Morgunblaðið - 11.07.1989, Síða 24
24
esei .ri íF.iDAOuuita-; fflðAjmjaaof
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR lI. JÚLri989
Háskóli Islands:
Breytingar á stjórnsýslu
samþykktar í Háskólaráði
Óánægja innan heimspekideildar
HÁSKOLARÁÐ hefiir samþykkt tillögur til lagabreytinga um stjórn-
sýslu Háskóla Islands. Að sögn Sigmundar Guðbjarnasonar rektors
er með samþykktinni verið að samræma lögin þeim breytingum sem
orðið hafa á stjórnsýslu Háskóla íslands síðustu ár. Forseti heimspeki-
deildar, Sveinbjörn Rafiisson, bar fram tillögu í upphafi Háskólaráðs-
fundar þess efnis að afgreiðslu málsins yrði frestað til hausts. Sú
tillaga var felld með 11 atkvæðum gegn 4. Fulltrúar stúdenta í
Háskólaráði fengu samþykktar breytingartillögur við lögin þess efii-
is að Háskólaráð fari með æðsta ákvörðunarvald innan skólans og
að námsráðgjöf við háskólann verði sjálfstæð eining innan stjórnsýsl-
unnar.
Starfsmönnum
háskólans hefur
fjölgað mikið á undanförnum árum
og verkefnum þeirra einnig," sagði
Sigmundur Guðbjarnason rektor í
samtali við Morgunblaðið. „Með
nýrri skipan stjómsýslunnar verður
verkaskipting innan háskólans
skýrari og boðleiðir greiðari.“
I tillögunum er gert ráð fyrir að
stjórnsýsla Háskóla íslands skiptist
í 6 svið. Tvö akademísk svið, þ.e.
rannsókna- og kennslusvið og 4
svið er snúa að rekstri háskólans.
Þau eru fjármála-, starfsmanna-,
samskipta- og bygginga- og tækni-
Listsýning
í Minnesota:
Islenskum
konum boð-
in þátttaka
Samtökin „Minnesota Worldwide
Women“ ætla að efiia til sýningar
á list kvenna frá íslandi og Min-
nesóta í tengslum við heimsókn
Kvennalistakvenna í mars 1990.
Sýningin verður haldin í Minnea-
polis-borg og er efhi verkanna
ætlað að endurspegla félagslegt,
stjómmálalegt og menningarlegt
umhverfi listamannsins.
Listakonur, sem áhuga hafa, eru
beðnar að senda allt að átta skyggn-
ur af nýjum tvívíddarmyndverkum
frá árinu 1985 til þessa dags.
Skyggnumar skulu merktar með
nafni listamannsins, heiti verksins,
umfangi þess og aðferð. Verkin
skulu ekki vera stærri en 1.0 x 1.2
metri. Þá skal yfirlit yfír listferil
höfundar fylgja. Listakonurnar,
sem valdar verða, skulu senda skrif-
lega lýsingu á list sinni ásamt leyfi
til birtingar í myndbæklingi, sem
gefin verður út í tengslum við sýn-
inguna.
Umsóknafrestur rennur út þann
15. júlí nk. og skulu umsóknir um
þátttöku sendast til:
Bobbi Burritt and Ann Mohler,
Minnesota Worldwide Women/Art
Competition,
1920 South lst Street 2002,
Minneapolis, MN 55454,
USA.
svið. Rektor segir tillögur stjórn-
sýslunefndar hafa fengið ítarlega
umfjöllun í Háskólaráði á þessu
ári. „Frestur til að skila inn ábend-
ingum eða breytingartillögum rann
út 1. maí sl.,“ sagði Sigmundur. „Og
var sú leið kosin að afgreiða málið
fyrir sumarleyfi þar sem frestun
hefði þýtt að tillögurnar hefðu ekki
Kvöldganga
um
Gerðahrepp
Náttúruverndarfélag Suð-
vesturlands stendur fyrir
náttúruskoðunar- og sögu-
ferð á þriðjudagskvöld kl.
21.00.
Farið verður frá Garðskaga-
vita og gengið suður með
ströndinni og yfir á Skagagarð-
inn. Síðan verður gengið eftir
honum að Útskálum og þaðan
með ströndinni út að Garð-
skagavita. Göngunni lýkur þar
um kl. 23.00.
(Frcttatilkynningr)
verið afgreiddar fyrr en eftir ára-
mót.“
Rektor tók fram að það hefði
þótt farsælla að binda breytingarn-
ar í lög svo að ekki yrði jafnauð-
velt að breyta þeim aftur og til
þess að tryggja festu í starfsemi
háskólans.
Sveinbjörn Rafnsson, forseti
heimspekideildar, segir að deildin
hafi farið fram á frest þar sem
nefnd skipuð af deildarfundi hafi
ekki verið búin að skila áliti í mál-
inu. „Deildarfundur skipaði 4 próf-
essora í nefnd til þess að Ijalla um
tillögurnar í apríl og höfðu þeir
ekki skilað áliti fyrir fund Háskólar-
áðs,“ sagði Sveinbjörn. „Því var
ákveðið einróma í deildinni að biðja
um frest til haustsins."
