Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTiUÐAGUR 16, JÚNÍ 1989
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
EFTA
í nýju hlutverki
Samskipti Fríverslunarbanda-
lags Evrópu (EFTA) og Evr-
ópubandalagsins (EB) hafa þró-
ast örar á síðustu vikum en
nokkru sinni fyrr. Þetta var stað-
fest á fundum EFTA-landanna,
sem efnt var til í Kristiansand í
Noregi í byrjun þessarar viku.
Þar kom í ljós, að EFTA er að
breytast. Greinilega er að því
stefnt að efla stofnanir þess til
þess að þær séu betur í stakk
búnar til að takast á við einstök
úrlausnarefni í þágu aðildarríkj-
anna. Meira að segja vottar fyrir
hugmyndum um að EFTA verði
að einhverju leyti yfirríkjastofn-
un._
Ástæða er til að velta því fyr-
ir sér, hvers vegna þessar breyt-
ingar eru að verða. EFTA-ríkin
hafa staðið frammi fyrir því að
velja óbreytt ástand í samskipt-
unum við Evrópubandalagið, sem
þau telja ekki farsælt til fram-
búðar, eða aðild að bandalaginu,
sem er ekki á dagskrá í neinu
landanna sex nema Austurríki.
Við þessar aðstæður hafa
EFTA-ríkin valið millileið eða
þriðju leiðina, það er að semja
sig eins nálægt EB og kostur er
án þess að setja aðild að banda-
laginu á oddinn.
Hingað til hefur EFTA verið
samtök fullvalda ríkja, sem hafa
gert með sér samkomulag um
fríverslun og ekki annað. EB
hefur hins vegar frá upphafi ver-
ið yfirríkjastofnun, þar sem
meirihluti getur sagt minnihlut-
anum fyrir verkum. Nú er EFTA
að breytast úr samtökum ríkja í
bandalag þar sem meirihluti get-
ur í sérstökum umsömdum tilvik-
um sagt minnihlutanum fyrir
verkum. Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra segir, að
ekki sé verið að koma á fót
yfirríkjastofnun innan EFTA
„heldur er hér um að ræða dóm-
stól til þess að skera úr í ágrein-
ingsmálum sem rísa út af samn-
ingsskuldbindingum," eins og
hann orðaði það í Morgunblaðs-
samtali í gær og lýsti afstöðu
ríkisstjórnarinnar með þessum
hætti: „Við íslendingar erum til-
búnir til að fallast á það enda
mörg fordæmi fyrir því t.d. í
sambandi við mannréttindadóm-
stól Evrópu.“
Breytingarnar á EFTA hafa
að sjálfsögðu haft nokkurn að-
Hraganda. Þáttaskil urðu hins
vegar á fundi forsætisráðherra
Iandanna í Ósló í mars síðastliðn-
um. Þar var breytt eðli EFTA
endanlega staðfest. Á fundinum
í Kristiansand voru teknar
ákvarðanir um það hvernig sam-
þykktunum í Ósló skyldi hrundið
í framkvæmd. Frá og með 1.
júlí kemur það í hlut Islendinga
að veita EFTA pólitíska forystu
og er krafa gerð til þess af hinum
ríkjunum fimm að markaðri
stefnu verði fylgt og skriðurinn
minnki ekki. Sérfræðingar og
embættismenn vinna að því inn-
an EFTA að koma sér saman
um sameiginlega afstöðu í ýms-
um málum sem varða „frelsin
fjögur“, það er frjálsan flutning
á vörum, þjónustu, fjármagni og
fólki. Hin sameiginlega niður-
staða verður síðan rædd við full-
trúa EB. Framkvæmdastjórn EB
hefur ekki áhuga á hagsmunum
einstakra EFTA-ríkja og telur
að EFTA verði að tala með einni
rödd til að árangur náist.
