Morgunblaðið - 02.06.1989, Page 2

Morgunblaðið - 02.06.1989, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 Sauðárkrókur: •• Ollum sagt upp hjá Loðskinni ÖLLU starfsfólki Loðskinns hf. á Sauðárkróki, 50 talsins, hefur verið sagt upp störfiim frá og með 1. júní. Að sögn Þorbjamar Arnasonar, fram- kvæmdastjóra var það gert vegna endurskipulagningar og lagfæringa á rekstrinum. Hann sagðist reikna með að meirihluti starfsfólksins yrði endurráðinn að þeim aðgerð- um loknum. Að sögn Þorbjöms hefur verið yfir 20 milljóna króna tap á rekstrinum á síðasta ári. Flest bendi til þess að hægt verði að snúa þeirri þróun við, enda sé í dag meiri eftirspum eftir fram- leiðslunni en hægt er að anna. Nýtt fiskverð í burðarliðnum NYTT lágmarksverð á fiski verður að öllum líkindum ákveðið nú fyrir sunnnudag, sjómannadaginn. Líklegast er talið að ákveðin verði um 5% hækkun og síðar í þessum mánuði fylgi gengis- felling til að bæta fiskvinnsl- unni upp þann útgjaldaauka sem verðhækkuninni fylgir. Nýtt fiskverð gildir frá og með upphafi þessa mánaðar. Skilagjald á einnota um- búðir komið á ' SAMKVÆMT nýiri reglugerð iðnaðarráðuneytisins er nú byijað að leggja skilagjald, 5 krónur, á drykki í einnota umbúðum. Þegar umbúðunum er skilað verður gjaldið end- urgreitt. I frétt frá ráðuneytinu um þetta mál segir m.a. að sérstakt hlutafélag, Endurvinnslan hf., verði stofnað í næstu viku og muni félagið skipuleggja söfnun- ar-og skilakerfi. Gert er ráð fyr- ir að móttaka skilagjaldskyldra umbúða geti hafist í lok júlí eða byijun ágúst. Arnarflugs- vél kyrrsett í Amsterdam FLUGVÉL frá Amarflugi tafðist í nokkrar klukkustund- ir á Schiphol-flugvelli í Amst- erdam í gær, þar sem hún hafði verið kyrrsett. Kristinn Sigtryggsson forstjóri Amar- flugs segir að um misskilning hafi verið að ræða, þar sem kyrrsetningin hafi verið vegna skuldar við flugvöllinn, sem félagið hafi greitt á rétt- um tíma, en ekki komist rétta boðleið. Kristinn sagði að auk tafar vegna kyrrsetningarinnar hafi verið bætt við hvíldartíma fyrir áhöfn flugvélarinnar áður en hún fór heim aftur í gærkvöldi. Vélin var í áætlunarflugi og all- margir farþegar með og aðrir biðu hér heima eftir að fara ut- an, þeirra á meðal 70 manna hópur frá Samvinnuferð- um/Landsýn. „Okkur þykir þetta leitt vegna farþega okkar, sem urðu fyrir óþægindum,“ sagði Kristinn. Morgunblaðið/Þorkell Vélarbilun íFokker Bilun varð í öðrum hreyfli einnar af Fokker-vélum Flugleiða sem var í áætlunarflugi frá Akureyri til Reykjavíkur í gærkvöldi. Varð að slökkva á hreyflinum, en lending heppnaðist fullkomlega og engan sakaði. 44 manns voru um borð. Á myndinni skoða flugvirkjar bilaða hreyfilinn eftir lendinguna. Sljórn Sambands sparisjóða: Ahugi á að kaupa hlut ríkisins í Út- vegsbanka ítrekaður STJÓRN Sambands sparisjóða hefúr samþykkt að ítreka áhuga spari- sjóðanna á að hefja alvarlegar viðræður við viðræðunefiid viðskipta- ráðherra um kaup á hlutabréfaeign ríkisins í Utvegsbankanum. Samþykkt borgarsljórnar: Baldvin Tryggvason, formaður Sambands sparisjóða, segir að við- ræðunefnd viðskiptaráðherra um sölu á hlutabréfum ríkisins í Út- vegsbankanum hafi á fúndi í desem- ber síðastliðnum útilokað sparisjóð- ina frá kaupum á hlutabréfunum á þeirri forsendu að sparisjóðimir hefðu ekki sameinast. ',,Nú hefur hins vegar komið fram á opinberum vettvangi, að líkur séu til þess að ríkisvaldið sé reiðubúið til þess að selja hlutabréfaeign sína þremur einkabönkum, jafnvel þó Áfram veittar uiidan- þágur frá hundabanni BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fúndi sínum í gærkvöldi með 11 atkvæðum gegn 2 að halda áfram að veita undanþágur frá banni við hundahaldi í borginni, að lokinni annarri umræðu um nýja samþykkt um