Morgunblaðið - 11.07.1989, Page 48
#--------------------------------
öl mótheijanna, að þessi grundvall-
arstefna flokksins varð undir. Eftir-
málann þekkja allir.
Það fyllti svo mælinn, þegar aðför
var gerð að Albert Guðmundssyni
og hann lýsti vilja sínum að stofna
stjómmálaflokk í anda þeirra nýju
strauma, sem hafna einstrengings-
legum kenningum og „ismum“
gömlu flokkanna, en vinna þess í
stað að heildarhag allra stétta og
þjóðfélagshópa. Þetta var í anda
þeirrar lífsskoðunar, sem við Bene-
dikt höfðum alltaf barist fyrir, og
því gengum við til liðs við Borgara-
flokkinn.
Af mikilli þrautseigju lagði Bene-
dikt öðrum fremur grundvöllinn að
skipulagi og flokksstarfi okkar
Borgaraflokksmanna, sem við mun-
um njóta góðs af um ókomna
framtíð. Í elju dagsins var hann
hvers manns hugljúfi og töfraði fram
samstöðu manna í millum, þegar
gamall vani og aflögð stjómmálavið-
horf flokksmanna villtu þeim sýn.
Þó ekki komi annað til en það
eitt að hafa átt Benedikt að vini og
samheija, sem ótrauður miðlaði okk-
ur af reynslu sinni og innsæi, þá er
það ærið veganesti þeim, sem nú
taka við gunnfána réttlætis og
mannúðar i flokki okkar. Sú duld
sem hvílir handan móðunnar miklu
er nú rofin með fullvissu þess að
góðvild hans og vitund bíður okkar
í anda álmættisins. Blessuð sé minn-
ing hans.
Elskulegri eiginkonu, bömum og
ættingjum sendi ég samúðarkveðjur.
Guttormur Einarsson
í herliði Andans af ððrum hann bar,
í orustum reifur og glaður.
Hann stríðsmaður eilífðarvissunnar var
og vegdjarfur leiðsögumaður.“
(Jakob-J. Smári)
Það er erfitt að trúa því, að
Benedikt Bogason sé farinn. Hann
var svo þmnginn af fjöri og
lífskrafti. Hann er mér ógleymanleg-
ur. Benedikt Bogasyni á ég mest
að þakka allra minna vina. Það er
mér viðkvæmt mál að kveðja hann
á þessum alvarlegu vegamótum, þó
að ég sé sannfærður og að ég viti
að við eigum að hittast aftur. Það
hefur aldrei komið eins sárt við mig
að fylgja neinum óvandabundnum
við vistaskipti og Benedikt Bogasyni.
Þegar við vomm ungir bjuggum
við í Laugameshverfinu, síðan liðu
árin. Þegar dr. Gunnar Thoroddsen
varð forsætisráðherra varð kunn-
ingsskapurinn dýpri er leiddi til ein-
lægrar vináttu. Margar gleðistundir
áttum við saman. Við ræddum
áhugamál, stundum samdóma og
stundum ósamdóma, en alltaf vinir.
Það er blessun, sem ég fæ aldrei
fullþakkað Guði, að kynnast frú
Unni og Benedikt Bogasyni, bömum
þeirra, Magnúsi og Hólmfríði, sonar-
dóttur, Unni, og tengdabörnum,
Birgittu og Þorgils.
Benedikt Bogason alþingismaður
og vekfræðingur var einn af merk-
ustu mönnum landsins og einlægur
drengskaparmaður. „íslandi allt“ af
eldmóði hjartans bar hann áhugamál
íslands fyrir bqosti, á hverri stundu
boðinn og búinn að ljá hjálparhönd.
Hann var svo af Guði gerður að vilja
ævinlega vera viðbúinn og hefja
merkið, halda því hátt á lofti, þegar
góður málstaður skar upp herör.
Hugsjónir Benedikts Bogasonar
vom mannbætandi. Hvert sem hann
leit sá hann verk að vinna, áhuga-
mál hans vom óþijótandi, sífellt var
hans mannkostagull að skírast. Allt,
sem vakti hjá Benedikt Bogasyni
vonir um birtu og yl, var honum
ósegjanlega kært.
