Morgunblaðið - 16.06.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 16.06.1989, Síða 1
64 SIÐUR B/C 134. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kína: Þrír andófsmenn dæmdir til dauða Peking. Reuter. DOMSTÓLL í Shanghai, stærstu borg Kína, dæmdi í gær þijá menn til dauða fyrir að kveikja í lest sem brunað hafði í gegnum hóp mótmælenda hinn 6. júní síðastliðinn. Rúmur tugur manna varð undir lestinni og þar af létust sex. Víðtæk leit stendur nú yfir að leiðtogum námsmanna í uppreisninni gegn stjórnvöldum sem barin var niður af fádæma grimmd fyrir tæpum tveimur vikum. Hundruð manna hafa verið handtekin, þar af fjórir af 21 sem voru eftirlýstir. Chai Ling, 23 gömul námsmey við Pekingháskóla, er meðal hinna hundeltu. Tveir norskir þingmenn útnethdu hana í gær til friðarverð- launa Nóbels. Chai Ling kom segulbandsupp- töku úr landi þar sem lýst er á áhrifamikinn hátt blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar. Upp- takan fór víða um heim eftir að henni var fyrst útvarpað í Hong Kong síðastliðinn laugardag. Óstað- festar fregnir í Ástralíu herma að hún hafi leitað hælis í ástralska sendiráðinu í Peking. Kínverskir leiðtogar og leppar þeirra leggjast nú á eitt við að heila- þvo þjóðina og innræta henni að rúmlega 100 hermenn hafi dáið píslarvættisdauða í átökum við „skemmdarverkaseggi“. Sjónvarpið sýndi hermenn hreinsa leifarnar af félögum sínum út úr heijeppa en þeir höfðu verið barðir til dauða aðfaranótt 4. júní. Einnig eru sýnd hjartnæm viðtöl við mæður látinna hermanna. af því sem gerðist,“ sagði Gorba- tsjov án þess að útskýra nánar orð sín. Sjá einnig bls. 18: „Pjörugur fræðimaður..." bls. 20: „Ættar- veldi...“ og viðtal á miðopnu við Milton Friedman um atburðina í Kína. Reuter Kínverski stúdentaleiðtoginn Chai Ling. Hún heftir verið tilneftid til friðarverðlauna Nóbels en talið er að Chai sé í felum í ástralska sendiráðinu í Peking. Yfirvöld elta nú uppi andófsmenn um allt landið. Seppi gætti aðtímanum Daily Telegraph. CHAKA heitir 16 mánaða gamall hundur af ensku sett- er-kyni. Á dögunum fór hann að vekja eiganda sinn á heldur óvenjulegan hátt. Hann gelti ekki eins og venjulegur hund- ur heldur gaf frá sér annars konar hljóð. Eigandi hundsins týndi tölvu- úri sínu fyrir þremur vikum. Hann var búinn að gefa upp alla von um að finna úrið, þegar hann vaknaði einn morguninn við kunnuglegt hljóðmerki. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að það barst frá hundinum. Margir dagar liðu og ekkert bólaði á úrinu. Chaka borðaði eðlilega en á hveijum morgni, klukkan sjö, heyrðust hljóðmerki í tuttugu sekúndur frá hundin- um. Skömmu síðar kom úrið í leitirnar með aðstoð hægðalyfja. Það gekk enn þá hárrétt. Míkhaíl Gorbatsjov í Vestur-Þýskalandi: Múrínn muii ekki þurfa að standa til eilífðamóns Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, sagðist í gær vona að umbætur færu ekki út um þúfur í Kína og var þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig að ráði um fjölda- morðin í Peking. „Við hörmum sumt Bonn, Dortmund. Reuter. Daily Telegrapli. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovét- forseti sagði á blaðamannafúndi í Bonn í gær að B'erlínarmúrinn gæti horfið þegar ástæðurnar fyr- ir byggingu hans væru ekki leng- Minningarfundir í Litháen Hundruð þúsunda manna minntust þess í Sovétlýðveldinu Litháen á miðvikudag að 48 ár voru liðin frá því skipulegir nauðungar- flutningar á rúmri milljón manna hófúst fr'á landinu í sljómartíð Jósefs Stalíns. Nasistaherir Hitlers hernámu iandið á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og var fjöldi gyðinga þá fluttur í útrýmingar- búðir. Þetta er í fyrsta skipti sem yfirvöld heimila minningarat- hafhir sem þessa. Myndin var tekin i Vilnu, höfuðborg