Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 15

Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 15 Fiskverðsákvarðanir Um langan aldur hefir sá háttur verið hafður á, að fiskverð hefir verið ákveðið af fulltrúum fiskkaup- enda og fiskseljenda, undir forystu forstjóra Þjóðhagsstofnunar, sem oddamanns. Þetta fyrirkomulag hef- ir reynst ónothæft, enda augsýnilegt fyrirfram, að hagsmunir beggja að- ila um hækkun verðsins fara oftast saman. Oft eru fiskkaupendur jafn- framt eigendur fiskiskipanna. Hags- munimir við samningaborðið fara þá saman, ef tekst að velta verð- hækkuninni yfir á þjóðfélagið, t.d. með gengisfellingum, svo sem reynslan hefir sýnt. í gegn um þenn- an hráskinnsleik hefir tekist að ónýta verðmæti. nýkrónunnar frá 1981, þannig að hún er nú bráðum jöfn að verðgildi og gamla krónan var 1980. Og nú er spurt: „Hvað hafa menn svo grætt á öllum hring- landahættinum?" Allt stefnir í gjald- þrot: Sambandið, , kaupfélögin, frystihúsin, útgerðin o.s.frv. Hvenær skyldu menn vilja skilja, að þetta getur ekki haldið áfram? Kvótakerfið Kvótakerfíð gengur út á það, að skipta réttlátlega leyfilegu magni einstakra fisktegunda niður á fiski- skipaflotann. Þetta þýðir, að því minni afli, sem leyfður er árlega, og því fleiri, sem fiskiskipin verða, þeim mun minna kemur í hlut hvers veiðiskips. Og nú finna Vestfirðingar að að þeim kreppir og segja: Kvóta- skerðing er tekjuskerðing, sem auð- vitað er rétt. Kvótakerfið er sprung- ið, og það verður trauðla lagt upp í nýtt veiðiár með því fyrirkomulagi. Sala veiðiheimilda Megintilgangur fiskveiðistjórnun- ar er að fullnýta þann fiskveiðiflota, sem notaður er við veiðarnar. Nú, þegar flotinn er orðinn allt of stór er þetta ekki hægt. Það verða því að koma til takmarkanir, því að all- ir geta ekki fengið allt sem þeir vilja. Einfaldasta og e.t.v. eina lausnin er sala á veiðiheimildum til fiskiskipanna eða útgerðarmanna þeirra. Þessi stefna er auðvitað þegar hafin fyrir nokkru. Kvótar einstakra skipa hafa verið seldir til annarra skipa, sem ekki höfðu nægilega stór- an kvóta. Það hefir þegar myndast fq'áls markaður á sölu slíKra kvóta, og verðið á óveiddu þorskkílói hefir á skömmum tíma hækkað úr 8 í yfír 15 kr./kg. Þetta hefir þýtt, að 4.000 tonna kvóti til skips gefur eig- anda þess 60 milljónir í vasann, og að besta útgerðin er að selja kvó- tann, sem fékkst fyrir ekki neitt hjá ráðuneytinu. Menn hafa gjarnan nefnt tekjur af sölu veiðiréttinda auðlindaskatt, sem er rökrétt hugsun, en allt of hástemmt hugtak. Eg tel eðlilegast að tala um sölu veiðiheimilda, þorsk- heimilda, ufsaheimilda o.s.frv. Með kaupum á slíkum veiðiheimildum geta útgerðir tryggt sér fyrirfram fulla nýtingu veiðiskipa fyrir næsta ár. Veiðiheimildir þyrfti að selja fyr- irfram með góðum fyrirvara, t.d. 6 mánuðum, og þannig kæmi í tíma fram, hvaða skip fá ekki heimildir í íslenskri landhelgi og þyrftu því að leita á önnur mið. Því miður er ekki lengur pláss fyrir þau öll innan þeirra marka, sem stjómvöldum em heimil til ráðstöfunar á veiðunum nú. Reglugerð um framkvæmd á sölu veiðiheimilda