Morgunblaðið - 16.06.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989
Svíþjóð;
Ekkja Palme kveðst ætla
að mæta til vitnaleiðslu
VERJANDI Christers Pettersons, sem ákærður hefur verið fyrir morð-
ið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagðist í gær myndu krefl-
ast þess að Petterson yrði leystur úr haldi kæmi Lisbet Palme, ekkja
forsætisráðherrans, ekki til vitnaleiðslu. Lisbet Palme tilkynnti síðar
að hún myndi bera vitni fyrir réttinum á mánudag, að sögn Kristínar
Valdimarsdóttur, sem hefiir verið viðstödd réttarhöldin yfir Petterson.
Reuters-fréttastofan greindi frá
því að veijandi Pettersöns, Arne
Christer Pettersson.
Liljeros, hefði krafist þess að Lisbet
Palme kæmi til vitnaleiðslu sem
fyrst, þar sem vitnisburður hennar
gæti skorið úr um hvort hinn ákærði
ætti að vera áfram í haldi. Lisbet
Palme er lykilvitni ákæruvaldsins í
réttarhöldunum yfir Petterson, sem
sakaður er um að hafa skotið Palme
í bakið 28. febrúar 1986 er hjónin
voru á heimleið frá kvikmyndahúsi.
Hún mætti hins vegar ekki til vitna-
leiðslu á miðvikudag eins og henni
var gert að gera, þrátt fyrir rétturinn
hefði fallist á flest skilyrði hennar,
meðal annars að Petterson yrði ekki
viðstaddur og að hljóðritanir og út-
sendingar fjölmiðla yrðu bannaðar á
nieðan hún bæri vitni. Hún hafði
einnig krafist þess að vitnaleiðslan
færi fram fyrir luktum dyrum, en
ekki var vitað í gær hvort hún hefði
fallið frá þeirri kröfu.
Ákæruvaldið hefur mjög átt í vök
að veijast í réttarhöldunum. Talið
var að þijú vitni myndu hnekkja fjar-
vistarsönnun Pettersons, sanna að
Búlgörsk stjómvöld hafa krafíst
þess að innflyljendur af tyrkneskum
ættum, sem eru um ein og hálf millj-
ón talsins, lagi sig að siðum og menn-
ingu búlgörsku þjóðarinnar. Emb-
ættismaðurinn sagði að fjölmargir
Tyrkir hefðu særst í andófsaðgerðum
og að í það minnsta 20.000 flótta-
menn hefðu flúið yfir landamærin til
Tyrklands. Búlgarar segja að Tyrk-
imir hafi flúið vegna áróðurs gegn
hann hefði getað orðið sér úti um
skammbyssu og verið fullur haturs
í garð Palme. Öll þessi vitni hafa
hins vegar breytt framburði sín'um
Petterson í vil. Ennfremur hafði
fjórða vitnið, 34 ára kona, neitað að
hafa verið á skemmtistað með Pett-
erson kvöldið sem morðið var fram-
ið, eins og Petterson hefur haldið
fram, en við vitnaleiðslur í gær
kvaðst hún ekki muna hvort svo
hafi verið. Hún viðurkenndnað minni
sitt gæti hafa brugðist vegna áfeng-
is- og amfetamínsneyslu hennar
umrætt kvöld. Annað vitni, sem kom
fyrir réttinn í gær, áréttaði að hann
hefði ekki séð Petterson á skemmti-
staðnum umrætt kvöld. Fyrrum unn-
usta hins ákærða sagði að hann hefði
verið bamgóður og viljað bæta ráð
sitt, en verið árásargjarn undir áhrif-
um áfengis.
Reuter
Fallnir meskhetar, sem hópar Úzbeka myrtu í síðustu viku, voru í
gær lagðir í íjöldagröf í Sovétlýðveldinu Úzbekístan.
Embættismenn tóku þátt
í blóðbaðinu í Uzbekistan
50 Tyrkir sagðir hafa
verið myrtir í Búlgaríu
Nikosíu. Reuter.
HÁTTSETTUR embættismaður í tyrkneska utanríkisráðuneytinu hélt
því fram í gær að búlgarska leyniþjónustan hefði myrt að minnsta
kosti 50 innflytjendur af tyrkneskum ættum síðan úlfiið reis á milli
tyrkneska þjóðarbrotsins og búlgarskra stjórnvalda í maíbyijun. Turg-
ut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, hvetur til þess að Búlgaríustjórn
og Tyrkir ræði flóttamannastrauminn frá Búlgariu ásamt fúlltrúum
Sameinuðu þjóðanna.