Umræður um Evrópusam-
starfið hafa verið töluverðar hér
á landi undanfarna mánuði. Að
loknum EFTA-fundinum í Ósló
kom upp ágreiningur milli ráð-
herranna sem hann sátu, þeirra
Steingríms Hermannssonar og
Jóns Baldvins Hannibalssonar,
um það, hvort ísland hefði haft
fyrirvara á samþykki sínu við
lokaályktun fundarins. Um það
hafa margir enn þokukenndar
hugmyndir, andstaða forsætis-
ráðherra við aðild að yfirríkja-
stofnun var þó skýr.
Umræðurnar um Evrópusam-
starfið hafa hingað til borið þess
merki að menn vildu átta sig á
staðreyndum og vega þær og
meta. Minna hefur borið á
pólitískri stefnumótun og frum-
kvæði. Stjórnvöld hafa fylgt
EFTA-ríkjunum með einhvers
konar fyrirvara og jafnframt leit-
ast við að gæta fisksöluhags-
muna okkar á mörkuðum Evr-
ópubandalagsins.
Hinn hraða þróun innan EFTA
og pólitísk forysta okkar þar
næstu sex mánuði krefst skýrari
stefnumótunar. Þá þarf að leggja
það fyrir þjóðina með mun skýr-
ari hætti en gert hefur, hvað
felst í breytingunum á því banda-
lagi, sem, við eigum aðild að,
EFTA. Finnist mönnum undan-
brögð í upplýsingamiðlun skapar
það aðeins tortryggni. Hér er um
stærsta utanríkismál líðandi
stundar og næstu ára að ræða.
Við íslendingar verðum að
gæta vel að okkur í þessum efn-
um. Nú er rætt um að aðild-
arríki EFTA taki á sumum svið-
um á sig áþekkar skyldur og
fylgja beinni aðild að Evrópu-
bandalaginu. Áður en við tökum
afstöðu til þess verður þjóðin að
hafa undir höndum rækilegar
upplýsingar um það hvað felst
t.d. í frjálsum flutningi fjár-
magns og vinnuafls milli landa.
A
Halldór Asgrímsson:
Mögiilegt að hrefnuveið-
ar verði leyfðar næsta ár
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að hugsanlega verði
hægt að veiða hrefnu í atvinnuskyni þegar á næsta ári. „Tæknilega
ætti ekkert að vera í vegi fyrir því að ráðið heimili hrefnuveiðar þá
þegar, en ég hef þó efasemdir um að það takist. En ég er mun bjart-
sýnni nú en ég hef verið áður á að samstaða náist um að leyfa hvalveið-
ar að nýju, hugsanlega árið 1991,“ sagði Halldór á fréttamannafundi
í gær.
Vísindanefnd Alþjóðahvalveiði-
ráðsins mun taka hrefnustofninn út
á næsta ári og leggja niðurstöður
sínar fyrir ársfund ráðsins. Ekki stóð
til að vísindanefnd hvalveiðiráðsins
gerði heildarúttekt á langreyðastofn-
inum en íslendingar fengu því fram-
gengt að nefndin mun halda auka-
fund um langreyðastofninn haustið
1990 og hafa íslensk stjórnvöld boð-
ist til að halda fundinn.
„Þá ætti að vera komið nokkuð
gott heildarmat á helstu stofnum
okkar árið 1990. Þar mun að vísu
vanta upp á sandreyði, meðal annars
vegna þess að staðið hefur á gögnum
hjá okkur. Við vonumst eftir að fá
þau gögn í talningaleiðangrinum í
sumar,“ sagði Halldór.
í sumar verða taldir hvalir á Norð-
ur-Atlantshafi af 15 bátum og úr
tveimur flugvélum. Af íslands hálfu
verður aðaláhersla lögð á sandreyði.
íslenska sendinefndin á ársfundi
Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú
stendur yfir í San Diego í Banda-
ríkjunum, lagði fram skýrslu um
áhrif hvalveiðibannsins á fjölskyldur
á Bijánslæk og Árskógsströnd sem
höfðu viðurværi af hrefnuveiðum.
