Morgunblaðið - 29.06.1989, Qupperneq 2
2
eSGf IVfUl (!í: HUOAdUTMMrí dlQAJHMUOÍI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Mikíð um vélhjólaslys
FJÖLDI vélhjólaslysa hefiir orðið í Reykjavík
undanfarna daga, „tvö og þijú á hverri vakt“,
eins og lögreglumaður, sem Morgunblaðið ræddi
við, orðaði það. Hér sést vélhjólamaður, sem
missti sfjórn á hjóli sínu á Suðurlandsbraut í
gær, fluttur á slysadeild. Farþegi hans slasaðist
einnig er hjólið fleytti kerlingar eftir götunni
og hlutu báðir beinbrot. I fyrrakvöld slösuðust
tveir menn á vélhjóli í árekstri á Skólavörðustíg
og á mánudaginn „prjónaði" ungur vélhjólamað-
ur yfir sig á hjólinu, skíill í jörðina og steinrotað-
ist. Er þá fátt eitt talið af vélhjólaslysunum, en
að sögn lögreglu færast þau mjög í vöxt að sum-
arlagi.
Hagvirkismálið:
Fymun flokksráðsmaður
og frambjóðandi segir
sig úr Alþýðuflokknum
MAGNUS Stephensen, fyrrverandi flokksráðsmaður í Alþýðuflokknum
hefúr sagt sig úr flokknum vegna óánægju með framkomu flokks-
formannsins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, við starfsfólk Hagvirkis.
Jón Baidvin lenti í orðaskaki við starfsmenn fyrirtækisins er þeir
mótmæltu innheimtuaðgerðum íjármálaráðherra og lokun fyrirtækis-
ins framan við ráðherrabústaðinn á þriðjudag. Magnús fór þar fyrir
vinnufélögum sínum, en hann er deildarstjóri hjá Hagvirki.
„Ég er alveg undrandi á ráðherra,
að hann skuli standa úti á götu og
segja tóman þvætting við fólk, sem
er komið til þess að biðja um rétt-
læti,“ sagði Magnús í samtali við
Morgunblaðið. „Hann stóð þama og
galaði yfir bílinn sinn og spurði okk-
ur hvort við værum sammála því,
að söluskatti, sem fólk borgar yfir
búðarborðið, sé stolið. Við erum í
sjálfu sér sammála því að það sé
gengið hart eftir því að menn skili
þeim skatti, sem er innheimtur. Það
er bara ekki um það að ræða í máli
Hagvirkis, þar hefur aldrei verið
tekinn neinn söluskattur og fyrir-
tækinu var lokað á grundvelli laga,
sem eru alls ekki skýr. Ráðherrann
fer með ósannindi þegar hann gefur
í skyn við okkur starfsmenn Hag-
virkis að fyrirtækið steli undan
skatti.“
Magnús sagðist telja að Alþýðu-
flokkurinn væri í afskaplega slæm-
um félagsskap í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar, og hann
hefði stutt flokkinn í von um að
mynduð yrði stjórn með „viðreisnar-
mynstri“, það er með þátttöku Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks.
Magnús sagðist einnig hafa sagt
upp áskrift sinni að Alþýðublaðinu
er hann las leiðarann á þriðjudaginn
undir fyrirsögninni „Hárréttar að-
gerðir fjármálaráðherra".
Samgönguráðuneytið:
Engin gögn um
lægri hafin-
argjöld græn-
lenskratogara
Búist við að flórðungur sölu-
skattsskuldanna innheimtist
AF ÞEIM tveimur milljörðum króna, sem sagðar voru útistandandi
söluskattsskuldir í vanskilum í Reykjavík við upphaf innheimtuátaks í
fyrri viku, er gert ráð fyrir að um 500 milljónir, eða fjórðung, takist
að innheimta. Skýring þess, að ekki tekst að innheimta þessa tvo núHj-
arða króna, er sú, að sögn Þuríðar Halldórsdóttur hjá embætti tollstjór-
ans í Reykjavík, að hehningur upphæðarinnar er áætlanir og auk þess
nokkur hluti skuld gjaldþrota fyrirtækja. Vikuna 19. til 23. júní inn-
heimtust. rúmlega 92,7 milljónir króna, samanborið við tæpar 22 milljón-
ir vikuna á undan. Aukningin nemur 321,7%.
