Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 60
Aukin þægindi
ofar skýjum
FLUGLEIÐIR
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
; r
Ríkisendurskoðun:
Oheimilt að gefa
eftir opinber gjöld
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Kennsla byrjuð á ný
Kennsla hófst í nokkrum framhaldsskólum landsins í kjölfar-
ið á verkfallslokum. Kennsla í öðrum hefst um helgina og
fram undan eru próf í þeim öllum að Verslunarskólanum
undanskildum, en' nemendur þar verða útskrifaðir án prófa,
námsmat eitt látið gilda. Meðfylgjandi myndir voru teknar
í Menntaskólanum í Kópavogi í gærmorgun, fyrsta árs nem-
endur voru þá að ganga til kennslustundar, en innfellda
myndin var tekin í íslenskutíma hjá Ingu Karlsdóttur.
Sjá frásagnir á blaðsiðum 2 og 34.
RIKISENDURSKOÐUN telur
Qármálaráðuneytið skorta heim-
ildir til að gefa eftir opinber
gjöld, þar með talda dráttarvexti
og innheimtukostnað, eða breyta
gjalddaga opinberra gjalda með
þeim hætti sem gert hefur verið
í málum 10 nafrigreindra lögaðila
og 33 ónafrigreindra einstaklinga
frá 1. janúar 1987 til 1. maí á
þessu ári. Eftirgjöfin nemur alls
rúmum 35 milíjónum króna en
heildarskuld þessara aðila nam
rúmum 78 miljónum króna.
Af því sem á vantar voru rúmar
27 miljónir greiddar með skulda-
bréfum. Þá hefur verið samið um
að 18 aðrir lögaðilar greiði samtals
147,6 miljónir af 158,8 milljóna
skuld með skuldabréfum.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
Ríkisendurskoðun hefur gert að
beiðni Matthíasar Á. Mathiesen og
9 annarra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að því aðeins megi víkja
frá álögðum gjöldum að um sé að
ræða nauðasamninga sem gerðir
séu fyrir skiptarétti með samþykki
tilskilins meirihluta kröfuhaf og
einnig sé ríkissjóður bundinn við
úthlutun skiptaréttar úr þrotabúi.
Tap Flugleiða fyrstu Qóra
mánuði nálgast 600 milliónir
Flugmenn Flugleiða fljúga 450 til 500 tíma á ári, en
starfsbræður þeirra í Bandaríkjunum um 800 tíma.
TAP FLUGLEIÐA fyrstu Qóra samkvæmt heimildum Morgun-
jaánuði ársins nemur tæplega blaðsins. Forsvarsmenn fyrir-
enefu milljónum dollara, eða tækisins höfðu áætlað að tap-
reksturinn fyrstu mánuðina yrði
um 7,8 milljónir dollara, en nú
liggur fyrir að tapið verður um
þremur milljónum dollara
meira en ráðgert hafði verið,
sem svarar til 165 milljóna
kröna.
’lefu milljónum dollara, eða
tæpum 600 milljónum króna,
Þinglausn-
ir í dag
Þinglausnir verða í dag og
lýkur þar með 111. löggjafar-
þingi Islands.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra mun um kl.
14 lesa upp forsetabréf um
þinglausnir, en Forseti íslands,
frú Vigdís Finnbogadóttir
'dvelst um þessar mundir í
Bandaríkjunum.
Forsvarsmenn Flugleiða munu
hafa þungar áhyggjur af því hver
afkoman er, en á það er á hinn
bóginn bent, að mesta tekjutíma-
bil ársins er nú að hefjast, og því
sé afar brýnt að samningar við
flugmenn félagsins náist hið
fyrsta.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru ýmsar ástæður gefnar
ur
fyrir því að tapið fór fram
áætlun í þeim mæli sem raun ber
vitni. Samkeppnisstaða Flugleiða
hafi farið stórlega versnandi í Atl-
antshafsfluginu. Áhafnarkostnað-
ur Flugleiða á flugleiðum yfir Atl-
antshafið sé stórum hærri en ger-
ist hjá bandarísku flugfélögunum,
sem séu mjög virk á þessum mark-
aði. Það sé ekki fyrst og fremst
vegna launakostnaðar, heldur
vegna takmarkandi ákvæða varð-
andi hvíldartíma og fleira, sem
flugmenn Flugleiða hafi komið inn
í kjarasamninga sína. Það hafi
leitt til þess að flugmenn Flugleiða
fljúgi að meðaltali um 450 til 500
flugtíma á ári, á meðan bandarísk
flugfélög geti nýtt sína flugmenn
í allt að 800 flugtíma á ári.
Aðrar ástæður fyrir slæmri af-
komu félagsins nú eru sagðar þær
að flutningar félagsins fyrstu
mánuði ársins hafi dregist saman,
erfitt veðurfar hafi sett strik í
reikninginn, kostnaður innanlands
hafi stóraukist og tekjur minnkað.
Loks mun kyrrsetning nýju vélar-
innar, Aldísar, vegna kjaradeilu
flugmanna við Flugleiðir hafa auk-
ið við tapið.
Heimildir Morgunblaðsins
herma að ekki sé fyrirhugaður
frekari samdráttur í Átlantshafs-
flugi Flugleiða, en félagið hefur
þegar hætt áætlunarflugi til
þriggja borga í Bandaríkjunum:
Boston, Baltimore og Chicago.
