Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 31

Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 31
M0RGUNB1I4BIÐ ),FÖSTUÐAGyii/MrJÚNÍ] Æ Magnús B. Magnús- son - Minning Það eru þung spor að fylgja mínum æskuvini til grafar á besta aldri. Magnús Brynjólfur Magnús- son er borinn til moldar í dag og eftir lifir glaðvær minningin um Magga Binna á Hagamelnum. Það var oft glatt á hjalla í þá daga. Glaumbær stóð þá opinn við Tjörnina um helgar og Þórskaffi virka daga en Hressó á kvöldin. Stundum héldum við í frægar Hvítasunnuferðir í Þjórsárdal eða á Hreðavatn með veislu í farangrin- um. A landsmót á Laugarvatni og hestamót á Hellu. Verslunarmanna- helgi í Þórsmörk og þjóðhátíð í Eyjum. Við höfðum tímann fyrir okkur í þá daga. En best undum við þó hag okkar í miðborginni í Reykjavík. Glaðvært félagslífið við Tjörnina eftir dans- leik að Borgarbíl og Bæjarins bestu um Lækjartorg og Austurstræti. Mild vornóttin í flóru Austurvallar og morgundögg í grasi á Arnar- hóli. Vélaskrölt við Hallærispianið. Þaðan var stutt heim á Hagamelinn sem öllum stóð opinn. Við gengum ekki hægt um gleðinnar dyr í þá daga. Við lærðum líka margt af borg- inni okkar og sumt var gott en annað vont. Brátt voru leyndardóm- ar Reykjavíkur orðnir sem opin bók og hugurinn leitaði því áfram á vit ævintýranna handan við hafið. Þá misstum við sjónar á Magga Binna í mörg ár á meðan hann freistaði gæfunnar í öðrum löndum. Kalt brimið svarf klettana á eyjunni okk- ar en hann leitaði glaður sólargeisl- ans á bakvið ystu sjónarrönd. Svo kom hann Maggi Binni aftur heim en sólin skein áfram handan við hafið. Enn var glatt á hjalla og hann hafði tímann fyrir sér og gekk áfram hratt um gleðinnar dyr. En nú er langri göngu lokið á stuttu æviskeiði. Minn gamli vinur er lagð- ur af stað um ókunn veiðilönd þar sem sólin gengur aldrei til viðar. Þar bíða okkar allra merkileg ævin- týri hjá Honum sem öllu ræður. Alfaðir blessar nú fullorðna móður og aðra ástvini en tekur fagnandi á móti sínum týnda syni. En gamli hópurinn drúpir höfði í guðs friði. Ásgeir Hannes Síðastliðinn sunnudag, hérna vestan hafs, í þann mund er ég var að setjast að kvöldverðarborði í húsi vina minna, barst mér fregnin um andlát félaga míns, Magnúsar Brynjólfs. Fátt var fjarri huga mínum en harmafregn, þennan sólfagra góð- viðrisdag. En dauðinn gerir aldrei boð á undan sér. Alltaf eru frændur og vinir jafn agndofa og hryggir þegar náinn ástvinur kveður og þennan óumflýjanlega atburð í lífi okkar ailra ber að garði. Og alltaf er sorg- in þyngri þegar einhver kveður eft- ir stutta ævidaga. Mér kemur í-hug sagan, sem ég heyrði einu sinni úr grísku goða- fræðinni, um ungan hermann sem var særður banasári og bað félaga sína um að bera sig út í sólskinið. Er hann var inntur eftir hvers vegna mælti hann: „Fyrst ég verð að deyja núna langar mig að deyja úti í sól- inni.“ Á hinn sama hátt finnst mér vinur minn, Maggi Binni, hafa brugðist við sínum dauða. Hann vissi að hann var særður og lét bera sig út í sólskinið. Sjúkdómur sá er Magnús barðist við í mörg ár átti óefað þátt í dauða hans. Andlát hans mun vissulega minna á hversu alvarlegur þessi sjúkdómur er og styrkja þá sem í sama stríði beijast. Ég ræddi við móður hans í síma á mánudaginn og mælti hún þá þessi fáu sönnu orð sem lýsa syni hennar best: „Mér þótti svo vænt um hann Magga Binna, hann var alltaf svo blíður.