Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 50
50
MCffGIiNBlADH)..
H 29. JÚNÍ 1989
KÖRFUKNATT! CIKUR / NBA-DEILDIN
URSLIT
Ellison valinn fyrstur
Mikið um að vera íhinu
árlega vali háskólaleikmanna
Sean Elliott,
skormaskínan
frá San Arizona
fer til Antonio
Spurs
HIÐ árlega val NBA-liðanna á háskólaleikmönnum fór fram á
þriðjudag. Pervis Ellison frá Louisville var valinn fyrstur af Sac-
ramento Kings. Þá hafa nokkrir leikmenn skipt um félag nýlega
og hafa nýju liðin frá Minnesota og Orlando verið iðin við að
ná sér í leikmenn. Auk þessa hafa leikmenn frá Sovétríkjunum
og Júgóslavíu nú samið við NBA-lið.
Háskólavalið fer þannig fram að liðin velja í öfugu hlut-
falli við árangur á síðastliðnu keppnistímabili, þannig
að lélegustu liðin velja fyrst en þau bestu síðast. Leikmönnum
er skylt að semja við liðin sem velja þá, annaðhvort um að
vera seldir til annara félaga eða samning við
Gunnar viðkomandi lið. Að öðrum kosti verða þeir
Valgeirsson að bíða í eitt ár og fara þa'aftur í valið.
skrífar Kerfi þetta er sett upp til að jafna upp styrk-
leikamun liðanna.
Sacramento átti fyrsta valið og valdi Ellison eins og fyrr
segir. Hann er miðvörður og mun styrkja liðið mikið. Los
Angeles Clippers vöidu númer tvö og tóku Danny Ferry frá
Duke. Ferry er framvörður og leikur mjög líkt og Larry Bird.
Hann er talinn eiga mikla framtíð fyrir sér í deildinni. San
Antonio valdi skormaskínuna Sean Eiliott frá Arizona. Elliott
er mikill skorari og hann ásamt Ðavid Robinson, sem nú er
loks laus við herskylduna, og Terry Cummings frá Mil-
waukee, munu styrkja liðið verulega næsta keppnistímabil.
Miami valdi bakvörðinn Glenn Rice frá meisturum Michigan-
háskóla númer fjögur. Þá var komið að Charlotte og liðið
ákvað að velja heimamann, J.R. Reed frá Norður Karolínu-
háskólanum.
Af öðrum liðum má nefna að Indiana fékk George McClo-
ud frá Florida State, Dallas fékk Randy White Louisiana
Tech, Washington
Vlade Divac til Lakers
Los Angeles velur miðherja Júgóslavneska landsliðsins
Fær Radja leifi?
Félagi Divac í Júgóslavneska
landsliðinu, Dino Radja, var valinn
af Boston í annarri umferð, en óvíst
er að hann geti farið til liðsins þar
sem hann er ennþá samningsbund-
inn Jugoplastika,. sem er Evrópu-
meistari félagsliða. Þjálfari liðsins
sagði í gær að Boston fengi ekki
Radja fyrir ekki neitt. „Hann er enn
samningbundinn okkur, ólíkt Divac
hjá Partizan Belgrad. Vilji hann
fara verður að ganga frá íjárhags-
legu hliðinni við okkur og ég veit
ekki nú hvort það verður hægt,“
sagði hann.
Þá má loks geta þess að Drazen
Petrovic, besti leikmaður Júgóslava,
sagði að hann væri á leiðinni til
Bandaríkjanna til Portland að semja
við liðið. Þetta kemur mjög á óvart,
því talið var víst að hann yrði áfram
hjá Real Madrid á Spáni.
LOS Angeles Lakers kom held- ur betur á óvart á þriðjudag þegar liðið ákvað að velja Vlade Divac, miðherja Júgó- slavneska landsliðsins, íárlegu vali NBA-liðanna á leikmönn- um. Divac, sem er 21 árs, er 2.11 metrar á hæð og geysilega fljótur af miðherja að vera eins og íslenskir sjónvarpsáhorf- endur gátu séð í úrslitaleik Evrópukeppni landsliða á sunnudag. akers hefur þegar samið við k kappann og mun hann fljótlega fara til Los Angeles þar sem hann verður settur í stíft nám í ensku. „Ég trúi þessu varla Gunnar ennþá. Á síðustu sjö Valgeirsson dögum hef ég gift skrifar mig, orðið Evrópu- meistari, verið val- inn í NBA-deildina og nú er ég að flytja á stað kvikmyndastjarnanna. Það verður frábært að fá tækifæri á að leika með Magic Johnson. Þetta er allt eins og draumur," sagði Divac við fréttamenn í gær. Lakers vonar að Divac muni ná að fylla það skarð sem Abdul- Jabbar skilur eftir sig. Flestir sér- fræðingar telja að Lakers hafi verið mjög heppið að ná i Divac og að hann muni standa sig vel í deiidinni. Michael Cooper sagði í viðtali við dagblaðið USA Today á föstudag að hann byggist allt eins við að verða seldur frá félaginu í skiptum fyrir miðheija, en hann þarf varla að hafa áhyggjur af því nú. Ljóst er af þessu að framkvæmdastjóri Lakers hefur farið hljótt með samn- ingaviðræður við Divac, enda kom val Lakers á óvart á þriðjudag.
