Morgunblaðið - 11.07.1989, Page 30

Morgunblaðið - 11.07.1989, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 JllwgtsiifrlfiijMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Sj ávarút vegur inn og opinber afskipti egar rætt er um efnahags- og atvinnumál vaknar ætíð sú spurning frá hvaða sjónar- horni ber að líta á viðfangsefnið. Einkenni opinberra umræðna hjá okkur er að sjónarhóllinn er yfir- leitt sá þar sem stjórnmálamenn- irnir eða handhafar ríkisvaldsins standa. Opinber íhlutun í einni eða annarri mynd kemur að jafn- aði við sögu slíkra umræðna. Þetta hefur magnast í tíð þeirrar ríkisstjómar sem nú situr, enda er það helsta stefna hennar að hún sjálf eða umboðsmenn henn- ar hafi afskipti af sem flestum fyrirtækjum í sjávarútvegi. í úttekt á stöðu sjávarútvegs, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, kemur fram, að forsjárhyggja stjórn- málamanna og íhlutun ríkis- valdsins í flesta þætti útgerðar og fiskvinnslu hefur síður en svo borið góðan árangur. Þvert á móti hefur hið sama gerst og ávallt, þegar hönd ríkisins kemur til sögunnar, að sjálfsbjargarvið- leitnin minnkar. Menn gera ekki síður út á sjóði ríkisins en ann- að, ef þeir telja betur aflast þar. Eins og þeir sjá sem lesa fyrr- greinda úttekt eru viðmælendur blaðsins ómyrkir í máli í gagn- rýni sinni. „Stjórnvöld virðast til- búin til að ganga eins langt og þau þurfa til þess að þjóðnýta fyrirtæki í sjávarútvegi,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands. „Það er allt á skjön við almennt viðskiptasiðferði innan endilangs útvegsins," segir Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka íslands. „Það sem verið er að takast á um er að það er verið að rústa sjávarút- veg á íslandi. Þetta er gjörspillt kerfi og Alþingi ber ábyrgð á því,“ segir Olafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokks- ins. „Núveran'di byggðastefna hefur unnið ómælt tjón,“ segir Ágúst Einarsson, forstjóri Hrað- frystistöðvarinnar í Reykjavík. „Ef það á að vera stefnan að halda öllum á floti væri betra að stjórnmálamenn segðu það hreint út,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda. „Það er enginn árangur af sex ára kvótakerfi. Það hefur aðeins orðið til ills,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnu- veitendasambands Islands og útgerðarmaður á Flateyri. I hinum tilvitnuðu orðum felst þungur áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda í málefnum sjávarút- vegs. Þeir sem þau mæla eru allir í þannig stöðum, að þeir hafa töluvert að veija og því með öllu ástæðulaust að meta þessi ummæli með sömu mælistiku og gjarnan er gripið til, þegar reynt er að drepa umræðum um hin alvarlegustu mál á dreif og skjóta sér undan því að horfast í augu við raunveruleikann. Fyrir skömmu sendu starfs- menn veiðieftirlits sjávarúvegs- ráðuneytisins frá sér harðorða skýrslu um starfshætti í utanrík- isráðuneytinu við úthlutun á fisk- söluleyfum. Þar segir meðal ann- ars: „Vinnubrögðin eru öll hin undarlegustu og ekki hægt að sjá að umsækjendum sé nokkur alvara, þegar þeir senda inn umsóknir sínar og afgreiðslan er algjört kák ...