Morgunblaðið - 29.06.1989, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989
*
Þorsteinn Olafsson
íLitlu-Hlíð — Minning
Þorsteinn Ólafsson í Litlu-Hlíð lést
31. mars sl., þá kominn á 99. aldurs-
ár.
Hann átti því láni að fagna að fá
að lifa allt fram á sitt síðasta ár við
góða heilsu líkamlega og andlega.
Þorsteinn fæddist í Miðhlíð á
Barðaströnd 23. nóvember 1890 son-
ur hjónanna Kristínar Ólafsdóttur
og Ólafs Sveinssonar. Hann ólst upp
í hópi 5 systkina við öll almenn
sveitastörf eins og þau gerðust á
síðustu árum liðinnar aldar. Einnig
^kynntist hann snemma sjónum, var
t.d. nokkuð á skútum á sínum yngri
árum. Ævistarfið var þó fyrst og
fremst starf bóndans.
Þorsteinn kvæntist 22. febrúar
1913 Guðrúnu Jónu Margréti Finn-
bogadóttur (f. 16. febrúar 1893, d.
11. október 1978) frá Reykjarfirði í
Amarfírði sem þá var í þann veginn
að ljúka Ijósmæðranámi. Guðrún
starfáði sem ljósmóðir í Barðastrand-
arhreppi 1913 til 1918,1920 til 1923
og öðru hvoru allt til 1946.
Ungu hjóin hófu sinn búskap í
Miðhlíð í sambýli við fjölskyldu hans
en 1929 fluttu þau að Litlu-Hlíð,
leigðu fyrst og keyptu síðar % hluta
jarðarinnar. Þar var þeirra heimili
upp frá því en sonur þeirra og
tengdadóttir Jóhann og Kolbrún tóku
við búinu þegar Þorsteinn og Guðrún
voru komin á sjötugsaldurinn. Afram
áttu þau samt sinn hlut í bústofninum
og Kristján sonur þeirra líka, en
hann lést 1973. Guðrún og Þorsteinn
eignuðust 14 börn. Af þeim dóu 3 í
frumbernsku en 11 komust á fullorð-
insár: Sigurður (f. 1913) kvæntist
Margréti Friðriksdóttur, Kristín (f.
1915) giftist Óskari Þójðarsyni,
Gunnar (f. 1918) kvæntist Ástu Sig-
mundsdóttur, Mikael (f. 1919)
kvæntist Sabínu Sigurðardóttur,
Kristján (f. 1922), Þuríður (f. 1923)
giftist Friðgeiri Guðmudssynt, Hös-
kuldur (f. 1925) kvæntist Ásrúnu
Kristmundsdóttur, Jóhann (f. 1928)
kvæntist Kolbrúnu Friðþjófsdóttur,
Vigfús (f. 1930) kvæntist Páleyju
J. Kristjánsdóttur, Bjami (f. 1933)
kvæntist Helgu Jónsdóttur og Ásta
(f. 1936) en hún giftist Gísla Hjartar-
syni.
Við sem þetta skrifum vorum sam-
ferða afa frá því við fyrst munum
t
Systir mín og frænka,
FAIMNEY GUÐMUNDSDÓTTIR CAMPHAUSEN,
Dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans 27. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorgeir Guðmundsson,
Nína S. Hannesdóttir,
Guðmundur Hannesson,
Thor B. Eggertsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og amma,
PÁLÍNA OTTÓSDÓTTIR,
Búðarvegi 45,
Fáskrúðsfirði,
lést mánudaginn 26. júní í Landakotsspítala.
Trausti Gestsson,
börn og barnabörn.
"f Móðir okkar og tengdamóðir, ■
TÓMASÍNA ODDSDÓTTIR
frá Meiðastöðum,
verðurjarðsunginfrá Útskálakirkju föstudaginn 30. júní kl. 14.00.
