Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 41
NON-TOXIC GET OFF I my garden l/ CAT and dog repellenj r' DlStC°HRAC5ES CATS AND DOGS FRpM t fOUUNG LAWNS AND GARDENSj "IEALu WORKS - RAINORSW* SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA SKÓGARHLÍÐ 6 - 101 REYKJAVÍK ® 24366 Kannt þú ny,a jð? síman«",er ■ TEIMTE MORGUyBLAÐip FIMMTIJDAGU^ 29. JÚNÍ1989 BfLASTÆÐASJðÐUR Stæðasjálfsali var settur upp á lóðinni Austur- stræti 2, mánudaginn 25. júní 1989 og er fyrir 37 númeruð stæði á lóðunum Austurstræti 1 og 2. Gjaldið er 50 kr. á klst., en hámarkstími er 2 klst. Gatnamálastjóri. Sigríður G. Kristins- dóttir — Minning Karlmannaföt kr. 5.500,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.195,- til 1.995,- Gallabuxur kr. 1.195,-, 1.230,- og 1.420,- Flauelsbuxur kr. 1.110,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.770,- og 2.390,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Þekking Reynsla Þjónusta Fædd 23. nóvember 1932 Dáin21.júní 1989 I dag verður föðursystir okkar, Sigríður Guðbjörg Kristinsdóttir, lögð til hinstu hvílu í Haukadal í Biskupstungum. Hún var dóttir hjónanna Krist- rúnar Sæmundsdóttur og Kristins Siguijónssonar á Brautarhóli og var næstelst barna þeirra. Hún var gift Alfreð Jónssyni og bjuggu þau í Reykjavík, lengst af á Grensásvegi. Eignuðust þau hjón- in tvær dætur, Arnleifi, sem gift er Jóni Þór Ásgrímssyni og eiga þau einn son, og Aðalheiði, en henn- ar maður er Halldór Borgþórsson og eiga þau tvær dætur. Sigga frænka var ættrækin kona og gestrisin. Á heimili þeirra Alla á Grensásvegi voru allir velkomnir, jafn börn og unglingar sem full- orðnir. Þar var miðstöð ijölskyld- unnar í Reykjavík og höfum við systkinin öll verið heimagangar þar, þegar við höfum búið í bænum. Myndar- og rausnarskapur Siggu var umtalaður. Alltaf var til kaffi á könnunni og með því. Ótaldar eru næturnar, sem einhver fékk að gista hjá þeim, hvor heldur um var að ræða Íengri eða skemmri tma. Enda er það svo, að þar sem er hjartarúm, þar er líka húsrúm. Þau hjónin voru ævinlega boðin og búin til að gera fólki greiða og leysa vanda þess, væri það í þeirra valdi. Eru þeir fjöldamargir pakk- arnir sem þau fluttu með sér til og frá Tungunum. Við systkinin minn- umst einnig fjölda ferða, þegar við fengum far með þeim milli Reykja- víkur og Biskupstungna. Var þá glatt á hjalla og heilsað upp á flesta þá ættingja sem bjuggu einhvers staðar á leiðinni. Sigga hafði gaman af ferðalög- um og ferðuðust þau hjónin víða, hérlendis og erlendis. Hafði hún oft frá mörgu skemmtilegu að segja, sem gerst hafði á ferðum þeirra. þau héldu alltaf góðum tengslum við Tungurnar og fyrir nokkrum árum síðan komu þau sér upp að- stöðu á Geysi. Þar dvöldu þau margar frístundir sínar. Sigga átti oft við heilsuleysi að stríða, en þrátt fyrir það var hún alltaf kát og vingjarnleg. Síðustu tvö árin barðist hún við þann sjúk- dóm sem að lokum dró hana til dauða. En hún kvartaði ekki og dáðumst við að kjarki hennar og æðruleysi. Þegar við kveðjum Siggu koma ótal minningar upp í hugann. Minn- Leiðrétting Vegna mistaka við birtingu minningarorða þriðjudaginn 27. júní um Ingjald Jónsson húsa- smíðameistara eftir Konráð Bjarnason í Hafiiarfirði birtist hér kafli sem brenglaðist. Þannig átti hann að vera: „Ingjaldur gerist nú skipstjóri á síldveiðiskipi Ingvars Guðjónssonar og aflaði vel. Ingjaldur er ekki sátt- ur við þá stefnu er sjómennska hans hafði tekið. Hann gengur því í land alkominn af sjó og ræðst í húsbyggingar. Þar fær hann mikla útrás fyrir handverks- og fram- kvæmdaþátt skapgerðar sinnar samhliða mikilli verkþjálfun og reynslu við húsbyggingar. Þetta leiðir til þess að um 1933 skilar hann fullgerðum pallstiga sem sveinsstykki sínu. Bráðlega eftir það verður hann húsasmíðameistari og verktaki. Hann stundar síðan vinnu sína af kappi og með vand- virkni til starfsloka um áttrætt.