“ Þessu svöruðu úthlutunarmenn utanríkisráðu- neytisins síðan með stóryrðum um starfsmenn sjávarúvegsráðu- neytisins. Hins vegar fréttist lítið af því að gripið hafi verið til þess ráðs að láta þriðja aðila líta efnislega á málið. Gagnvart al- menningi er málið í þeirri stöðu að orð stendur gegn orði, en reynslan segir öllum að opinber höft og skömmtun hvort heldur í innflutningi eða útflutningi leið- ir síst af öllu til þess að ítrustu hagkvæmni sé beitt. Hefur Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, kveðið fast að orði í gagnrýni á opinbera stjórn þess- ara_ útflutningsmála. Úttekt Morgunblaðsins á sunnudag staðfestir þá skoðun að opinber íhlutun og afskipti ríkisvaldsins eða stjórnmála- manna af fiskveiðum og rekstri einstakra fyrirtækja eða því hvernig útflutningi er háttað hafa ekki skilað þeim árangri, sem að er stefnt, hafí hann verið að styrkja stöðu fyrirtækjanna og auka fiskafla með markvissri stjórnun. Útgerð og fiskvinnslu myndi farnast betur, ef svigrúm einstaklinganna og fyrirtækja þeirra yrði aukið, ef stjórnmála- mennirnir og ríkisvaldið settu almenn skilyrði í stað þess að vera sí og æ að skipta sér af stóru og smáu. Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að þróa nýjar afurðir úr sjávar- fangi. Því starfi þarf að sinna áfram og nýta öll tækifæri sem markaðir gefa. Það verður ekki gert nema einstaklingar hafi frumkvæði og starfi með þeim opinberu aðilum, sem annast eft- irlit með gæðum og stunda rann- sóknir og þróun nýrrar fram- leiðslu. Slík opinber afskipti eru allt annars eðlis en hin sem stjórnmálamennirnir standa fyrir með fjármálavafstri sínu. Akureyri: Skipulag 1. áfang'a Giljahverfis austan FSA og við Vestursíðu FRESTUR til að gera athugasemdir við skipulag þriggja svæða á Akureyri rann út síðastliðinn föstudag. Um er að ræða breytt skipu- lag við Vestursíðu, en þar á rísa fjölbýlisliúsabyggð, íbúðabyggð aust- an Fjórðungssjúkrahússins og 1. áfanga Giljahverfis, sem verður nýtt hverfi á Akureyri. Nokkrar athugasemdir bárust við skipulag íbúða- byggðar austan Fjórðungssjúkrahúsið og um þær verður íjallað á næsta fúndi skipulagsnefndar. Fyrsti áfangi Giljahverfis Giljahverfi er nýtt hverfi og mið- að við að þar verði um 650-700 íbúðir, hlutfall einbýlishúsa er áætl- að u.þ.b. 25%, rað- og parhúsa u.þ.b. 40% og fjölbýlishúsa u.þ.b. 35%. í hverfinu er gert ráð fyrir lóð fyrir grunnskóla, leikskóla/dag- heimili og hverfaverslun. Hverfið afmarkast af Hlíðarbraut í austri, Borgarbraut í norðri og brekkubrún í um 100 m hæð í vestri. Suður- mörk hverfisins liggja að opnu svæði norðan iðnaðarhverfis við Rangárvelli. Fyrsti áfangi Giljahverfis er í norð-austur hluta svæðisins og er um 5,5 hektarar að stærð. í skipu- lagi 1. áfanga íbúðabyggðarinnar er gert ráð fyrir 123 íbúðum í tveim- ur húsagerðum, lágum raðhúsum (43 íbúðir) og háreistum fjölbýlis- húsum (80 íbúðir). Megineinkenni þessa áfanga verða fjögur 8 hæða punkthús í beinni línu meðfram Hlíðarbraut. Gert er ráð fyrir tveim- ur bílastæðum á íbúð, annað þeirra í sameiginlegri opinni bílageymslu. Stórt opið leiksvæði er á lóð hvers fjölbýlishúss og á miðju svæðisins þar sem lóðir tveggja háhýsa liggja saman, er ráðgert að hönnun og frágangur leiksvæða verði sam- ræmdur. Raðhúsabyggðinni er skipt í þijár heildstæðar þyrpingar, og umlykur sérhver raðhúsaþyrping sameigin- legt leiksvæði. í miðþyrpingunni er bílaaðkoma heim að hverri rað- húsaíbúð, en í hinum tveimur eru sambyggðar bílageymslur og safn- stæði fyrir allar íbúðirnar út við húsagötu, en ráðgert að unnt verði að aka um göngustíga heim að hverri íbúð t.d. vegna flutninga eða sjúkraflutninga. Arkitektastofan við Ráðhústorg vann skipulag að hverfinu. Fj ölbýlishúsabyggð við Vestursíðu í deiliskipulagi frá árinu 1981 var gert ráð fyrir lágri þéttri rað- húsabyggð með 90 íbúðum á svæð- inu vestan Vestursíðu. Lítil eftir- spurn hefur verið eftir lóðum fyrir þær húsagerðir og var því ákveðið í skipulagsnefnd í febrúar síðast- liðnum að fela skipulagsdeild Akur- eyrarbæjar að legga fram tillögu