Litháen, er fórnarlamba einræðisherranna var minnst. Á efra spjaldinu segir: „Ogildið sáttmála nasista og Sovétmanna“ en á hinu er Rauði herinn hvattur til að hverfa á brott úr lýðveldinu. ur til staðar. Hann sæi ekkert því til fyrirstöðu og sagði ekkert eilíft í heiminum. Er Sovétleiðtoginn var spurður álits á mögulegri sam- einingu þýsku ríkjanna tveggja sagði hann: „Allt getur komið til greina." Austur-þýska fréttastof- an APN sleppti þessum ummælum Sovétleiðtogans í frásögn sinni af fjögurra daga opinberri heimsókn Gorbatsjovs til Vestur-Þýskalands sem lauk í gær. Gorbatsjov sagði ástand heimsmála eftir heims- styijöldina síðari hafa leitt til stofnunar tveggja þýskra ríkja sem væru í ólíkum hernaðar- bandalögum og tíminn yrði að skera úr um það hvenær breyting- ar yrðu. Er Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hcimsótti Moskvu á síðasta ári sagði Gor- batsjov að hugmyndin um samein- ingu þýsku ríkjanna væri „hættu- leg.“ Edúard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði aust- ur-þýskum stjómvöldum í síðustu viku, að Sovétmenn hefðu í engu hvikað í andstöðu sinni við breyting- ar á stöðu Austur-Þýskalands. Sovétleiðtoganum hefur verið tek- ið með kostum og kynjum í Vestur- Þýskalandi. Fyrr um daginn heim- sótti Gorbatsjov sjö þúsund stáliðn- aðarmenn í Dortmund á iðnaðar- svæðinu Ruhr og troðfylltu þeir verk- smiðjusal til að sjá og heyra leið- togann. Hann sagði þeim að Sovét- menn héldu því ekki fram, að þeir hefðu einkarétt á sannleikanum; stefna þeirra væri sú að bjóða öllum þjóðum og ríkisstjórnum að samein- ast í baráttu fyrir friðsamlegum heimi. Umbótastefnunni, perestroj- ku, væri ætlað að bæta fyrir mistök fortíðarinnar. í tilfinningaþrunginni ræðu sinni sagði Gorbatsjov, að það sem hefði snortið hann mest væri ákafur stuðningur Vestur-Þjóðveija við umbótastefnuna í Sovétríkjunum. Hann hefði lesið í andlitum fólks óskina um að þjóðir Vestur-Þýska- lands og Sovétríkjanna færðust nær hvor annarri. Forsetinn lét undirbú- inn ræðutexta lönd og leið og var gripið fram í fyrir honum með dynj- andi lófataki og fagnaðarópum á eftir nær hverri setningu. Atvinnu- leysi er mikið í þungaiðnaði Ruhr og vonast margir til þess að aukin við- skipti við Sovétríkin geti bætt þar úr. Gorbatsjov sagði í heimsókninni að afvopnunartillögur Atlantshafs- bandalagsins, sem nýlega voru kynntar í Brussel, væru spor í rétta átt. Aftur á móti gagnrýndi hann þá áherslu sem bandalagið leggur á fælingarmátt kjamavopna og sagði þá stefnu bera vott um „hugsunar- hátt kalda stríðsins“. Uppreisnarhetjanna minnst í Ungverjalandi: Janos Kadar segist hafa sam- viskubit vegna dauða Nagys Búdapest. Reuter. SÚLURNAR, sem varða Hetjutorgið í Búdapest, voru tjaldað- ar svörtu í gær vegna þess, að í dag verða bornir til grafar öðru sinni Imre Nagy, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ungveijalands, og §ór- ir samstarfsmenn hans. Þeir voru teknir af lífi eftir uppreisnina gegn stjórn kommúnista og Sov- étríkjunum 1956. Janos Kadar, sem Sovétmenn Iétu taka við af Nagy, sagði í viðtali við tímarit sem birtist í gær að hann hefði slæma samvisku vegna lífláts Nagys. „Harmleikur Imre Nagys er jafn- framt minn persónulegi harmleik- ur,“ sagði Kadar sem var þvingaður til að láta af völdum á síðasta ári. Hann sagði að nú væri kominn tími til að hann ræddi um Nagy og „það sem gerðist." í næstu viku verður birt framhald viðtalsins þar sem Kadar segir nánar frá örlögum Nagys. Ríkisstjórn ungverska kommún- istaflokksins fór í gær lofsamlegum orðum um Nagy, kallaði hann mik- inn stjórnmálaskörung og sagði, að lýðræðishugsjónir hans væru sam- ofnar stefnu stjórnvalda nú. Sjá „Táknræn fyrir ...“ á bls. 20. Imre Nagy A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.