Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 21 Mál ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thoroddsen: Málið lagt í dóm að lokn- um tíu tíma málflutningi MÁLFLUTNINGUR stóð í gær, frá níu að morgni til hálfsjö að kvöldi í máli ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thoroddsen. Málið hefur nú verið tekið til dóms og má vænta niðurstöðu Friðgeirs Björnssonar yfirborgar- dómara, Steingríms Gauts Kristjánssonar borgardóamra og Eggerts Óskarssonar borgardómara innan þriggja vikna. Lögmennirnir tveir, Gunnlaugur Claesen ríkislögmaður og Jón Steinar Gunnlaugsson, héldu hvor um sig Qögurra tíma langa tölu, fyrst Gunnlaugur fyrir hönd stefh- anda, dómsmálaráðherra. Gunnlaugur Claessen lýsti þeirri kröfu dómsmálaráðherra að Magnús yrði með dómi sviptur embætti hæstaréttardómara þar sem hann hefði rýrt svo álit sitt siðferðilega, að hann mætti ekki lengur gegna dómaraembætti. Ríkislögmaður sagði í lok málavaxtalýsingar að það hefði verið erfið ákvörðun fyrir dómsmála- ráðherra að svipta Magnús embætti um stundarsakir og höfða gegn hon- um mál. Ekki vegna þess að efast væri um málstaðinn heldur væri með málshöfðun haldið við persónulegri ógæfu Magnúsar vegna breytni hans og aukið hana með því að honum væri vikið frá gegn eigin vilja. Ótvírætt væri hvem dóm almenn- ingur hefði lagt á áfengiskaup Magn- úsar á kostnaðarverði og viðbrögð Magnúsar við málinu hefðu gert ill verra og það hefði þyngt dóm al- mennings að hann hefði lýst því yfir að um einkamál sitt væri að ræða. Lögmaðurinn lagði fram í málinu endurrit af allri flölmiðlaumflöllun um málið frá 24. nóvember er fyrstu fréttir birtust og fram til áramóta, á annað hundrað skjala, og sagði þessi skjöl vera eins konar glugga að al- menningsálitinu. Enginn hefði opin- berlega tekið upp hanskann fyrir Magnús og þeir sem tekið hefðu til vamar fyrir hann hefðu vísað til m eðaumkunar með honum og fjöl- skyldu hans, glæsilegs fyrri ferils en ekki réttlætt breytni hans. Hann sagði að Magnús hefði sjálf- ur á öðmm degi umfjöllunar um málið komið því sjónarmiði á fram- færi í fjölmiðlum að hann hefði engar reglur brotið heldur nýtt sér fríðindi sem forverar hans í embætti og marg- ir aðrir embættismenn hefðu notið. Þrátt fyrir þetta hefði það komið fram í viðbrögðum alls almennings að at- hæfi Magnúsar væri ef til vill lög- mætt en engu að síður siðlaust. Ámælisvert hefði verið að nýta heim- ildina með þeim hætti sem Magnús gerði. Það hefði farið í bága við hug- myndir fólks um muninn á réttu og röngu. Ekki væri auðvelt að henda reiður á hvaða atriði hefðu ofboðið siðferðisvitund almennings öðrum fremur. Siðferðisreglur væru að mestu óskráðar en iðulega væri í lög- um óskilgreint vísað til siðferðis. Dæmi um slíkt væri 35. grein laga um meðferð einkamála í héraði. Tengsl lagareglna og siðareglna væru byggð á almennu mati á dyggðum og löstum. Það hefði blasað við fólki að áfengiskaup Magnúsar Thorodds- en væru dæmi um óhóf, dómgreindar- leysi og rangsleitni þótt skráðar laga- reglur hefðu ekki verið brotnar. Mis- jafnar siðferðskröfur væru gerðar til manna og sumum embættum fylgdi meiri virðing en öðrum. Að þvi leyti væru sennilega aðeins gerðar meiri kröfur til forseta íslands en Hæsta- réttar. Enginn vafí megi liggja á sið- ferðisstyrk þeirra sem leggi endan- legan dóm á breytni annarra. Lög- maðurinn hugleiddi þýðingu þess að um kaup á áfengi var að ræða, gífur- legt magn af sterku áfengu. Afbrigði- leg meðferð áfengis hefði sett emb- ætti forseta Hæstaréttar og Hæsta- rétt skor lægra