Morgunblaðið - 11.07.1989, Page 27
MQRGyNBLAÐIÐ ÞRffiJUfiApUR 11. JÚLÍ 1989
27
Grænland:
Erlendar
skuldir yfir
23 milljarð-
ar ísl. króna
Kaupmannahöfh. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENDINGAR skulda nú
yfir þrjá milljarða danskra króna
(23 milljarða ísl. kr.) í Danmörku
og annars staðar erlendis. Þetta
kemur fram í árlegri skýrslu frá
ráðgjafarnefnd danska forsætis-
ráðuneytisins um grænlensk
efnahagsmál. Framleiðsluat-
vinnuvegir hafa verið reknir með
halla, og þegnarnir skulda hinu
opinbera stórar flárhæðir fyrir
húsaleigu, vatn, rafmagn og
fleira. Að meðaltali skuldar hver
einasti Grænlendingur landssjóði
um 12.200 d. kr. (u.þ.b. 95.000
ísl. kr.)
Erlendar skuldir Grænlendinga
hafa orðið til á mjög fáum árum,
eða frá því að heimastjórnin hóf
að taka erlend lán í dönskum banka-
stofnunum og veðsetja fasteignir
og togara.
Að sögn ráðgjafarnefndarinnar
er þó bjartara framundan. Búist er
við, að hallinn á framleiðslunni,
sérstaklega í fisk- og rækjuvinnslu,
sem var um 378 millj. d. kr. á árinu
1988, verði helmingi minni á þessu
ári.
Það eykur enn á fjárhagsvanda
Grænlendinga, að heimastjórnin
hefur ábyrgst tugmilljóna króna lán
til atvinnufyrirtækja, m.a. vegna
togarakaupa. Þegar afborganir og
vextir lenda í vanskilum, snúa lána-
stofnanirnar sér til heimastjórnar-
innar og heimta féð.
í ályktunarorðum skýrslunnar
segir, að Grænland eigi á hættu að
lenda í skuldagildru á svipaðan
hátt og Færeyingar, en það sé
Grænlendingum í vil, að landstjórn-
in hafi gert sér grein fyrir stöðunni
og gripið til aðhaldsaðgerða í efna-
hagsmálum.
Sovétríkin:
Hægar lýð-
ræðisumbæt-
ur í flokknum
Moskvu. Reuter.
UMBÆTUR í lýðræðisátt hafa
verið hægari innan sovéska
kommúnistaflokksins heldur en
annars staðar í þjóðfélaginu og
hafa aðeins örfáir leiðtoga
flokksins verið kjörnir í kosning-
um þar sem fleiri en einn fram-
bjóðandi hafa verið í kjöri, að
því er Pravda, málgagn komm-
únistaflokksins, skýrði frá í gær.
Blaðið greindi frá því að í fyrra
hefðu einungis sex prósent leiðtoga
kommúnistaflokksins í borgum og
héruðum landsins verið kjörnir í
kosningum þar- sem fleiri en einn
hefði verið í framboði. Allir hinir
hefðu verið kjörnir án mótframboðs.
Til samanburðar nefnir blaðið að
í vor hafi 74 prósent þingmanna á
sovéska fulltrúaþinginu verið kjörn-
ir í kosningum með fleiri en einum
frambjóðanda.
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
hefur oft kvartað undan því að
kommúnistaflokkurinn sé seinn að
tileinka sér lýðræðislegri starfs-
hætti. Ekkert mótframboð kom
fram þegar hann var kjörinn leið-
togi kommúnistaflokksins í mið-
stjórninni.
ERLENT
Electrolux ■ Rowenfa
GAGGENAU ’ I G N I S DŒWDO
SVISSNESKU
GÆÐAÞVOTTAVÉLINA
OKKAR KÖLLUM VIÐ
BARU
Electrolux
BJ
Ryksuga
Z 239
rai
Electrolux
ótrúlegt
to-boð
Rowenta
Sælkeraofninn
FB 12,0
TILVALINN PEGAR MATBÚA
ÞARF FYRIR 1,2, 3 EÐA FLEIRI.
ÞÚ BAKAR, STEIKIR,
GRATINERAR O.FL. O.FL.
I SÆLKÉRAOFNINUM SNJALLA.
