Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 44
fEINKAREIKNINGUR Þ/NN
* í LANDSBANKANUM,
__________________i
FÉLAG FÓLKSINS
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989 VERÐ 1 LAUSASÖLU 80 KR.
Hvalreki í
Skagafirði
GRENJASKYTTUR fimdu hval á
Þórðarhöfða í Skagafirði aðfara-
nótt mánudags, að sögn Friðriks
Antonssonar bónda á Höfða á
Höfðaströnd.
„Þetta er örugglega búrhvalur,"
sagði Friðrik Antonsson í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að hvalur-
inn væri 17 til 18 metra langur og
mjög sver. „Það hlýtur að vera nokk-
uð langt síðan hvalinn rak á land,
því það er farið að krauma ansi mik-
ið í honum,“ sagði Friðrik.
Ríkissljórnin;
Aðstoð við loð-
Frá slysstað á mótum Laugavegar og Vitastígs. Morgunbíaðið/JÁs
Umferðarslys á Laugavegi;
Stúlka lést og önnur
slasaðist alvarlega
NÍTJÁN ára stúlka lést og 16
ára stúlka liggur mikið slösuð á
sjúkrahúsi eftir harðan árekstur
strætisvagns og fólksbíls á mót-
um Laugavegar og Vitastígs á
níunda tímanum í gærmorgun.
Stúlkan sem lést ók fólksbílnum,
en sú sem liggur slösuð sat í fram-
sæti hans. Stúlkurnar voru á leið
suður Vitastíg, en strætisvagninn
á leið vestur Laugaveg. Við árekst-
urinn köstuðust stúlkurnar út úr
bílnum, Volkswagen „bjöllu".
Bíllinn snerist á götunni, rann
áfram og staðnæmdist á verslunar-
húsi við Laugaveg. Stúlkan sem
ók bifreiðinni var úrskurðuð látin
við komu á slysadeild. Gerð var
aðgerð á hinni stúlkunni og liggur
hún nú á gjörgæsludeild mikið slös-
uð, að sögn lögreglu.
dýrabændur
Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í
gær var ákveðið að hraða greiðsl-
um á uppsöfnuöum söluskatti til
loðdýrabænda og uppgjöri á
framlögum vegna bygginga á
grundvelli jarðræktarlaga. Þá
var ákveðið að Steingrímur J.
Sigfússon landbúnaðarráðherra
og Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra he§i viðræður við þá við-
skiptabanka og sparisjóði, sem
loðdýrabændur eru í viðskiptum
við, um möguleika á að veita
bændum gjaldfrest á lausaskuld-
um. Þessar aðgerðir eru hugsað-
ar til að gera loðdýrabændum
kleift að ljúka yfirstandandi fram-
leiðsluári.
Steingrímur sagði að einnig yrði
rætt við Seðlabankann um hvernig
hægt verði að leysa þau vandamál
sem skapast hafa vegna áhvílandi
afurðalána á óseldum skinnum.
„Við ætlum að fá Byggðastofnun
og Stofnlánadeild landbúnaðarins í
lið með okkur, enda eiga þessir aðil-
ar ríkra hagsmuna að gæta í þessu
máli. Þannig á ég til dæmis von á
að óskað verði eftir skýrslu frá
Byggðastofnun um stöðu loðdýra-
ræktarinnar og áhrif þess ef greinin
hrynur og þá hvað sé hugsanlega
hægt að gera í þeim efnum,“ sagði
Steingrímur.
Listasafh íslands starfrækir í sumar vinnustofu fyrir 5-12 ára I fara með leiðsögumanni um safnið, skoða verkin og fá að spreyta
börn í tengslum við sýningu safhsins á landslagsverkum. Börnin | sig sjálf. Þessi drengur var að skoða eitt listaverkanna i gær.