„Það var mikill skilningur á þessu
máli frá aðilum sem ekki hafa sýnt
okkur sérstakan velvilja fram að
þessu. Við munum fylgja þessu máli
eftir, en til að þessar veiðar geti
hafist aftur þurfa atvinnuveiðar að
verða leyfðar í einhveijum mæli á
næsta fundi og það er erfitt að segja
til um hvort það fæst,“ sagði Halldór.
Japanir óskuðu eftir því á fundin-
um í San Diego, að íbúar strand-
héraða fengju að veiða 325 hrefnur
í atvinnuskyni á þessu ári á þeim
forsendum að hvalveiðibannið hefði
valdið þessu fólki miklum efnahags-
legum og þjóðfélagslegum erfiðleik-
um. Þessi ósk hafði ekki verið tekin
fyrir, en Halldór sagði ólíklegt að
við þessu yrði orðið. Málefni íslensku
hrefnuveiðimannanna hefði mætt
meiri skilningi en þeirra japönsku.
íslendingar munu veiða hvali í
vísindaskyni í síðasta skipti í sumar,
samkvæmt 4 ára vísindaáætlun Ha-
frannsóknarstofnunar. Veiðarnar
heíjast 18. júní og verða veiddar 68
langreyðar. Samkvæmt vísindaáætl-
uninni átti að veiða 80 langreyðar
en þeim var fækkað eftir tilmæli í
ályktun sem samþykkt var á fundi
hvalveiðiráðsins um íslensku
vísindaáætlunina
„Við leyfðum okkur raunar að
vona að ekki yrði flutt tillaga um
áætlunina að þessu sinni; það var
eindreginn vilji Bandaríkjamanna,
sem eru raunar upphafsmenn þess-
ara ályktunartillagna," sagði Hall-
dór.
Hann sagði þó mikilvægt að í til-
lögunni hefði komið fram viðurkenn-
ing á starfi íslendinga, og það hefði
ekki gerst áður.
„Það er ekki síst vegna þess að
Bandaríkjamenn telja mjög vel staðið
að málum, en þeir eru mjög ráðandi
innan hvalveiðiráðsins. Formaður
bandarísku sendinefndarinnar, Bill
Evans, tók_ til máls á fundinum til
að hrósa íslendingum sérstaklega.
Það er ekkert létt fyrir þá að gera
slíkar skoðanir opinberar, því þeir
eru undir miklum þrýstingi umhverf-
isvemdarmanna, og þeir eiga skilið
hrós fyrir að standa upp og segja
það sem þeir meina,“ sagði Halldór.
Umhverfísverndarsinnar voru
mjög reiðir eftir að tillagan var sam-
þykkt. „Við skömmumst okkar fyrir,
að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið
að styðja hvalveiðar á fyrsta fundi
hvalveiðiráðsins í Bandaríkjunum í
tvo áratugi," sagði Patricia Forkan
hjá Humane Society á blaðamanna-
fundi í San Diego.
Campbell Plowden, sem stjórnar
herferð Grænfriðunga gegn Islend-
ingum í Bandaríkjunum, sakaði
Bandaríkjastjórn um að reyna að
komast hjá því að beita íslendinga
viðskiptaþvingunum.
Grænfriðungar höfðuðu mál gegn
Bandaríkjastjóm í fyrra fyrir að hafa
gert samkomulag við íslendinga um
að beita ekki viðskiptaþvingunum
vegna hvalveiðanna síðastliðið sum-
ar. „Þetta er fáranleg afstöðubreyt-
ing því áður voru rannsóknir íslend-
inga fordæmdar fyrir ótrúverðug-
leika,“ sagði Plowden.
Halldór sagði að íslendingar og
Bandaríkjamenn hefðu átt ýtarlegar
óformlegar viðræður um þessi mál
undanfama daga og mjög gott and-
rúmsloft hefði ríkt í þeim viðræðum.
Þegar hann var spurður hvort það
hefði ekki einnig verið mikilvægt
fyrir Bandaríkjamenn vegna mál-
sóknarinnar, að hvalveiðiráðið viður-
kenndi vísindarannsóknir Islands,
sagði hann ljóst, að málaferlin væm
hluti af málinu öllu.
