Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 V estmannaeyjar: Fjölmennur útífundur Vestmannaeyjum STÉTTAFELÖGIN í Vestmannaeyjum efiidu til útifundar á Stakka- gerðistúninu í Vestmannaeyjum í gær. Um 300 manns mættu á fúnd- inn sem er einhver fjölmennasti útifúndur sem haldinn hefúr verið í Eyjum í áraraðir. Fiskvinnslustöðvar lokuðu um miðjan dag og verslanir voru lokað- ar meðan á fundinum stóð. Fundar- menn báru kröfuspjöld með hinum ýmsu áletrunum. Vilborg Þorsteinsdóttir, formað- ur Verkakvennafélagsins Snótar, sljórnaði fundinum en ávörp fluttu Jón Kjartansson ,formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, og Þor- gerður Jóhannsdóttir, formaður Starfsmannafélags Vestmanna- eyja. Jón las upp yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar sem kom inn á samn- ingafund ASÍ og VSÍ í lok samn- ingagerðar í vor og var ein af for- sendunum fýrir að samningar tók- ust. Jón rakti þær hækkanir sem gengið hafa jrfir og fullyrti að þær væru komnar langt fram yfir þær launahækkanir sem fengust við gerð síðustu samninga. I lok ávarpsins sagði Jón að ríkisstjórnin hefði brugðist og launþegar yrðu að grípa til aðgerða. Þorgerður tók í sama streng og Jón og varaði ráðamenn þjóðarinnar við að launþegar létu ekki bjóða sér framkomu þá sem ríkisstjómin hefði nú sýnt af sér. „Við lýsum yfir vanþóknun okkar á verkum þessarar ríkisstjórnar,“ vom loka- orð Þorgerðar. í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi ályktun: Útifundur stéttafélaganna í Vestmannaeyjum, haldinn 1. júní 1989, mótmælir harðlega þeim gengdarlausu verðhækkunum sem dunið hafa yfir landsmenn og ekk- ert lát virðist vera á. Loforðin sem ríkisstjórnin gaf við gerð kjarasamninganna, um aðhald í verðlagsmálum, hafa verið svikin. Fundurinn telur að loforð ríkis- stjórnarinnar, um aðhald í verðlags- málum, hafi verið ein af meginstoð- unum undir gerð samninganna. Standi ríkisstjómin ekki við gefin loforð, telur fundurinn að forsendur kjarasamninganna séu brostnar. Því skorar fundurinn á heildar- samtök launafólks að beita þeim aðgerðum sem duga til að veija þann kaupmátt sem samið var um. Grímur Frá útifundinum í Eyjum. Morgunblaiðið/Grímur Verðhækkunum mótmælt á á Lækjartorgi; Grundvöllur samn- inganna er að hrynja FJÖLMENNI mótmælti verð- hækkunum undanfarinna daga á almennum fjöklafundi sem Al- VEÐURHORFUR I DAG, 2. JUNI YFIRLIT í GÆR: Hæg breytileg átt eða vestangola víðast hvar á landinu og sumstaðar dálítíl súld. SPÁ: Víðast hvar hæg breytileg átt. Súldarloft vestanlands og við ströndina norðanlands en úrkomulítið í öðrum landshlutum. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Hæg breytileg átt og skýjað víðast hvar. Sumstaðar súld við vesturströndina en annars þurrt. Hiti nálægt meðallagi. Norðan, 4vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * /*■■/* Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur -]- Skafrenningur jT Þrumuveður VEÐUR VlBA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 9 skýjað Reykjavik 7 skýjað Bergen 8 léttskýjað Helsinki 10 skýjað Kaupmannah. 11 skýjað Narssarssuaq 8 alskýjað Nuuk 3 rigning Osló 7 rigning Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam / 9 skúr Barcelona 17 þokumóða Berlin 12 skýjað Chicago vantar Feneyjar 17 rigning Frankfurt 10 léttskýjað Glasgow 3 léttskýjað Hamborg 11 hálfskýjað Las Palmas vantar London 9 skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 10 léttskýjað Madríd 13 skýjað Malaga 14 þokumóða Mallorca 16 léttskýjað Montreal vantar New York vantar Orlando vantar Paris 10 léttskýjað Róm 16 þokumóða Vín 11 rigning Washington vantar Winnipeg vantar þýðusambands íslands og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja efiidu til á Lækjartorgi seinni- partinn í gær. A fúndinum var samþykkt ályktun þar sem gengd- arlausum verðhækkunum undan- farinna daga er harðlega mót- mælt og ríkissljómin vörað við afleiðingum þess að þær nái fram að ganga. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði að aðgerðir hlytu að fylgja í kjölfarið léti ríkissfjómin sér ekki segjast. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Reykjavík sóttu á bilinu 15-20 þúsund manns fúndinn. í ályktun fundarins, sem var sam- þykkt einróma, segir ennfremur að með hækkununum, bresti forsendur nýgerðra kjarasamninga. „Sú ríkis- stjórn sem við samningsgerðina lof- aði aðhaldi í verðlagsmálum ber ábyrgð á því að verðhækkanir séu stöðvaðar. Fundurinn skorar á stjómvöld að bæta launafólki þann skaða sem það hefur orðið fyrir. Fundurinn krefst þess að ríkisstjóm- in stöðvi þegar í stað allar verð- hækkanir og standi við fýrirheit í nýgerðum kjarasamningum.