“ Því er það víst að bestu blómin gróa í bijóstum sem að geta fundið til. (J.H.) Á þennan hátt minnumst við Magnúsar sem þekktum hann best og erum í sorginni og treganum þakklát fyrir að hafa kynnst honum og tekið þátt í stuttri ævi hans. Ég kveð nú í bili minn kæra vin. Guð blessi hann og alla hans fjöl- skyldu Lilja mín. Megi hann gefa ykkur styrk og trú á þessum erfiðu tímum. Eiki Ég finn köllun hjá mér til að skrifa minningargrein um dreng sem var mér mjög hjartfólginn. Nú þegar hann hefur sofnað svefninum langa, bijótast fram minningar um sameiginlegt lífshlaup okkar, vin- áttu oggagnkvæma væntumþykju. Maggi Binni, eins og hann var ávallt kallaður af fjölmennum vina- hópi, var í okkar augum drengur sem ávallt gaf sig allan og allt sem hann átti sem sjálfsagðan hlut og ekkert vandamál var honum óvið- komandi því hjartahlýjan og góð- semin gerði það að verkum að allir báru mikla virðingu fyrir honum og minnast hans nú með sárum söknuði. Ef minnst var á endurgjald í ein- hverri mynd svaraði hann alltaf brosandi: „Láttu ekki svona“, eða, „svona vinur minn, vinátta þín er nóg fyrir mig, elsku drengurinn minn.“ Maggi Binni var selskapsmaður mikill og glaður á góðri stund og ætíð miðdepill ails þegar við kunn- ingjarnir hittumst og ófáar voru góðu stundirnar á Hagamelnum er við hittum foreldra hans og sáum að Maggi Binni hafði erft brosið frá þeim báðum, en á því heimili var enginn sem gestur heldur einn af fjölskyldunni og andrúmsloftið eftir því. Því er maður sleginn yfir því hvers vegna hann kaus að ganga hinn grýtta veg, nakinn og berfætt- ur, nema það hafi verið ásetningur hans, okkur hinum víti til varnaðar. Aldrei skipti hann skapi og eng- inn þurfti nokkurn tíma að hafa áhyggjur af honum eða hans mál- um, en nú spyr maður sjálfan sig, hvers vegna fékk þessi drengur ekki sálarró og því var honum ekki endurgoldin sú gæfa er hann var öðrum. Megi guðirnir gæta hans og gefa honum það er hann eklci fann á jörðu og elska hann á sama hátt og við syrgjendur er minnumst hans með trega. Helgi Steingrímsson í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn ræni þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full a söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinar) Hann Maggi minn er dáinn, svo ótrúlegt, svo sárt. Sérstakur per- sónuleiki sem auðvelt var að láta sér þykja vænt um. Að fá ekki oft- ar litið glampandi augu, góðlegt bros, og eiga með honum ljúfa stund er erfitt að horfast í augu við. Við Maggi Binni kynntumst fyrst um árið 1960, kátir og glaðir unglingar á stúkuballi, ekki farnir að hafa áhyggjur af lífsins amstri, framtíðin óráðin, spennandi og björt. Um svipað leyti varð til Langabarsklík- an sem uppistóð af hópi góðra pilta og stúlkna sem héldu hópinn um margra ára skeið. Við Maggi rædd- um oft að af þessum saklausa og ómetanlega skemmtilega félagskap byggjum við alla ævi. Leiðir skildu, hópurinn tvístraðist eins og gengur, ég _sá Magga af og til. Ég frétti af honum erlendis við ýmis störf og svo liðu árin. Við Maggi hittumst aftur fyrir tilviljun síðastliðið haust og gáfum okkur tíma til að endurnýja kynnin. Maggi átti við vandamál að stríða sem settu djúp og sár spor í hans líf síðustu ár, baráttan við Bakkus var hörð og erfið en nú var von, það virtist sem ljúflingurinn Maggi ætl- aði að hafa betur í þessari baráttu en þeim fyrri, vonin og trúin var stór, framtíðarplön lögð og lífið og tilveran tekin í sátt, allt virtist leika í lyndi. En kallið kom þann 11. júní, það kall sem við öll verðum að hlýða hvenær sem það kemur. Fyrir mér varð allt grátt og dapurt. Ég vil trúa því að honum Magga mínum liði vel núna. Yndislegur maður er okkur horf- inn um aldur fram. Megi Guð geyma hann og styrkja