Morgunblaðið - 16.06.1989, Page 41
MQKGUN'BIxAÐID :FÖSTUDAGUR j6KJÚNÍ 19^9
M
41
Þessir hringdu ...
Óréttmætar
sparnaðaraðgerðir
Árný hringdi:
„Illa er nú komið fyrir okkur
íslendingum. Skyndilokun á
spítölum vekur óhug í brjósum
fólks. Það á að loka deildum til
að spara og á annað hundrað rúm
eiga að standa auð og ónotuð í
júní, júlí og ágúst. Þetta bitnar
mest á miðaldra fólki og öldruð-
um sem bíða í hundarða tali eft-
ir aðgerðum til að lina þjáningar
þeirra og kvöl. Þessar spamaða-
raðgerðir eru óréttmætar. Lands-
feðumir hugsa sjálfsagt að þann-
ig verði þetta að vera en hver
borgar afmælisveislur þeirra og
kostnað af alls konar óþarfa sam-
komu- og veisluhaldi? Er það
ekki greitt úr rikissjóði? Þarna
mætti spara mikið fé. Svo er það
ungafólkið sem kemur stórslasað
á spítalana og er sent ósjálf-
bjarga heim því ekki er starfs-
fólk til að hjúkra því. Starfsfólk
sjúkrahúsa er allt af vilja gert
til að lina þjóningar fólks en fær
ekki rönd við reist vegna sparn-
aðaraðgerða ríkisstjórnarinnar.
Nú skora ég á íslensk yfirvöld
að gera umbætrr sem fyrst, það
má spara á öllum öðrum sviðum.
Við verðum öll að vera samtaka
og rísa upp gegn þessu.“
Vöruverð ekki
sambærilegt
OJ. hringdi:
„Eg vil lýsa furðu minni á því
hvernig ijármálaráðherra ber
fyrirhugaða skattahækkun sína
saman við það sem gerist erlend-
is. Við búum við miklu hærra
vöruverð hér en gerist erlendis
og ráðum þess vegna ekki við
hærri skattagreiðslur. Ólafur
Ragnar ætti heldur að gera ráð-
stafanir til að lækka vöraverð í
samræmi við það sem gerist er-
lendis.“
Kettlingur
Svartur tveggja mánaða gam-
all kettlingur fæst gefins. Upp-
lýsingar í síma 53758.
Áróðursmeistari
Ellilífeyrsþegi hringdi:
„Fjármálaráðherrann finnur
það ef til vill núna að það er
annað að vera fjármálaráðherra
en áróðursmeistari fyrir komm-
únisma sem aldrei hugsaði um
nauðþurftir almennings."
Góð þjónusta
Sigríður hringdi:
„Ég vil þakka fyrir góða þjón-
ustu hjá Apóteki Austurbæjar.
Ég fékk pöntuð meðul þar í gegn
um síma en þar sem ég bý í
Kópavogi gat ég ekki sótt þau
samdægurs þar sem klukkan var
að verða sex. Ég hringdi í apótek-
ið og tjáði þeim vandræði mín.
Einn starfsmannanna sagðist þá
geta komið þessu heim til mín
um leið og hann færi úr vinnu
og kom hann með meðulin
hálftíma seinna. Ég vil þakka
fyrir þessa góðu þjónustu. Eins
vil ég þakka hreinsunardeildinni
hér í Kópavogi fyrir vel unnin
störf og hversu þeir eru greið-
viknir. Það er alltaf verið að finna
að en sjaldnar þakkað fyrir það
sem vel er gert.“
Hjól
Rautt Nopxa telpureiðhjól var
tekið við Tjarnarból á Seltjamar-
nesi aðfaranótt sunnudags. Vin-
samlegast hringið í síma 612315
hafi það einhvers staðar komið
fram.
Dagblaðið Tíminn tryllist
Til Velvakanda.
Fá mál hafa vakið meiri athygli
á undanförnum mánuðum en
áfengiskaupamál Magnúsar Thor-
oddsens hæstaréttardómara. Fyrir
nokkra fór fram málflutningur í
því máli í borgardómi Reykjavíkur
og var nákvæmlega skýrt frá hon-
um í öllum fjölmiðlum.
I þessum málflutningi dró verj-
andi Magnúsar fram margvíslegar
fróðlegar upplýsingar um áfengis-
kaup ráðherra og annarra fyrir-
manna á kostnaðarverði. Athyglis-
vert var að kerfið hafði gert allt
sem það gat til þess að koma í veg
fyrir að lögmaðurinn fengi þær
upplýsingar sem hann óskaði eftir.
Það ætti þó að vera augljóst mál
að ekkert á i þessum efnum að
vera þess eðlis að ástæða sé til að
fela það eða hylja sjónum almenn-
ings, skattgreiðendanna sem borga
brúsann. Þrátt fyrir þagnarmúrinn
ga* lögmaðurinn birt nokkrar upp-
lýsingar sem í sannleika sagt fengu
hárin til að rísa á höfðum flestra
landsmanna. Fram kom að það
virtist alsiða að heim til ráðherra
væri farið með áfengisbirgðir sem
nægja mundu hundraðum manna
til tímabundinnar eða viðvarandi
ölvunar um langan tíma. Einstaka
ráðherrar vora jafnvel svo illa
haldnir af algleyminu að þeir
mundu ekkert eftir því hvað orðið
hafði um yfir 100 áfengisflöskur
sem keyrðar höfðu verið heim til
þeirra með nokkurra vikna milli-
bili. Eftir að þessar upplýsingar
komu fram tók dagblaðið Tíminn
sem gefið er út af Framsóknar-
flokknum nokkur létt hneykslunar-
hástökk. Tíminn hélt þvi fram að
af hálfu lögmanns Magnúsar væri
um að ræða pólitískar ofsóknir
gegn framsóknai-mönnum á valda-
stöðum, svo sem eins og Steingrími
Hermannssyni sem verið hefur ráð-
herra samfleytt um tíu ára skeið.
