Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 10

Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 10
10 MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 Tónvísindahátíð íslensku hljómsveitarinnar: Það er svo gaman að tala um tónlist - segir Guðmundur Emilsson hljómsveitarsljóri ÍSLENSKA hljómsveitin efnir til tónvísindahátíðar i Menningar- miðstöðinni Gerðubergi, dagana 2. til 7. júni. Dagskrá hátíðarinnar er af þrennum toga spunnin; sjö innlendir og erlendir fyrirlesarar flytja níu fyrirlestra um ýmis tónv- ísindaleg efiii, auk þess sem fyrir- lesarar taka þátt í pallborðsum- ræðum um skyldleik listsköpunar og listvísinda, haldið verður fimm daga námskeið í „músikþerapíu", og að lokum er efiit til málþings og pallborðsumræðna um mótun menningarstefiiu á Islandi. Auk þess er boðað til stofiifundar Tónv- ísindafélags íslands. Það má segja að Guðmundur Emilsson, stjómandi íslensku hljóm- sveitarinnar sé potturinn og pannan í undirbúningi hátíðarinnar og var hann spurður um tilgang hennar. „Tilgangurinn er margvíslegur," svaraði Guðmundur. „Við erum að vekja athygli á tónvísindum og við erum að vekja athygli á ungum tónv- ísindamönnum — og eldri. Við erum að vekja athygli manna á að kannski sé þörf á umræðum um mótun menn- ingarstefnu. Við erum að kynna ýmsar fræðigreinar í tónlist, sem lítið er vitað um hér heima." — Tónvísindi — er það spuming um tónlistarrannsóknir? „Já. Við álítum að menn hafi al- mennt ekki gert sér grein fyrir gildi tónvisinda í tónlistarlífinu og í tónlist almennt og höldum því blákalt fram, að til að mynda öll frægustu tón- skáld sögunnar hafi í rauninni verið miklir tónvísindamenn. Tökum sem dæmi Brahms, sem kynnti sér mjög rækilega tónverk Scarlattis og Schutz og ritaði þau öll upp með eigin hönd. Við vitum að Beethoven kunni sinn Bach og að Mozart stund- aði æfingar í kontrapúnkti bréfleiðis alla sína ævi; skiptist á bréfum um kontrapúnkt við vini og félaga — svo nokkur dæmi séu tekin úr tónskálda- stétt. Svo vitum við um hljómsveitar- stjóra, einsöngvara og aðra túlkandi listamenn sem hafa og eru miklir vísindamenn. Við getum nefnt tvo núlifandi menn sem dæmi; Leonard Bemstein og Karajan, sem báðir hafa lagt af mörkum vísindalegar rannsóknir." — Hvemig hefur aðstaða fyrir íslenska tónlistarmenn verið til rann- sókna? „Rannsóknir í tónvísindum hafa í raun og veru aðeins verið stundaðar af örfáum mönnum. Þar era fremst- ir í flokki séra Bjami Þorsteinsson á Siglufírði um aldamótin, doktor Ró- bert Abraham Ottósson, Jón Þórar- insson og doktor Hallgrímur Helga- son, sem enn er í fullu fjöri og við erum svo heppin að hann hefur þekkst boð okkar um að miðla af sinni miklu þekkingu og heldur fyrir- lestur sem hann nefnir Yfirlit um ástundun músikvísinda á íslandi. Þessir menn og aðrir tónlistarmenn í dag hafa nánast enga aðstöðu til rannsókna og til að láta eitthvað að sér kveða.“ — Er Tónvisindafélagið, sem þið ætlið að stofna í lok hátíðarinnar, hugsað til að bæta úr þessu aðstöðu- leysi? „Við hugsum okkur Tónvísindafé- lagið aðallega sem rabbfélag. Það á ekkert að fara að bjarga heiminum. En við ætlum kannski að stuðla að því að menn komi þekkingu á fram- færi gegnum fyrirlestra og annað. Við sjáum bara til, fyrst er að hitt- ast og ræða málin. Það er nefnilega svo gaman að tala um tónlist og í raun og vera, þegar maður fer að hugleiða þetta nánar, áttar maður sig á því að öll tónlistarkennslá fer fram í gegnum hið talaða orð og því færari sem menn era að tjá sig, því betri kennsla. Ég hitti kennara að máli á dögunum; mjög þekktan tónlistarmann, sem var alveg undrandi á þessu uppátæki okkar og hvort ástæða væri til að vera að þessu hjali. Ég spurði þennan ágæta tónlistarkennara um hæl hvort hann treysti sér til að stunda sín margháttuðu kennslustörf í hljóð- færaleik með bundið fyrir munninn. Hann svaraði um hæl að hann væri að hugsa um að koma á hátíðina þrátt fyrir allt.“ — Ég sé að þið verðið með mál- þing um íslenska menningarstefnu. Hvað meinið þið með menningar- stefnu? „Við meinum sjálfsagt ekki neitt, vegna þess að við vitum ekki hvað menningarstefna er. Maður hefur heyrt marga taka þetta orð sér í munn og jafnvel hampa því að um einhveija menningarstefnu sé að ræða hjá þessum tilteknu aðilum, en við höfum aldrei orðið áþreifanlega vör við það hver hún er. Í fyrsta lagi, hvemig menn skilgreina þetta hugtak; hvað er menningarstefna, og í öðra lagi, hvemig mönnum beri að móta hana, hveijum ber að móta hana, af hveiju og kannski bara alls ekki.