móður hans, dætur og aðra ástvini í þeirra miklu sorg. Elsku Magga kveð ég með sárum söknuði og þakka fyrir allt. Halla Mig langar til að kveðja hann Magga Binna með fáeinum orðum. Orð eru bara svo fátækleg stundum. í hugann koma upp minningar, margar góðar og skemmtilegar og ég get séð hann fyrir mér, brosandi og glaðlegan. Þannig var hann allt- af, elskulegur, greiðvikinn og bros- andi, alltaf hrókur alls fagnaðar, þó honum liði kannski ekki alltaf vel í sálinni sinni. Hann Maggi Binni kunni ekki að segja nei, var alltaf tilbúinn að þjóta ef einhver hringdi og bað um greiða. Nú hefur hann loksins fundið þann frið sem hann leitaði löngum. Guð veri með sálu hans um alla eilífð. Elsku Lilja og ijölskylda, sem voruð honum öll svo kær, Guð blessi ykkur. Júlía Dáinn, horfínn! - Harmafregn! Hvílikt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifír. Það er huggun harmi gegn. Þessi orð Jónasar Hallgrímssonar langar okkur frænkurnar að gera að okkar, því þannig leið okkur þegar við fréttum Iát frænda ofek- ar, Magnúsar Brynjólfs Magnús- sonar. Engan gat órað fyrir að við værum að hitta hann í síðasta sinn, þegar við hittum hann í lok maí- mánaðar, því hann var svo hress og kátur. Én vegir guðs eru órann- sakanlegir og enginn veit hvað verður. Með þessum örfáu orðum langar okkur að þakka Magga Binna allar skemmtilegu samverustundirnar en þær voru margar. Það verður tóm- legt næst þegar fjölskyldan hittist því nú vantar þá feðga báða, afa Magnús, sem dó fyrir tveimur og hálfu ári, og Magga Binna. Við vottum dætrum hans, Lilju og Ingunni, okkar innilegustu sam- úð. Við biðjum guð að styrkja og hjálpa ömmu okkar, hún hefur misst svo mikið. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, og sífellt leitar að einum. (Tómas Guðmundsson) Guð blessi elsku frænda okkar. Svandís Unnur, Vilborg Edda, Bryndís Lára og Anna Lilja. Árni Björgvin Jónsson — Minning Fæddur 24. maí 1901 Dáinn 6. júni 1989 Árni Björgvin Jónsson, föður- bróðir minn, Miðtúni 70 í Reykjavík, andaðist í Borgarspíta- lanum að morgni 6. júní sl. Jarðar- för hans verður gerð frá kirkju Hvítasunnusafnaðarins, Hátúni 2 í dag. Árni var fæddur á Austara- Hóli í Flókadal í Fljótum norður og voni foreldrar hans hjónin Þó- rey Ásmundsdóttir, Eiríkssonar bónda í Neskoti og Jón Magnús- son, Gíslasonar bónda á Hugljóts- stöðum í Unadal. Voru þau Þórey og Jón þvi bæði Skagfirðingar að ætt og uppruna. Þau hjón hófu búskap á Austara-Hóli árið 1893. Árni var'yngstur fjögurra systkina en þau voru: Guðmundur, f. 1893, d. 1927. Kona hans var Ólöf Björnsdóttir, sem síðar giftist Haf- liða Eiríkssyni. Þau eru bæði látin; Björg, f. 1894, dó í æsku; Sæ- mundur, f. 1895, búsettur í Ólafs- firði. Kona hans var Salbjörg Helga Þorleifsdóttir, sem er látin. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Austara-Hóli, en fór snemma að vinna fyrir sér eins og títt var hjá unglingum í þá daga, ýmist við landbúnaðarstörf heima fyrir eða verkamannavinnu á síldarsumrum í Siglufirði. Auk þess var hann um skeið til sjós, bæði á fiski- og há- karlaskipum. Árið 1929 kvæntist Árni frænku sinni Magneu Eiríks- dóttur frá Reykjarhóli á Bökkum, hinni mætustu konu. Þau hjón byijuðu búskap á Austara-Hóli 1928 og eignuðust þau fjögur börn, Þau eru: Guðmundur Sævar, f. 1929 d. 1957; Eiður, f. 1931, bif- reiðastjóri hjá Reykjavíkurborg. Kona hans var Hulda Sigurðar- dóttir og eignuðust þau tvo syni; Guðrún, f. 1932, og Unnur Erla, f. 1934. Magnea kona Árna lést 1979. Hafa þær Guðrún og Unnur Erla annast heimili föður síns, í Miðtúni 70, síðan