- segir forsætisráðherra Sovétríkjanna
Moskvu. Reuter.
NIKOLAJ Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær að
fúlljóst væri að embættismenn sovéska kommúnistaflokksins hefðu tek-
ið þátt í ofsóknum gegn meskhetum, minnihlutahópi sem er af tyrk-
nesku bergi brotinn, í Sovétlýðveldinu Úzbekístan. Sovéskir fjöliniðlar
skýrðu frá því að lík 93 manna hefðu fúndist en átökin blossuðu upp
í síðustu viku er hópar Úzbeka Iétu til skarkr skríða gegn meskhetum
og myrtu íjölda þeirra á hinn hroðalegasta hátt. Sovéski forsætisráð-
herrann kvaðst aldrei áður hafa orðið vitni að öðrum eins óhugnaði.
Um 12.000 manna herlið innanríkisráðuneytisins hefúr frá því um
síðustu helgi haldið uppi eftirliti í lýðveldinu og fjökli manns hefúr
búlgörskum stjómvöldum.
Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja, sagði í gær að allt að 30.000
Tyrkir frá Búlgaríu gætu sest að í
hinni yfirgefnu borg Kýpur-Grikkja,
Varosha. Borgin var hluti hinnar
grísk-kýpversku hafnarborgar Fa-
magusta. 1974 flúðu íbúar borgar-
hlutans, um 40.000 manns, undan
innrásarheijum Tyrkja sem lögðu
undir sig þriðjung eyjunnar.
verið handtekinn.
Ryzhkov ávarpaði miðstjórn
kommúnistaflokksins í bænum
Andízhan í Fergana-dalnum í Úz-
bekístan í gær og fordæmdi harðlega
þá staðreynd að embættismenn
flokksins hefðu tekið þátt í fjölda-
morðunum. Illvirkin voru flest framin
í Fergana-dalnum og eru flestir
þeirra 93 sem vitað er að féllu mesk-
hetar ef marka má fréttir sovéskra
fjölmiðla. „Ég hefi séð ýmislegt um
dagana en aldrei neitt líkt því sem
ég sá í flóttamannabúðum mesk-
heta,“ hafði Moskvuútvarpið eftir
sovéska forsætisráðherranum. Um
15.000 meskhetar hafa flúið Ferg-
ana-dalinn af ótta við frekari ofsókn-
ir Úzbeka sem eru af trúflokki shíta-
múslima. Meskhetar teljast á hinn
bóginn til sunní-múslima og þykir
enginn vafi leika á því að blóðbaðið
megi rekja til ofstækismanna í röðum
Úzbeka. Sjónarvottar segja að engin
orð fái lýst grimmd og hatri þeirra
sem fóru fyrir flokkum illvirkjanna.
Sovéskir fjölmiðlar hafa sagt að blóð-
ugum átökum Azera og Armena á
síðasta ári verði engan veginn líkt
við fjöldamorðin í Fergana-dalnum.
Fjölmargir sjónarvottar hafa full-
yrt að illvirkjunum hafi verið greitt
fyrir að vinna ódæðisverkin en þær
fréttir hafa ekki fengist staðfestar.
Ryzhkov forsætisráðherra sagði hins
vegar í ávarpi sínu að ótilgreindir
aðilar hefðu látið fjöldamorðingjun-
um í tjé vodka, bensín og ökutæki.
Forsætisráðherrann sagði að við-
búnaður yfirvalda í lýðveldinu hefði
greinilega verið öldungis ófullnægj-
andi og gagnrýndi forustumenn
flokksins harðlega. Dagblaðið 'íz-
vestíja sagði mikla spennu hafa ein-
kennt fund Ryzkhovs og ráðamanna
í Úzbekístan. Sovéskir blaðamenn í
lýðveldinu sögðu í samtali við frétta-
mann Reufers-fréttastofunnar að
„Eining" (Bírlík), þjóðemishreyfing
Úzbeka, hefði lagt sitt af mörkum
til að auka á spennuna í Iýðveldinu
að undanförnu með því að krefjast
þess að tunga Úzbeka yrði gerð að
opinberu máli lýðveldisins. Sögðu
þeir hreyfmgu þessa minna um
margt á samtök þjóðemissinna í
Eystrasaltsríkjunum og kváðu sjálf-
stæði til handa Úzbekum vera eitt
af helstu baráttumálum hennar.
Utför Imres Nagys, fyrrum forsætisráðherra Ungverjalands:
Táknræn fyrir gjaldþrot
hins kommúníska kerfís
Búdapest. Reuter.