“ — Hver er þín skoðun á menning- arstefnu? „Mín skoðun er núna sú — en ég verð kannski á öðru máli eftir þessa hátíð — að við ættum að byija á að skilgreina hugtakið; hvað menning- arstefna sé, hvað eigum við við með þessu hugtaki. Er það almenn menn- ing; menntun, skólakerfi eða list- menning. Síðan eigum við, ef vel tekst til, að reyna að átta okkur á því með hvaða hætti okkur beri að móta menningarstefnu, eða hvort við eigum yfir höfuð að móta hana — og ekki síst með tilliti til erlendra menningaráhrifa. “ — Hveijir finnst þér að eigi að móta menningarstefnu? Era það stjómmálamenn eða listamenn? „Ég held að þjóðin öll hljóti að gera það — með einum eða öðram hætti.“ — Getur hún öll skilgreint þetta hugtak á sama hátt? „Nei, en hún getur fallist á skil- greiningar annarra manna. Til dæm- is höfum við öll hingað til fallist á stofnun Háskóla íslands — sem ákveðna menningarstefnu og ég held að það séu ekki margir í þjóðfélaginu mótfallnir henni. Við getum kannski Guðmundur Emilsson, hljóm- sveitarstjóri. fallist á fleiri slíkar skoðanir um það hvemig við mótum okkar menningar- lega umhverfi." — En ertu viss um að hægt sé að móta menningarstefnu? „Ja, það er auðvitað hægt að móta bæði góða og vonda menning- arstefnu. Dæmi um vonda menning- arstefnu er Þriðja ríki Hitlers og Stalínstímabilið í sögu Sovétríkj- anna, þar sem menn vora bundnir á klafa; settur á þá múll. Að því er virðist gott dæmi um menningar- stefnu era til dæmis Frakkland og Kanada. Þessi lönd skera sig úr. Allavega heyrir maður því fleygt og við höfum séð dæmi um það.“ — Þegar þið talið um menningar- stefnu, eigið þið kannski fremur við listastefnu? „Þetta helst allt í hendur. Við getum alveg eins verið að tala um trúarbrögð; hvemig við stöndum að þeim, því trúarbrögð era sannanlega hluti af okkar menningu. Við höfum til dæmis fallist á ákveðna menning- arstefnu, sem er sú að okkar ríki skuli styðja við kristna ríkiskirkju. Það er menningarstefna — mjög sér- stök og hefur mjög mikil áhrif á alla okkar menningu." — Þegar þið ræðið um menning- arstefnu, eruð þið þá að ræða um stefnu stjómvalda gagnvart lista- mönnum með fjárframlögum og að- stöðu, eða erað þið að tala um list- uppeldi í skólakerfínu? „Það er allt þetta. Ég tek sem dæmi Sinfóníuhljómsveit íslands. Doktor Hallgrimur Helgason er sá núlifandi Islendingur sem hef- ur hvað mest stundað rannsóknir á tónlist og á hátíðinni mun hann flytja fyrirlestur sem hann nefh- ir „Yfirlit um ástundun músik- visinda á íslandi. Hún er menningarstefna. Hér hefur sú stefna verið ríkjandi að hún skuli starfa — við ákveðin skilyrði — og sú menningarstefna virðist vera komin nokkuð í höfn, en hvað varðar aðra hópa í tónlistarlífínu, þá hefur ekki verið ríkjandi önnur menningar- stefna en sú að láta reka á reiðan- um; láta menn nánast beijast inn- byrðis. Ég held að þennan geira menningarstefnunnar mætti móta betur og skoða nákvæmar, því við höfum ekki sinnt honum." — Ef farið er að móta menningar- stefnu, er þá ekki hætt við því að hún verði einhvers konar forræðis- stefna? „Óhjákvæmilega. En við tölum um gott og vont forræði. Ég held til dæmis að sú menningarstefna að huga að sjúku fólki og_ lækna það, sé góð forræðisstefna. Ég get alveg fallist á hana. En ég mundi ekki fallast á þá forræðisstefnu sem uppá- legði mér að búa í landi, þar sem ekki væri neinn opinber styrkur við listmenningu. Það þætti mér vont forræði." — Er einhver menningarstefna á íslandi? „Ég hef ekki heyrt neinn halda því fram, að hér sé ríkjandi nein skilgreind opinber stefna í menning- armálum. Hún liggur í loftinu á ýmsum sviðum — er skilgreind á viss- um sviðum — en hún er óskilgreind að því er varðar marga þætti okkar menningar og það má skoða betur." ssv Gerið verðsamanburð. Hitamælir. Gasmælir. Seljast ó meðan birgðir endast. KOMA EKKI AFTUR Opid 10-19. ARMULA 16 - SIMI: 686204 & 686337 * Islenskar kartöflur: Nægar birgðir fram í júlí AÐ sögn Sturlu Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Ágætis, ættu þær birgðir sem til eru af íslenskum kartöflum að duga fram í miðjan júlímánuð, en um 600 tonn af kartöflum er nú til lyá þeim framleiðendum sem Agæti er í viðskiptum við. Sturla sagðist telja gæðin á íslensku kartöflunum alveg boðleg ennþá, þó þau væru ekki eins mik- il og í haust, og því teldi hann ástæðulaust að flytja inn kartöflur til landsins. „Rýmunin eykst eftir því sem tíminn líður og því erfitt að segja nákvæmlega til um hvað verður seljanlegt af því magni sem framleiðendur segjast eiga, en mér sýnist á öllu að það ætti að nægja fram í miðjan júlí.“ V^terkurog Ll hagkvæmur augjýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.