auk þess sem annar bróðursonur þeirra hefur átt heimili hjá þeim. Eins og áður er að vikið hófu þau Árni og Magnea búskap í Fljótum og bjuggu þar á ýmsum jörðum í Haganeshreppi þangað til þau flytja búferlum um miðjan fimmta áratuginn að Sjáv- arborg í Skagafirði og litlu síðar til Sauðárkróks. Á árinu 1953 flytj- ast þau alfarin úr Skagafirði til Suðurlands og setjast að á Akra- nesi, þar sem Árni festi kaup á húseign í félagi við Hafliða Eiríks- son mág sinn og konu hans, Ólöfu Björnsdóttur. Næstu árin stóð heimili þessa mæta fólks á Vestur- götu 95, „Svalbarða" á Akranesi, uns það fluttist til Reykjavíkur um það leyti sem að sjöundi áratugur- inn gekk í garð. Árið 1957 urðu þau Árni og Magnea fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa eldri son sinn af slysförum og hygg ég að hvorugt þeirra hafi náð sér að fullu eftir það áfall. Á Akranesi og fyrstu árin í Reykjavík stundaði Árni vinnu við fiskverkun og annað sem laut að því starfi. Hann var góður verkmaður, samviskusamur og ábyggilegur eins og aldamóta- mönnum var mörgum gefið. Árni var mikill trúmaður þegar á unga aldri og starfaði í Fíladelfíusöfnuð- inum um árabil eins og svo margt af hans nánasta skyldfólki. Er ég lít til baka fer ekki hjá því að ýmsar myndir liðinna ára leiti á hugann. Ég kynntist Árna frænda mínum það snemma að fyrstu minningar mínar eru bundnar ferðalagi með honum á hestbaki, „á ströndinni norður við ysta haf,“ er ég fékk að heimsækja Jón afa minn. Ég hef þá líklega verið á fimmta árinu. Og enn sé ég Árna fyrir mér standa á Akranesbryggju mörgum árum síðar og bíða komu minnar með „Eldborginni“ gömlu, í ijúkandi útsynningi er ég var á leið þangað til vertíðarstarfa. En hjá frændfólkinu á Svalbarða átti ég góða dvöl þann vetur. Þó að Árni hafi dvalist nær hálfa ævi sína í kaupstað fannst mér alltaf búa í honum sveitamaðurinn að norðan, í lundarfari hans, lífi og starfi. Hann hafði yndi af hestum og átti oft góða gæðinga á sínum yngri árum í Fljótum. Magnea kona Árna var honum samhent. Það varð því annað áfall fyrir Árna og börnin er hún féll frá fyrir nokkrum árum. Þær slóðir, þar sem menn slíta barnsskónum verða flestum nákomnari en aðrir staðir. Eiginlega renna þær ómeðvitað inn í líf manns og ekki hvað síst ef þar við bætist að skyldmenni og ættir hafa um langan aldur búið í sömu sveitum, verða tengslin enn sterkari milli manns og byggðar. Hamraskaginn á milli Skagafjarð- ar og Eyjafjarðar hefur stundum þótt nokkuð strangur í að aga börn sín, en það uppeldi hefur þó átt sinn þátt í að móta líf þeirra, sem þarna ólust upp og síðar áttu eftir að bera hita og þunga dags- ins, í margvíslegum störfum hins fulltíða fólks. Við sem eigum okkar endurminningar frá þessum lands- hluta minnumst ótrúlegra margra hamingjustunda frá stórbrotnu umhverfi, sem í fjótu bragði virtist fábreytt og einangrað. Og ekki verður því neitað, að oft var lífsbar- áttan hörð i Fljótum á fyrri hluta aldarinnar, snjóþyngsli mikil og brimasöm úthafsströnd bönnuðu samgöngur dögum og vikum sam- an. En hinu má ekki heldur gleyma, að úthafið á einnig sína töfra, þegar sjórinn er sléttur og bjartar sólnætur og gullnir geislar vaka á bárum lengst norður í fjar- lægðirnar. Nú er komið að leiðar- lokum. Aldraður maður, sem missti heilsuna fyrir allmörgum árum, er horfinn héðan. Ég og fjölskylda mín frá Neðra-Haganesi, sendum börnum hans og öðrum aðstand- endum samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Árna Björgvins Jónsson- ar. Guðmundur Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.