar. (Þá vantar ekki
gjaldeyrinn.) Þetta þýðir að það á
að auka eins og hægt er bjórþambið,
fjölga búlunum og minnka svefnfrið
fólks. Þá er sagt að í Reykjavík einni
séu nú komin um 70 vínveitingahús,
líklega fleiri en mjólkurvörubúðir í
borginni. Þá er búið að veita yfír 100
vínveitingaleyfi úti um land allt. Sem
sagt borgar- og bæjarstjómir telja
þetta svo glæstan atvinnuveg að
hann þurfí að efla, sérstaklega þegar
mörg atvinnufyrirtæki ramba á
gjaldþrotabarmi. Er meira upp úr
sjoppu- og brennivínsrekstri að hafa
en sjósókn og landbúnaði?
Það er farið fram hjá reglum í
veitingum vímuefnaleyfa, varla sú
búla, sem ekki fær meðmæli til
rekstrar, og meðmælin oftast...
„Munum láta það afskiptalaust" og
út á það veitir dómsmálaráðuneytið
leyfi.
Það er talað um að ÁTVR hafi
ekki selt eins mikið af bjór og glæst-
ustu vonir þeirra stóðu til en því
gleymt að bjórsalan á Keflavíkur-
flugvelli þar sem allir ferðamenn fá
bjórinn ódýrari hefir ekkert dregist
saman. Aukning drykkjuskapar læt-
ur ekki á sér standa. Fjöldi þeirra
sem á að vera við vinnu og auka
telgur þjóðarinnar er blýfastur á
bamum og gleymir stund og stað.
Ráðamenn þjóðarinnar heimta sitt
og vita hvað þeir gerðu þegar þeir
veittu þessum „hollu" bjórstraumum
yfir landið með handauppréttingum
sfnum f þinginu en syngja svo hjá-
róma við hátíðleg tækifæri: „Ég vil
elska mitt land“. Tala um forvamir
sem enginn veit hveijar eru og þeir
ekki sjálfir. Sorglegast er þó að vita
kvenþjóðina í þessum her og stefna
hugsunarlaust á kvennafangelsi
framtíðarinnar. Og svo eykst alls-
kyns ófamaður meðal þjóðarinnar,
fangelsin fyllast, glæpimir vaxa,
fjársvik, mútur, vinnusvik, ósann-
sögli og áiíka „dyggðir" blómgvast.
Fjöldinn er í sárum eftir að hafa léð
„kunningjum og vinum" nafn sitt á
ábyrgðir og svikarinn stingur af.
Lögfræðingar hafa ekki við að greiða
úr ömurlegum málum.
Uppskeran sést svo m.a. í Mbl.
Þar er alvarleggrein sem heitir Gisti-
vinir götunnar. Og framhaldi er lofað
því af nógu er að taka. Sem sagt,
þjóðlíf okkar stefnir niður á við og
lífi eftir lífi er fómað á altari vfmunn-
ar. Hvílíkt ástand! Er það þetta sem
valdhafar telja „batnandi framtíð"
þegar þeir eru að semja ný frv. á
Alþingi?
Við sem vöruðum við þessum
ósköpum og börðumst á móti urðum
sannspáir, þvf miður. Ég varð fyrir
miklum vonbrigðum með þjóðkirkj-
una mína sem á að vaka yfir and-
legri velferð. Ekkert bofs í barátt-
unni. Hún svaf.
Og nú varir spumingin. Hvað ætla
hinir andlegu og veraldlegu vald-
hafar að gera? Eru þeir ánægðir með
ástandið eins og það er og loka aug-
unum?
Árni Helgason
Yíkverji skrifar
••
011 teikn eru á lofti um, að verð-
bólga muni fara vaxandi á
næstu mánuðum. Fyrir launþega
þýðir það áframhald rýmunar á
kaupmætti og það versta er, að
launþegar eru nær varnarlausir, því
nýgerðir kjarasamningar em án
nokkurrar vísitölutryggingar. Hvað
sem hástemmdum yfirlýsingum
formanns BSRB líður fer vömverð
ört hækkandi, m.a. vegna gengis-
sigs og gengisfellinga í smá-
skömmtum. Þetta kemur svo sem
ekki á óvart miðað við ástand efna-
hagsmála og erfiða stöðu atvinnu-
vega og fyrirtækja, þótt bláeygir
forystumenn ríkisstarfsmanna átti
sig ekki á því.
XXX
Verst er samt að ríkisstjóm fé-
lagshyggjuaflanna bætir nú
sífellt við nýjum skattapinklum og
álögum á almúgann, þrátt fyrir
fögm fyrirheitin við gerð kjara-
samninganna á dögunum. Það nýj-
asta er hækkun benzíngjalds til að
mæta auknum kostnaði vegna
snjómoksturs. Það gerist á sama
tíma og benzínverð mun stórhækka
vegna gengisfellinga og hærra inn-
kaupsverðs og sú hækkun færir
ríkinu sjálfkrafa auknar tekjur
vegna skatta og gjalda af benzíni.
Þá hyggur ríkisstjómin á stór-
felld svik við þau loforð, sem gefin
vom um nýtt skattakerfi í stað-
greiðslu. Þá vom felldir niður ýms-
ir sérskattar um leið og margvísleg-
ur frádráttur var afnuminn. Einn
af þessum sérsköttum rann til
bygginga fyrir aldraða. Nú er ætl-
unin að leggja 2.500 króna nef-
skatttil þeirrá framkvæmda. Megn-
ið af þessum skattpeningum rennur
beint í ríkissjóð, en ekki til að búa
öldruðum betra ævikvöld. Það er
eftir öðm að fela skattpíninguna í
skjóli gamla fólksins. Tveir stjórn-
arflokkanna gáfu loforðin við skatt-
kerfisbreytinguna, Framsóknar-
flokkur og Alþýðuflokkur. Alþýðu-
bandalagið, Stefán Valgeirsson og
stuðningslið ríkisstjórnarinnar í
Borgaraflokki gáfu þessi loforð ekki
og telja sig því væntanlega geta
kinnroðalaust staðið að nýjum og
fjölbreyttari skattaálögum.
Fólk ætti að búa sig undir það,
að ríkisstjómin muni leita enn
nýrra leiða til tekjuöflunar næstu
mánuði til að standa undir fjára-
ustri út og suður — til uppbóta á
freðfiskútflutningi (í raun niður-
greiðslur á fiski fyrir útlendinga),
til landbúnaðar, til útþenslu ríkis-
kerfisins (þótt á pappímum sé talað
um niðurskurð), til gæludýra stjóm-
arflokkanna, til að stoppa upp í
stækkandi fjárlagagat og vegna
kjarasamninga ríkisstarfsmanna.
XXX
Víkveiji á ekki annað ráð fyrir
launþega en að draga úr út-
gjöldum sem kostur er og reyna
að auka tekjumar. Það vill til, að
nú er vor og því getur fólk létt
nokkuð á framfærslukostnaði með
því að rækta sem mest eigið græn-
meti í görðum sínum eða svalaköss-
um, setja niður kartöflur og færa
sér í nyt landsins gæði í sumar og
haust.
Þá er vænlegast að nota bílinn
sem minnst en ganga og hjóla í
staðinn.