Morgunblaðið - 11.07.1989, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.07.1989, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 33 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur; Jarðvegssýni tekin vegna hugsanlegrar blýmengunar Heilbrigðiseltirlit Reykjavíkur hefur eftir ábendingu frá For- eldrasamtökum Reykjavíkur tek- ið jarðvegssýni við þijár dagvist- arstofnanir í borginni Valhöll, Grænubprg og Barónsborg, eftir að fréttist um blýmengum í jarð- vegi í Danmörku. Vegna blý- mengunar frá útblæstri bifreiða í Kaupamannahöfn telja heilbrigð- isyfirvöld þar nauðsynlegt að skipta um yfirborðsjarðveg á leik- völlum yngri barna en þeim er mest hætta búin. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins: Kaiserbjór ekki lengur fáanlegur Þýskur bjór kemur í staðinn ÁKVEÐIÐ hefúr verið að hætta sölu á Kaiserbjór í vínbúðum hérlend- is. Ástæðan mun vera sú að framleiðandinn austurriski sér sér ekki fært um að pakka bjórnum samkvæmt íslenskum reglum, sem gera ráð fyrir sex bjórdósum í hverri kippu. Þess í stað hefur verið leitað eftir útboðum frá þýskum bjórframleiðendum. Tilboð verða opnuð um miðjan júlímánuð. Nokkrar bjórtegundir hafa á und- anförnum vikum bæst við þær teg- undir, sem upphaflega voru til sölu hjá ÁTVR þegar bjórbanninu var aflétt. Nú er hægt að fá þar Heine- ken frá Hollandi, Pripps frá Svíþjóð, Kronenburg frá Frakklandi, Bass frá Englandi og væntanlegur er tékkneski bjórinn Urqell. Þessar tegundir verða einungis seldar í verslun ÁTVR, Heiðrúnu, við Stuðlaháls og eru ekki nein áform uppi um að fjölga útsölustöðum, að sögn Þórs Oddgeirssonar hjá Á'IÁR. Þær bjórtegundir, sem fyrir voru, eru Löwenbrau, Pilsner og Lageröl frá Sanitas, Egils Gull, Tuborg og Budweiser og verður áfram hægt að fá þær í verslunum ÁTVR. Polar- bjór frá Ölgerð Egils Skallagríms- sonar fæst nú einnig í vínbúðinni Heiðrúnu, en óvíst er hvort sölu hans verður haldið þar áfram, að sögn Þórs. í bréfi Foreldrasamtakanna kem- ur fram að umferð hafi aukist veru- lega í Reykjavík á undanförnum árum og því sé ekki ólíklegt að íslenskum börnum sé sama hætta búin og dönskum. „í vetur var það áberandi á útileiksvæðum dagvist- arheimila er standa við umferðar- götur (Valhöll v/Hringbraut og Grænuborg v/Eiríksgötu) hvað snjóalög urðu fljótt óhrein og hvað þau óhreinkuðust mikið. Efnasam- setning þessara óhreininda er okkur að sjálfsögðu ekki kunn, en það má oft greina veruleg áhrif útblást- urs bifreiða í andrúmslofti við þessi barnaheimili.“ Spurt er hvort rann- sókn hafi verið gerð á blýinnihaldi jarðvegs við barnaheimili við fjöl- farnar umferðagötur og ef ekki hvenær hún verði gerð. Þá fara samtökin fram á að Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur beiti áhrifum sínum til að reglur um útblástursmengun bifreiða verði hertar. Að sögn Tryggva Þórðarsonar heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur hafa sýnin sem tekin voru verið send erlendis til greiningar og er að vænta niður- stöðu úr henni innan tíðar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem kannað er hvort um blýmengun geti verið að ræða í jarðvegi í Reykjavík. Morgunblaðið/Ingimar Sveinsson Hvít fjöll í Álftafirði 27.-29. júní. Djúpivogur: Snjóaði 1 flöll síðustu daga júnímánaðar Djúpavogi. HÉR HAFA skipst á kaldir og hlýir dagar. 