„Við höfum staðið við okkar hluta
Morgunblaðid/Bjarni
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra á blaðamannafiindi
í gær.
af samkomulaginu við Bandaríkja-
menn, sem er að sjálfsögðu mikil-
vægt fyrir málaferlin," sagði Halldór.
Hann sagði að röksemdir Banda-
ríkjamanna hefðu meðal annars vald-
ið því að ekki verða veiddir þeir hval-
ir í sumar sem vísindanefndin gerir
ráð fyrir. Þeir hafi m.a. bent á að
þýðingarlítið væri að veiða sandreyð
og það hel'ðu íslendingar viðurkennt.
„Okkar vísindamenn leggja lítið upp
úr því að ná sýnum úr sandreyðinni
að svo stöddu, enda mistókst talning
á henni árið 1987,“ sagði Halldór
Ásgrímsson.
Grænfriðungar:
Róðurinn hertur gegn Islendingum
Grænfriðungar segjast ætla að
herða róðurinn gegn íslenskum
afurðuni til að mótmæla hval-
veiðum íslendinga i sumar. Ros
Reeve sem skipuleggur herferð
grænfriðunga Evrópu segir það
ekki skipta máli þótt Halldór
Ásgrímsson sjvarútvegsráðherra
hafí lýst því yfir að engar vísinda-
veiðar verði árið 1990 og engin
áform séu um frekari vísinda-
veiðar.
„Við sjáum enga möguleika á að
hætta herferðinni á meðan hvalir
verða veiddir í sumar. íslendingar
voru beðnir um að endurskoða fyrir-
hugaðar veiðar á langreyð, og þeir
ákváðu að fækka dýrunum sem
veidd verða úr 80 í 68. Við lítum
hins vegar svo á að hvalveiðiráðið
hafi beðið íslendinga um að hætta
við veiðarnar og þannig litu sumir
flutningsmenn tillögunnar einnig á
málið, svo sem Bretar og Hollend-
ingar," sagði Ros Reeve við Morg-
unblaðið.
„Ef að Grænfriðungar ætla núna
að fara að herða sínar aðgerðir
gegn íslendingum þá veit ég ekki
hvernig þeir hugsa,“ sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
við Morgunblaðið. „Við höfum lýst
því yfir að við munum ljúka þess-
ari áætlun í sumar og á sama tíma
ætla þeir að herða aðgerðir gegn
okkur. Slíkt hlýtur að byggjast á
einhveijum illvilja og það kemur
væntanlega í bakið á þeim ef þeir
beita sér með þessum hætti.“
Grænfriðungar telja sig raunar
ekki hafa fengið nægilega vissu
fyrir því að vísindaveiðum verði
hætt eftir þetta sumar. Ros Reeve
benti á ummæli Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra í
blaðaviðtali að íslendingar myndu
aldrei hætta hvalveiðum þótt rigni
eldi og brennisteini. Einnig benti
hún á, að vísindanefnd Alþjóðahval-
veiðiráðsins ætlaði ekki að gera
heildarúttekt á langreyðastofninum
fyrr en haustið 1990 og íslendingar
hefðu tíma til að stunda vísindaveið-
ar þá um sumarið.
„Við höfum lýst því yfír að við
munum ekki veiða hvali í vísinda-
skyni á næsta ári, höfum engar
áætlanir um að gera það síðar, en
okkar stefna er að taka upp at-
vinnuveiðar að nýju svo fljótt sem
ákvarðanir hvalveiðiráðsins liggja
fyrir," sagði Halldór Ásgrímsson á
blaðamannafundi í gær.