siðferðislega en al- menningur gæti þolað. Þá hefði fólki ofboðið sú lítilsvirðing við embætti forseta íslands að laun fyrir að gegna embætti hans hefðu verið notuð til áfengiskaupa. Kaupverð áfengisins hefði verið /«af söluveðri til almenn- ings, 357 þúsund krónur í stað tæpra þrigja milljóna. Miðað við það hefði Magnús drýgt tekjur sínar um 50-55% með áfengiskaupum þann tíma sem hann gegndi embætti for- seta Hæstaréttar. Fólk hefði ekki átt von á að nokkur í svo háu embætti léti sér detta í hug að drýgja skatt- fijálsar tekjur með kaupum á áfengi 4 lágu verði og margfalda þannig tekjumar.I ljós hefði komið í ljós að siðferðismat Magnúsar stangaðist á við mat allra annarra. Trúnaður hefði brostið milli þjóðarinnar og Hæsta- réttar. Þá sagði Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður að kaup Magnúsar Thoroddsen á áfengi á kostnaðar- verði til einkanota hefðu verið ólög- mæt og til þess lægju margar ástæð- ur.í lögum um laun forseta íslands væru tæmandi ákvæði um greiðslur fyrir handhöfn forsetavalds. Þar væri kveðið á um að skipta skyldi milli handhafa upphæð sem samsvaraði launum forseta þann tíma sem hann væri Jjarverandi og að auki skyldi greiða þeim útlagðan kostnað. Fallist dómurinn ekki á þetta komi til álita bréf forstjóra ÁTVR til tveggja þing- manna þann 12. febrúar 1964 sem bendi til að heimild handhafa til áfengiskaupa skuli aðeins nýtt í for- föllum forseta og þá aðeins til opin- berrar gestamóttöku. Væri enn talið um heimild til einkaneyslu væri að ræða hélt lögmaðurinn fram að hún hefði verið afnumin með samþykkt ríkisstjórnar frá 1971 ásamt heimild: um til ráðherra og þingforseta. í þeim hópi væru tveir handhafa for- setavalds og sama máli hlyti að gegna um hinn þriðja, forseta Hæstaréttar. Að öðrum kosti bæri að skýra heim- ild til einkanota þröngum skilningi, eðli málsins samkvæmt, þannig að hana mætti aðeins nýta meðan í fjar- veru forseta og í því hófi sem slíkt embætti krefðist. SkeQalaus söfiiun Áfengiskaup Magnúsar hefðu gegnið út fyrir allar hugsanlegar heimildir. Þessi skefjalausa söfnun áfengis væri sjálftaka hlunninda sem væri með öllu óþekkt innan ríkiskerfisins. Ekki hefði verið sett ákveðið hámark á úttektir en æðstu embættismönnum treyst til að gæta hófs. Þumalfingursregla sem Magnús hefði sagst hafa stuðst við og keypt aðeins fyrir handhafalaun, væri marklaus enda hefði hann far- ið fram úr henni bæði árin sem hann var handhafi forsetavalds. Þótt dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að þessi sjálftaka hefði verið heimil sagðist Gunnlaugur Claessen telja engu að síður að hún hefði gengið gegn 35. grein og þvi væri honum ekki sætt í embætti. Samanburður við risnu ráðherra væri marklaus enda hefðu ráðherr- ar ekki eigið risnufé. Engin sérrétt- indi ráðherra eða annarra forstöðu- manna ríkisstofnana réttlættu gerðir Magnúsar. Fullyrðingar um að ÁTVR hefði haft eftirlitshlutverk með reglum um áfengiskaup á kostnaðarverði og hefði því átt að stöðva kaup forseta Hæstaréttar, samræmdust þau ekki reglunum, væru fráleit vörn. Ríkislögmaður kvaðst telja að heimilt væri að víkja hæstaréttar- dómara frá með tilvísun til ákvæða laga um meðferð einkamála í hér- aði. Meðal annars sagði hann að í lögum um Hæstarétt sé sagt að þann einn megi skipa dómara við réttinn sem fullnægi almennum dómaraskilyrðum, samkvæmt 32. grein laga um meðferð einkamála í heraði. Af því leiði að 35. grein þeirra laga eigi einnig við um hæstaaréttardómara enda sé í einni málsgrein þeirrar greinar fjallað um að dómari þurfí að uppfylla