Föstudagur kl.19:55
25. LEIKVIKA- 30. júní1989 III ;;:x: 2
Leikur 1 Þór - Valur ^
Leíkur 2 Víkingur - Keflavík1d
Leikur 3 Akranes - F.H.1d
Leikur 4 K.R. - Fram1d
Leikur 5 Selfoss - Í.R.2d
Leikur 6 Völsungur - Í.B.V.2d
Leikur 7 Stjarnan - Víðir2d
Leikur 8 Einherji - Breiðablik2d
Leikur 9 Tindastóll - Leiftur2d
Leikur 10 Grótta - Í.K.30
Leikur 11 Afturelding - Grindavík3(1
Leikur 12 K.S. - Huginn30
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002
, Ath. lokunartímann !
Ikvöld
Einn leikur verður í kvöld í
1. deild karla í knattspyrnu —
Fylkir og KA eigast við á
grasvelli Fylkis í Arbæ kl.
20.00.
Þá verða tveir leikir í 1.
deild kvenna. ÍA og Breiðablik
mætast á Akranesi og á Akur-
eyri leika KA og Valur. Báðir
leikirnir hefjast kl. 20.00.
GOLF
Mót á Hellu
Hið árlega háforgjafamót Golf-
klúbbs Hellu verður haldið á
Strandarvelli 1. júlí næstkomandi
og hefst kl. 8.00. Leiknar verða 18
holur með og án forgjafar. Rétt til
þátttöku eiga kylfingar með forgjöf
20 og yfir. Skráning verður í golf-
skála föstudaginn 30. júnf frá kl.
13.00 til 20.00.
tók Tom Hammonds frá Georgia Tech,
Minnesota valdi Pooh Richardson frá
UCLA, Detroit náði í Kenny Battle frá
Illinois, og Boston valdi Michael Smith,
miðheija frá Brigam Young University
í Utah.
Chicago styrkist
Chicago Bulls hafði nóg að gera
í valinu. Liðið hafði rétt á að velja
þrisvar í fyrstu umferð eftir að
hafa losað sig við leikmenn í skipt-
um fyrir valrétt. Þannig seldi liðið
Brad Sellers til Seattle fyrir valrétt
þess félags. Liðið valdi Stacy King,
miðheija, frá Oklahoma númer sex,
B.J. Armstrong frá Iowa númer 18
og Jeff Sanders frá Georgia Sout-
hem númer 20. Doug Collins, þjálf-
ari Chicago var mjög hress eftir
valið. „Við hreinlega rændum King,
við áttum aldrei von á því að hann
væri eftir þegar kæmi að okkur.
Þetta er einmitt leikmaðurinn sem
okkur vantaði. Ég er himininlifandi
yfir þessu,“ sagði Collins. Með þess-
um leikmönnum hefur Chicago
loksins fengið nægan stuðning með
Michael Jordan og ljóst er að liðið
á mikla framtíð fyrir sér.
3. DEILDA:
ÍK—Þróttur.........................1:1
Júlíus Þorfmnsson - Sigurður Hallvarðsson.
Grindavík—B.í......................1:0
Páll Bjömsson.
Leiknir R—Reynir S.................2:3
Ragnar Baldursson, Jóhann Viðarsson —
Valdimar Júliusson 2, Antony Stissi.
Hvcragerði—Afturelding.............3:3
Jóhannes Bjömsson, Ólafur Jósefsson, Anton
Tómasson — Rúnar Sigurðsson, Þór Hinriks-
son, Höskuldur Steinarsson.
3. DEILDB:
Huginn—Reynir A....................1:0
Sveinbjöm Jóhannsson.
Magni—Kormákur.....................4:2
Jón Ingólfsson, Heimir Ásgeirsson, Jónas Bald-
ursson, Helgi Helgason — Albert Jónsson,
Hörður Guðbjömsson.
Þróttur N—Dalvík................. 3K)
Guðbjartur Magnason, Þorlákur Ámason og
Kristinn Guðmundsson.
4. DEILDD:
T.B.A.—Efling...................-—1:1
Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson — Svavar H.
Viðarsson.
HSÞ-b—UMSE-b.......................7:0
Ámi Hallgrímsson 3, Viðar Sigurbjömsson 3,
Hilmar Ágústsson.
Æskan—S.M..........................3:3
Halldór Aðalsteinsson, Stefán Rögnvaldsson,
Sigurður Skarphéðinsson — Heimir Finnsson,
Helgi Eyþórsson, Rósant Torfason.
