Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 57
57 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Þjálfar Þráinn í Texas? KNATTSPYRNA ,yGömluf< leik- mennimir taka fram skóna 22 LIÐ taka þátt í innanhúss- móti í knattspyrnu, sem fer fram á morgun í íþróttasölum Vals og hefst klukkan 13. Liðin leika í fjórum riðlum, efstu liðin fara í undanúrslit og er gert ráð fyrirað úrslitaleikurinn hefjist um 16.30. Kl. 19.30 hefst síðan samkoma ífélagsheimili Kópa- vogs og er hún opin öllum, sem tengjast liðunum á einn eða annan hátt eða gerðu það, er þau voru í eldlínunni. Að sögn Halldórs Einarssonar, Hensons, eins forsvarsmanna mótsins, er keppnin fyrst og fremst til að rifja upp gömul kynni. „Þetta hefur aldrei verið gert áður, en þama gefst tækifæri til slá á létta strengi í góðum hópi. Þátttakendur sjá sjálfir um skemmtiatriði kvölds- ins og það verður örugglega glatt á hjalla," sagði Halldór. Auk skemmtiatriða og hefð- bundinna verðlauna verða marka- kóngar 1. deildar 1955 til og með 1979 sérstaklega verðlaunaðir. All- ur ágóði rennur til styrktar upp- byggingu íþróttaaðstöðu á Litla Hrauni. Fyrstu leikirnir heQast kl. 13, en leiktími er sjö mínútur. Víkingur A og Valur B byija í öðrum salnuin, en Akranes B og ÍBA B í hinum, en riðlaskiptingin er annars þessi: 1 riðill: Víkingur A, ÍA A, ÍBV A, UBK, IBA og Valur B. 2. riðill: Þróttur, ÍBK A, FH, Víkingur B, IBV B og Haukar. 3. riðill: ÍBÍ, KR A, UBK B, Fram B og ÍBK B. 4. riðill: Fram A, Valur A, Fylkir, ÍA B og KR B. Um helgina Knattspyma 1. deild Sunnudagur KR-ÍA.....................KR-velli kl. 14 Þór-Víkingur...........Þórsvelli kl. 14 FH-KA...................Kaplakrika kl. 14 Mánudagur ÍBK-Valur.............Keflavíkurv. kl. 20 4. deild Sunnudagur Fyrirtak-Stokkseyri.....Gervigr. kl. 20 SR-Ögri................Gervigr. kl. 10 UMFN-Augnablik........Njarðvtkurv. kl. 14 Baldur-Ármann............Hvolsv. kl. 14 Lttir-Skallagrfmur......Gervigr. kl. 14 Oldungamót Laugardagur I dag kl. 13 - 17 fer fram knattspymumót innanhúss I sölum Vals að Hlíðarenda. Þátt- takendur eru 35 ára og eldri og keppa 22 lið f fjórurn riðlum. Kl. 19.30 hefst síðan skemmti- samkoma 1 félagsheimili Kópavogs í tengslum við mótið. Hlaup tuugardagur Fyrsta Neshlaup Gróttu og Trimmklúbbs Sel- tjamamess fer fram I dag og hefst stundvís- lega kl. 11 við sundlaug Seltjamarness. Ald- urshópar: 12 ára og yngri, 13-16 ára, 17-29 óra, 30-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Hlaupnar verða tvær vegalengdir, 3,5 km og 7 km. Skráning á mótsstað kl. 9-10.30 í dag. Golf Stigamót Stigamót GSÍ verður hjá Golfklúbbi Suður- nesja í dag og á morgun. Það hefst kl. 9 í dag. Opið mót Opið golfmót verður lyá Golfklúbbnum Keili I dag og verður rsest út frá kl. 8. Keppnis- fyrirkomulag verður 7/8 Stabelford punkta- ráni Hafsteinssyni, íþrótta- þjálfara og fyrrverandi tug- þrautarmanni, hefur