Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 122. tbl. 77. árg.____________________________________FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins «'.1 'V.. Morgunblaðið/Bjami Jóhannes Páll páfí II við komuna til Noregs: „Ég er kominn hingað sem vin- ur, fullur virðingar og ástar“ Ósló. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbiaðsins. JÓHANNES Páll páfí II kom í gær til Óslóar og var það fyrsti áfangi hans í 10 daga heimsókn til allra Norðurlanda. Þegar hann hafði kysst norska jörð sagði í hann í stuttu ávarpi, að hann væri kom- inn til Noregs sem vinur, fullur virðingar og ástar á þessari þjóð, sem nú minntist 1.000 ára afmælis kristni i landinu. Páfi fór í gær á fiind Ólafs V Noregskonungs og átti síðar stund með Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra, sem ræddi meðal annars við hann um ýmislegt, sem ágreiningi veldur með hinni katólsku kirkju og lút- erstrúarmönnum. „Ég geri mér fulla grein fyrir mikilvægi þessarar ferðar,“ sagði páfi við komuna til Fornebu-flugvall- ar. „Þetta er í fyrsta skipti, sem bisk- upinn í Róm, arftaki Péturs postula, kemur til Noregs og Norðurlanda. Ég kem ekki sem fulltrúi pólitískra hagsmuna eða ákveðinnar þjóðar, heldur til að bera vitni föður vorum og frelsara, Jesú Kristi." Páll páfí lofaði einnig Norðmenn fyrir starf þeirra í þágu frelsis og mannréttinda og fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir flóttafólk frá fjörrum löndum. Brundtland forsætisráðherra, sendiherrar erlendra ríkja og nor- ræna biskuparáðið voru viðstödd móttökuathöfnina á Fomebu en að henni lokinni fór páfi á fund Ólafs konungs og fjölskyldu hans í kon- ungshöllinni í Ósló. I móttökuræðu sinni sagði Brundt- land forsætisráðherra, að páfi gegndi miklu hlutverki sem mannasættir og við „ættum öll að vera fær um að ræða saman sem sanntrúað fólk og virða skoðanir hvert annars". í við- ræðum þeirra í gær vék Brundtland meðal annars að getnaðarvömum, sem katólska kirkjan er andvíg, og sagði, að bannið auðveldaði ekki baráttuna við alnæmi. Sagði hún, að páfi hefði verið því sammála, að um væri að ræða erfitt, siðferðilegt vandamál, sem hann ætlaði að íhuga nánar. Við þetta tækifæri færði Brundtland páfa að gjöf ritið „Histor- ia rerum Norvegicarum" frá 1711 en það var íslenski sagnfræðingurinn Þormóður Torfason, sem tók það saman. Jóhannes Páll páfi söng í gær messu við Akershuskastala að við- stöddum um 7.000 manns en búist hafði verið við miklu fleira fólki. í dag verður hann við samkirkjulega bænastund í Niðaróssdómkirkju. Sjö af 11 lúterskum biskupum í Noregi ætla ekki að vera viðstaddir hana vegna þess, að þeir telja páfa standa í vegi hinnar samkirkjulegu hreyfing- ar. Á morgun, laugardag, fer páfi til íslands og þaðan til Finnlands, Dan- merkur og Svíþjóðar. Reuter Jóhannes Páll páfi á svölum kon- ungshallarinnar í Ósló. Neftid íalið að skoða griðasátt- mála Sovétmanna og nasista - og með hvaða hætti Eystrasaltsríkin voru innlimuð Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, féllst í gær á að skip- uð skyldi nefiid til að kanna hvort Sovétmenn hefðu innlimað Eystra- saltsríkin með valdi í kjölfar griðasáttmála Sovétmanna og nasista, Molotov-Ribbentrop-samningsins, á árinu 1939. í umræðum á full- trúaþinginu hefúr því verið haldið fram, að Moskvustjómin hafi falsað söguna með því að fúllyrða, að Lettar, Eistlendingar og Lithá- ar hafi gengið í Sovétsambandið af fúsum og fijálsum vilja. „Þessi mál hafa komið róti á sagði Gorbatsjov og bætti því við, hugi manna í Eystrasaltsríkjunum og vissulega eru þau erfið viður- eignar. Við skulum þó ekki reyna að komast hjá að ræða þau. Þau þarf að skoða frá öllum hliðum,“ að nefnd, sem skipuð yrði fulltrúum Eystrasaltsríkjanna og mönnum sem forsætisnefnd þingsins til- nefndi, yrði falið að kanna hvort leynileg ákvæði í griðasáttmálan- um frá 1939 hefðu greitt fyrir inn- limun ríkjanna. Gorbatsjov sagði hins vegar, að Vestur-Þjóðveijar hefðu ekki getað lagt fram frumrit samningsins og kvaðst hann efast um, að almenningur í Eystrasalts- ríkjunum hefði verið andsnúinn sambandinu við Sovétríkin. Vestrænir sagnfræðingar segja, að Stalín hafi innlimað Eystrasalts- ríkin í skjóli griðasáttmálans við nasista en Sovétstjómin hefur lengi borið það fyrir sig, eins og fyrr segir, að fmmritið sé týnt. Á síðasta ári urðu hins vegar tvö dagblöð í Eistlandi til að birta samninginn í fyrsta sinn í Sov- étríkjunum og í gær las eistneski þingmaðurinn ígor Gijazín samn- inginn upp fyrir þingheimi og þar á meðal leyniákvæðin umræddu. Þá sagði einnig liháíski ritstjórinn og þingmaðurinn Algis Cekolis, að litháísku þingmennimir hefðu hót- að að ganga af þingi yrði ekki skipuð nefnd til að kanna samning nasista og Sovétmanna frá 1939.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.