Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÖLÍ 1989
Bandaríkin
Atvinnuleysi
eykst lítillega
Washington. Reuter
ATVINNULEYSI í Bandaríkjunum jókst lítillega í síðasta mánuði og
var 5,3% á móti 5,2% í maí. Þessar upplýsingar Vinnumálaráðuneytis-
ins eru fyrstu upplýsingar um bandarískt efiiahagslif i júní og því var
beðið eftir þeim með eftirvæntingu.
Nokkru færri ný störf urðu til í
júní en búist var við og mun færri en
í maí. Hagfræðingar höfðu spáð því
að atvinnuleysi yrði óbreytt eða um
5,2% í maí, en vegna þess að nýjum
störfum fjölgaði ekki eins mikið og
búist var við, jókst atvinnuleysi lítil-
lega, eins og áður segir.
Þessar tölur um atvinnu í júní eru
enn ein vísbending um að hægt hef-
ur á hagvexti í Bandaríkjunum.
Fundi forráðamanna seðlabankans
um stefnumótun lauk á fimmtudag
og var búist við að ákveðið yrði að
lækka vexti bankans ef tölur um
atvinnuleysi gæfu til kynna hægari
hagvöxt en áður. Seðlabankinn lækk-
aði vexti lítillega í síðasta mánuði,
en hagfræðingar hafa almennt búist
við að þeir yrðu lækkaðir enn meira
á næstu dögum eða vikum, til að
örva efnahagslífið og koma í veg
fyrir að gengi dollarans verði of hátt.
Lægri vextir hafa hins vegar áhrif á
verðlag og leiða að öðru óbreyttu til
nokkru hærri verðbólgu. Samkvæmt
upplýsingum Atvinnumálaráðuneyt-
isins, var launaskrið lítið á milli maí
og júní. Þannig var meðaltímakaup
verkamanna var 9,62 dollarar í júní
á móti 9,61 dollara í maí.
!SSass=*
Leitið til okkar:
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • S(MI 28300
■4
1H nsrð til
Ahureyrar innan
10 sekúndna
Fáar aðrar samgönguleiðir slá
símanum við í hraða ogþœgindum. Þú
ert um 1 klst. að fljúga á milli
Reykjavíkur og Akureyrar (í meðvindi).
Þú ert 5 klsl að aka sömu leið (á
löglegum hraða) og a.m.k. heilan dag
að sigla (í sléttum sjó).
Fyrir utan þetta er síminn ódýr leið og
þú verður ekki flugveikur, bílveikur eða
sjóveikur af því að tala í símann. Auk
þess er ódýrara að hringja eftir kl. 18 á
daginn og enn ódýrara eftir kl. 23 og
um helgar.
Langlínutaxtarnir eru tveir. Dœmi um
styttri langlinutaxta er Reykjavík -
Keflavík og dœmi um lengri taxta er
Reykjavík - Akureyri*.
Reykjavík - Keflavík
Lengd símtals 3 mín. 10 mín. 30 mín.
Dagtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00
Kvöldtaxti kr. 13,00 kr. 36,33 kr. 103,00
Nætur- og helgartaxti kr. 10,50 kr.28,00 kr. 78,00
* Breytist samkvcemt gjaldskrá
Reykjavík - Akureyri
Lengd símtals 3mín. lOmín. 30 mín.
Dagtaxti kr. 25,50 kr. 78,00 kr. 228,00
Kvöldtaxti kr, 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00
Nætur- og helgartaxti kr. 14,25 kr. 40,50 kr. 115,50
PÓSTUR OG SÍMI
Við spörum þér sporin
GOTT FÓLK/SlA