verið boðin staða þjálfara við E1 Paso háskól- ann í Texas. Háskólinn hefur ver- ið í fremstu röð bandarískra há- skóla í frjáls íþróttum, og á árun- um 1975-82 sigraði hann fimm sinnum í fijálsíþróttakeppni bandarísku háskólanna í karla- flokki. Þráinn hefur hins vegar ekki tekið endanlega ákvörðun um að þiggja þetta tilboð, sem hann sagði að væri mjög freistandi. „Þetta er mjög spennandi tilboð og mjög uppörvandi," sagði Þrá- inn í samtali við Morgunblaðið. „Það voru 50 manns sem sóttu um þessa stöðu þegar hún var auglýst, en yfirþjálfari frjálsí- þróttaliðsins hjá E1 Paso hafði haft spumir af mér hjá yfírþjálf- ara háskólans í Alabama, þar sem ég var við nám og þjálfun á árun- um 1981-1986, og óskaði sérstak- lega eftir því að ég tæki þetta starf að mér.“ Þráinn vann að þjálfun háskóla- liðsins i Alabama með ágætum árangri, en kvenna- og karlalið skólans náðu þeim árangri að vera í öðru og þriðja sæti í frjálsí- þróttakeppni háskólanna. „Mér stendur til boða að verða þjálfari í öllum stökkgreinum og fjölþrautargreinum, auk þess sem mér er ætlað að sjá um alla grunn- þjálfun eins og þrekþjálfun og lyftingar. Ég á hins vegar eftir að gera það upp við mig hvort ég taki þessu tilboði en ef svo færi yrði ég líklega ekki skemur en í þijú til fjögur ár,“ sagði Þráinn. íþróttaskóli Vals Fyrir stelpur og stráka fœdd 1976 - 1983 1. námskeið 29. maí - 9. júní 2. námskeið 12. júní - 23. júní 3. námskeið 26. júní - 7. júlí 4. námskeið 10. júlí - 21. júlí 5. námskeið 24. júlí - 4. ágúst Við lærum og æfum knattspymu, handbolta og Við stundum Við kynnumst körfubolta. frjálsar íþróttir, leikfimi og simd. ratleik, siglingum, hafnarbolta og alls kyns leikjum. Við leggjum áherslu á leikgleði, fjölbreytta íþróttaiðkun og að allir fái verkefni við sitt hæfi. Heilsdags námskeið frá kl. 9-16 með heitum hádegismat kr. 8.900,- Hálfsdags námskeið frá kl. 9-12 kr. 5.000.- Greiðslukortaþjónusta. Frekari upplýsingar á skrifstofu Vals símar: 12187 og 623730. Innritun hefst laugardaginn 20. maí kl. 13.00 í félagsheimili Vals. Við förum í kynnisferðir og heimsóknir. Sumarbúðir í borg slógu í gegn í fyrra. Elstu bömin geta valið sér námskeið eftir áhugasviði sínu. í hverjum hópi eru mest 30 böm undir stjóm tveggja leiðbeinenda. Leiðbeinandi verður á staðnum og gætir barnanna milíi kl. 8 og 9 og 16 og 17. íþróttir og leikir undir stjórn góðra leiðbeinenda Torfi Magnússon íþróttakennari Sigurbergur Sigsteinss. íþróttakennari Atli Eövaldsson íþróttakennari Magnús Blöndal hanaboltaþjálfari Brynja Guöjónsd. fótboltaþjálfari Ósk Víöisd. íþróttakennari Aðrir leiöbeinendur: Svali Björgvinsson, körfuboltaþjálfari - Sigurður Sigurþórsson, íþróttakennari - Drifa Ármannsdóttir, íþróttakennari Ingvar Guðmundsson, fótboltaþjálfari - Siguijón Knstjánsson, fótboltaþjálfari - Margrét Tómasdóttir, kennari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.