að breyttu skipulagi á mið- og norð- urhluta hverfisins. Jafnframt voru uppi hugmyndir um að breyta um húsagerðir og íjölga íbúðum lítil- lega. Svæði það sem endurskipulagn- ingin nær til afmarkast af rað- húsaþyrpingu í suðri, Vestursíðu í austri, Bröttusíðu í norðri og götu- stæði Borgarbrautar í vestri. Skipu- lagssvæðinu er skipt í tvo hluta, aðskilda með opnu svæði, sem teng- ir útivistarsvæði austan Vestursíðu við opin svæði ofan byggðar í vestri. í endurskoðuðu skipulagi er gert ráð fyrir þriggja hæða fjöibýlis- húsum með 2-4 stigagöngum í hvetju húsi. Á hverri hæð er einung- is leyfilegt að hafa tvær íbúðir þannig að allar íbúðirnar fái gluggaveggi í a.m.k. tvær áttir. Með staðsetningu húsa og lögun er leitast við að mynda skjólgóð garðrými, sem snúa vel við miðdeg- is- og síðdegissól og eru húsin látin mynda nokkurs konar skjólvegg gegn hafgolunni. Meginhugmynd skipulagsins felst í ákveðinni aðlög- un að staðháttum, vindum og sólar- átt, en hverfið verður að vísu opið fyrir suðvestanstrengnum ofan úr Glerárdal. Því er mikilvægt að við hönnun bygginga og garða verði þessari aðlögun að veðurfari fylgt eftir á markvissan hátt. Á skipulagssvæðinu verða 15 stigahús með 6 íbúðum í hverju, þ.e. alls 90 íbúðir, í stað 58 sam- kvæmt eldra skipulagi. íbúðabyggð austan FSA Skipulag þriðja svæðisins, íbúða- byggðar austan við FSA vann Svan- ur Eiríksson arkitekt. Skipulags- svæðið afmarkast af Spítalavegi að austan, lóð FSA að vestan og Búð- argili að sunnan. Á svæðinu er nú lítil byggð, 6 hús við Spítalaveg, barnaheimilið Stekkur og þar fyrir sunnan lítið gamalt íbúðarhús. Ofan aðkeyrslu Stekks eru nú tvö hús, gamalt íbúðarhús og gamli „Klepp- ur“ og munu þau víkja fyrir nýrri byggð. Vestan skipulagssvæðisins eru núverandi byggingar FSA og segir í greinargerð með skipulagstillög- unni að líklegt megi teljast að íbúðabyggð verði síðar upp með gilbrún allt að Þórunnarstræti. í tengslum við þetta svæði verður lögð ný gata til suðurs austan FSA og munu standa við hana 11 ein- býlishús á tveimur hæðum, 9 neðan götunnar og 2 ofan hennar. Gömul gata að Stekk yrði lagfærð og lækk- uð í landi og austan hennar er gert ráð fyrir parhúsi. Gatnamótum við Spítalaveg er breytt og þar fæst ein einbýlishúsalóð svo og önnur efst við Spítalaveg. Þá er leyfð við- bygging við Spítalaveg númer 13. Alls er því um 14 nýbyggingar og eina viðbyggingu að ræða. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI 1989 31 HUfiARBRAOT Næsta hverfi sem byggt verður á Akureyri er Giljahverfi. Skipulag fyrsta áfanga gerir ráð fyrir annars vegar flórum átta hæða fjölbýlishúsum og hins vegar þremur raðhúsaþyrpingum. DEIUSKIPULAG VIÐ Vi w LÝSIN5ARUPP0RÁTIUB Skipulagi við Vestursíðu hefiir verið breytt og í stað raðhúsaíbúða sem þar áttu að rísa verða reist þar fjölbýlishús. Meginhugmynd skipu- lagsins felst í aðlögun að staðháttum, vindum og sólarátt. Gert er ráð fyrir 14 nýbyggingum og einni viðbyggingu í nýrri íbúðabyggð sem rísa á austan við Fjórð- ungssjúkrahúsið. % í Skálholti. Ferðalangar drekka morgunkaffi í hug ýmislegt annað. Skálholt er einn söguríkasti staður á íslandi og hingað’lágu leiðir áður fyrr úr öllum áttum á íslandi. Örlög Jóns Arasonar biskups og sona hans hafa nýlega terið rifjuð upp. Þá skildust leiðir með trúardeildum kristinna manna og íslendingar gerðust Lútherstrúar. Síðan ágrein- ingur var mestur milli kaþólskra og mótmælenda hefur flestum aðal- ágreiningsefnum verið rutt úr vegi hjá kaþólskum mönnum. Við hljót- um að fagna því, að samkirkjuleg athöfn gat átt sér stað á Þingvöllum í byijun síðasta