“ Asmundur Stefánsson, forseti ASI, og Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, ávörpuðu fundinn, en auk þess barst honum fjöldi kveðja og hvatninga frá verkalýðs- og starfsmannafélögum víðs vegar að af landinu. „Ofurtekjufólkið hjá Flugleiðum“ Ögmundur Jónasson rakti í ávarpi sínu lið fyrir lið fyrirheit ríkisstjórn- innar í kjarasamningunum við BSRB annars vegar og efndirnar hins veg- ar hvað snerti þær hækkanir sem heimilaðar hefðu verið undanfarið. Samningarnir sem BSRB hefði gert hefðu verið jafnlaunasamningar í anda sanngirni, sem hefðu fært þeim mest sem minnst hefðu fýrir. At- vinnurekendur hefðu reiðst þessum samningum og fundist þeir of háir. Þeir hefðu heimtað stórfellda kjara- skerðingu og margir stjórnmála- menn hefðu tekið undir sönginn um að ekki væri svigrúm. Við þessar aðstæður hefði BSRB gert kjara- samninga, gegn kjaraskerðingu og um verðlagseftirlit og verðlagsað- hald. „Auðvitað vitum við að það eru til skýringar á þessu öllu sarnan," sagði hann eftir að hafa rakið verð- lagshækkanimar. „Þeirra skýringa má leita í efnahagsreikningum olíu- fyrirtækja, skipafélaga, flugfélaga og okurfyrirtækja. En heimilin hafa líka sína efnahagsreikninga og þá má einnig útskýra. Auðvitað vitum við að þegar ofurtekjufólki hjá Flug- leiðum eru veittar hækkanir um tæpar 40 þúsund krónur á mánuði eða sem nemur launum lágtekju- manns, þá þarf að sækja þá peninga einhvers staðar. Og nú á að sækja þá í okkar vasa, þess fólks sem gerði jafnlaunasamninga. Það fólk á nú að borga hærri flugfargjöld í flugi innanlands. Þetta ákvað ríkisstjóm- in. Þessari ákvörðun og öðrum ákvörðunum ríkisstjómarinnar, sem opna fyrir verðhækkunarbylgjuna mótmælum við. Við mótmælum öll sem einn,“ sagði Ögmundur. Hann spurði hver væri sá sið- ferðisgrundvöllur sem lægi að baki því að það fólk sem væri á örorku- og ellilífeyrisbótum nyti ekki þess orlofsauka, sem kjarasamningar kvæðu á um. Hveijar væru stríðsskaðabætur þessa fólks? Ög- mundur svaraði með því að rekja að á undanfömu heilu ári hefðu bætur til elli- og örorkulífeyrisþega hækkað um 1,5% í mars síðastliðnum og um 5,3% frá 1. maí. Nú í dag bæmst þær fréttir innan úr ráðu- neytum að þjónustugjöld fyrir lækn- isaðstoð og lyf handa þeim myndu hækka á bilinu 15-22%. „Þessu ranglæti mótmælum við öll. Þetta er ekki bara krafa um sanngirni. Var ekki verið að tala um verðstöðv- un á opinberri þjónustu." Ríkisstjórnin hefiir brugðist Ásmundur Stefánsson rifjaði upp í ávarpi sínu yfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar til þess að greiða fyrir gerð kjarasamninga ASI og VSÍ fyrir mánuði síðan þess efnis að hún myndi spoma eins og frekast væri kostur við verðhækkunum næstu misserin. Þess sæust engin merki að ríkisstjórnin hefði uppi einhveija tilburði til þess að standa við þessa yfirlýsingu. „Ég segi þess vegna: Ríkisstjómarflokkamir hafa brugð- ist og það er hart og það er sárt. Það er auðvitað sárast fyrir okkur sem kusum þá sem flokka jafnréttis og félagshyggju. Ef verðhækkana- sóttin bráir ekki af ríkisstjóminni þá hljóta viðbrögð okkar að verða hörð. Þau hljóta að verða mjög hörð. Láti ríkisstjómin ekki segjast þá verða frekari aðgerðir til þess að knýja ríkisstjómina til þess að standa við sinn hlut að fylgja í kjöl- farið. Við verðum að láta það ger- ast.“ Ásmundur sagði að sá fjöldi sem mættur væri á fundinn sýndi að fólki væri full alvara með að láta stjórn- völd standa við yfirlýsingar sínar við gerð kjarasamninga. Það væri krist- altært að sá lærdómur sem mætti draga af þessum efndum fyrirheita væri að í næstu samningum yrði að krefjast vísitölutryggingar launa. Búvöruverðshækkunin nú hækkaði útgjöld meðal fjölskyldu um 1.200 krónur á mánuði. Þessi eina hækkun æti þannig upp meira en helming af 2.000 króna upphafshækkun kjarasamninganna. 8,20 króna hækkun bensínlítrans nú, þar sem meira en helmingur rynni í ríkiskass- ann yki útgjöld manns sem æki 300 kílómetra á viku um 1.100 krónur á mánuði ,og þar af tæki ríkissjóðuir 600 krónur. Þannig magnaði ríkis- stjórnin verðbólgnna og þetta tvennt tæki til sín á þriðja þúsund á mán- uði. „Grundvöllur samningana er að hrynja og það verður knýja ríkis- stjómina til þess að taka mark á eigin fyrirheitum," sagði Ásmundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.