dómara- skilyrði til að halda embætti. Fallist dómurinn ekki þá þetta beri að beita 35. greininni með lögjöfnun. Skilyrði séu til staðar jafnframt því að einkamálalögum oft verið beitt fyrir lögjöfnun við meðferð mála í Hæstarétti. Vemd dómara samkvæmt 61. grein stjórnarskrár taki ótvírætt til umboðsstarfalausra dómara og ákvæði 35. greinar einkamálalaga ættu einnig við um umboðsstarfa- lausa dómara á hvaða dómsstigi sem þeir starfi, einnig í Hæstarétti enda gaengi ekkiupp að hafa í gildi tvenns konar reglur um menn i slíkum embættum og ekki ætti að gera síðri kröfur til Hæstaréttar en lægri dómstiga. Þá reifaði ríkislögmaður að lög- maður Magnúsar hefði talið að til að margnefnd 35. grein ætti við þyrfti að vera um að ræða refsivert brot gegn settum lögum. Þessi sjón- armið hefðu nú knúið dómsmálaráð- herra til að greina frá þeirri af- stöðu, sem hann hefði ætlað að halda utan við málareksturinn, að brot Magnúsar væri í raun refsivert brot á 139. grein almennra hegn- ingarlaga og með tilliti til mismun- ar á sérkjaraverði og útsöluverði áfengis væri um að ræða stærra brot á þeirri lagagrein en fordæmi væru til um hérlendis. Þá vék ríkislögmaður að vöm Magnúsar sem byggðist á að hann hefði látið freistast til að gera það sem aðrir gerðu. Fyrst þeir slyppu væri ekki hægt að beita hann viður- lögum. Lömaðurinn bar þetta sam- an við skattsvik. Á að sleppa skatt- svikara við refsingu vegna þess að ekki næst til allra sem svíkja undan skatti? Þá sagði hann að í vömini hefði lögmaður Magnúsar krafist upplýs- inga um ólíklegustu hluti sem vörð- uðu úrlausn dómsmálsins ekki á nokkum hátt. Samt hefðu ráðu- neyti og stofnanir lagt mikla vinnu í að svara spumingum lögmannsins og þrátt fyrir fullyrðingar lög- mannsins benti ekkert til annars en þar hefði sannleikurinn verið sagður. Mál þetta snerist um hvort Magnús Thoroddsen hefði rýrt svo traust á sér að honum væri ekki lengur fært að sitja sem dómari við Hæstarétt. Þar breytti engu hvort ráðherrar hefðu veitt áfengi á kostnaðarverði í afmælum sínum eða við önnur tækifæri þar sem þeir hefðu ræktað nauðsynleg tengsl ráðherra víðs vegar að úr þjóðfélaginu. Slíkar væra þeirra skyldur og þeir bæra ábyrgð gagn- vart kjósendum og alþingi en dóm- endur hefðu engar gestgjafaskyldur og samanburður við ráðherra stæð- ist ekki. Þá fann ríkislögmaður að því að lögmaður Magnúsar hefði viljað reka málið í fjölmiðlum og átaldi hann fyrir að leggja fram skjöl um áfengiskaup ráðherra. Jón Steinar Gunnlaugsson lög- maður Magnúsar Thoroddsen krafðist sýknu _ af kröfum dóms- málaráðherra. í fyrsta lagi ætti margnefnt ákvæði einkamálalaga ekki við um hæstaréttardómara. í öðra lagi hefði Magnús Thoroddsen ekki brotið neinar reglur. í þriðja lagi leiddi það að talið væri að ákvæði einkamálalaga ættu við ekki til þess að kröfur dómsmálaráð- herra yrðu teknar til greina. Reglur 2. kafla einkamálalaga þar sem 35. grein væri meðal annarra bæri að skýra sem heild og þar væri að finna ákvæði sem ættu aðeins við héraðs- dómara. í greinargerð með fram- varpi að lögunum væri einnig ávallt vísað til héraðsdómara. Heimild hæstaréttarlaga til að beita einka- málalögum þar sem það ætti við næði ekki til þessa máls heldur snerist hún aðeins um réttarfarsat- riði. Ekki væri unnt að lögjafna út frá 35. grein án þessa að veita Magnúsi jafnframt þá réttarvernd sem héraðsdómuram væri veitt í öðram kafla einkamálalaganna, þar sem kveðið væri meðal annars á um áminningu sem undanfara brottvikningar um stundarsakir. Mál þetta snerist um hvort Magn- ús hefði gerst