mánaðar. Þar var tilkomumikið og eftirminnilegt að sjá þá saman biskupinn á íslandi og páfann í Róm. Þess er vonandi að vænta, að kirkjudeildirnar geti talið sig ágreiningslausar. Minn- umst þess, að trúardeilur fléttast inn í ógnaröld hjá okkar nágrönnum og frændum, eins og sumir segja, írum. Ég minnist þessa nú því frið- ur með Islendingum hefur blessun- arlega ríkt um langt skeið, en hann er ekki sjálfgefinn. Það er ekki síst ástæða til að geta þess nú á 60 ára afmælisári Sjálfstæðisflokksins, en - eins og formaður flokksins, Þor- steinn Pálsson, sagði í hátíðarræðu sinni af því tilefni, að hugsjónir flokksins voru órofa tengdar kristn- um lífsviðhorfum, umburðarlyndi og mannúðarstefnu. Þessa alls er nú þörf til að ná fram þjóðarsátt um helstu lykilatriði og uppsprettur deilumála í íslenskum þjóðmálum, sem annars gætu magnað deilur meðal íslendinga. Hér er að sjálf- sögðu um að ræða stjórnun og rétt til fiskveiða, landbúnaðarmálin, dreifbýlis-þéttbýlisríginn og sam- ósanngjarnt, að öll reiðin bitni á sér fyrir gróðurspjöll, sem fjölmargar kynslóðir hafa valdið. Þessu ber einnig að sýna skilning. Sjálfstæðis- flokkurinn er flokkur allra stétta og þess vegna m.a. er honum best treystandi fyrir mannúðlegri og skynsamlegri málamiðlun í þessum efnum eins og í áðurnefndum öðrum lykilatriðum einnig. Vindar blása nú þannig í íslenskum stjórnmálum, að tímabært er nú að kalla einn flokk til ábyrgðar á stjórnun lands- ins, Sjálfstæðisflokkinn. En einmitt af því að hann er fiokkur allra stétta, er vanþakklátt hlutverk að vera formaður hans. Þetta hafa í það minnsta tveir formenn flokksins sagt. Núverandi formaður, Þor- steinn Pálsson, hefur ekki farið varhluta af hinu sama, en nú hefur tíminn leitt í ljós, að varasamt get- ur verið að leggja harða dóma á ýmsar óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir. Þorsteins Pálssonar getur nú bráðlega beðið eitt vanda- samasta og um leið merkilegasta hlutverk, sem íslenskum stjórn- málamanni hefur fallið í skaut. Megi gæfan vera honum hliðholl. Framundan er aukin nýting ís- lenskrar orku og hyggjuvits, en lyk- ilatriði þarf að leysa í sjávarútvegi og landbúnaði til þess að svo megi verða. í ferð okkar framundan er hollt að láta hugann reika um þau atriði, sem ég hef nú talið upp auk sögunnar, sem blasir hér við augum við hvert fótmál. Mín ósk er sú, að Sjálfstæðisflokknum takist að byggja upp nokkurs konar Óseyrar- brú á milli hinna hefðbundu at- vinnugreina og hinna nýju og á milli annarra andstæðna í íslensku þjóðfélagi, sem virðast vera óbrúan- legar við fyrstu sýn. Óseyrarbrú tengir saman þijá sjávarútvegsstaði og gerir þá að einu atvinnusvæði. Græðum landið og greiðum skuldir margra kyn- slóða og byggjum Óseyrarbrýr. Ég óska öllum ferðalöngum góðrar ferðar. Svipmyndir úr sumarferð Varðar: býlið við landið. Það ber að fagna því mjög, að SUS hefur gert upp- græðslu og skógrækt að sérstöku viðfangsefni sínu. En það er vanda- samt hlutverk að ná nægilegri tiltrú á allri uppgræðslu á meðan ofbeit á sér stað jafnhliða í ríkum mæli. Þess vegna verður að ná fram minnkuðu beitarálagi á öllum við- kvæmustu svæðunum. Sagan segir okkur, að öll lönd umhverfis Mið- jarðarhafið, sem nýtt hafa verið til hjarðmennsku, hafa smám saman breytt ásjónu sinni og víða eru nú auðnir einar þar sem áður voru gróðurrík svæði. Ein kynslóð verður ekki svo mikið vör við gróðurrýrnun í sínu Bfi, en margar kynslóðir höggva óbætanleg skörð í gróður- far. Af sömu ástæðu finnst núver- andi kynslóð landnýtenda með réttu Lýsti stuðningi sjálfstæðismanna við landgræðslu og