Anton Sumarliðason, Anna Sumarliðadóttir, Ríkarður Sumarliðason, Þorsteinn Halldórsson, Valgerður Jónsdóttir,
Guðrún Sumarliðadóttir, Leifur Einarsson,
Hörður Sumarliðason, Erna Hartmannsdóttir,
Guðiaugur Sumarliðason, Sigrún Siggrgestsdóttir.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls
JÓNS ALFREÐS ANDERSEN,
Eyrargötu 9,
Siglufirði.
Kristin Jónsdóttir,
Hanna Maronsdóttir,
Nanna Maronsdóttir,
Maron Björnsson,
Hulda Símonardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.
Ólafur Ingimundarson,
Árni Sæmundsson,
Georg Scarles,
Halldóra Garðarsdóttir,
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengamóður, ömmu og langömmu,
MAGNÚSÍNU JAKOBSDÓTTUR,
Skarðsbraut 15,
Akranesi.
Erna G. Benediktsdóttir,
Guðbjartur Benediktsson,
Hanna M. Benediktsdóttir,
Sigríður Benediktsd. Soto,
Jakob R. Garðarsson,
Karl Ragnarsson,
Kristm Guðmundsdóttir,
Pálmi Guðmundsson,
Alaister Soto,
Sólrún H. Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
eftir okkur en þá var hann kominn
hátt á sjötugsaldur. Hann var glað-
ur, gefandi og vildi helst alltaf gauka
einhvetju að smáfólkinu og þeim sem
stærri voru. Það vitum við og það
vita langafabörnin sem sum hver eru
ekki há í loftinu ennþá, að von var
á einum og einum bijóstsykurmola
í herberginu hjá langafa þegar kom-
ið var í heimsókn.
Þetta átti við um afmælin og um
jólin og líka þess á milli. Jólin voru
reyndar mikil hátíð hjá afa og ömmu,
enda bæði trúuð, byijuðu t.d. hvern
dag með því að signa sig og senni-
lega var það ekki oft sem farið var
að sofa án bænar. Það var alltaf ein-
hvers konar jólastemmning, alveg
sérstakur andi sem tók á móti þegar
komið var inn í herbergið þeirra á
jólum. Þar lifði á ellefu kertum og
maður hafði á tilfinningunni hvað
þau táknuðu. Þarna inni var líka
dagbókin hennar ömmu meðan hún
lifði, sú dagbók hafði verið skráð upp
á hvern éinasta dag, ár eftir ár, ára-
tug eftir áratug og var þar fróðleik
að finna um veðurfar og ýmsa at-
burði sem skáru sig úr í daganna
rás. í þessu herbergi var það líka sem
við systkinin lærðum að stafa og
„kveða að“. Þá var það afi sm hélt
um pijóninn og honum var fylgt þar
til talið var að nemandinn væri sæmi-
lega stautfær. Þetta var verk sem
þurfti að vinna, börnin áttu að læra
að lesa og afinn og amman tóku það
að sér. Hafi maður tekið eitthvað að
sér þá er það nokkuð sem þarf að
gera, það verður að vinna jafnt og
þétt og klára. Þá er það seiglan sem
dugir. Þetta, seiglan og vinnan er
nokkuð sem var lýsandi fyrir afa.
Harkan var mikil. Það er verið að
taka af og í réttinni og við einn vegg-
inn stendur hálfníræður maður. Hans
verkefni nú seinni árin er að haída
í meðan tekið er af. Þetta er ekki
svo ýkja erfitt ef rollurnar eru hyrnd-
ar en þær kollóttu hafa reynst mörg-
um ungum manninum strembnar.
Þama verða þær þó að láta í minni
pokann, gamli maðurinn hefur náð
taki og eftir það er sama hvemig
þær láta, takinu er ekki sleppt.