sekur um brot á heim- ildum til áfengiskaupa á kostnaðar- verði frá ÁTVR. Ef ekki tækist að sanna það væri málatilbúnaðurinn fallinn um sjálfan sig. Skoða þyrfti tvær fullyrðingar stefnandans, þá að Magnús hefði mátt kaupa áfengi til einkanota og þá að hann hefði keypt meira magn en leyfilegt væri. Því væri óhjákvæmilegt að kanna efni reglnanna ítarlega. Einu heim- ildimar um reglumar væra sendi- bréf frá ÁTVR til 2 alþingismanna 1964 og bókun á ríkisstjómarfundi 1971. Hér væri því ekki um réttar- heimild að ræða þar sem þar sem þær hefðu ekki veirð settar á stjóm- skipulegan hátt. í fyrsta lagi væri efni þeirra óvíst og í öðra lagi hefðu reglurnar aldrei verið birtar þeim sem við þær ættu að búa. Ekkert í þessum reglum segði beram orðum hvort þær væra ætlaðar til einka- nota eða um hámark úttekta. Samt væri málsóknin byggð á því að gegn þessum reglum hefði verið brotið. Lögmaðurinn sagði að ákvörðun um Iausn frá embætti um stundarasak- ir hefði verið byggð á lögum um opinbera starfmenn. Samt hefði mál Magnúsar ekki ferígið þá með- ferð sem þau lög mæltu fyrir um, þá að með málið væri farið að hætti opinberra mála og það rann- sakað af mönnum með ríkar rann- sóknarheimildir og heimildir til að krefjast gagna. Sannleikurinn falinn Magnús hefði boðist til að víkja meðan slík rannsókn færi fram. Því boði hefði ekki verið tekið. Þess í stað hefði sú ákvörðun verið tekin, annað hvort að óhugsuðu eða þaul- hugsuðu máli, að láta einhvern lög- mann út í bæ um að senda bréf hingað og þangað og biðja um upp- lýsingar. Við þær aðstæður hefði ríkiskerfið átt auðveldara með að leyna sannleikanum um fram- kvæmd þessara heimilda. Jón Stein- ar sagði að í fyrrnefndu bréfi frá 1964 kæmi skýrt fram að um heim- ild til einkaafnota væri að ræða. Nefndir væra sérstaklega embætt- ismenn og stofnanir sem hefðu leyfi til að kaupa áfengi á kostnaðar- verði. Samþykkt ríkisstjómar frá 1971 hefði í raun aðeins haft gildi fyrir ráðherra þá sem sátu þann fund, þar væri hvorki lagareglur né stjórnvaldsfyrirmæli á ferð. Fyrir liggi í málinu að handhafar forsetavalds hafi um árabil greitt áfengi keypt á kostnaðarverði með eigin fé án þess að ríkisendurskoðun hafí nokkra sinni gert athugasemd- ir við það. Varla væri ætlast til að handhafar greiddu kostnað við op- inberar veislur úr eigin vasa. I svari við fyrirspum yfirskoðunarmanna ríkisreikninga 1972 um vandkvæði á því að breyta eða afnema þessi fríðindi kæmi fram að til breytinga þurfí samþykki alþingis eða ríkis- stjórnar þar sem um lagna hefð sé að ræða á áfengiskaupum til einka- þágu. Jón Steinar lýsti gagnaöflun sinni frá opinberam aðilum. Hann hefði skrifað fjölda bréfa, beðið um ítar- legar upplýsingar um framkvæmd reglna um áfengiskaup á kostnað- arverði en fengið samhljóða almenn svör og útúrsnúninga hjá hinu opin- bera kerfi. Slegið hefði verið jám- tjaldi um allar upplýsingar um framkvæmd reglnanna. Þó hefði tekist að bijóta örlitla glufu á þann ósannindamúr eða þagnamúr sem málið hefði verið sveipað. Athugun á áfengiskaupum frá desember til apríl aftur til 1982 leiða í ljós að frá desember 1988 til apríl 1989 hefði ÁTVR eingöngu selt um 6000 flöskur á kostnaðar- verði, miðað við rúmlega 11 þúsund að meðaltali 1982 til 1988. Af þessu, og með tilliti til þagnar ríkis- valdsins um framkvæmd reglnanna, yrði að draga þá ályktun að allt að helmingur áfengiskaupa á kostnað- arverði hefði rannið til einkanota. Ríkið yrði að bera halla af sönnun- arskorti og því bæri að leggja full- yrðingar sínar, samkvæmt fyrir- liggjandi gögnum, til