19. og 20. júní fór hitinn yfir 20 stig. Síðustu daga júnímánaðar snjóaðii §öll og voru fyöll hvít í 2-3 daga. Með júlímánuði hefur aftur hlýn- að og fólk hefur notað sólskins- stundirnar til að vera úti, þeir sem það geta, vegna vinnu. Ferðafólk er margt hér um þess- ar mundir. Fjölbreytt sýning á lista- verkum, bókum, náttúrugripum og gömium munum, stóð hér yfir dag- ana 20.-30. júní í tilefni af afmæli Djúpavogs. Var hún fjölsótt. Fiskvinnslufólk hefur nóg að starfa. Einnig hafa minni bátar fiskað nokkuð vel. Gert er ráð fyrir að fiskvinnslu- fólk fái nokkurt frí í næsta mánuði þar sem fyrirhuguð er meiriháttar klössun á Sunnutindi, en hann hef- ur aldrei farið til viðgerðar í þau nærri 8 ár sem hann hefur verið gerður út héðan. - Ingimar- Vogar: Rannsóknir á laxaseiðum í sió Vogum. VIÐAMIKLAR rannsóknir á laxaseiðum í sjó hafa farið fram að undanförnu í Stakkfirði, en einkum í Vogavík. Það eru Veiði- málastofnun og Hafrannsókua- stofnun sem stunda kannanirnar sem eru hluti af mjög viðamiklu rannsóknarverkeftii til að bæta rekstrargrundvöll hafbeitar- stöðva. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 10. júlí. FISKMARKAÐUR hf. í Háfnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,00 46,00 47,55 24,081 1.253.406 Þorskur(smár) 30,00 30,00 30,00 0,851 25.530 Ýsa 95,00 50,00 59,46 5,002 297.446 Karfi 28,50 21,50 23,87 114,703 2.738.190 Ufsi 31,50 29,00 29,09 6,928 201.521 Ufsi (smár) 8,00 8,00 8,00 1,194 9.556 Steinbítur 42,00 36,00 38,96 4,749 185.035 Langa 30,00 20,00 26,78 2,628 70.395 Lúða 175,00 70,00 110,21 0,506 55.843 Koli 50,00 46,00 47,55 1,410 67.040 Skötuselur 205,00 205,00 205,00 0,034 6.929 Skötuselur 112,00 90,00 101,99 0,601 61.288 Skata 60,00 60,00 60,00 0,101 6.060 Samtals 30,58 162,792 4.978.239 Selt var úr Stapavík Sl og bátum. 1 dag verður boðinn upp bátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 60,00 ■ 45,00 52,60 12,044 633.488 Þorskur(smár) 27,00 27,00 27,00 0,093 2.511 Ýsa 93,00 B5,00 89,42 1,070 95.684 Karfi 21,50 19,00 20,70 65,733 1.360.733 Ufsi 26,00 17,00 23,90 0,382 9.131 Ufsi (undir- 7,00 7,00 7,00 0,735 5.145 máls) Steinbítur 41,00 15,00 19,33 0,252 4.872 Langa 21,00 21,00 21,00 0,646 13.556 ' Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,515 7.725 Lúða(stór) 160,00 60,00 109,32 0,118 12.900 Grálúða 36,00 36,00 36,00 0,339 12.204 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,025 375 Skarkoli 72,00 25,00 36,92 2,895 106.886 Keila Samtals 5,00 5,00 5,00 0,056 280 Selt var úr Engey RE. í dag veröur selt úr Sigurey BA, 10 t karfi, 30 t þorskur, 10 t grálúða og 14 t : ufsi. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 61,50 55,00 57,23 26,322 1.506.327 Ýsa 92,00 84,00 89,90 4,660 418.952 Karfi 25,50 15,00 20,57 34,326 705.959 Ufsi 31,00 15,00 26,29 6,786 178.409 Steinbítur 37,00 15,00 32.92 0,675 22.216 Blálanga 27,00 27,00 27,00 0,305 8.235 Lúða 180,00 120,00 132,35 0,345 45.660 Skarkoli 60,00 35,00 38,14 3,200 122.041 Keila 5,00 5,00 5,00 0,023 115 Undirmálsfisk- 26,00 26,00 26,00 0,076 1.976 ur Skötuselur 108,00 108,00 108,00 0,059 6.372 Samtals 39,28 76,780 3.016.262 Selt var úr Þuriði Halldórsdóttur GK, Hörpu GK, færabátum og humarbátum. i dag verður seldur þorskur og karti úr Þresti og fiskur úr færabátum. Þröstur ís- landsmeist- ari í atskák ÞRÖSTUR Þórhallsson varð íslandsmeistari í atskák um helgina. Hann hlaut 8 vinn- inga af 9 mögulegum, en Hannes Hlífar Stefánsson varð í 2. sæti með TA vinn- ing. Sigurður Daði Sigfússon og Sölvi Jónsson urðu í 3.