hvers árs er allflókið fyrirbrigði og þess trauðla að vænta, að öllu réttlæti sé fullnægt í fyrstu gerð. Heildarafla þarf að skipta eft- ir fisktegundum og e.t.v. flokkum skipa eftir tegundum og stærðum. Ekki væri óeðlilegt, að smábátaút- gerð væri undanþegin fyrirfram- kaupum á veiðiheimildum, en greiddi í þess stað meðalverð, sem dregið yrði frá löndunarverði hverju sinni. Verð á veiðiheimildum myndast á opinberu uppboði, og heimildir hverrar útgerðar verða að vera verð- tryggðar, væntanlega gengistryggð- ar vegna óstöðugleika gengisskrán- ingarinnar hérlendis. Þótt raun- veruleg greiðsla fyrir veiðiheimildir sé gerð upp eftir að veiði hefir verið skilað til lands eða þær nýttar, t.d. vegna sölu erlendis eða um borð í frystiskipum, er nauðsynlegt, að út- gerðir setji tryggingu fyrir þeim heimildum, sem þær hafa fest kaup á á uppboðinu. Nauðsynlegt er að leyft sé að selja veiðiheimildir milli ára, því að næsta ár telst nýtt veiði- heimildaár, og þær veiðiheimildir seljast á nýju uppboði. Liðinn tími Það þóttu brögð í tafli, þegar myntsláttur fýrri tíma einvaldskon- unga spöruðu sér silfur og gull með því þjóðráði að minnka efnisinnihald í myntinni. Við gerum það sama. Við nefnum þetta aðeins öðrum nöfnum, oftast gengisfellingu krón- unnar. Stjómvöld svara umsömdum launahækkunum samkvæmt ný- gerðum kjarasamningum með krónuskerðingu, umsömdum fis- kverðhækkunum með krónuskerð- ingu, hækkun landbúnaðarafurða með auknum niðurgreiðslum úr sam- eiginlegum sjóði ríkisins, sem leiðir til aukins taps þjóðarbúsins og síðan til krónuskerðingar með gengisfell- ingu hennar. Svona mætti áfram telja. Krónuskerðing er tekjuskerð- ing almennings í landinu. Láns- kjaravísitalan hefir nú 25 faldast síðan nýkrónan tók gildi, en bygg- ingarvísitalan 45-faldast. Laun hafa 12-15 faldast í flestum tilfellum. Þetta er mælikvarðinn á fjármála- stjórn í landinu, hversu miklu hefir verið velt yfir á almenna launamenn landsins. Miðað við kostnaðarverð- lag eru laun nú um helmingur til þriðjungur. Allt er þetta vegna offj- árfestingar á hinum margvíslegustu sviðum. Við höfum ekki lengur efni á að láta sem þessi fjármálastjórnun sé okkur óviðkomandi. Við höfum ekki efni á að láta fiskveiðarnar verða að öðru oki á landslýðnum, til viðbótar landbúnaðarvandanum. Það verður að fínna leið til að losna undan síendurteknum inngripum stjórnvalda í efnahagsmálin. OfQárfestingin Morgunblaðið birtir 22. júní nýjar tölur um skuldastöðu sjávarútvegs- ins, væntanlega frá Þjóðhagsstofn- un. Aukning heildarskulda sl. 2 ár er þannig í árslok: 1986 1988 Bankakerfíð 14.093 32.607 Fjárfestinga- lánasióðir 10:330 16.721 Samtals________24.893 49.705 A tveimur árum hefir skuldastaða sjvarútvegsins tvöfaldast, þ.e. hækk- að úr 25 milljörðum upp í 50 millj- arða eða um 12,5 m. á ári. Jafn- framt er upplýst, og þar vitnað til Þjóðhagsstofnunar, að hvert 1% í gengisfellingu bæti hag sjávarút- vegsins um 2/3%. Þetta þýðir vænt- anlega, áð með hverri nýrri gengis- fellingu krónunnar, veltir útgerðin % hlutum hennar af sér yfir á al- menning í landinu. Það hefir einnig