Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 9
Alm. auglst./SlA 9 1*r 5 1 B MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 t-?-i—M—!-í—;—:—|——i •;. . p ;! iii a iinn HLUTHAFA FUNDUR Hluthafafundur í Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 26. júií 1989 oghefstkL 17:00. DAGSKRÁ: 1. TOlaga bankaráðs um staðfestingu hluthafa- fundar á samningi formanns bankaráðs við við- skiptaráðheira um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa rOdssjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og að rekstur Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbankanum fyrir júlí 1990. Jafnframt verði bankaráði veitt heimild til að vinna að öllum þáttum er varða framkvæmd samningsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbank- anum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 19. júlí nk. Samningurinn, ásamt tillögum þeim er fyrir fundinum liggja, verður hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík 5. júlí 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. Vextir, verðbólga og traust Ríkisstjórninni hefur verið mikið í mun að ná tökum á vöxtum og reynt að miðstýra þeim, beint eða óbeint. Um þetta er fjallað í Stak- steinum í dag. Þá er einnig fjallað um eina ástæðu þess að ríkisstjórninni tekst ekki betur en raun ber vitni í baráttunni við verð- bólguna, en ef ríkisstjórn þykir trúverðug og nýtur traust er hálfur sigur unninn. Miðstýring vaxta Það hefur verið eitt meginverkefiii ríkis- stjómar Steingríms Her- mannssonar að koma vöxtum niður. Stundum hefur mátt ætla að ríkis- stjómin liefði ekkert ann- að verkeftii en að koma vöxtum niður með hand- afli. Þessi vinstri stjóm er brennd sama marki og aðrar vinstri stjórnir, hún skiptir sér að öllu og trúir á mátt miðstýr- ingar og opinberra af- skipta. Bein eða óbein mið- stýring vaxta veit ekki á gott og þar skiptir engu hver heldur um stjómar- taumana. Astaeðan er þekkingarskortur þeirra sem ákvarðanimar taka, eins og Jóhannes Nordal, seðlabankasljóri, bendir á í fomstugrein 1. tbl. Fjármálatiðinda 1989: „Með þessu er átt við það, að sjaldan eða aldrei em til nægilegar upplýs- ingar um efhahagsstarf- semina, til þess að ákvarðanir stjómvalda um bein afskipti af mark- aðnum séu verulega markvissar. En um leið og gripið er til slíkra af- skipta, glatast þær veiga- miklu upplýsingar, sem fijálst verðmyndunar- kerfi veitir fyrirtækjum og einstaklingum, sem taka þurfa efiiahagslegar ákvarðanir. Þótt mark- aðurinn sé að ýmsu leyti gallaður, virðist hann þrátt fyrir allt gefa ör- uggari leiðbeiningar um hagkvæmustu efhahags- legu lausnir en fræðitega skynsamlegar ákvarðan- ir, sem teknar em á gmndvelli ófullnægjandi upplýsinga um hinn efiia- hagslega raunvem- leika.“ Og er það ekki dæmigert að ríkisstjóm- in reyndi að toga vextina niöur þegar vextir á verðbréfamarkaðinum fóm lækkandi. Háir raun- vextir Timaritið Vísbending bendir á að ekkert sé eðlilegra en að raun- vextir hækki mikið þegar haft sé í huga hversu mikil eftírspum eftir lánsfé liefur verið ásamt fjái’festingargleði, verð- bólgu og þenslu: „Það er einkennileg tvöfeldni sem felst í afstöðu þeirra manna sem annars vegar vilja beita lögum til þess að lækka vexti og hins vegar kvarta undan of- fjárfestingum liðinna ára. Þaö em og lágir vextir undanfarimia ára sem hafa átt mestan þátt i röngum Qárfestingum og það er lítil von um að menn gái að sér í framtíð- inni ef vextir verða lækk- aðir með valdi.“ Þetta getur ekki verið skýrar. Þurfiim við samdrátt Búist er við að verð- bólga muni almennt auk- ast í iöndum heims á næstu mánuðum og miss- erum. Vegna þessa verða sfjórnendur seðlabanka helstu iðiu'íkjanna að taka erfiðar ákvarðanir. Breska tímaritið The Economist segir i leiðara 1. júlí sl. að seðlabank- amir eigi tveggja kosta völ: Annað hvort grípa til ráðstafana nú og valda þar með samdrætti í efhahagslífinu, eða lofa efhahagslífinu að vaxa enn og verðbólgu að auk- ast, en það hljóti að leiða til enn meiri samdráttar i framtíðinni en annars. Tímaritið bendir á að besta vöm ríkisstjórmu' gegn verðbólgu sé tiltrú almennings á störf henn- ar og stefhu. Ef almenn- ingur trúir og treystir loforðum ríkisstjórnar- innar um að verðbólga verði ekki þoluð og að barist verði gegn henni með ráðum og dáð er hálfur sigur unninn. Þessar ábendingar The Economist em eflir- tektarverðar og gefa ís- lcndingum tilefhi til um- hugsunar. Ein ástæða þess að ríkissfjóm Steingríms Hermanns- sonar gengur ekki betur en raun ber vitni í barátt- unni við verðbólgu, er auðvitað að allur almeim- ingur hefiir lítíð sem ekk- ert traust á störfúm hennar og stefhu. Hann er fyrir löngu hættur að trúa því sem lofað er, enda yfirleitt lítið um efiidir. Steingrímur Her- mannssonar, forsætísráð- herra, hefur talað of mik- ið, gefið of margar yfir- lýsingar til þess að trún- aður haldist milli hans og islensku þjóðariimar. Kannski þurftim við Islendingar að þola vem- legan samdrátt áður en til kosninga kemur og ný fijálslynd ríkisstjóm tekur við völdum. Hver sem hún verður, mun meginverkefiii hennar verða að skapa traust og trúnað almennings á því sem lofað er. V I Ð H Ö F U M nýtt fyrirtæki, aö Strandgötu 75 í Hafnarfirði, sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu allra tegunda bolta og festinga. Aö auki verður boöiö upp á úrval verkfæra, bora, slípiefnaog fl. Frá upphafi munum viö bjóöa landsins mesta úrval festinga, þar sem strax verðayfir 15.000 vörunúmer á lager. Fullkom- ið tölvuvætt birgðabókhald og vikulegar vöru- sendingar frá framleióanda munu tryggja viö- skiptavinum okkar 1. flokks þjónustu. Viö bjóöum: • Afgreiðslu beint af lager bæöi í kössum og stykkjatali. • Allar símapantanir afgreiddar strax. • Ókeypis 44 síöna vörulista. • Sérpantanir afgreiddar með örskömmum fyrirvara. • Heildsala — Smásala, ff Komdu og skoðaðu úrvaliö hjáokkur, eða hringdu og fáðu vörulistann sendan í pósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.