-4. sæti með 6/2 vinning. Þetta er í annað skiptið sem keppt er urn íslandsmeistaratit- ' ilinn í atskák og tóku 52 skák- menn þátt í mótinu. I atskák fær hvor skákmaður hálftíma til að ljúka skákinni. Vigfús Jóhannsson hjá Veiði- málastofnun segir að verkefnið standi í fjögur ár og sé styrkt af Rannsóknaráði ríkisins. Vogalax og Kollafjarðarstöðin hafa lagt mikið af mörkum og hafa eitt hundrað þúsund laxaseiði verið merkt vegna þessa og er fyrstu heimta að vænta á næsta ári. Með rannsóknunum verður reynt að komast að hvað gerist við seiða- sleppingu og athugað hvaða stærð seiða sé heppiiegust í hafbeit og af hveiju. Þá verða prófaðir fleiri sleppistaðir, eins og til dæmis að flytja seiði út á sjó til sleppingar á meira dýpi og fylgst með ferli þeirra í sjónum eftir sleppinguna. Enn- fremur verður kannað arðrán stærri fiska á seiðunum á þessum tíma, en áður var vitað um mikil afföll vegna fugla. Rannsóknirnar hafa aðallega verið stundaðar með flotnetum með smáum möskva, sem hefur verið komið fyrir mislangt frá sleppistað til að fylgjast með ferðum seiða. „Það hefur komið í ljós,“ sagði Vig- fús, „að nokkuð stór hluti seiðanna fer hratt út á sjó, en aðrir hópar þurfa meiri tíma.“ Þá segir Vigfús rannsóknir á mismunandi stærðum seiða geta ráðið miklu um framtíð hafbeitarstöðva við landið vegna þess að það gæti munað miklu í kostnaði við eldið. Með tilraunaveiðum með flot- vörpu og botnvörpu hefur verið leit- að að hugsanlegum arðræningjum laxaseiða og hefur verið reynt að komast að hvaða stærri fiskar lifðu á seiðunum. Rannsóknirnar hafa verið stundaðar á tveimur bátum, Mími RE og Dröfn RE, ásamt gúm- bát. - E.G. Útihátíð á Tálknafírði: Mótsgestir flúðu úr tjöldum og inn í hús VESTANROK með úrhellisrigningu varð til þess að mótsgestir á Qölskylduhátíðinni Líf og fjör 1989 á Tálknaiírði um helgina urðu að forða sér úr tjöldum sínum og inn í hús um miðja nótt með að- stoð björgunarsveitarmanna. Veðrið skall á aðfaranótt sunnu- dags í þann mund er útidansleik með Greifunum var að ljúka. Björg- unarsveitamenn frá Tálknafirði og víðar að aðstoðuðu gesti við að taka saman föggur sínar á tjaldstæðinu og var mótsgestum komið fyrir í íþrótta- og skólahúsi við hliðina á tjaldstæðinu um nóttina. Alls munu hátt í eitt þúsund manns hafa verið á mótssvæðinu. „Yfirbragð hi.tíðarinnar var nokkuð gott bæði föstudag og laug- ardag, en vissulega skemmdi veðrið svolítið fyrir í lokin,“ sagði Arnar Pálsson, sveitarstjóri á Tálknafirði, í samtali við Morgunblaðið. Það voru íþrótta- og æskulýðsnefndir sveitarfélaganna á Vestfjörðum sem stóðu fyrir útihátíðinni og er þetta i annað sinn sem slík fjöl- skylduhátíð er haWin. Sams konar hátíð var fyrst haldin að Núpi í Dýrafirði árið 1985. Ölafsvík: Stóri-sunnan með skinna- köstum Ólafsvík. ALLMIKIÐ vatnsveður gekk hér yfir um helgina. Byrjaði Stóri-sunnan með skinna- köstum um hádegi á laugar- dag, en aðfaranótt sunnu- dags var mikil rigning að auki. Varð því töluvert flóð í ám og lækjum. Ræsi í nýja veginum um Klettakotsvaðal er of lítið, og flytur ekki fram það vatnsmagn sem Litla- Laxá skilar að því þegar svona ber undir. Urðu félagar í golfklýbbnum Jökli fyrir tjóni þegar vatn flæddi upp um Fróðárvöll og skemmdi nýsáningu. Einnig urðu þeir golfmenn vegna vatns að breyta holuröð þegar meist- ararnót félagsins fór fram nú um helgina. Ekki dugði að fresta mótinu, vegna þess að meistaramótin eru samtímis um land allt. Er þungi í forráða- mönnurn Jökuls vegna þessa. -Helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.