„Þegar aðili skilar ekk^söluskatts-
skýrslu á réttum tíma, þá á sam-
kvæmt söluskattslögunum að áætla
á hann. Þetta getur til dæmis komið
fyrir þegar aðili hefur ekki verið með
neina söluskattsskylda starfsemi og
hirðir ekki um að skila inn skýrslu
sem hann á að gera, þótt hún sýni
engan söluskatt. Það er mikilvægt
atriði að skila alltaf inn skýrslunni,“
sagði Þuríður Halldórsdóttir í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hún segir að margir þeirra sem
gengið var að í þessu innheimtuátaki
hafi ekki skilað skýrslu og þess vegna
hafi verið áætlaður söluskattur á þá,
jafnvel þótt þeir stunduðu enga sölu-
skattsskylda starfsemi. Þessir áætl-
uðu skattar hafí verið taldir með,
Jöfiiunargjald á
firönskum kart-
öflum lækkar
JÖFNUNARGJALD á innfluttum
frönskum kartöflum hefur verið
lækkað úr 190% í 120%.
Samkvæmt upplýsingum land-
búnaðarráðuneytisins hefur inn-
flutningur á frönskum kartöflum,
meðal annars til kartöfluverksmiðja,
vaxið verulega undanfarið, og var
því talin ástæða til að lækka jöfnun-
argjaldið.
Samvinnuferð-
ir leigja flugvél
ALLAR líkur eru á því að ríkis-
sjóður muni leigja Samvinnuferð-
um/Landsýn Arnarflugsþotuna
sem kyrrsett var á Keflavíkur-
flugvelli í febrúar.
Samvinnuferðir/Landsýn munu
ætla að nota þotuna í leiguflugi en
Arnarflug mun sjá þeim fyrir áhöfn-
um á þotuna og annast viðhald.
þegar talað var um að tveir milljarð-
ar væru í vanskilum. Þegar þessir
aðilar gera síðan hreint fyrir sínum
dyrum og skila skýrslu, fellur skuld-
in niður.
í annan stað gerist það að þeir
sem stunda söluskattsskylda starf-
semi skila af einhveijum ástæðum
ekki skýrslu og er þá söluskattur
þeirra áætlaður. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins eru dæmi
þess, að hinn áætlaði skattur sé allt
að tíföld upphæð hins raunverulega
skatts, sem er greiddur þegar skuld-
arinn gerir upp sín mál.
Af framangreindum sökum verður
oft lítið úr innheimtu hins áætlaða
söluskatts þegar til kastanna kemur.
Það er ennfremur helsta ástæða þess
að ekki er talið raunhæft að áætla
að náist að innheimta meira en ijórð-
ung hinnar bókfærðu upphæðar,
tveggja milljarða, að mati Þuríðar
Halldórsdóttur. Áætlaður skattur
mun hafa verið um helmingur upp-
hæðarinnar, eða um einn milljarður.
Önnur helsta ástæðan er sú, að
um 700 milljóna skuld er vegna
gjaldþrota fyrirtækja, sumt af þeirri
upphæð reyndar áætlað.
Vikuna 19. til 23. júní voru inn-
heimtar í Reykjavík 92.774.007
krónur í söluskatt, vikuna áður
21.996.865 krónur. Aukningin er
70.777.142 krónur, eða 321,7%.
Sömu viku voru felldar niður sölu-
skattsskuldir að upphæð 82.616.556
krónur og hafði aukist frá vikunni
áður úr 29.744.394 krónum, mis-
munurinn er 52.872.162 krónur, eða
177,8%.
Smygl í Hofsjökli
Tollverðir í Vestmannaeyjum
fóru um borð í Hofsjökul í gær og
fundu smygl. Voru það 85 flöskur
af vodka sem gerðar voru upptæk-
ar, en góssið fundu þeir hér og þar
í lestum skipsins. Unnið er að rann-
sókn málsins og hafa skipverjar
verið yfirheyrðir.
„ÉG HEF FARIÐ yfir gögn ráðu-
neytisins aftur til ársins 1982 en
ekkert fundið þar um að græn-
lenskir togarar skuli greiða
lægri hafiiargjöld en íslensk
frystiskip," sagði Ólafur Steinar
Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í
samgönguráðuneytinu, í samtali
við Morgunblaðið.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna hefur skrifað samgöngu-
ráðuneytinu bréf, þar sem óskað
er skýringa á því að hafnarstjórnir
í Hafnarfirði og á Ísafírði taki lægri
hafnargjöld af grænlenskum togur-
um en íslenskum frystiskipum.
Upphaflega mun í þessu farið eftir
munnlegum tilmælum frá sam-
gönguráðuneytinu.
