Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 42

Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2, JÚNÍ 1989 fclk í fréttum BANDARÍKJAFORSETI Stundarfriður Haft hefur verið á orði að starf Bandaríkjaforseta sé erfiðasta skrifstofustarf í heimi hér. Launin munu að sönnu þokkaleg en starfmu fylgja eilíf funda- höld og tækifæri til heilbrigðrar útivistar munu næsta fá. George Bush Bandaríkjaforseta er, að sögn kunn- ugra, umhugað um að halda sér í góðu líkamlegu formi og verður ekki betur séð en það hafi tekist prýðilega því maðurinn er hinn spengilegasti. Bush hélt fyrr í vikunni á fund leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel. Þegar hlé var gert á viðræðunum kom í ljós að Bush hafði ekki gleymt að stinga stuttbuxun- um og strigaskónum ofan í skjaiatöskuna því forsetinn brá á það ráð að skokka í garði gestabústaðarins þar sem hann og eiginkona hans, Barbara, héldu til. Viss- ara þótti þó að hafa öryggisverði með í för og mun kraftakarlinn sem fylgir forsetanum á myndinni vera einn slíkur. Barbara Bush nýtti hins veg- ar tækifærið og skoðaði borgina á meðan eiginmaður hennar kynnti tillög- ur sínar til að treysta heimsfrið- inn. Var henni hvar- vetna vel tekið og svo sem sjá má á myndinni gladdist hún mjög er belgísk skólaböm buðu hana velkomna með því að halda fána Bandarílq'anna á lofti. FRIÐARHLAUP ’89 Upphafsmaður hlaupsins lyftir forsætisráðherra Hér má sjá hvaða aðferðir Sri Chinmoy notar við lyf- tumar og* á pallinum er óiympíski gull- verðlaunahaf- inn, Karl Lew- is. Iaprílmánuði hófst í New York alþjóðlegt friðarhlaup en ísland er eitt af 73 þátttökuþjóðum víða um heim. Hlaupið verður hringinn í kringum landið og er byijað á Þingvöllum þann 3. júní. Sunnu- daginn 4. júní verður formleg opnunarathöfn hlaupsins með skemmtidagskrá á Lækjartorgi. Upphafsmaður hlaupsins, Sri Chinmoy, er væntanlegur til landsins og mun meðal annars Iyfta forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, á samkomunni. Sri Chinmoy hefur í tvo áratugi stýrt friðarhugleiðslu hjá Samein- uðu þjóðunum í New York. Hann er íþróttamaður og hefur meðal annars stundað hlaup og lyftingar síðastliðin ár. Sri Chinmoy hefur sýnt ótrúlegan styrk með því að lyfta þremur og hálfu tonni með annarri hendi og þær lyftur verið viðurkenndar af breskum og bandarískum lyftingasambönd- um. Þá lyftir hann gjarnan afreks- mönnum á sviði íþrótta og hátt- settum embættismönnum við ýmis tækifæri. Hann mun mæta við formlega opnunarathöfn hlaups- ins á Lækjartorgi og lyfta Steingrími Hermannssyni, á Lækjartorgi. STRIPL Öþvinguð á Evuklæðum Uti í hinum stóra heimi þykir nánast sjálfsagt og eðlilegt að grípa sérhvert tækifæri til að vekja athygli á eigin tilveru. Munu hinir lærðustu sálfræðingar ýmist rekja þessa hneigð til þrúgandi einsemdar borgarmenningar, fé- Iagslegrar einangrunar f æsku eða almennrar bælingar á hvítvoð- ungsskeiði. Sígild þykir sú aðferð að hlaupa öldungis og gjörsam- lega kviknakin(n) um þar sem saman er kominn nokkur hópur fólks og þykja íþróttaleikvangar jafnan kjörinn vettvangur fýrir þessa iðju. Um síðustu helgi fór fram í Lundúnum landsleikur Breta og Ástrala í krikket. Leikur- inn þótti í daufara lagi framan af en áhorfendur tóku við sér er 19 ára stúlka, Sheila Nicholls, birtist berstrípuð á grasflötinni og tók á rás, fijáls og óþvinguð sem þokkafullt panþerdýr. Athæfí sem þetta þykir yfirleitt stríða gegn siðgæðisvitund manna og afréðu laganna verðir því að hlaupa stúlkuna uppi. Tókst það prýðilega en stúlkunni var sleppt eftir að lögregluforingi einn hafði haldið yfir henni ræðu og frætt hana um gildi góðra siða og al- mennar ástæður þess að menn hylja jafnan nekt sína á manna- mótum sem þessum. Hér lyftir Sri Chinmoy Rafael Hernandez Colon, ríkissijóra Puerto Rico. HITABYLGJA Mörgæs í steypibaði Mörgæs í dýragarðinum í Bristol á Englandi virð- ist njóta þess að kæla sig í fos- súða 29. mai sl. í Suður-Eng- landi hefur verið einmuna veð- urblíða og hafa hlýindin þar ekki verið meiri né sólarstundir fleiri frá því að veðurfarsmæl- ingar hófust í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.