Sveinbjöm segir almenna
óánægju með hina nýju stjórnsýslu-
skipan innan heimspekideildar.
Hann telur einnig óþarfa að binda
stjórnsýslubreytingar í lögum um
Háskóla íslands þar sem aukið
umfang stjórnsýslunnar geti orðið
á kostnað rannsókna og aka-
demísks frelsis innan stofnunarinn-
ar.
Fulltrúar stúdenta í Háskólaráði
báru fram tillögu um að námsráð-
gjöf við skólann yrði áfram sjálf-
stæð eining innan hans. Sú tillaga
var samþykkt. Þar með er námsráð-
gjöf færð út úr stjómsýslunni og
gerð að sérstakri þjónustustofnun
við háskólann. Einnig var samþykkt
tillaga stúdenta um að skýrt væri
kveðið á í lögunum um að Háskóla-
ráð færi með æðsta ákvörðunarvald
innan skólans. Telja fulltrúar stúd-
enta að slíkt ákvæði tryggi jéttarör-
yggi nemenda við Háskóla íslands.
Einar Kristján Einarsson gítarleikari og Robyn Koh semballeik-
ari.
Leikið á sembal og gítar
Á þriðjudagstónleikum 11. júlí í Listasafiii Sigurjóns Olafsson-
ar leika þau Robyn Koh og Einar Kr. Einarsson tónlist fyrir
sembal og gítar.
Robyn Koh er fædd í Malasíu
og hlaut fyrstu tónlistartilsögn
þar, en 12 ára gömul fluttist hún
til Englands þar sem hún stund-
aði nám við Chetham’s School of
Music, sem er sérskóli fyrir börn
gædd tónlistarhæfileikum. Hún
hefur lokið prófi frá Royal Aca-
demy of Music og frá Royal Nort-
hern College of Music í Manchest-
er. Robyn hefur haldið tónleika
víða í Evrópu, í Malasíu, Sov-
étríkjunum og Bandaríkjunum.
Undanfarin ár hefur hún verið
búsett í Reykjavík og kennir við
Söngskólannn og við Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar.
Einar Kr. Einarsson er fæddur
á Akureyri og stundaði þar nám
við Tónlistarskólann. Haustið
1977 hóf hann gítarnám við Tón-
skóla Sigursvein D. Kristinssonar
og lauk burtfararprófi frá þeim
skóla árið 1982. Einar var við
framhaldsnám í Manchester árin
1982—88. Hann hefur m.a. haldið
tónleika í Englandi og á Spáni
og starfar sem gítarkennari við
Tónskóla Sigursveins D. Kristins-
sonar og Tónlistarskóla Kópa-
vogs.
I Listasafni Sigurjóns leika
Robyn og Einar verk eftir Manuel
Ponce, Luigi Boccherini og Þorkel
Sigurbjörnsson. Enn fremur er á
efnisskránni lítið lag eftir Áskel
Másson, Kansóna, sem ekki hefur
heyrst opinberlega áður og er til-
einkað dóttur Áskels.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30
og standa í um það bil klukku-
stund. Aðgöngumiðar á kr. 350.-
fást við innganginn. Kaffistofan
verður opin.
(Frcttatilkynning-)
Evrópumótið í brids:
ísland vinnur sterku liðin
en tapar fyrir þeim veiku
Frá Sigurði B. Þorsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Turku.
ÍSLENSKA liðið hélt uppteknum hætti i leikjum helgarinnar og
vann Pólveija, sem eru í 2. sæti á mótinu, en tapaði fyrir Sviss og
Portúgal sem eru í neðri sætunum. Islenska liðinu hefúr gengið vel
gegn efstu liðunum, en miin síður gegn þeim neðri.
Það-var með blendnum huga að
íslendingar fóru í leikinn gegn Pól-
veijum í 13. umferð. Pólveijarnir voru
í 2. sæti og höfðu spilað fírnavel en
sömu sögu var ekki hægt að segja
um okkar menn. Eina vonin virtist
vera að þeir ætluðu að rúlla yfir okk-
ur og gæfu þannig á sér einhver færi.
I fyrri hálfleik, sem Guðmundur
Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Jón-
as P. Erlingsson og Valur Sigurðsson
spiluðu, gáfu okkar menn nær ekkert
út og voru 24-18 yfir. Eina stóra
sveiflan í hálfleiknum kom í þessu
spili:
Vestur
♦ KD762
V-
♦ KDG972
♦ K7
Norður
♦ 83
VKD4
♦ Á1064
♦ 8653
Austur
♦ G10
VG963
♦ 83
♦ DG742
Menntamálaráðherra í opin-
berri Finnlandsheimsókn
SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra var í opinberri heimsókn í
Finnlandi dagana 2-6. júlí, í boði Önnu-Liisu Kasurinen menningar-
málaráðherra Finnlands.