IMRE Nagy, fyrrum forsætisráðherra Ungvetjalands, verður borinn
til grafar í dag öðru sinni og nú með þeirri virðingu, sem þjóðarleið-
toga sæmir. Segist fyrrum blaðafúlltrúi Nagys fúrða sig á þeim
miklu umskiptum, sem orðið hafi á afstöðu stjórnvalda til þessa
manns, sem enn getur komið róti á tilfinningalíf þjóðarinnar, 31
ári eftir að hann var tekinn af lífi.
Þegar hersveitir Varsjárbanda-
lagsins höfðu bælt niður uppreisn-
ina í Ungveijalandi var Nagy
dæmdur og hengdur sem landráða-
maður og var mesta sök hans sú
að hafa sagt Ungveija úr Varsjár-
bandalaginu. Nú verður hans
minnst sem mikils stjómmála- og
umbótamanns, sem dæmdur hafi
verið í sýndarréttarhöldum. Miklos
Vasarhelyi, blaðafulltrúi Nagys og
sá eini, sem-lifði réttarhöldin af og
býr enn í Ungveijalandi, segir, að
ungverska kommúnistaflokknum
hafi loks skilist „af póiitískum,
efnahagslegum og siðferðilegum
ástæðum", að hann yrði að breyt-
ast.
„Frá þeirri stundu, sem ég kom
úr fangelsi, sagði ég bömunum
mínum, að Nagy yrði endurreistur
en samt er ég hissa. Fyrir aðeins
ári virtist þetta óhugsandi. Megin-
ástæðan er hins vegar algert hrun
og gjaldþrot þessa kerfis," sagði
Vasarhelyi í viðtali við fréttamann
Reuters.
Vasarhelyi, sem er 71 árs að
aldri og sagnfræðingur að mennt,
á sæti í nefnd, sem skipulagt hefur
útför Nagys og fjögurra samstarfs-
manna hans og við útförina I dag
mun hann flytja ávarp á Hetjutorg-
inu í Búdapest. Þá er Vasarhelyi
einnig frammámaður í Samtökum
fijálsra demókrata, einum þeirra
stjómmálaflokka, sem nú hafa litið
dagsins ljós í Ungveijalandi.
Vasarhelyi var ásamt Imre Nagy
einn af stofnendum ungverska
kommúnistaflokksins og var tals-
maður ríkisstjómarinnar í fyrri for-
sætisráðherratíð Nagys, 1953-55.
Hann tók aftur við því embætti
snemma í nóvember 1956, rétt
áður en skriðdrekar Varsjárbanda-
Ungveijar börðust hetjulega en
máttu sín lítils gegn skriðdrek-
um Varsjárbandalagsins.
lagsins réðust inn í Búdapest.
Þegar uppreisninni hafði verið
drekkt í blóði var Vasarhelyi flutt-
ur til Rúmeníu ásamt Nagy og þar
var hann hafður í einangrun í 14
mánuði. Var síðan efnt til réttar-
Pal Maleter
halda yfir Nagy og sex samstarfs-
mönnum hans og þeir sakaðir um
að hafa lagt á ráðin um „vopnaða
gagnbyltingu með dyggri aðstoð
heimsvaldasinna“.
Nagy var hengdur árið 1958
ásamt varnarmálaráðherra sínum,
Pal Maleter, og blaðamanninum
Miklos Gimes. Verða þeir þrír jarð-
settir í dag og einnig Geza Losonc-
zy, fyrrum innanríkisráðherra, sem
lést í fangelsi þegar verið var að
þröngva ofan í hann mat, og Joz-
sef Szilagy, aðstoðarmaður Nagys,
sem hafði verið tekinn af lífi áður.
Auk Vasarhelyis lifði aðeins einn
annar sakbominganna réttarhöldin
Imre Nagy ræðir við Búdapest-
búa
af en það er Sandor Kopacsi, fyrr-
um lögreglustjóri í Búdapest og
samstarfsmaður Nagys. Hann býr
nú í Kanada. Báðir kváðust þeir
saklausir af glæpum en lýstu yfir,
að þeir bæru ábyrgð á því, sem
gerst hefði. Vasarhelyi var dæmdur
í fímm ára fangelsi en var látinn
laus 1960. Þá var ekkert eftir af
hans kommúnísku trú.
í 12 ár eftir að fangavistinni
lauk var Vasarhelyi bannað að
stunda hvers konar fræðistörf og
jafnvel á síðasta ári var honum
meinað um vegabréfsáritun til It-
alíu vegna þess, að hann væri í
hópi stjórnarandstæðinga.