Hvöt—UMF Neisti....................3:0
Gísli Gunnarsson 2, Axel Rúnar Guðmundsson.
4. DEILDE
Leiknir F—KSH......................5:4
Róbert Amar Stefánsson 3, Jakob Atlason,
Magnús Steinþórsson — Jónas Ólafsson, Ey-
þór Viðarsson, Vilhelm Jónasson, Ingólfur
Amarson.
Höttur—Sindri.................... 4:2
Guttormur Pálsson 2, Haraldur Klausen,
Magnús Steinþórsson — Elvar Grétarsson,
Sigmundur Sigurgeirsson.
LYFJANOTKUN / A-ÞYZKALAND
Fjöldi íþrótta-
manna gerður
að öryrkjum
HANS-GEORG Aschenbach,
austur-þýzki læknirinn og
fyrrum ólympíumeistari í
skíðastökki, sem flýði til Vest-
ur-Þýzkalands fyrir skömmu,
hélt í gær áfram að deila á
austur-þýzk yfirvöld fyrir illa
meðferð þeirra á ungu
íþróttafólki. Hann segir, að
ótrúiegar fómir séu færðar í
þeim tilgangi að búa til
íþróttamenn á heimsmæli-
kvarða. „Fyrir hvern ólympíu-
meistara er fórnað að
minnsta kosti 350 ungmenn-
um, sem verða öryrkjar" seg-
ir Aschenbach. Austur-þýzk
yfirvöld hafa harðneitað
þessum sakargiftum.
Aschenbach útlistaði náið
hvernig ungu austur-þýzku
afreksfólki væri pískað út og alið
á lyfjum allt frá bemsku. Alagið
á börnunum og unglingunum,
jafnt iíkamlegt sem andlegt, væri
ólýsanlega mikið í íþróttaskólun-
um og aðeins 10% þeirra stæðust
það álag og yrðu íþróttamenn á
heimsmælikvarða.
Máli sínu tii stuðnings nefndi
hann nokkur dæmi. Fimleika-
stúlkur, 18 ára að aldri, þurfa
sumar hverjar að nota iífstykki
vegna þess að hryggur þeirra og
liðbönd hafa ekki þoiað álagið.
Þá tiltók hann dæmi um 14 ára
gamla skíðamenn, sem var ofgert
svo með æfingum, að þeir þurftu
að fara í sprautumeðferð vegna
hnjámeiðsla.
Járnaganum er einnig beitt
gagnvart íþróttamönnum, sem
lengi hafa verið í fremstu röð að
sögn Aschenbachs. Sumum er til
dæmis bannað að hætta keppni
þegar enginn landi þeirra er talinn
nægilega góður til að taka sess
þeirra á alþjóðlegum vettvangi.
Wolfgang Hoppe, ólympíumeistari
á bobsleða, er nú 31 árs. Þrátt
fyrir að rannsóknir lækna sýni,
að hryggur hans sé eins og á sjö-
tugum manni, er hann neyddur
til að halda áfram keppni, íkiædd-
ur lífstykki og í sérhönnuðu sæti
sem er eins og bæklaðir nota.
Þýzka blaðið Bild, sem birt
hefur viðtölin við Aschenbach,
segir, að fyrst eftir flótta hans
vestur yfir járntjald hafi hann
ætlað sér að þegja um þessi mál.
Eftir að eiginkonu hans og tveim-
ur börnum var neitað um brott-
fararleyfi til V-Evrópu í síðasta
mánuði, hafi hann hins vegar
ákveðið að leysa frá skjóðunni.
Austur-Þjóðverjar harðneita
Austur-þýzk íþróttayfirvöld
hafa harðneitað þessum ásökun-
um Aschenbachs og segja þær
tilhæfulausar með öllu. Austur-
Þjóðveijar hefðu þvert á móti
staðið framarlega í flokki herferð-
ar gegn ólöglegri lyfjanotkun.
Hins vegar hefði Aschenbach
sjálfur verið grunaður um að hafa
ætlað að gefa skiðastökkvurum
ólögleg lyf og rannsókn staðið
yfir vegna málsins í Austur-
Þýzkalandi þegar hann flýði vest-
ur yfir. Aschenbach hefði í fyrstu
verið virtur sérfræðingur en síðan
hefði eigingirnin náð yfirhönd-
inni. Þegar i óefni hefði verið
komið og upp hefði komizt um
aðgerðir hans, hefði hann fremur
kosið að flýja en horfast í augu
við staðreyndir.
Heimildir í Austur-Berlín
herma einnig að nokkrir austur-
þýzkir íþróttamenn hefðu fallið á
lyfjaprófum undanfarin ár og ver-
ið refsað. Hins vegar hafi verið
tekin sú stefna að íjalla ekki um
málin opinberlega. Síðustu at-
burðir kynnu að breyta þessari
stefnu.