Hvalveiðar í vísindaskyni heijast 18. júní;
Leikur í Listasafhi
Morgunblaðið/Einar Falur
- segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
ÍSLENDINGAR munu veiða hvali í síðasta skipti í sumar, samkvæmt
4 ára vísindaáætlun Hafrannsóknarstofhunnar. Veiðarnar hefjast 18.
júní og verða veiddar 82 langreyðar. Þeim var fækkað vegna tilmæla
í ályktun um íslensku vísindaáætlunina, sem samþykkt var á fhndi
Alþjóða hvalveiðiráðsins í San Diego í Bandaríkjunum.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, segir að á næsta ári
ætti að vera komið nokkuð gott
heildarmat á helstu hvalastofna,
sem íslendingar veiða. Hann segist
bjartsýnni en áður á að samstaða
Sorpmál í Kópavogi;
Heilbrig-ðisráðherra
Biður borgjna um fi-est
GUÐMUNDUR Bjarnason heilbrigðisráðherra hefur ritað borgarsljórn
bréf þar sem hann biður um að Kópavogsbæ sé veittur frekari frestur
fram yfir 1. júlí til að urða sorp í Gufunesi. Guðmundur segir að hann
geri þetta svo Hollustuvernd gefist frekari tími til rannsókna á því
svæði, Leirdal, sem Kópavogsbær hefur í hyggju að nota til urðunar
sorps í framtíðinni. Davíð Oddsson, borgarstjóri, segir að afstaða verði
tekin til bréfs ráðherra á borgarráðsfundi á þriðjudag.
„Það liggur ljóst fyrir að ítarlegri
rannsókna á svæðinu er þörf, meðal
annars þarf að kanna hugsanlega
mengun grunnvatns á þessu svæði,“
sjjáír Guðmundur Bjarnason.
„Grunnvatnsmengun gæti leitt til
þess að neysluvatn Garðbæinga væri
í hættu.“
Guðmundur segir að hann hafi
ekki farið fram á neinar sérstakar
tímasetningar hvað frestinn varðar,
en vill að hann dugi til að Ijúka rann-
sóknum á svæðinu í Leirdal. „Ég
vona að þessari málaleitan verði vel
teTSÖ. Annars þurfum við að leita
annarra og erfiðari lausna í þessu
máli,“ segir Guðmundur.
Davíð Oddsson, borgarstjóri sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að ekki hefði verið tekin efnis-
leg afstaða til þessa bréfs ráðherra.
Það yrði gert á fundi borgarráðs
næstkomandi þriðjudag. „Hins vegar
er ekki víst að ráðuneytið viti, að
það hefur tvisvar komið fram tillaga
í bæjarstjórn Kópavogs, um að óska
eftir því að fá afnot af sorphaugum
Reykvíkinga að nýju. Sú tillaga var
felld í bæði skiptin, þannig að það
virðist ekki liggja fyrir viljayfirlýsing
í þessa veru af hálfu Kópavogs,"
sagði Davíð Oddsson.
náist um að leyfa hvalveiðar
nýju, hugsanlega árið 1991.
að
Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins
fengu Islendingar því framgegnt,
að vísindanefnd ráðsins mun gera
úttekt á langreyðarstofninum, en
það stóð ekki til. Vísindanefndin
mun einnig taka hrefnustofninn út
á næsta ári og leggja niðurstöður
sínar fyrir ársfund ráðsins.
íslenska sendinefndin á fundin-
um í San Diego lagði fram skýrslu
um áhrif hvalveiðibannsins á §öl-
skyldur á Bijánslæk og Árskógs-
strönd, sem höfðu viðurværi _af
hrefnuveiðum. Segir Halldór Ás-
grímsson, að þessu máli hafi verið
sýndur mikill skilningnJ/ af aðilum
sem ekki hefðu sýnt íslendingum
velvilja fram að þessu. Þessu máli
verði fylgt eftir á næsta fundi, en
til þess að hrefnuveiðarnar geti
hafist þyrftu atvinnuveiðar að verða
leyfðar í einhveijum mæli þá. Ekki
væri ljóst hvort það fengist fram.
Talsmenn grænfriðunga segja,
að róðurinn verði hertur gegn
íslenskum afurðum til að mótmæla
hvalveiðum í sumar og segir Ros
Reeve, sem skipuleggur herferðina
í Evrópu, að engu máli skipti þótt
íslendingar segist ekki munu halda
vísindaveiðum sínum áfram árið
1990. Telja grænfriðungar sig held-
ur ekki hafa fengið nægilega vissu
fyrir því að vísindaveiðunum verði
hætt eftir þetta sumar.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, segjst ekki skilja
hugsunarhátt grænfriðunga, ætli
þeir að herða aðgerðir sínar gegn
Islendingum nú. Því hafi verið lýst
yfir, að vísindaáætluninni ljúki í
sumar og hertar aðgerðir nú hljóti
að stafa af einhveijum illvilja.
Sjá nánar fréttir á miðopnu.
Heildarmati hvalastofiianna
ætti að vera lokið á næsta ári