Breyting á hreyflum Boeing 737 - 400:
Hefiir engiii áhrif á flug*-
tíma í millilandaflugi
Fyrri vélin fór utan 1 nótt til breytinganna
BREYTINGAR þær, sem
bandaríska flugmálasljórnin
hefiir krafíst að gerðar verði á
hreyflum Boeing 737 - 400
flugvéla, munu ekki hafa áhrif
á flugtíma vélanna í áætlunar-
eða leiguflugi til og frá Islandi,
að sögn Einars Sigurðssonar
blaðafulltrúa Flugleiða. Þá
mun öryggi farþega og vélar
vera jafntryggt, þrátt fyrir að
afl hreyflanna verði minnkað.
Flugvélin mun eftir sem áður
geta flogið fullhlaðin á öðrum
hreyflinum og langdrægi
skerðist ekki. Einar segir að
eini munurinn í daglegum
rekstri verði sá, að ekki verður
hægt að hlaða vélarnar til fulls
við flugtak frá tveimur flugvöll-
um, í Osló og Salzburg. Breyt-
ingamar verða gerðar á vegum
framleiðanda hreyflanna og fór
fyrri vélin, Eydis, til Briissel í
nótt, þar sem verkið verður
unnið í dag og á vélin að vera
komin í gagnið á ný á morgun,
laugardag. í dag er fulltrúi
Flugleiða í London á fundi með
fulltrúum annarra hlutaðeig-
andi flugfélaga og hreyfilfram-
leiðandans um skiptingu kostn-
aðar vegna hreyfílbreyting-
anna.
Bandaríska flugmálastjómin,
FAA, hefur sett þau skilyrði fyrir
áframhaldandi notkun Boeing
737 - 400 flugvéla með hreyfla
af gerðinni CFM 56 - 3C - 1 að
hreyflunum verði breytt í aðra
undirgerð sem kallast
CFM 56- -3B - 2. Skipt er um
fremstu hverfilblöð og disk sem
þau festast í, þá er aflgjöf hreyf-
ilsins stillt þannig að hámarksk-
nýr hans minnkar úr 23.500 pund-
um í 22.000 pund.
í frétt frá Flugleiðum segir svo
um þessar breytingar: „Hreyfl-
arnir tveir sem hér um ræðir, B2
og Cl, eru í raun undirgerðir sama
hreyfils og eru hér um bil eins
að allri gerð. Báðar undirgerðirn-
ar henta vel Boeing 737 - 400
flugvélunum. Munurinn er nánast
eingöngu í fremstu hreyfilblöðun-
um. CFM 56 - 3B - 2 hreyfl-
arnir hafa reynst einstaklega
traust tæki. Þegar er búið að
fljúga B2 hreyflinum í meira en
6 milljón stundir án teljandi
óhappa. Rekstraröryggi hans hef-
ur verið meira en nokkurs annars
þotuhreyfils á farþegaflugvélum.
Þessi undirgerð hreyfilsins er
einnig notuð á Boeing 737 - 300
flugvélar og hluta 737 - 400
flugvéla sem nú eru í rekstri. Á
þessu rekstraröryggi B2 undir-
gerðarinnar byggðist einnig trú
manna á C1 hreyflinum, sem ex-
nokkuð öflugri. Ekki er enn ljóst
hvað fór úrskeiðis í bresku far-
þegaþotunum tveimur sem lentu
í Bretlandi um síðustu helgi með
annan C1 hreyfilinn bilaðan. Á
meðan rannsókn á því fer fram
verður öllum 737 - 400 flugvél-
um flogið með B2 gerðina af
hreyflinum.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Flugleiðum skerðist flutningsgeta
flugvélanna einungis í þeim tilvik-
um, þegar flogið er frá flugvöllun-
um í Osló og Salzburg. Að öðru
leyti á breytingin ekki að hafa
áhrif og flugöryggi á að vera
óskert. Flugvélarnar eiga að geta
náð til næsta flugvallar á öðruiíl
hreyflinum, hvar sem þær eru
staddar á leiðinni og þótt þær
hafi farið fuilhlaðnar af stað. Þó
lækkar flughæð þeirra á öðrum
hreyfli um allt að tvö þúsund fet,
í um 14 þúsund fet.
