Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 15
Dýrbítur á Suðureyri Suðureyri. STÓR Labrador-hundur slapp laus á Suðureyri á þriðjudag og komst í búfé, sem var innan- bæjar. Hundurinn hrakti árs- gamalt lamb niður í §öru og út í sjó. Lambið iagðist til sunds og drukknaði skammt undan landi. Við skoðun á lambshræ- inu kom i Ijós að það var með slæmt bitsár á bringunni og með sár á öðru eyra. Hundurinn hefur tvisvar áður sloppið frá eiganda sínum og elt búfé. í bæði skiptin lék hann sama leikinn; að hrekja lömb út í sjó, en svo vildi til að menn sáu til hundsins og gátu vaðið eftir lömb- unum. í þetta sinn var eigandi hundsins fjarverandi og hundur- inn í gæzlu dóttur hans. Hún lok- aði hundinn inni eftir þetta atvik. í samtali við Morgunblaðið sagði Sturla Páll Sturluson, lög- regluþjónn á Suðureyri að sam- kvæmt lögum um hundahald kæmi það skýrt fram að ef hund- ur bítur mann eða skepnu er hann réttdræpur. í þessu tilviki á eftir að dæma í málinu, sem verður að öllum líkindum mjög fljótlega en á meðan þarf sveitarfélagið MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 -----i-------------I-----■---;-I----- Morgunblaðið/Róbert Schmidt. Hér má sjá Ævar Einarsson með lamb, sem hundurinn hrakti í sjóinn fyrir nokkrum dögum, en Ævar bjargaði. að láta hundagæzlumann sækja hundinn og er eiganda gefínn 10 daga frestur til að koma honum úr þorpinu. Ef það verður ekki gert verður hundinum lógað. Nýlega samþykkti hrepps- nefndin að leyfa hundahald á Suðureyri. Sú samþykkt hefur hins vegar ekki birzt í Stjórnartíð- indum og er því ekki orðin að lög- um. R. Schmidt Hagnaður af rekstri spítala eftirMagnús Sigurðsson Á baksíðu Morgunblaðsins 23. júní 1989 birtist fregn undir yfir- skriftinni „Borgarspítalinn og ríkisspítalar skiluðu hagnaði 1988“. Fyrirsögn þessi vakti strax at- hygli mína, en við lestur fréttarinn- ar varð ég fyrir vonbrigðum. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að sjúkrahús séu rekin í þeim tilgangi að bæta heilsu sjúkra. Ef tala á um hagnað af rekstri verður því að leggja mat á þjóðfélagslegan ávinn- ing af bættri heilsu, og bera það saman við kostnað við reksturinn. Ennfremur verður að taka tillit til mannlega þáttarins, þ.e. að láta ekki þjáða þjást lengur eða meir en nauðsyn ber til. Hvergi í ofan- greindri frétt er stafkrók að finna um þennan tilgang með rekstri spítala. Aftur á móti kemur fram í fréttinni að tekist hafi að reka umrædda spítala innan marka fjár- veitinga. Að mínu mati er á því regin munur hvort rekstur er innan marka fjárveitinga, eða hvort hann skilar hagnaði. Við lestur fréttarinnar og í ljósi umfjöllunar fjölmiðla um rekstur spítala að undanförnu, vaknar síðan sú spurning hvernig tekist hafi að reka umrædda spítala innan marka fjárveitinga. Var það gert með lok- un deilda og undirnýtingu spítal- anna á kostnaði þeirra sjúklinga sem á biðlistum eru? í sjónvarpsvið- tali við heilbrigðisráðherra fyrir stuttu kom fram að lagt hafði verið til að loka deild á spítala í sparnað- arskyni. Benti ráðherra réttilega á, að þetta væri ekki langtímakost- ur, sem hann gæti mælt með, enda stangast það á við tilgang með rekstri spítala, og þá þörf, sem langir biðlistar sýna, að er fyrir þessa þjónustu. Það verður því að finna aðrar leiðir til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu en að loka deild- um og má minna á að rekstur spítala tekur ekki til sín nema hluta af því fé sem varið er til heilbrigðis- mála. Höfundur er hagfræðingur. f ' HJA OKKUR FÆRÐU GÓÐA UNDIRSTÖÐU FYRIRFÆTURNA BÆKLU NARSKÓSMÍÐI Bæklunarskósmíði felst í sérsmíði á skóm fyrir þá sem þess þurfa með, og einnig spelkum til stuðnings og réttinga á fótum. Til slíks búnaðar eru gerðar miklar kröfur. Hjá okkur starfa aðeins viðurkenndir sérfræðingar í bæklunarskósmíðum. Fyrir þeim fer Kolbeinn Gíslason, fyrsti íslendingurinn sem lokið hefur meistaraprófi í greininni. Við höfum lagt áherslu á að smíða þægilega og fallega skó sem standast fagurfræðilegar kröfur samtímans. Til þess notum við hráefni sem tryggja léttleika og góða endingu. Þá viljum við vekja sérstaka athygli á ADIMED meðferðar- og sjúkraskóm. ADIMED skórnir eru sérstaklega hannaðir fyrir lamað og hreyfihamlað fólk og þá sem orðið hafa fyrir meiðslum á ökkla, s.s. liðbandsslitum. SÉRSTÖK INNLEGGJAÞJÓNUSTA Fjöldi fólks þjáist af ýmiss konar fótkvillum sem oft valda verulegum óþægindum. Með notkun réttra innleggja í skó má draga úr og jafnvel komast með öllu hjá slíkum óþægindum. Við sérsmíðum traust og endingargóð innlegg eftir tilvísunum lækna. Og við ábyrgjumst gæði innleggjanna. Fyrir þá sem þjást af þreytu og verkjum í baki bendum við á innleggin frá VISCOLAS. Þau veita mikla fjöðrun og hafa hvtlandi áhrif á fætur og bak. Rannsóknir hafa gefið til kynna að VISCOLAS innleggin draga mjög úr höggáhrifum við göngu og henta því mjög vel íþróttafólki og öörum sem þurfa mikið að standa í fæturna. SÉRVERSLUN MEÐ HEILSUSKÓ Gísli Ferdínandsson hf. starfrækir einnig skóverslun. í samræmi við markmið fyrirtækisins einbeitum við okkur að því að hafa á boðstólum skó sem fara vel með fæturna og viðhalda heilbrigði þeirra. Þannig getur þú fengið hjá okkur skó sem ekki aðeins hæfa lengd fótanna heldur einnig breidd þeirra. BARNASKÓR í HÁUM GÆÐAFLOKKI Börnin eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Það er mjög mikilvægt að litlir fætur fái að vaxa og þroskast eðlilega og það gera þeir því aðeins að valdir séu réttir skór sem veita fótum þeirra eðlilegan stuðning. Kolbeinn Gíslason Meistari í bæklunarskósmíöi Bæklunarskósmíði Skóviðgerðir Skóverslun Ráðgjöf Veiði- menn í VÖRUHÚSIVESTUR- LANDS fæst allt sem þarf að hafa í veiðiferðina: Matur, allar veiðivörur, úrval af sportfatnaði (og jafnvel sá stórilíka). Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTUR- LANDS Birgðamiðstöð veiðimannsins Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-71 200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.