hundahald. Samþykkt var að herða skilyrði fyrir veitingu hundaleyfis verulega. Ein veigamesta breytingin á fyrri reglugerð er sú, að vilji menn fá leyfi til að halda hund í fjölbýlis- húsi þurfa allir íbúar í stigagangin- um að veita skrifiegt samþykki sitt. Vilji menn hafa hund í raðhúsi eða parhúsi þarf samþykki aðliggjandi íbúða. í fjölbýlishúsum þar sem sérinngangar em á íbúðum þarf samþykki allra íbúðareigenda. Þá er nú óheimilt með öllu að fara með hunda í almenningsgarða, svo og um Bankastræti, Laugaveg að Rauðarárstíg, Lækjartorg og Austurstræti, en áður vom hundar leyfðir þar frá kl. 9 á kvöldin til 8 á morgnana. Bannað verður að fara með hunda á útivistarsvæðin í Öskjuhlíð, Elliðaárdal og Viðey. Einu svæðin, þar sem sleppa má hundum lausum, em Geirsnef, Geldinganes og auð og ónýtt svæði fjarri íbúðabyggð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og formaður nefndar sem endurskoð- aði reglur um hundahald, segist telja þetta veigamiklar breytingar og hann skori á hundaeigendur að virða nýju reglurnar. Siguijón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalags, sagði sig á sínum tíma úr „hundanefndinni". Hann lét bóka á borgarstjórnar- fundinum að í október á síðasta ári hefðu farið fram almennar kosning- ar um hundahald í Reykjavík, og þótt þátttaka hefði verið dræm hefðu úrslitin sýnt skýra andstöðu Reykvíkinga við áframhaldandi undanþágur frá hundabanni. Skoð- anir kjósenda væm nú að engu hafðar, og hann greiddi því at- kvæði gegn samþykktinni. Elín G. Ólafsdóttir, fulltrúi Kvennalistans, lagði til að við næstu borgarstjómarkosningar yrði al- menn atkvæðagreiðsla um undan- þágu frá hundabanni. Sú tillaga var felld með 8 atkvæðum gegn 4. þeir hafi ekki sameinast. Við eigum því erfitt með að skilja hvers vegna ennþá er ekki hægt að ræða við sparisjóðina um kaupin, þrátt fyrir að sparisjóðimir séu með heildar- innlán, sem em jafnhá innlánum allra þessara þriggja viðskipta- banka til samans, og þrátt fyrir að eiginfjárstaða sparisjóðanna var betri um síðustu áramót heldur en ( þessara banka. Við höfum ávallt lýst því yfir að við væmm reiðubún- ir til þess að vinna að sammna sparisjóðanna, en að sjálfsögðu verðum við að fara eftir þeirri lög- gjöf, sem nú er í gildi um spari- sjóði, og teljum jafnframt mjög brýnt að tengsl sparisjóðanna við heimabyggðir þeirra verði ekki rof- in. Við emm hins vegar með það mikið og náið samstarf, að það eitt útaf fyrir sig er nánast eins og um sammna sparisjóðanna væri að ræða, en samt sem áður væmm við fúsir til þess að vinna að formlegum sammna þeirra í stóra heild á næstu ámm sé þess þörf. Þá ber að hafa í huga að sparisjóðimir em dreifðir út um allt land, og við myndum því uppfylla betur það skilyrði ráðherra að eignaraðildin yrði dreifð, sér- staklega þegar litið er til þess að að baki sparisjóðanna em engir hagsmunahópar, og eignaraðildin yrði að vemlegum hluta utan Reyiqavíkur. Við teljum því hags- munum þjóðfélagsins best borgið með því að við verðum eignaraðilar að Útvegsbankanum heldur en ein- hveijir aðrir,“ sagði Baldvin. Dregið úr verðhækkun kindakjöts NIÐURGREIÐSLUR búvara vegna verðlagningar nú um mán- aðamótin verða ekki auknar frá því sem áður var ákveðið. Þetta var staðfest á ríkisstjómarfundi í gærmorgun. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, landbúnaðarráð- herra, verður þó dregið úr hækk- un kindakjötsins og notaðar til þess niðurgreiðslur vaxta- og geymslukostnaðar sem svigrúm er til innan fjárlaga. Þá verður niðurgreiðslum breytt á mjólkur- vömm, þannig að þær verða aukn- ar á smjöri og nýmjólk til að draga úr hækkunum, en minnkaðar á rjóma og ýmsum öðmm tegund- um. Verðlagsnefndir búvara hafa lokið störfum fyrir nokkru og verða nýir verðlistar gefnir út í dag. Smásölu- verð mjólkurvara hækkar um 13% að meðaltali að sögn landbúnaðar- ráðherra, kindakjöt um 5% (í stað 9% að óbreyttum niðurgreiðslum), egg og kjúklingar um 7—8% og nau- takjöt um 10%. Steingrímur sagðist hafa áhyggjur af því að þessar mikilvægu neyslu- vörur hækkuðu þetta mikið og að það yrði til að draga frekar úr sölu þeirra. En því miður sæu menn enga raunhæfa möguleika til að afstýra þeim. Steingrímur J. Sigfusson, landbúnaðarráðherra: Gríðarlegt áfall hætti loðdýra- bændur búskap í stórum stíl Heildarfiárfesting í loðdýraræktinni orðin 3 milljarðar „ÞAÐ verður gríðarlegt áfall ef loðdýrabændur hætta búskap í stór- um stíl, en ég hef vonast til þess að það gerðist ekki nú á miðju ári. Það er hins vegar alveg Ijóst að þegar þessu framleiðsluári lýkur verða menn að meta stöðu sína, og taka ákvörðun um hvort þeir lóga dýrunum eða setja bústofiiinn á eitt árið enn,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra. í Morgunblaðinu í gær kom fram að lfklegt sé að jafiivel allir loðdýrabændur á Suðurlandi hætti loðdýrarækt á þessu ári, og samkvæmt heimildum blaðsins er svip- aða sögu að segja úr öðrum landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra loðdýrarækt- enda er áætlað að heildarfjárfesting í loðdýraræktinni sé tæplega þrír milljarðar króna í dag, en hún er öll í skuld. Fjárfesting í refarækt er rúmlega 800 milljónir, í minkarækt tæplega 1.700 milljónir, ogfjárfest- ing í fóðurstöðvum er um 400 millj- ónir króna. Þá munu rekstrarskuld- ir vera miklar, t.d. vegna fóður- kaupa, auk lausaskulda í bönkum. Áætlað er að um 300 störf séu í loðdýraræktinni, hjá bændunum sjálfum, skinnaverkunum, fóður- stöðvum og annarri þjónustu sem tengist búgreininni. Steingrímur J. Sigfússon sagði að á næstunni yrði haldinn fundur fulltrúa frá landbúnaðarráðuneyt- inu, Stofnlánadeild landbúnaðarins, Framleiðnisjóði og Byggðastofnun, auk fulltrúa frá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda og Stéttarsam- bandi bænda. Þar yrði lögð fram skýrsla nefndar á vegum ráðuneyt- isins, sem kannað hefur ijárhags- stöðu og möguleika þeirra loðdýra- bænda, sem sótt hafa um aðstoð til nefndarinnar. Fundurinn væri meðal annars hugsaður til þess að þeir aðilar, sem lagt hafa fjármagn í loðdýraræktina, þ. e. Stofnlána- deildin, Framleiðnisjóður og Byggðastofnun, gætu geti borið sig saman um stöðu búgreinarinnar eins og hún blásir við í dag. „Á þessum fundi verður fjallað um þá íjárfestingu sem lögð hefur verið í loðdýraræktina, stöðu ein- stakra bænda og byggðaáhrifin af því ef loðdýraræktin hrynur. Það er ljóst að í fjölmörgum tilfellum hefur fólk ekkert annað að hverfa að ef svo fer, og ég fæ ekki séð að nokkuð sé til staðar til að færa til baka í þeim tilfellum sem menn hafa afsalað sér framleiðslurétti í hefðbundnum búgreinum, þegar þeir hófu loðdýrarækt. Það er eng- inn fullvirðisréttur tiltækur handa þessu fólki, og þyrfti því að byija á að taka hann af öðrum, ef út- hluta ætti því honum á ný. Mér sýnist því ljóst að í einhveijum til- vikum muni fólk flosna upp af jörð- um sínum ef svona fer, og verður sá hópur kannski stærri en maður var að vona.“ Aðspurður sagði Steingrímur að þegar gripið var til þeirra ráðstaf- ana í vetur að veita ijármagni til niðurgreiðslu á fóðri og til að lána bændum, hefði ekki verið gefinn neinn ádráttur eða fyrirheit um frekari aðstoð. „Ég tók það skýrt fram þá, að menn yrðu að reyna meta stöðuna hver fyrir sig, vegna þess að ég vil ekki halda mönnum áfram í þessari búgrein út á ein- hveijar tálvonir. Ég held að kannski hefði fyrr mátt svara mönnum þannig, að þeim væru ekki gefnar vonir um hluti sem ekki stæðust."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.