Morgunblaðið - 11.07.1989, Page 12

Morgunblaðið - 11.07.1989, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 Tónafórnin I Hinum hæsta Guði til dýrðar og náunga mínum til velfarnaðar. J.S. Bach: Orgelkver Konungur og tónskáld eftir Þorstein Gylfason Friðrik mikli Prússakonungur (1712—1786), sá sem nú er kannski frægastur fyrir að hafa sagt að því betur sem hann kynnt- ist mönnunum þeim mun vænna þætti sér um hundinn sinn, var ekki bara einn mesti skörungur við stjórnarstörf og í hemaðarlist sem sögur fara af, heldur einstak- ur menntafrömuður líka. Við hirð hans dvaldi Voltaire (1694—1778) langdvölum, og þar var stærð- fræðingurinn Leonhard Euler (1707—1783) í tuttugu og fimm ár samfleytt og reiknaði af meira listfengi en aðrir menn. Friðrik mikli var líka flautuleikari ágætur og gott tónskáld; sum tónverka hans eru fáanleg á hljómplötum á okkar dögum. Hann átti fimm- tán slaghörpur, smíðaðar af Silb- ermann, og stóðu þær víðsvegar um höll hans í Potsdam svo að þar var óvíða langt að fara ef maður þurfti allt í einu að grípa í hljóðfæri á göngu sinni um höll- ina. Tónmeistari við hirð hans var Carl Philip Emanuel Bach (1714—1788), hið ágætasta tón- skáld og sonur Johanns Sebast- ians Bach (1685-1750). Kvöld eitt í maí 1747 sat kon- ungur að vanda og bjó sig undir hljómleika með hljóðfæraleikurum sínum sér til hvíldar og hressingar eftir strangan dag; hann var þá þrjátíu og fimm ára. Þá kom embættismaður til hans með lista sem á voru nöfn gesta sem komið höfðu til hallarinnar þetta kvöld. Konungur leit á listann, brást æstur við og lagði frá sér flaut- una. „Herrar mínir,“ sagði hann. „Gamli Bach er kominn hingað." Og Johann Sebastian Bach var þegar kvaddur á fund konungs, án þess hann fengi að hafa fata- skipti og fara í hempu sína sem var embættisbúningur hans sem kantors við Tómasarkirkjuna í Leipzig. Hann var þá sextíu og tveggja ára. Tónleikum kvöldsins í höllinni var aflýst; í staðinn vildi konung- ur sýna Bach allar slaghörpur sínar og láta hann spila á þær. Það var eins og þegar páfi er lát- inn blessa Maríumynd og pólskan stálkross og gera þau þar með að helgum gripum. Allir tónlistar- mennimir eltu þá, og á hvert hljóðfæri spilaði Bach nýja Friðrik mikli leikur á flautu með hljómsveit sinni. Stef konungs handa Bach. tónsmíð af fingrum fram. Þar kom að hann bað konung að láta sig hafa stef í eltingu (fúgu), og gerði Friðrik það þegar í stað. Konungur varð þrumu lostinn yfir eltingunni í þremur röddum sem Bach gerði úr stefínu og bað um aðra í sex röddum. En Bach þótti stef konungs of erfitt við- fangs til slíkrar úrvinnslu undir- búningslaust, svo að hann samdi sjálfur stef í sexfalda eltingu og spilaði hana síðan af fingrum fram svo að allir viðstaddir lofuðu Guð hástöfum fyrir þvílíka snilld. Daginn eftir var farið með Bach í allar kirkjur í Potsdam, til að hann spilaði á orgelin þar í staðn- um, og lék hann þar sama leikinn og við slaghörpurnar í konungs- höllinni. Eftir heimkomuna til Leipzig samdi Bach mikið tónverk um stefið sem konungurinn hafði samið handa honum í Potsdam; einn hluti af því verki er eltingin í sex röddum sem hann treysti sér ekki til að semja á staðnum í höll kóngsins. Hann tileinkaði það auðvitað Friðriki mikla. Hann kallaði það „Musikalisches Opfer“ eða „Tónafórn". Árið 1774, þegar Bach hafði verið látinn í tuttugu og ijögur ár, hitti Gottfried van Swieten barón Friðrik mikla að máli og ræddu þeir meðal annárs um tón- list. Van Swieten þessi kemur raunar víðar við tónlistarsöguna. Hann átti margvísleg samskipti við Mozart, Beethoven tileinkaði honum fyrstu hljómkviðu sína (1798) og J.N. Forkel tileinkaði honum ævisögu Bachs, hina fyrstu sem rituð var (1802). Hvað um það. Van Swieten segir svo frá samræðu þeirra konungs að konungur hafí sungið fyrir hann stef sitt handa Bach og sagt að Bach hafi, þegar hann heimsótti Potsdam, samið um stefið á staðn- um, eins og hendi væri veifað, fjórfalda, fimmfalda og áttfalda eltingu af mikilli list. Þessi frá- sögn sýnir að konungar (eða bar- ónar) fara ekki alltaf rétt með. Svo að lesandinn kemst ekki hjá því að fyrirgefa mér ef mér skjö- plast einhvers staðar í þessum skrifum, sem gerist ábyggilega víða. Tónafómin eftírJohann Sebastian Bach verður frumflutt i íslandi í Skálholti helgina 15. og lG.júlí. Afþví tilefniskrifar Þorsteinn Gylfason tfórar greinar hér i Morgunblaðið um tónverkið. Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikhópurinn Virginía sýnir í Iðnó: Hver er hræddur við Virginíu Woolf eftir Edward Albee Þýðing: Sverrir Hólmarsson Leikmynd: Karl Aspelund Búningar: Rósberg G. Snædal Lýsing: Lárus Björnsson Leikstjóm: Amór Benónýsson Leikrit Edwards Albees „Hver er hræddur við Virginíu Woolf“ vakti mikla athygli, umtal og deil- ur, þegar það var frumsýnt fyrir hartnær þremur áratugum. í grein í leikskrá segir réttilega að það mætti skrifa heila bók um ósam- hljóða tilraunir gagnrýnenda og fræðimanna til að ákvarða inni- hald, merkingu og gildi þessa leik- rits_ og án efa ekki ofsagt. Átök þeirra hjónanna Mörtu og Georgs eru vissulega mögnuð og ferleg, en þau eru líka óháð tíma og í því felst meðal annars styrkur verksins. Hvað eigum við að gera án blekkingarinnar? gengur eins og rauður þráður gegnum sýning- una. Ef lífið hefur farið um okkur þeim höndum, að við höfum leitað á vit óræðra óra og þykjustu sem smám saman verða raunverulegri en virkileikinn og síðan er blekk- ingin og þykjastan tekin frá okk- ur, hvað eigum við þá eftir? Það má lengi spyija, ég ætla mér ekki að koma með svör varð- andi þetta verk því að mér finnst það drýgstur galdur þess, hversu túlka má efni þess og innihald á mismunandi vegu. í fyrstu mætti ætla að það væri Marta sem er hin sterkari, hún byijar „leikinn" sem verður æ grimmari eftir því sem á líður. Hún auðmýkir Georg eiginmann sinn fyrir framan ungu hjónin Honey og Nick, sem Marta hefur kvatt á vettvang til að „ leikur“ þeirra hjóna fái notið sín. Marta ber Georg þeim sökum að hann sé ekki neitt, það er naumast að hann sé til, slík mannleysa er hann og hefur engum árangri náð í starfi sínu — þótt hann hafi verið sá lukkunnar pamfíll á sínum tíma að giftast Mörtu, sem er dóttir ofurmennisins rektors skólans sem Georg kennir við. Honey, ekki ýkja skörp glyspía, .og Nick, efnilegur nýr kennari í líffræðideildinni, fylgjast skelfingu lostin með átökum hjónanna og eru smám saman og fullkomlega gegn vilja þeirra dregin inn í þau. En það rennur upp fyrir áhorfanda að það er ekki Marta sem hefur töglin og hagldirnar, það er ekki 1 Georg sem er jafn misheppnaður og hún vill vera láta. Sjálf naut hún ekki að því er virðist ástríkis föðurins sem hún dáir og það hef- ur merkt hana, athygli skal hún fá þótt sú athygli útheimti blóð, svita og tár. Og Georg veitir henni þessa athygli, en hann gerir það upp á sín býti og hún verður að taka þátt í því spili, nauðug viljug. Sýning Virginíuhópsins þótti mér vandað verk og áhrifamikið. Það er slegið á fínar nótur í túlk- un, hér er ekki fallið í þá gryfju að yfírdramatísera. Helga Bach- mann fór með hlutverk Mörtu í þessum stíl, blæbrigðaríkur leikur og fágaður, ef ég mætti leyfa mér Marta og Georg — Helga Bachmann og Helgi Skúlason — áður en Ieikurinn hefst. að nota það orð um þetta hijúfa hlutverk. Helgi Skúlason náði eft- irminnilegu taki á Georg og dró upp listfenga mynd af þessum „misheppnaða“ manni, sem er þegar allt kemur til alls sá sterk- ari og hefur einn vald og getu til að rífa frá þeim blekkinguna. Þeim Helgu og Helga tókst að skila á hófstilltan og sannfærandi hátt þessu ástarhaturssambandi milli hjónanna og vekja hjá manni hvort tveggja í senn angist og skilning. Ungu hjónin hafa stundum gleymst í sýningu á Virginíu Wo- olf, en hér eiga þau Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert Ingimund- arson sinn þátt í því að úr verður vönduð sýning. Ragnheiður sýndi eðlileg svipbrigði og hreyfíngar en skorti nokkuð á að raddbeiting væri í lagi þegar hún kemst í hvað mesta geðshræringu. Ellert Ingi- mundarson átti sérstaklega góðar senur með Helga Skúlasyni, en þegar sannleikurinn rennur upp fyrir honum í lokin var eins og vantaði herslumun. Slíkt má þó kannski flokka undir sparðatíning, langtum fleira var veí gert. Eg hygg að með þessari umsögn sé sjálfgert að álykta að leikstjóri hafí sýnt hugvitssemi í leikstjóm sinni og eigi hrós skilið. Leikmynd felldi ég mig ekki við, fannst hún hroðvirknisleg og ekki hjálpa Iei- kumm. Sama má segja um klæðn- að leikkvennanna, einkum hvað Helgu snerti. Ég tel að það hafi verið fengur að Virginíuleikhópurinn skyldi taka þetta verk til sýningar nú. Texti er djarfur og bragðmikill, innihald verksins verður sennilega tímabært um langa framtíð. Og leikhópurinn skilaði okkur sterkri og mjög einlægri sýningu sem er verð allrar athygli leikhússunn- enda. Þess má í lokin geta að umsögn hefur ekki birst fyrr um sýninguna vegna fjarveru minnar af landinu. VIÐ ERUM ÖLL HRÆDD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.