Fyrri flugvélin, sem fer í hreyf-
ilbreytingu, Eydís, fór til Brússel
klukkan 03.30 í nótt og var vænt-
anleg þangað klukkan 06.30 í
morgun. í dag á að vinna við
hreyflana og munu flugvirkjar
flugfélagsins Sabena vinna það'
verk. Lagt er allt kapp á af hálfu
Flugleiða að vélar félagsins verði
meðal þeirra fyrstu sem hreyflun-
um verður breytt á. Ástæða þess
er sú, að þessar tvær flugvélar
eru hátt hlutfall af flugflota fé-
lagsins og veldur stöðvun þeirra
því meiri röskun hjá Flugleiðum
en hjá öðrum 'stærri flugfélögum.
Að sögn Einars Sigurðssonar eru
góðar vonir taldar um að þetta
takist, en þó er ekki enn ljóst
hvenær síðari vélin fer til breyt-
inganna.
Frelsi í atvinmimáliim
og einræði fer ekki saman
Rætt við Milton Friedman hagfræðing um atburðina í Kína
VIÐTAL: HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Nú er það lýðum ljóst, sem frjálslyndir hagfræðingar eins og von
Mises og Hayek sögðu fyrir um í byrjun þriðja áratugs, að kommún-
ismi gengur ekki upp. I Ráðstjómarríkjunum reynir Míkhaíl Gorb-
atsjov að blása nýju lífi í hrörnandi hagkerfi biðraða og vöruskorts,
sóunar og skeytingarleysis um móður náttúru. I Póllandi hafa komm-
únistar misst tökin: flokkur þeirra er fylgislaus, en ríkið svo háð
vestrænum lánadrottnum, að þeir þora ekki að beita byssustingjun-
um. Og Kínveijum tókst þá fyrst að metta alla munna sína, er sam-
yrkjubúskap var hætt og jarðnæði skipt á milli bænda. Þeir horfa
öfundaraugum yfir til Tævan og Hong Kong, þar sem menn af sama
bergi brotnir hafa komist úr fátækt í bjargálnir. En síðustu vikur
hafa mikil tíðindi verið að gerast í Kína. Mér fannst tilvalið að tala
um ástandið þar við einn kunnasta hagfræðing okkar daga, Milton
Friedman, en hann var nýlega í Kína og ræddi þá við ráðamenn.
Við hittumst á skrifstofu Fried-
mans í Hoover-stofnuninni í Stan-
ford-háskóla í Kaliforníu. Friedman
hefur verið í þessari stofnun, frá
því að hann lét af prófessorsemb-
ætti í Chicago-háskóla fyrir aldurs
sakir 1977, en ég er hins vegar við
rannsóknir þar í tengslum við fyrir-
hugað 22ja binda ritsafn Hayeks.
Eftir stutt spjall gengum við út í
sólina áleiðis til matstofu kennara
í Stanford í öðru horni háskóla-
hverfisins, þar sem við fengum okk-
ur hádegisverð. Friedman var sem
endranær í ágætu skapi, síhugs-
andi, fullur af áhuga á gátum tilver-
unnar. Með okkur í för var mágur
hans, bróðir Rose Friedmans, Aaron
Director, sem einnig hafði verið
prófessor í Chicago-háskóla. Undir
virðulegum pálmatijám, j sem
hneigðu sig lítillega fyrir okkur og
öðrum vegfarendum í mildri gol-
unni, tókum við upp léttara hjal.
Director sagði, að hann kynni illa
við síma og önnur galdratæki tutt-
ugustu aldar. Eftirlætistími sinn
væri átjánda öld. Hvers vegna? —
spurði ég. „Þessi öld ól bæði Davíð
Hume og Adam Smith,“ sVaraði
Director. „Hver gerir betur?“ Fried-
man bætti við: „Og dr. Johnson!"
Ég sagði þeim þá frá því, er dr.
Johnson hreykti sér af því við ævi-
söguritara sinn, Boswell, að hann
kynni heilan kafla í bók utan að.