verið áberandi, að á undanförnum tíma hefir útgerðin staðfastlegá lýst því yfir, að það vanti ca. 10% gengis- fellingu, hvort sem dollarinn var skráður á 36 krónur eða 58, eins og nú er. Þetta leiðir til þeirrar álykt- unar, að vandi sjávarútvegsins verði ekki leystur með áframhaldandi gengisfellingum. Hann verður að leysa með sölu skipa, eða með veið- um á erlendum fiskimiðum. íslensk- ar fiskveiðar standa ekki undir offj- árfestingunni. Veiðiskipaflotinn er tvöfalt of stór miðað við tonnatölu og þrefalt of stór miðað við afköst hans. Hér má bæta við orðrétt úr Morg- unblaðinu og samkvæmt Þjóðhags- stofnun: „Hækkun skulda vegna gengislækkunar hefir lítil áhrif á rekstrarreikninginn, en veruleg áhrif á efnahagsreikning." Þarf varla að túlka þetta nánar. Það eru einmitt áhrifin á efnahagsreikninginn, sem sjávarútvegurinn vill velta yfir á samfélagið. Aukaályktun Öllum er nú orðið ljóst, að al- þingismenn, sem sækja fulltingi sitt til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslum, eru ekki færir um að segja nei við hinum fjölmörgu gæluverkefnum, sem mælt er með. Gildir þetta eins, þótt þeir sitji í ráðherrastólum. Þetta hefir ekki síst sannast í sjávarútveg- inum að undanfömu. Gegndarlaus offjárfesting á öllum sviðum er af- leiðingin, og nú rambar allt á barmi gjaldþrota. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér, hvort einhver úrræði fínnist til að bæta úr þessu ástandi, og kemur þá væntanlega mörgum í hug nauðsyn þess, að skilja frekar á milli framkvæmdavalds og löggjaf- arvalds, t.d. eins og gert er í Banda- ríkjunum, þar sem þjóðkjörinn for- seti ber ábyrgð á framkvæmdavald- inu næsta kjörtímabil. Einn af meg- inkostum þess fyrirkomulags er, að þar með myndast hreinni línur í stjórnmálabaráttunni, sem óhjá- kvæmilega verður á milli stórra flokka, því að aðeins einn maður nær kosningu sem forseti eða forsætis- ráðherra. Núverandi kerfi með sam- suðu margra smáflokka og áfram- haldandi fjárfestingabruðli ríkisins og inngripum í atvinnulífið er orðið mörgum leiðigjamt. Samfélagið stendur hreinlega ekki undir öllum þessum fjáraustri lengur. Höfúndur er viðskiptafrœðingur. Leiðrétting: Þrjár millj- ónir, en ekki þrjátíu Ritvilla slæddist inn í grein um sjávarútveg í blaðinu á sunnudag. Þar sagði að fyrir bát með 50 tonna þorskkvóta fengjust um 30 milljónir króna, en rétt er að bátur- inn yrði metinn á um 3 milljónir króna, eins og sjá mátti af upplýs- ingum í sömu málsgrein. Lesendur eru beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. ErtHúí husgagnaleit? SófasettRió 3+1+1. Verð með áklæði kr. 86.500 stgr. Fæst einnig í Leðurlúx eða leðri. Ath.: Við sérhæfum okkur í sófasettum. Hornsófi með áklæði, 2ja sæta horn + 3 sæti. Tilboðsverð kr. 80.000 stgr. Einnig mikið úrval af hornsófum úr leðri eða Leðurlúx. Ath.: Afgreiðum hornsófa eftir máli. Hagstætt verð. Góð kjör. Raðgreiðslur TIMKEN KEILULEGUR FAG KÚLU- OG RÚLLULEGUR iho LEGUHÚS Eigum á lager allar gerðir af legum í bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta {FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.