grandvallar. Ef ekkert áfengi var keypt til einka- nota hvað var þá að fela? Jón Steinar vék að framburði embættismanna ríkisins fyrir dómi. Hann taldi framburð margra ein- kennast af undanbrögðum. Til dæmis hefði Ríkisendurskoðandi ekki minnst þess að hafa gert at- hugasemdir við veislur á kostnað Hæstaréttar þar sem Hæstiréttur hefði ekki risnufé. Þó lægju frammi í málinu gögn um þessar aðfinnslur undirrituð af ríkisendurskoðanda. Svo virtist sem einmitt ríkisendur- skoðandi hefði gegnt hlutverki dóm- ara um efni þessara reglna. í stað réttarregla hefði verið hringt í hann þegar kanna þurfti efni reglnanna. Reglubreyting felist þá væntanlega í því að skipta um ríkisendurskoð- anda. Magri réðst af fjarvistum forseta Jón Steinar hélt því fram að eng- inn eðlismunur væri á áfengiskaup- um Magnúsar Thoroddsen og þeirra annarra nafngreindu handhafa for- setavalds sem fyrir lægi að hefðu nýtt sér fríðindin fram til 1982. Hann sagði deginum ljósara að þama hefði verið um viðurkennd fríðindi að ræða og engar magntak: markanir hefðu verið kynntar. í hveiju væri brot Magnúsar fólgið? í því að panta áfengi hjá ÁTVR, sem hefði jafnvel sett reglumar, og áreiðanlega séð um framkvæmdina. Magnús hefði heyrt fleygt viðmið- unarreglu sem hann hefði stuðst við um magn. Magnið hefði orðið mikið vegna tíðra fjarvista forseta. Honum hefði aldrei verið tilkynnt um sérstök takmörk. ÁTVR og Ríkisendurskoðun hefðu aldrei gert athugasemdir við kaup hans sem hefðu farið fram fyrir opnum tjöld- um. Jón Steinar hafnaði þvi að víkja mætti Magnúsi frá með tilvísun til 35. greinar einkamálalagi enda ætti hún aldrei við nema um ólög- mæta háttsemi, ekki við um hugs- anlegt brot á óljósum reglum. Sið- ferðisreglan yrði að hafa fengið staðfestingu í formlegri lagareglu eða öðram gildum réttarheimildum. Siðferðileg afbrot væra háð vilja til að bijóta siðareglu og til þess þyrfti í fyrsta lagi að þekkja efni hennar en meginatriði sé þó að siðaregla fái staðfestingu í lagareglu til að unnt sé að beita henni fyrir dómi. Verði talið að 35. grein eigi við þá sé háttsemi Magnúsar ekki ólög- mæt og þótt álitið verði að svo sé ekki þá sé hún allt að einu ekki næg ástæða til brottvikningar úr em- bætti. Verði því hafnað sé ljóst að Magnús verði að fá að njóta réttar- öryggis 35. greinar og 2. kafla einkamálalaga. Þá vék Jón að almannadómi um mál Magnúsar og sagði ljóst að á honum væri málsókn ríkisvaldsins byggð og ef sá dómur hefði ekki fallið hefði ekki verið höfðað mál. Því hefði hann talið nauðsynlegt að rannsaka hvemig málið komst til fjölmiðla. Með framburði þeirra fimm manna, sem hefðu að eigin sögn einir haft vitneskju um áfeng- iskaupin áður en útvarpið birti frétt um þau, væri ljóst að einhver þeirra, forsætisráðherra, fyármálaráð- herra, ríkisendurskoðandi, forstjóri ÁTVR eða forseti Sameinaðs þings, hefðu borið rangt fyrir dóminum g þar með kallað yfir sig refsingu. Hann skoraði á dómara að gera ríkissaksóknara vart um að slíkt brot hefði veirð framið enda gæfi það tilefni til rannsóknar og opin- berrar mlashöfðunar. Hann sagðist telja fyármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, líklegastan til að hafa komið málinu af stað enda hefði hann jafnan fylgt þvi eftir, gefið óspart viðtöl og viðhaft rangar yfir- lýsingar um að kaup til einkanota væra ekki heimil samkvæmt reglum í þeim tilgangi að sverta Magnús Thoroddsen. Upphlaupið í fjölmiðl- um hefði verið skipulögð aftaka, framkvæmd af manni sem kynni að meðhöndla fyölmiðla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.