Við eftirgrennslan kom í ljós, að
kaflinn var í íslandslýsingu
Horrebows og nefndist „Um jsnáka
á íslandi". Hann var ákaflega; stutt-
ur: „Engir snákar eru til á íslaiidi!"
Hræðsla við verðbólgu
Þegar við vorum sestir að snæð-
ingi, vék sögunni austur til Kína-
veldis. „Ég er í litlum vafa um það,“
sagði Friedman, „að átökin á Torgi
hins himneska friðar í Peking má
að nokkru leyti rekja aftur til
síðustu stjórnarára, Chang Kai
Cheks eftir stríð. Þá geisaði óða-
verðbólga í Kína, og varð hún
Chang að lokum að falli. Með þjóð-
um, sem þekkja óðaverðbólgu af
eigin raun, ætlar allt um koll að
keyra, ef verðbólga er talin vera
að aukast óhóflega. Margt hefur
verið skynsamlegt í umbótum
kínversku stjómarinnar síðasta ára-
tug. Hún losaði víða um, dreifði
valdinu, hætti samyrkjubúskap. En
fastar reglur skorti um útgáfu pen-
inga. Hvert einstakt hérað fékk
sjálfdæmi um fjárfestingar án þess
að hafa markaðsverð við að styðj-
ast, en Þjóðbankanum var síðan
gert að útvega fé. Við þetta mynd-
aðist peningaþensla, sem hleypti af
stað verðbólgu. Deilurnar innan
kommúnistaflokksins snerust ekki
síst um það, hvernig bregðast skyldi
við henni. íhaldsmenn vilja verð-
stöðvun, en umbótasinnar eru því
andvígir."
Milton Friedman
Hin blóðugu átök á Torgi hins
himneska friðar og annars staðar
í landinu snerust þó ekki um verð-
stöðvun? spurði ég forviða. „Auðvit-
að ekki,“ svaraði Friedman. „Stúd-
entar og háskólakennarar voru vita-
skuld óánægðir með stjórnarfarið
og létu það í Ijós með hinum hörmu-
legu afíeiðingum, sem við höfum
séð á sjónvarpsskjánum. En hver
er undirrót óánægju þeirra? Síðustu
misseri hefur verðbólga í Kínaveldi
verið um 15% samkvæmt opin-
berum tölum og líklega í raun og
veru nær 20%. Þetta hefur einkum
bitnað á launafólki og stúdentum,
sem horfa á námsstyrki sína sífellt
minnka. Bændur hafa á hinn bóginn
notið tiltölulega góðra lífskjara,
enda er verðlag á landbúnaðarvör-
um að miklu leyti frjálst. Mennta-
menn hafa þannig verið óánægðir
án þess að gera sér ef til vill fulla
grein fyrir ástæðunni. Við þurfum
að gera greinarmun á því, sem rek-
ur menn út á torg, og hinu, sem
þeir segja, þegar þangað er kom-
ið.“ Friedman bætti við: „Það er
líka augljóst, að einhveijir úr innsta
hring kommúnistaflokksins hafa
stutt stúdenta beint eða óbeint, ella
hefði verið látið fyrr til skarar
skríða. Mótmælaaðgerðirnar hefðu
tæplega orðið eins umfangsmiklar,
hefðu stúdentar ekki talið sig hafa
einhveija von um áheyrn.“
Okkur Friedman kom saman um,
að erfitt væri eða ókleift að átta
sig a'því, hvað væri að gerast í
innsta hring kommúnistaflokksins.
En mér varð hugsað til þess undir
borðum, að alltaf endurtekur sagan
sig. Um síðustu aldamót stóðu mikl-
ar deilur í Kínaveldi á milli þeirra,
sem vildu fara sömu leið og Japan-
ir (og síðar Tyrkir) beint inn í hinn
vestræna nútíma, og hinna, sem
vildu sitja kyrrir í lokuðu landi.