Það er vetur. Út um eldhús-
gluggann má sjá gamlan mann á
leið í fjárhúsin. Það er vont veður,
bylur og hörkufrost en það virðist
engin áhrif hafa á gamla manninn,
hann er á leið í „húsin“ á sama tíma
og í gær og hina dagana. Annað
vekur athygli. Hann er í sama ófóðr-
aða jakkanum og í sumar, jakkinn
er opinn í hálsinn og lauslega hneppt-
ur. Svo er hann með derhúfuna, hún
er kunnugleg, rétt hylur kollinn fyrir
ofan eyru og hún va reyndar þarna
líka í sumar. En það er enginn tref-
ill, engin úlpa. Þetta er afi, og hann
sem leggur svo mikla áherslu á það
við okkur börnin að við búum okkur
nú vel. Gamli maðurinn leggst á
móti veðrinu og honum miðar vel, í
húsin verður jú að fara þar eru kind-
ur, þar eru kálfar og þar eru kýr.
Afi lifði iengi, hann mundi þá tíma
þegar fábreytni var mikil í fæði og
klæðum, hann hafði kynnst því að
halda varð vel á því sem maður
hafði, nýta það litla sem úr var að
spila, þá myndi allt bjargast. Hann
hafði séð hvemig bændasamfélagið
breyttist með árunum. Hann sá nýj-
ungamar koma, sá byltingu í land-
búnaði, allt í einu var múgavél kom-
in í stað hrífu, sláttuvél búin að leysa
orfið og ljáinn af hólmi, túnin orðin
slétt. Hann viðurkenndi að þetta
væri til bóta og fylgdist með af
+
Þökkum hjartanlega þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
ÞORMÓÐS JÓNASSONAR
húsgagnasmiðs,
Grettisgötu 43.
Steinunn Bergþóra Pétursdóttir,
Hilmar Pétur Þormóðsson, Björg Atla,
Ásgeir Þormóðsson, Valgerður Ólafsdóttir,
Áslaug Þormóðsdóttir, Páll Björgvinsson
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
KRISTÓFERS KRISTJÁNSSONAR,
Einigrund 3,
Akranesi.
Margrét Arnfinnsdóttir,
Lilja Kristófersdóttir, Ómar Örn Ragnarsson,
Kristófer Kristófersson,
Eiríkur Kristófersson,
Sigurjóna Kristófersdóttir, Ingimundur Andrésson,
Ragnar Már Amazeen, Guðrún Jóhannsdóttir
og barnabörn.
+
Vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður og dóttur,
ERNU SIGURLÁSDÓTTUR,
frá Reynistað,
Vestmannaeyjum,
þökkum við öllum þeim fjölmörgu nær og fjær, sem á einn eða
annan hátt sýndu okkur, fjölskyldum okkar og venslafólki samúð
og hlýhug.
Sérstakar þakkir færum við kvennadeild TÝS, starfsfólki ísfélags-
ins og eigendum Bása.
Guð blessi ykkur öll.
Ævar Karlesson,
Kolbrún Lilja Ævarsdóttir,
Linda Hrönn Ævarsdóttir, Anton Gylfason,
Þuríður Sif Ævarsdóttir,
Þuri'ður Sigurðardóttir.
áhuga. Þó var það nú þannig þrátt
fyrir alla tæknina að þegar búið var
að raka saman og hirða með þessum
tækjum þá var alltaf eitthvað eftir.
Það vissi hann. Þó svo að örðum
ungum og tækjaglöðum fyndist að
lítið sem máli skipti væri eftir af
heyi á stórri sléttu þá breytti það
ekki því að afi var kominn af stað
með hrífuna, þetta verkfæri sem
hafði reynst honum svo vel um dag-
ana.
Ekki leið á löngu þangað til föng
fóru að myndast. og fyrr en varði
virtist vera ástæða til að ná í heyið
á dráttarvél. Það þurfti að nýta það
sem nýtanlegt var áður, það hlaut
þó að gilda enn. Afi vissi að þessi
strá gætu komið sér vel þegar á liði,
svo var líka ólíkt fallegra yfir að líta
túnið þar sem engin dreif var eftir,
heldur en sléttuna sem ekki var búið
að raka. Eitt sinn tók ungur manni
upp á því að ganga í félag við afa
sinn um ræktun rófna. Afinn var til
í það og þeir fengu garð til afnota,
sáð var, uppskorið og afurðir seldar.
