Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989
21
'
Nýr valmöguleiki í sólina.
Þú velur Costa del Sol eóa Benidorm og færð gististaðinn
staðfestann viku fyrir brottför.
Heyrnarstöðin og
dr. med. Ole Bentzen
Erlingur Þorsteinsson
um, í Heynar- og talmeinastöð Is-
lands.
Nú er starfsliðið orðið um 20
manns og tveir aðstoðarlæknar
auk yfirlæknis. Þetta er sem sagt
orðið mikið fyrirtæki, sem Zonta-
systurnar áttu frumkvæði að og
dr. Ole Bentsen lagði lið með góð-
um leiðbeiningum.
Ég á einnig margt annað dr.
Bentzen að þakka, lært mikið af
honum m.a. við heimsóknir í heyrn-
arstöðina í Árósum og svo ómetan-
lega hjálp er hann gerðist aðalrit-
ari við fyrsta þing norrænna eyrna-
lækna, sem haldið var hér á landi
árið 1975 og ég veitti forstöðu.
Það hefði orðið erfitt án hans
hjálpar. Hann hafði frábæra skipu-
lagsgáfu auk þess sem hann var
hressilegur og ánægjulegur maður.
Dr. med. Ole Bentzen er nýlega
látinn, svo sem kunnugt er. Við
sem þekktum hann mátum hann
mikils og söknum hans.
eftirErling
Þorsteinsson
Tilefnið til þess að ég skrifa
þetta greinarkorn er viðtal við frú
Friedu Briem sem birtist í Morgun-
blaðinu þann 4. þ.m. Þar kemst
frúin svo að orði að það hafi verið
mikið og erfitt starf sem lagt hafi
verið á herðar dr. Bentzens við að
koma á fót heyrnarstöð hér á landi.
Frúin segir ennfremur að marg-
ir aðrir hafi lagt hönd á plóg, en
farsælt starf dr. Bentzens hafi
ekki síst orðið til þess að heyrnar-
stöðin var opnuð 1. nóvember
1962. Ég ætla ekki að rekja sögu
heyrnarstöðvarinnar hér í smáat-
riðum, en aðeins stikla á stóru.
Síðla árs 1960 bað Zontaklúbbur
Reykjavíkur mig um að athuga
málið með að koma hér á fót heyrn-
arstöð, því þær systurnar væru að
safna fé til þess að kosta þá fram-
kvæmd.
Ég. var þá á förum til Banda-
ríkjanna til þess að læra heyrnar-
bætandi aðgerðir og dvaldi þar á
nokkrum stöðum til áramóta við
þetta nám, en kynnti mér jafn-
framt starfsemi heyrnarstöðva
einkum í New York, Chicaco og
Mayo clinic.
Þegar ég kom aftur til íslands
í janúar 1961 leitaði ég að stað
fyrir væntanlega heyrnarstöð og
fengum við vilyrði fyrir húsnæði í
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
fyrir velvild fyrrverandi borgar-
læknis dr. med. Jóns Sigurðssonar.
Zontasystumar höfðu líka sam-
band við hann og voru ánægðar
með staðinn. Það var þó ekki fyrr
en í lok þessa árs að stjórn Heilsu-
verndarstöðvarinnar samþykkti að
heyrnarstöð yrði stofnuð þar.
' Fyrir hönd Zontaklúbbsins hafði
ég skrifað til dr. Ole Bentzens,
yfirlæknis heyrnarstöðvarinnar í
Kaupmannahöfn og beðið þá um
leiðbeiningar um tækjaval og fleira
í þessu sambandi og höfðu svör
borist frá þeim.
Heyrnarmælir og önnur tæki
komu til landsins sumarið 1962.
Zontasystur höfðu einnig kostað
fóstru, Mariu Kjeld, til náms við
heymarstöðina og háskólann í
Árósum, mjög duglega, greinda og
ágæta stúlku.
Starfsfólk heyrnastöðvarinnar
var aðeins við Maria er stöðin var
opnuð 1. nóvember 1962.
Dr. Ole Bentzen vann að sjálf-
sögðu ekkert að stofnun þessarar
stöðvar, en hafði gefíð okkkur góð
ráð og leiðbeiningar, sem ég og
við öll erum honum mjög þakklát
fyrir.
Við Maria vomm eina starfs-
fólkið í nær þijú og hálft ár, en
árið 1966 fengum við liðsauka,
fyrst Birgi Ás Guðmundsson,
heyrnar- og talnaeinafræðing, sem
numið hafði í Danmörku m.a. hjá
dr. Bentzen og skömmu síðar Gylfa
Baldursson lærðum í sömu grein-
um í Bandaríkjunum, báðir mjög
færir menn.
Við þennan liðsauka gerbreytt-
ist starfsemin og húsrými var auk-
ið og nefndist stöðin þá heyrnar-
deild Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur.
Árið 1973 var stöðu minni breytt
í yfirlæknisstöðu. í júní 1980, flutt-
um við í nýtt húsnæði í Valhöll við
Háaleitisbraut og síðar á því ári
lét ég af embætti, fyrir aldurs sak-
ir, varð þá Einar Sindrason yfi-
ræknir í minn stað. Hann hafði
„Dr. Ole Bentzen vann
að sjálfsögðu ekkert að
stoftiun þessarar stöðv-
ar, en hafði gefið okkur
góð ráð og leiðbeining-
ar, sem ég og við öll
erum honum mjög
þakklát fyrir.“
numið heyrnarfræði hjá dr. Bentz-
en í Árósum.
Er við fluttum í nýja húsnæðið
var nafninu aftur breytt, með lög-
Höfundur er fyrrverandi
ySrlæknir Heymar- og
talmeinastöðvar Islands
Við seljum síðustu sætin í ágúst.
Við bjóðum nú síðustu sætin í ágúst á ótrúlegu verði. Þú færð annálaða
þjónustu Veraldarfararstjóra, þjónustutryggingu og frábært sumarleyfi á
einstöku verði.
Þú bókar þig á ákveðnum brottfarardegi og færð staðfesta ferð annað-
hvort til Costa del Sol eða Benidorm. Viku fyrir brottför staðfestum
við gististaðinn og nýtum þannig alla gistinguna okkar og getum boðið
þér ferð í ágúst á frábæru verði.
V estmannaeyj ar:
Á103 kíló-
metra hraða
á vélhjóli
LÖGREGLAN í Vestmanna-
eyjum stöðvaði vélhjóla-
kappa á 103 kílómetra
hraða á véllyóli sínu á föstu-
dag. Var hann stöðvaður á
götu þar sem hámarkshraði
er 45 kílómetrar á klukku-
stund.
Að sögn lögreglunnar í
Vestmannaeyjum var öku-
maður vélhjólsins ekki sviptur
ökuleyfi á staðnum, en hins
vegar megi búast við því að
mál hans fái slíka meðferð
fyrir dómstólum.
Vikuferöir frá kr. 29.800,-
18. júlí Benidorm 2 í íbúð Europa Center.
25. júlí Costa del Sol 2 í stúdíó, Benal Beach.
Verð 2 vikur 3 vikur
4 í íbúð 41.800,- 48.800,-
3 í íbúð 43.600,- 50.600,-
2 í íbúð 45.900,- 52.900,-
Barnaverð 29.000,- 34.500,-
* Verð m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-12 ára.