Á fundi, sem haldinn var í
finnska menningarmálaráðuneyt-
inu 3. júlí voru rædd ýmis mál sem
þjóðirnar eru að vinna saman að.
Svavar Gestsson gegnir nú for-
mennsku í menntamálaráðherra-
nefnd Norðurlanda og ræddu ráð-
herramir um gerð norrænna menn-
ingarfjárlaga.
Fjallað var um Finnsk-íslenska
menningarsjóðinn sem stofnaður
var 1974 að fmmkvæði Finna, en
tilgangur hans er að efla menning-
artengsl íslands og Finnlands með
ferðastyrkjum og öðmm fjárstuðn-
ingi.
Ný menningarmiðstöð verður
opnuð í Tammerfors 1990. Er áhugi
á því að miðstöðin verði opnuð með
sérstakri íslandsviku og að Sin-
fónínuhljómsveit íslands byrji þar
tónleikaferð sína til Norðurlanda.
Finnska menntamálaráðuneytið
hefur lýst því yfir að það leggi fram
um 300 þúsund finnsk mörk, eða
sem svarar 4 milljónum króna, til
íslandsvikunnar.
Ráðherranum var boðið til Sa-
vonlinna en þar er haldin óperu-
hátíð ár hvert í júlímánuði. Jafn-.
framt vom skoðaðar fjórar sýningar
í listamiðstöðinni Retretti í Punka-
harju.
I Koupio var borgar og héraðs-
bókasafnið heimsótt en þar er sér-
stök íslandsdeild. f því er nú all-
nokkurt safn íslenskra bóka og
ákvörðun hefur verið tekin um að
íslenska ríkið styrki safnið til bó-
kakaupða næstu tvö árin, sem álíka
upphæð og á síðasta ári.
Suður
♦ Á954
V Á108752
♦ 5
♦ Á10
Við annað borðið opnaði Valur á 1
hjarta í suður. Vestur sagði 2 hjörtu
sem sýndu spaða og tígul og er oft-
ast veik sögn. Jónas sagði 3 hjörtu
og Valur 4 hjörtu. Vestur doblaði til
að sýna að hann ætti vel fyrir sínu
og austur passaði.
Valur fékk út tígulkóng og vann
spilið með því að trompa tvo spaða
með tromphjónunum í borði, trompa
þijá tígla heim og svína hjartatíu.
Við hitt borðið unnu Guðmundur
og Þorlákur sálfræðilegan sigur í
sögnum:
Vestur Norður Austur Suður
Guðm. Þorlákur
pass*
1 grand* dobl 2 lauf passs
3 tíglar pass pass 3 hjörtu
allir pass
Fyrsta pass suðurs sýndi opnunar-
styrk. 1 grand Guðmundar sýndi ann-
aðhvort spaða og tígul eða hjarta og
lauf. Þetta dugði til að fæla Pólveij-
ana frá geiminu. Reyndar fékk sagn-
hafi aðeins 9 slagi því hann tók einu
sinni tromp og ísland fékk 10 stig.
í seinni hálfleik komu Aðalssteinn
og Ragnar inn fyrir Val og Jónas.
Aftur var lítið gefið út og aftur vannst
doblað geim, í þetta skipti 5 tíglar
sem Aðalsteinn spilaði, og 12 stig
græddust. Lokatölur vom 59-40 og
18-12 sigur.
ísland spilaði tíðindalítinn leik við
Tyrki í 14. umferð og vann 16-14.
Þau úrslit voru nokkur vonbrigði því
Tyrklandi hefur ekki gengið sem best.
Þau vonbrigði vom þó lítil miðað við
vonbrigðin með leikinn við Sviss í 15.
umferð. Svisslendingar voru þá í 23.
sæti en ísland var 30 stigum undir í
hálfleik eftir illa spilaðan leik. Sér-
staklega voru Aðalsteinn og Ragnar
heillum horfnir. í seinni hálfleik komu
Jónas og Valur inn fyrir þá en spilin
vom mjög villt og illviðráðanleg. Sviss
bætti 10 stigum við og vann leikinn
23-7.
í 16. umferð var spilað við Portú-
gali og enn tapaði íslenska liðið, nú
8-22. Guðmundur og Þorlákur spiluðu
allan leikinn en hinir skiptust á. Eftir
16 umferðir er ísland í 18. sæti með
215,5 stig. Svíar leiða enn mótið, eins
og þeir hafa gert frá upphafi, með
313 stig, Pólveijar eru í 2. sæti með
299, Danir í 3. sæti með 293 stig og
Grikkir eru komnir í 4. sæti mðe 270
stig. Austurríki og Frakkland eru í
5. og 6. sæti með 269,5 og 268,5. í
kvennaflokki eru Hollendingar efstir
með 205 stig og Þjóðveijar með 192.
Frakkar, Bretar og Búlgarir em allir
mðe 177 stig.
í gær var frídagur og þá söfnuðu
menn kröftum í lokaslaginn. Það er
enginn uppgjafartónn í liðinu þrátt
fyrir mótlætið.