MARGUR ER KNÁR, ÞÓTT
HANNSÉSMÁR. . ,
y /
6.340,-
• ÖFLUG OG STILLANLEG VINDING
• 16 ÞVOTTAKERFI
• SÉR HITASTILLING
• EINFÖLD I NOTKUN
• TÖLVUPRÓFUÐ FYRIR AFHENDINGU
(Computer approved)
• STERK - SVISSNESK -
KR. 35.999,
Uppþvottavél BW 310
FÆR HÆSTU EINKUNN I GÆÐAPRÓFUN
SÆNSKU NEYTENDASAMTAKANNA
• MJÖGÖFLUG 1150w
• RYKMÆUR
• SÉRSTÖK RYKSlA
• TENGING FYRIR ÚTBLÁSTUR
• LÉTT OG STERK /
KR. 12.563,- 14*80
KR. 54.990,-
FUNAI
ÖRBYLGJUOFN
MW 617
METSÖl.UOFNINN OKKAR
EINFALDUR EN
FULLKOMINN
MJÖG HENTUG STÆRÐ
KR. 16.850,-
/
rm
29\26.5\37.5 cm.
KR. 5.890,-
FUNTAI
’ C>'SS|
Myndbandstæki vcr 64oo
K Electrolux .• i i Örbylgjuofn m *
NF 4065
ffv'
i HQ (high quality) kerfi
■ ÞRÁDLAUS FJARSTÝRING
, 6 ÞÁTTA /14 DAGA UPPTÖKUMINNI
■ STAFRÆN AFSPILUN (digital)
• SJÁLFLEITUN SlÐUSTU UPPTÖKU
> HRAÐUPPTAKA „
JAPÖNSK GÆDI
RAKAVARNARKERFI (Dew)
SJÁLFVIRK BAKSPÓLUN
FJÖLHÆFT MINNI
SJÁLFLEITUN STÖÐVA
EINFALT OG FULLKOMIÐ
/-------------------
• SÉR STILLING TIL AÐ BRÚNA MATINN B]|
• MJÖG ÖFLUGUR 1470 W
• HÆGT AÐ MATREIÐAÁTVEIM HÆÐUM
(þú nýtir ofninn þá 100%)
• 35LÍTRA
KR. 29.999,-
\ /
44,058,-
KR. 29.999,- ' >
Gaskæliskápur
RM 212
• EINNIG FYRIR 12V (BlLL)
• EÐA 220V (HEIMILI)
• STERK BYGGÐUR
• ALVEG HUÓÐLAUS
• UPPFYLLIR SnRUSTU ORYGGIS-
KRÖFUR
TRYGGÐU ÞÉR EINTAK I TfMA
Rowenta vatns-
og ryksuga
KR. 28.478,-
RU 11,0
FJÖLHÆF OG STERK.
HENTÁR BÆÐI FYRIR HEIMIL!
OG VINNUSTAÐI. ,, /
10/92,-
* S ■
■ Cá
KR. 8.860,-
VÍDEÓSPÓLUR KR. 359,-/STK. 51 PAKKA
Umboðsmenn um land allt:
Gunnar Ásgeirsson hf., Reykjavík
H.G. Guðjónsson, Reykjavík
Peran, Reykjavík
Rafglit, Reykjavík
Fit, Hafnarfirði
Glóey, Reykjavík
Ljós og raftæki, Hafnarfirði
Vesturland
Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi
Vöruhúsið Hólmakjör hf., Stykkis-
hólmi
Húsið, Stykkishólmi
Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði
Jónas Þór, rafbúð, Patreksfirði
Verslun Gunnars Sigurðssonar, Þing-
eyri
Jón Fr. Einarsson, Bolungarvík
Straumur, ísafirði
Norðurland
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
Raftækjavinnustofan, Ólafsfirði
Akurvík hf., Akureyri
Raftækjavinnustofa Gríms og Árna,
Húsavík
Gestur Fanndal, Siglufirði
Austurland
Verslunin Eyco, Egilsstöðum
KASK, Höfn
Suðurland
Kjarni, Vestmannaeyjum
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi
Rás sf., Þorlákshöfn
Stapafell, Keflavík
* Öll verS miðast
við staðgreiðslu
*
VörumarkaDurinn hf.
KRINGLUNNI S. 685440