Afi var í þessu af miklum áhuga og
eljusemi sem oft á tíðum var meiri
en samstarfsmanninum þótti hæfa
en þarna var verk að vinna og best
að „halda vel á“. Einhvern veginn
var það þó þannig með þá litlu inn-
komu sem af þessum atvinnurekstri
varð að afinn vildi eiga þar sem
minnstan hlut.
Afi var orðinn 85 ára þegar lítil
langafastúlka kom inn á heimilið.
Hann hafði alla tíð haft sérstakt lag
á smábömum og gat enn skipt um
bleiu ef svo bar undir. Hún fékk líka
að njóta þess að sitja á hnjám hans
og læra að lesa eins og við systkin-
in. Saman sungu þau og saman leidd-
ust þau niður í fjöru og upp í hlíð.
Þessar samverustundir voru báðum
mikils virði og móðurinni ómetanleg-
ar.
Eftir að byijað var að gera út á
grásleppu frá Litlu-Hlíð var það hon-
um mikið hugðarefni hvernig gengi
á sjónum og lét sig ekki vanta ef
honum fannst að hann gæti gert
gagn í landi t.d. þegar flá þurfti sel
eða hreinsa net að lokinni vertíð.
Afi tók að sér ýmis störf önnur
en bústörfin á sinni löngu ævi. Hann
var forðagæslumaður um árabil og
kjötmatsmaður í sláturhúsinu á
haustin. Einnig var hann meðhjálp-
ari í Hagakirkju. Svo var það um
sjötugt, þegar margir eru farnir að
hægja ferðina, að hann tók upp á
því að ráða sig í vegavinnu á sumr-
in. Þarna var um þannig vinnu að
ræða að menn voru ijarri manna-
byggðum og settu upp búðir eins og
það gekk til þegar nýir vegir voru
lagðir um afskekkta fírði og fjöll.
Fyrstu árin var legið í tjöldum, seinna
komu svo vegavinnuskúramir. Hann
hætti ekki í vegavinnunni fyrr en
áttatíu árunum var náð. Þessi ár
voru án efa skemmtileg í lífi hans
enda var hann mjög félagslyndur að
eðlisfari og leið vel í margmenni.
Síðustu árin voru líka ár tilbreyt-
ingarinnar. Ásamt foreldrum okkar
dvaldi hann sunnanlands á vetrum
en í Litlu-Hiíð á sumrin. Fyrstu tvo
vetur í Þorlákshöfn þar sem hann
kynntist mörgum í innkaupa- og
gönguferðum um plássið. Síðar í
Grafarvoginum þar sem hann fylgd-
ist með hraðri uppbyggingu hverfis-
ins. Þar gat verið gaman að rölta
um með hundinn Sám og spjalla við
nágrannana.
Afi vildi fylgjast með sínu fólki
og eftirvæntingin leyndi sér ekki
þegar gera mátti ráð fyrir að ein-
hveijir kæmu í heimsókn. Það var
• líka svo að oft var gestkvæmt á heim-
ilinu enda afkomendur margir. Hann
vildi vera með í umræðunni, fá frétt-
ir og fylgjast með því sem var að
gerast á hveijum tíma. Þar fór mað-
ur gleðinnar og gáskans, líf og fjör
átti vel við og ekki sakaði að geta
stungið léttri athugasemd að kven-
fólkinu svona inn á milli. Það má
segja að nútíðin væri oft ofar í huga
en fortíðin og kannski er það það
sem dugar best.
Fyrir rúmu ári var það svo að
hann veiktist og þurfti að fara á
sjúkrahús. Á sjúkrahúsinu á Patreks-
firði naut hann góðrar umönnunar
og góðra heimsókna barna og
tengdabarna.
Við viljum að lokum þakka afa
fyrir alla hlýjuna við okkur og fjöl-
skyldur okkar gegnum árin og erum
þess fullviss að hann hefur átt góða
heimkomu.
Áróra og Siggi