Bifreiðaskoðun
*
Islands hf:
Bílgreinasam-
bandið íhugar
að slíta
samstarfinu
„í STJÓRN Bílgreinasam-
bandsins hefúr alvarlega verið
rætt um hvort ekki ætti að
slíta því samstarfi sem lagt var
út í síðastliðið sumar með
tryggingafélögunum, FÍB og
ríkinu um stofnun Bifreiða-
skoðunar íslands, þvi að tillög-
ur BGS hafa engan hljóm-
grunn hlotið innan stjórnar
BÍ sem stefhir blint á nýtt
stórt bifreiðaeftirlit, margfalt
dýrara en það sem fyrir var.“
Svo segir í greinargerð frá
Bílgreinasambandinu, sem
lögð verður fyrir vorfúnd sam-
bandsins í dag. Bifreiðaskoð-
un íslands er þar harðlega
gagnrýnd fyrir ranga stefnu
varðandi skoðun bifreiða og
Qárfestingar langt umfram
áætlanir, svo að nemur hundr-
uðum milljóna króna.
Bílgreinasambandið vill að
almenn bifreiðaskoðun verði
framkvæmd á verkstæðum, sem
til þess hefðu leyfi og að Bif-
reiðaskoðun íslands hf sjái um
sérskoðanir og bifreiðaskrá. í
greinargerðinni segir að allur
nauðsynlegur búnaður sé þegar
fyrir hendi á verkstæðunum,
nema bremsuprófunartæki, því
sé óþarft að fjárfesta í sérstök-
um skoðunarstöðvum.
„Ljóst er að ef ekki verður
stefnubreyting varðandi rekstur
þessa fyrirtækis þá mun
Bílgreinasambandið og aðilar
þess endurskoða afstöðu sína til
fyrirtækisins," segir í greinar-
gerðinni.
Verðlækkun á mínka- og refa-
skinnum í Kaupmannahöfti
VERÐ á minka- og refaskinnum lækkaði enn á loðskinnauppboði sem
nýlokið er frjá danska uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn. Verð á minka-
skinnum lækkaði um allt að tólf prósentum, blárefaskinn lækkuðu um
átta prósent og silfúrrefaskinn um níu prósent, en mest varð verðlækk-
u«in á hvftref, sem lækkaði um sextán prósent.
Að sögn Jóns Ragnars Bjömsson-
ar, framkvæmdastjóra Sambands
íslenskra loðdýraræktenda, er niður-
staða uppboðsins mikið áfall fyrir
íslenska loðdýraræktendur, og mun
hún leiða til þess að samdráttur í
framleiðslunni verður mun hraðari
en-útlit var fyrir. „Það eina sem
hægt er að gera við þessar aðsfæður
er að bíða eftir að framleiðslan kom-
ist í jafnvægi við þarfir markaðarins
á nýjan leik, en þetta lága verð ger-
ir loðdýrabændum róðurinn ennþá
erfíðari þar sem þess er ekki að
vænta að verðið lagist fyrr en fram-
leiðslan hefur dregist verulega sam-
an.“
Verð á minkaskinnum á uppboðinu
í Kaupmannahöfn var á bilinu frá
761 til 1.334 kr. eftir tegundum, og
lækkaði það um allt að tólf prósent
frá síðasta uppboði, sem var í mars.
Rúmlega 80 prósent skinnanna seld-
ust. Meðalverð blárefaskinna var
1.341 kr. og lækkaði það um átta
prósent, og seldust aðeins 75 prósent
skinnanna. Meðalverð skuggarefa-
skinna var 1.276 kr. og er það sex
prósent lækkun frá marsuppboðinu.
Verð á hvítref lækkaði um sextán
prósent og er það nú 1.044 kr. Meðal-
verð silfurrefaskinna var 2.965 kr.,
sem er níu prósent lækkun frá síðasta
uppboði, og meðalverð bláfrost-
skinna var 2.545 kr., en það er fjög-
ur prósent lækkun.
Morgunblaðið yfir
50 þúsund eintök
MORGUNBLAÐIÐ seldist í 50.130 eintökuin að meðaltali hvern
útgáfúdag mánuðina desember 1988 til febrúar 1989, samkvæmt
upplagseftirliti Verzlunarráðs íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem
meðaltalssala Morgunblaðsins fer yfir 50 þúsund eintök síðan
upplagseftirlitið var tekið upp.
Alllangt er síðan sala blaðsins 5.809 eintök eða 13,1%
fór yfir 50 þúsund eintök suma
daga vikunnar. Þannig er sala
sunnudagsblaðs Morgunblaðsins
nú á bilinu 52-53 þúsund eintök
í viku hverri.
Fyrstu tölur upplagseftirlits
Verzlunarráðs íslands voru birtar
17. maí 1985 og náðu yfír sex
mánaða tímabil, 1. júlí 1984 til
31. desember 1984. Á þvf tíma-
bili var Morgunblaðið selt í 44.321
eintaki að meðaltali hvern útgáfu-
dag. Söluaukning blaðsins frá því
fyrstu tölur birtust fyrir fjórum
árum og til síðasta tímabils er
Tímabilið desember 1987 til
febrúar 1988 var Morgunblaðið
selt í 49.590 eintökum að meðal-
tali. Meðaltalssalan hefur aukist
um 540 eintök á einu ári eða um
1,09%. Upplagstölur eru sann-
reyndar af trúnaðarmanni upplag-
seftirlits Verzlunarráðsins, Reyni
Vigni, löggiltum endurskoðanda.
Morgunblaðið er þessa stundina
eina dagblaðið sem gengst undir
upplagseftirlit Verzlunarráðs ís-
lands. Dagur á Akureyri hefur
nýlega dregið sig út úr eftirlitinu.