gróðurvernd en þeir innihalda bæði grasfræ og áburð, og var dreift úr þeim á sér- stöku svæði utan við Þorlákshöfn á heimleiðinni. Ekið var um Óseyrar- brú og komið í bæinn rétt fyrir klukkan átta, eftir tólf tíma skemmtilega ferð. Sæmundur Sig- mundsson sá um rúturnar og var þar vandað til allra verka. Fer ávarp Jónasar Bjarnasonar, formanns Varðar, hér á eftir: Varðarfélagar og aðrir ferða- gestir! Verið allir velkomnir í sumarferð Varðar. Það er mér persónulega alveg sérstök ánægja, að vera nú þess megnugur að geta ávarpað ykkur á þessum degi, eftir að mér fór að vaxa nokkur styrkur eftir mitt alvarlega slys. Eins og þið öll vitið er þessi sumarferð m.a. til að minnast mikilvægis skógræktar og landgræðslu á íslandi. Auk þess er farið um tvö af helstu orkuvinnslu- svæðum landsins, þ.e. varma- og fallorku annars vegar og orku mannvitsins hins vegar. Þetta eru þær orkulindir, sem margir telja að framtíð og efnahagsleg velferð íslensku þjóðarinnar muni í vaxandi mæli byggjast á. Fram undir lok ferðarinnar er ekið um Óseyrarbrú, en þar munu ferðagestir fá á tilfinn- inguna þær byltingarkenndu breyt- ingar, sem eru að verða í sam- göngumálum á íslandi og gjörbylta munu öllum viðhorfum í dreifbýli og gagnvart búsetu á öðrum stöðum landsins en á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. En hér i Skálholti kemur manni Sumarferð Varðar var farin í Þjórsárdal fyrsta laugardag í júlí. Lá leiðin að þýðingarmiklum orkulindum Reykvíkinga við Nesjavelli og að skógum framtíð- arinnar við Mosfell og í Þjórsárd- al. Var tilgangur ferðarinnar m.a. að lýsa yfir stuðningi sjálf- stæðismanna við landgræðslu og gróðurvernd. Farið var frá Valhöll um áttaleyt- ið um morguninn í ágætu veðri og var þátttaka ágæt, miðað við veður- útlit, en hátt á þriðja hundrað manns komu í ferðina. Ekið var austur nýja veginn til Nesjavalla þar sem Hitaveita Reykjavíkur er að reisa orkuver sem nýtir þá miklu orku sem er að finna á þessu mikla jarðhitasvæði að Nesjavöllum. Fyrsti áfangastaðurinn var Skál- holt, þar sem drukkið var morgun- kaffi. Formaður Varðar, Jónas Bjarnason, ávarpaði ferðagesti og Skálholtsprestur, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, lýsti staðháttum í Skálholti og rakti sögu þessa merka kirkjustaðar. Áfram var haldið og ekið inn Þjórsárdal. Hádegisverður var snæddur í Skriðufellsskógi sem var aðaláningarstaður ferðarinnar. Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, ávarpaði ferðagesti og Böðvar Guðmundsson skógarvörður sagði frá störfum Skógræktar ríkis- ins í dalnum. Þvínæst kynnti Hös- kuldur Jónsson, aðalfararstjóri sumarferðar Varðar, helstu kenni- leiti. Að loknum ávörpum voru gróðursettar 60 tijáplöntur til í Skálholti ávarpaði Jónas Bjarnason, formaður Varðar, ferðalang- ana. Urðu þar fagnaðarfiindir því Jónas hefúr legið á sjúkrahúsi eft- ir alvarlegt slys í fyrrahaust. marks um stuðning sjálfstæðis- manna við landgræðslu og gróður- vernd á 60 ára afmæli Sjálfstæðis- flokksins. Áfram var ekið niður Land og stoppað stutta stund í Galtalækjar- skógi en þar er fagurt graslendi sem aldrei hefur blásið upp og sýnir hvemig sveitin hefur öll verið áður en sú mikla gróðureyðing hófst sem svo áberandi er víða í Þjórsárdal og í nágrenni Heklu. Síðdegiskaffi var drukkið í Gúnn- arsholti, aðalbækistöðvum Land- græðslunnar. Þar ávarpaði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri ferða- gesti og sagði frá því mikla starfi sem Landgræðslan hefur unnið síðustu áratugi. Varðarfélögum voru afhentir 60 landgræðslupokar,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.