“ í greininni misritaðist fæðingar- staður Ingjalds, sem fæddist í Mels- húsum í Leiru. Eiginmaður Guðrúnar dóttur Ingjalds hét Eiður Gíslason og var húsvörður í Reykjavík. Morgunblaðið biður greinarhöf- und og aðra sem þetta snertir afsök- unar á mistökunum. HUNDA- Ö’KATIAEÆLA Loksins fæst skaðlaust efni sem hrekur hunda og ketti úr garðinum í)ínum, fælir þá frá dyraþrepum eða blómabeðum. Það hefur tilætluð áhrif við öll veðurskilyrði og virkar í langan tíma. VAGNHJÓL OG HÚSGAGNAHJÓL Úrvals ve’stur-þýsk hjól frá fi'ngerðustu húsgagnahjólum og til burðarmestu iðnaðarhjóla. Það borgar sig að nota það besta. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 ingar frá heimsóknum á Grensás- veginn og Geysi, um ferðalög og margar samverustundir við ýmis tækifæri. við þökkum Siggu frænku sam- fylgdina og sendum ástvinum henn- ar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Systkinin í Vegatungu Fyrir löngu var sýnt hvert stefndi með Siggu vinkonu okkar, en nú þegar hún er farin í ferðina löngu, sem bíður okkar allra að lokum. Viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Sigga Braut, eins og hún var kölluð okkar í milli, var ásamt Alla, manni sínum, ferðafé- lagi okkar hjóna og sona í mörg ár eða áratugi. Voru það ætíð eftir- minnileg ferðalög, oftast um há- lendi landsins og ákveðinn lands- hluti skoðaður ár hvert. Avallt áður en komið var aftur í bæinn var búið að leggja drög að næstu ferð. Á vetrum var farið yfir myndirn- ar sem teknar voru á sumrin og ferðalögin rifjuð upp og var þá oft glatt á hjalla. Átti Sigga þá til að draga upp dagbók sem hún hélt um ferðalög sín og lesa upp lýsingarn- ar. Við munum alltaf minnast Siggu úr þessum ferðum okkar með þakk- læti fyrir þá glaðværð, skemmtun og vináttu sem hún veitti okkur gegnum árin. Manni hennar, dætrum, tengda- sonum og barnabörnum vottum við okkar dýpstu hluttekningu. Sirra og Beggi í dag kveðjum við kæra skóla- systur og vinkonu. Margs er að minnast þegar kemur að kveðju- stundinni stóru. Allt í einu er kallað á eina okkar. Ský byrgir sólarsýn um sinn. Minningar æskuvorsins renna fram í hugann eins og lind á sumardegi. . Haustið 1951 mættumst um 30 ungar stúlkur að Löngumýri í Skagafirði. Allar áttum við það tak- mark að búa okkur undir lífið. Við lærðum margt sem átti eftir að koma sér vel síðar því þá var tækn- in ekki komin til sögunnar, engin þvottavél, ryksuga, né hrærivél. Þetta skapaði meiri vináttu og sam- vinnu sem oft vakti mikla kátínu og ógleymanlegar stundir. Um vor- ið skildum við með söknuði. Stuttu eftir að við hættum í skól- anum fónim við að hittast í sauma- klúbb, síðan eru um þrjátíu ár. Þá vorum við ungar og flestar nýbúnar að stofna heimili, aðaláhugamálin heimilishald og barnauppeldi. Sigga var ein í okkar hópi, alltaf svo glöð og hress, hvers manns hugljúfi. Hún var mjög verklagin og vandvirk svo af bar, eins var hún listræn í eðli sínu og hafði næmt auga fyrir því hvað betur mætti fara. Við kveðjum hana með söknuði og vottum öllum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Þín náðin Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér; i þinni birtu hún brosir 611, í bláma sé ég lífsins §611. (E.H. Kvaran.) Saumaklúbburinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.