Ekki hætta á miðri leið
Þar eð ég vissi, að Friedman
hafði hitt þáverandi aðalritara
kommúnistaflokksins, Zhao Ziy-
ang, að máli síðastliðið haust, eftir
að Friedman hafði flutt erindi á
ráðstefnu í Shanghai, spurði ég
hann, hvemig honum hefði litist á
Zhao. „Hann kom mér fyrir sjónir
sem greindur og glöggur maður,
sem skildi mæta vel, að Kínveijar
yrðu að virkja markaðsöflin, ættu
þeir ekki að dragast lengra aftur
úr öðrum þjóðum,“ svaraði Fried-
man. „Stefnuskrá hans virtist vera
fólgin í því tvennu að láta markað-
söflin sjá um hagkerfið, en komm-
únistaflokkinn um stjórn ríkisins.“
Friedman kvaðst hafa sagt Zhao,
að Kínveijar gætu ekki gert sér
vonir um mikinn varanlegan árang-
ur, ef þeir hættu á miðri leið. Um-
bætur í Júgóslavíu hefðu einmitt
strandað á því, að stjórnin hefði
ekki treyst sér til að leyfa fijálsan
fjármagnsmarkað, einkaeign á
framleiðslutækjum og fyrirtækjum
annars vegar og fijálsa verslun með
þetta hins vegar. En fijáls fjár-
magnsmarkaður — þrotlaus endur-
skipulagning framleiðslunnar,
sífelld tilfærsla fjármagns til þeirra,
sem kunna best með það að fara,
næg tækifæri fyrir fædda athafna-
menn til að ögra gömlum kreddum
væri lífsnauðsynlegur. Menn gætu
vissulega reynt að skipa forstjórum
opinberra fyrirtækja að haga sér
eins og kapítalistar, en það væri
líkast því að ætla sér að breyta
ösnum í sebradýr með því að mála
á þá rendur! „Flestir skilja líklega
nú á dögum,“ sagði Friedman, „að
frjáls verðmyndun er eina færa leið-
in á milli framleiðslu og neyslu, eina
ráðið til að stilla saman sparnað
og fjárfestingu. En hitt vefst fyrir
mörgum, að fjármagnið, hvort sem
það er Iand fyrir bændur, verksmiðj-
ur, vinnuvélar eða fyrirtæki, verðS^
líka að vera í einkaeign."
Friedman minnti líka á, að frelsi
í atvinnumálum og einræði í stjórn-
málum hlyti að lokum að vera ósam-
rýmanlegt. „Hvernig getur til
lengdar farið saman að stjórna hag-
kerfinu að neðan, en ríkinu að of-
an?“ spurði hann. En hann kvaðst
ekki vita meira en aðrir um það,
sem framtíðin bæri í skauti sér fyr-
ir Kínveija. Svo virtist sem Zhao
hefði tapað baráttunni við aðra leið-
toga kommúnistaflokksins um völd-
in. Hið eina, sem unnt væri að segja
með vissu væri að nú myndi snar-
fjölga þeim íbúum Hong Kong, sem
reyna myndu að sleppa þaðan útv
áður en nýlendan félli í hendur
Kínveija 1997.
Við risum frá borðum og héldum
út í bjarta Kaliforníusólina. Á leið-
inni á Hoover-stofnuninna röbbuð-
um við þrír um bók eftir heims-
þekktan rússneskan stærðfræðing
og andófsmann, Igor Shafarevitsj,
The Socialist Phenomenon eða
Sameignarfyrírbærið, en þar er
reynt að skýra þessa heimsplágu
sögulegri og heimspekilegri skýr-
ingu. Friedman þótti mikið til bók-
arinnar koma. En þegar ég leit yfir
þennan sólríka, friðsæla blett T
Kaliforníu og hugsaði síðan til
ástandsins í Kína, áttaði ég mig
betur en áður á því, hversu því fer
ijarri, að við getum gengið að öllu
því vísu, sem Islendingar telja eins
sjálfsagt og andrúmsloftið — al-
mennum mannréttindum, atvinnu-
frelsi og einkaframtaki.