Tíminn hélt því fram að lögmað-
urinn drægi aðeins fram áfengis-
kaup framsóknarmanna en léti
aðra ráðherra liggja óbætta hjá
garði. Dag eftir daga hamaðist
Tíminná þessum kenningum að hér
væri sérstaklega verið að vega að
framsóknarmönnum og Framsókn-
arflokknum. Óneitanlega læddist
sá granur að mörgum manninum
að með þessum ofstækisfullu skrif-
um og tilraunum til þess að setja
málflutning lögmanns Magnúsar
væri með einhverjum hætti tengd-
ur pólitískri aðför að Framsóknar-
flokknum.
Sem skattgreiðanda finnst mér
aðalefni málsins vera það að rétt-
látur dómur falli. Að Tíminn skuli
reyna að hræða dómara í málinu
með því að ljá því pólitískan blæ
1 x67
1 Steindcór Sendibfiar |
Verk- og tækni-
fræðingar:
Auðveldara að
fá vinnu í öðrum
Evrópulöndum
Framkvæmdastjórn Evrópu-
samtaka verk- og tæknifræðinga,
FEANI, hittist hérlendis í lok
siðustu viku. Mat á tækninámi,
til að auðvelda mönnum að fá
vinnu í hverju aðildarríki sam-
takanna sem er, var aðalefni
fundar framkvæmdastjórnarinn-
ar með ýmsum islenskum aðilum.
Tækniskólinn og Háskóli Islands
verða í næstu skrá FEANI yfir
tækniskóla í Evrópu.
Undirbúningur tæknimanna fyrir
sameiningu Evrópubandalagsríkja í
eina markaðsheild var sérstaklega
kynntur á fundi framkvæmda-
stjórnarinnar. Þangað var boðið
fulltrúum Háskóla íslands og
Tækniskólans, Iðntæknistofnunar,
Félags íslenskra iðnrekenda, Út-
flutningsráðs og þriggja ráðuneyta.
Að sögn Jóns Vilhjálsmssonar,
formanns íslendsnefndar FEANI,
felst undirbúningurinn einkum í
tvennu: Útgáfu bókar þar sem evr-
ópskir tækniskólar eru flokkaðir
eftir lengd náms, og viðurkenningu
á lágmarks tæknimenntun með svo-
kölluðum EUR ING titli.
Jón Vilhjálmsson segir þetta auð-
velda evrópskum verk- og tækni-
fræðingum að fá vinnu annars stað-
ar í álfunni en þar sem þeir lærðu.
Vinnuveitendur geti áttað sig á
hvers konar menntun umsækjendur
hafi. Þetta sé sérstaklegá gott fyrir
tæknimenn frá smærri löndum þar
sem skóiarnir era lítt þekktir. Þó
er innihald námsins ekki tiltekið í
bók FEANI, eins og gert er í sams-
konar riti um bandaríska tækni-
skóla. Ástæðan er að sögn Jóns að
erfitt hefur reynst að samræma
kröfur um það milli tuttugu aðild-
arríkja Evrópusamtakanna.
Að sögn Jóns er næsta víst að
Háskóli Islands lendi í efri flokki í
bókinni um verkfræði- og tækni-
fræðiskóla, og líklegt að Tækniskol-
inn verði í sama flokki. Enginn ís-
lendingur mun enn hafa sótt um
EUR ING titilinn, sem nýlega var
byijað að veita, en þegar hafa
kringum 2500 manns hlotið þennan
titil.
Ferðasalerni - Kemisk vatnssal-
erni fyrir sumarbústaði, hjólhýsi
og báta.
Atlas hf., Borgartúni 24, simi 621155,
pósthólf 8460, 128 Reykjavík.
VELA-TENGI
‘ GZD C
Allar geröir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengiö aldrei stál — í — stál,
hafið eitthvaö mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring milli
tækja.
Allar stæröir fastar og frá-
tengjanlegar
Vesturgötu 16, sími 13280
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
er fyrir neðan allar hellur. Því verð-
ur ekki trúað að óreyndu að dómar-
ar á íslandi láti slíkar hótanir og
upphlaup hafa áhrif á dóma sína.
Skattgreiðandi
Kannt JJgJjð?
símanumer
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu
mig meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum á
90 ára afmœli mínu þann 28. maí.
GuÖ blessi ykkur öll.
Sigríöur Bogadóttir,
Hliðarstræti 6,
Bolungarvík.
Trjáplöntur
3.-18. júní seljum við sitkagrenitré, 1-1,50 á hæð,
úr skógi. Verð kr. 1.500,- per. meter. Fólk stingur upp
sjálft og*velur úr merktum trjám. Seljum einnig upp-
teknar plöntur af stafafuru, sitkagreni og lerki. Verð
kr. 2.600 per. meter. Verðum einnig með ösp, birki,
selju og fleira.
Skógrækt ríkisins,
Þjórsárdal, sími 98-66060.
ur
unnar