„Sjálfur sé ég enga ástæðu til
að veita þessa undanþágu en endan-
leg ákvörðun í málinu bíður þar til
samgönguráðherra kemur til lands-
ins um helgina," sagði Ólafur Stein-
ar Valdimarsson. „Ég hef engar
skýringar á því hvers vegna græn-
lenskir togarar greiða lægri hafnar-
gjöld en íslensk frystiskip, en það
er vafalaust komið frá einhveijum
í ríkisstjórn á sínum tíma,“ sagði
Ólafur Steinar Valdimarsson.
Vladímír Ashkenazí til Sovétríkjanna:
Eg trúi því ekki
fyrr en við lendum
- segir Þórunn Jóhannsdóttir Ashkenazí
Ziirich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morffimblaðsins.
„ÞRÓUNIN sem orðið hefur í Sovétrílgunum og gerir mér kleift
að fara þangað eftir 26 ára Qarveru er ótrúleg," sagði Vladímír
Ashkenazí í samtali við Morgunblaðið í gær. „Tilfinningar mínar í
sambandi við ferðina eru flóknar. Ég hef enn ekki áttað mig á þeim
til fulls. Mér er ekki ljóst hvort ég sé að fara heim eða hvort mér
komi til með að líða eins og útlendingi i minu eigin föðurlandi eft-
ir svona langa Qarveru. Róttækar breytingar hafa átt sér stað og
ég vona að þær séu til frambúðar og óafturkallanlegar. Ég er forvit-
inn að sjá þær með eigin augum og vil leggja mitt af mörkum til
að styðja þær.“
Ashkenazí og Hin konunglega
fílharmóníuhljómsveit Lundúna-
borgar koma fram í konservatorí-
unni í Moskvu 11. og 12. nóvem-
ber næstkomandi. Hann stjórnar
hljómsveitinni bæði kvöldin og leik-
ur einleik annað kvöldið en sovéski
píanóleikarinn Andrei Gavrilov hitt.
Að Áshkenazí kæmi fram í Sov-
étríkjunum hefur verið í deiglunni
í að minnsta kosti tvö ár. „Ég
heyrði fyrst utan að mér að það
kæmi til greina og var spurður
óformlega hvort ég kærði mig um
Vladímír Ashkenazí og Þórunn Jóhannsdóttir.
það. Formlegt boð barst í nóvem-
ber þegar ljóst var að ég myndi
þiggja það. Endanlegir samningar
náðust síðan í vor.“
Menningarsjóður Sovétríkjanna
stendur fyrir boðinu. Hann styrkir
unga listamenn. Raísa Gorbatsjova
er sögð hafa sýnt sjóðnum áhuga
og hann er öflugur. Ákveðið var
að hljómsveitin yrði í Moskvu í
þijá daga á leið í þriggja vikna
tónleikaferð um Japan. Hljómsveit-
inni verður greitt fyrir sitt starf
en Ashkenazí gefur sinn skerf. „Ég
er ánægður að fá tækifæri til að
spila í mínu eigin landi og tek ekk-
ert fyrir það frekar en fyrir að
koma fram á íslandi, föðurlandi
eiginkonu minnar."
Þórunn, kona hans, sagðist ekki
trúa því enn _að þau væru á leið
til Moskvu. „Ég trúi því ekki fyrr
en við verðum lent,“ sagði hún.
„Við höfum í svo mörg ár verið
sannfærð um að við ættum aldrei
eftir að fara aftur til Rússlands að
það er erfitt að átta sig á þessu.
En ótrúlegar breytingar hafa orðið.
Elstu börnin okkar tvö fóru bæði
til Sovétríkjanna í vor og við mun-
um taka þijú hin yngstu með okk-
ur í haust. Þau sjá þá föðursystur
sína í fyrsta sinn, Vladimir hefur
ekki séð hana í 26 ár.“ Ashkenazí-
hjónin gista hjá Gavrilov í stóru
húsi sem hann á fyrir. utan Moskvu.
Þórunn sagði að annað hefði ekki
komið til greina en Ashkenazí
kæmi fram í Moskvu með Lundúna-
hljómsveitinni sem hann stjórnar.
„Rostropovítsj ætlar þangað með
National Symphony Orchestra frá
Washington og Baríshnikov hefur
sagst vilja fara þangað ef American
Ballet Company verður boðið með.
Mér fínnst sjálfsagt að hljómsveit-
arstjóramir fari fyrst með hljóm-
sveitunum sem þeir stjórna á Vest-
urlöndum. Það kemur síðan til
greina að þeir fari einir ef þeir eiga
eftir að fara aftur seinna meir.“