Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 30

Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 30
' MORGUNBLABIÐ TOSTUDÁGUR 16.1 JÚNÍ 1989 lso.................. Stjömu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson -T* Hœfileikar Bogamannsins I dag er röðin komin að hæfi- leikum ogjákvæðum eiginleik- um Bogmannsins (22. nóv. - 21. des.). Eins og áður er fyrst og fremst fjallað um mögulega hæfiieika, eða það sem býr í merkinu en eigi að síður þarf aðhlynningar við. Fjölhœfur Hæfileikar Bogmannsins eru margir því hann er fjölhæfur 'og getur fengist við mötg og ólík starfssvið með góðum ár- angri. Það er því erfitt að festa hann niður og segja að hann hafi hæfíleika á einu afmörk- uðum sviði öðrum fremur. Enda er það svo með Bog- manninn að sjálfur vill hann ekki láta binda sig niður eða takmarka um of við eitt ákveð- ið svið. Framtíðin á að vera óskrifað blað spennandi mögu- leika! Eigi að síður standa nokkrir málaflokkar uppúr þegar hann er annars vegar. Yfirsýn Júpíter, sem m.a. er táknrænn fyrir æðri hugsun, er stjóm- ..íandi Bogmannsins. Það tákn- ar að hann hefur hæfíleika þar sem hugsun og hugmynda- vinna nýtur sín. Þegar talað er um æðri hugsun er átt við þann hæfíleika að tengja sam- an ólík þekkingarbrot og mynda eina samhangandi heild. Hæfíleiki Bogmannsins er sá að hann á frekar auð- velt með að hafa yfírsýn yfir heild hvers máls, að sjá hvað tengist og hvað ekki. Það hef- ur því verið sagt að Bogmað- urinn hafi hæfíleika sem lög- - •fræðingur og heimspekingur eða almennt á sviði æðri menntunar. Hugmyndaríkur Framangreindur hæfíleiki get- ur nýst honum á mörgum öðr- um sviðum en í lögfræði og háskólamenntun. Bogmaður sem fæst við viðskipti er hefur t.d. hæfileika til að hafa yfír- sýn yfir markaðinn og sjá fyrir sér nýja möguleika. Samfara þessu er það að vera hug- myndaríkur. Ferðamál Eitt af sígildari hæfileikasvið- um Bogmannsins tengist —ferðamálum, erlendum lönd- um og tungumálum. Hæfíleiki hans til að hafa yfírsýn nær einnig til þess að skilja ólík þjóðfélög, hugsunarhátt manna af ólíkum uppruna og að læra óíkar tungur. Tungu- málahæfíleiki Bogmannsins nýtur sín þó aðallega á staðn- um sjálfum, þegar lifandi tungumál er annars vegar. JákvœÖ viðhorf Einn helsti hæfíleiki Boga- mannsins er fólginn í jákvæð- um og opnum viðhorfum. Hann er yfírleitt vakandi gagnvart Iífinu og möguleik- um þess. Hann er því frekar fordómalítill og fljótur að sjá "tækifæri þar sem aðrir sjá ekkert. Sveigjanleiki Bogmaðurinn býr oft yfír ákveðnum sveigjanleika, bæði andlega og likamlega. Hann er liðugur og því oft góður í íþróttum, enda þarf hann einn- ig á líkamlegri útrás að halda. Skjót ákvarðanataka Meðal annarra eiginleika má nefna að Bogmaðurinn býr yfir snerpu og hefur hæfileika • til að taka skjótar ákvarðanir. Hann getur því starfað án utanaðkomandi reglna og þar sem öryggi er lítið. Hann nýt- ur sín þar sem meira reynir á skjót og sjálfstæð viðbrögð. Bogmaðurinn þarf að vera frjáls og hreyfanlegur og hef- ur því hæfíleika til að takast á við störf sem krefjast slíkra eiginleika. GARPUR /■*< n ■ ■ ■"■ i n uKt 1 1 IK BRENDA STARR í VATNSMÝRINNI SMÁFÓLK Þetta var fyrsti þáttur sinfóníunnar, herra ... nú leika Rétt eins og líf mitt... ég er í hæga kaflanum. þeir hæga kaflann. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er sagt að laufkóngurinn sé jafnan blankari en önnur spil, en menn mega ekki láta hjátrúna fæla sig frá bestu spilamennsk- unni. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ KD5 VG72 ♦ 843 ♦ ÁD106 Austur éþ 73 Hllll VÁKD10954 111111 4 0105 + 7 Suður ♦ ÁG10842 ¥8 ♦ ÁK ♦ G532 Vestur Norður Austur Suður — — 4 hjörtu 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartasexa. Slemmutilboð norðurs er í frekara lagi, því suður getur verið að teygja sig nokkuð í þessari stöðu. Enda er slemman ekki nema tæplega 50%. Austur á fyrsta slaginn og spilar aftur hjarta. Sagnhafi trompar og gerir sér grein fyrir því að laufsvíning gefur bestu líkurnar, en eftir hindrun aust- urs gæti laufið hæglega legið 4—1. Hann ákveður því að rann- saka leguna: tekur ÁK í tígli, tvisvar spaða og trompar tígul. Þá veit hann að austur á einung- is eitt lauf. Einspilið gæti verið kóngur- inn, en ef það er 9, 8 eða 7 vinhst spilið með því að spila laufgosanum út strax. Þá má ráða við millispil vesturs. Það er sem sagt þrisvar sinnum betra að spila gosanum en leggja niður ásinn, svo menn þurfa að vera mjög hjatrúarfullir til að reyna að fella kónginn. Vestur ♦ 96 ¥63 ♦ D9762 ♦ K984 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Spennan á heimsbikarmótinu í Rotterdam jókst um allan helming á þriðjudagskvöldið, þar sem Short virðist eiga unna biðskák gegn Karpov. * Það hafa sézt margir grófir afleikir á mótinu. Þessi staða kom upp í skák þeirra Andrei Sok- olov, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Lajos Port- isch, Ungveijalandi. Svartur lék síðast 35. - Rf6-d7?? 36. Bxa6! (Þetta er með einfald- ari tveggjaleikjafléttum sem bom- ar hafa verið á borð fyrir lesendur hér í skákhominu. 36. - Bxa6 er auðvitað svarað með 37. Rd5+) 36. - Ba8 37. Bfl og eftir að hafa unnið þetta mikilvæga peð vann Sokolov endataflið án telj- andi erfiðleika. Staðan á mótinu eftir níu um- ferðir var þannig: 1. Karpov 5 v. og biðskák af 7, 2-3. Timman og Nunn 5 v. af 8, 4. Vaganjan 5 v. af 9, 5. Salov 4h v. af 7, 6. Nogueiras 4 v. og biðskák af 8, 7. Jusupov 4 v. og biðskák af 9, 8. Sax 4 v. af 8, 9-10. Ehlvest og Short 34 v. og biðskák af 8, 11. Sokolov 3Jt v. af 7, 12. Seirawan 314 v. af 8, 13. Van der Wiel % v. af 9, 14. Jó- hann Hjartarson 2S4 v. af 8, 15. Ljubojevic 2 v. af 7, 16. Portisch K v. af 6.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.