Benedikt var fjölskyggn og fjölvit-
ur, athygli hans sístarfandi, hugur-
inn sívakandi, og auðfundin gleðin
að geta stöðugt fræðst og fært út
■ejóndeildarhringinn. Hann hafði heil-
brigðan smekk og góða dómgreind.
Ævi hans var stutt, aðeins 55
ára, þegar hann nú hefur verið kall-
aður til starfa á æðri sviðum. Bene-
dikt var sannfærður um vemleik
ósýnilegrar veraldar og hafði áhuga
á að koma á sambandi við framliðna
vini sína og ættingja, og þekkti vel
hin ákveðnu lög til þess að komast
að skilyrðunum. Benedikt var sann-
færður um líf að loknu þessu fyrir
eigin reynslu.
Það var Benedikt Bogasyni mikil
gæfa að kvænast jafnmikilhæfri
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989
konu og gáfaðri og frú Unnur Magn-
úsdóttir er. Hún skildi Benedikt
flestum betur og kunni öllum betur
að meta fágseta hæfileika hans, and-
legur félagi hans. Unnur var Bene-
dikt dýrmætur félagi. Hún var Bene-
dikt Bogasyni slík kona, sem Berg-
þóra Njáli, enda mat Benedikt konu
sína að verðleikum. Hann unni konu
sinni og dáði.
í gegnum móðu sé ég brosið hans
hlýja og einlæga. Nú er Benedikt
sigldur inn á Paradísarsviðið, það
liggja símar milli heimanna, símar
milli sálna, sem flytja ástúðar- og
vináttuhugsanir.
Góður Guð blessi eftirlifandi ást-
vini Benedikts. Góður Guð blessi
ferð Benedikts Bogasonar til hærri
heima.
Helgi Vigfusson
Skömmu eftir að Alþingi lauk
störfum í vor bárust mér fregnir af
því að fyrrverandi flokksbróðir minn
Benedikt Bogason hefði verið lagður
á sjúkrahús til þess að undirgangast
aðgerð.
Sú aðgerð leiddi í ljós að hann
var því miður alvarlega sjúkur mað-
ur og svo fór að lokum að okkar
æðsti húsbóndi ákvað að kalla hann
til sín.
Það kall kom alltof snemma og
alltof og snöggt, en vegir guðs eru
órannsakanlegir.
Það er nokkur huggun í því að
vita að dyr drottins-eru opnar öllum
góðum mönnum, og því veit ég að
Benedikt er nú á stað sem honum
líður vel, á stað sem honum er tekið
opnum örmum.
Þrátt fyrir að við Benedikt höfðum
verið nágrannar í nokkur ár, aðeins
nokkrir metrar á milli heimilanna,
hafði ég ekki séð hann fyrr en við
stofnun Borgaraflokksins.
Urðum við strax hinir mestu mát-
ar, og störfuðum mikið saman að
framgangi Borgaraflokksins, bæði í
stefnuskrárvinnu og ekki síður í
sjálfri kosningabaráttunni. í þeirri
baráttu átti ég engan betri að en
einmitt hann, og fyrir það hef ég
alla tíð síðan verið honum þakklátur.
Með það í huga á þetta ljóðbrot
eftir Bólu-Hjálmar vel við:
Meðal þeirra einn ég er
sem upp með sðknuð kalia
af góðu hjarta greiddi hann mér
gjafir og velvild alla
Örlögin réðu því síðan að það var
ég én ekki hann sem endaði inni á
þingi, en litlu munaði að Benedikt
hlyti kosningu.
Það var í rauninni kaldhæðni að
það skyldi spilast þannig að við sem
höfðum unnið þetta mikið saman
skyldum lenda í þvi að það var á
milli okkar hvor næði kjöri sem
þingmaður Borgaraflokksins.
Benedikt var engu að síður að-
eins tveimur árum síðar orðinn full-
gildur þingmaður, og hefði hann
fengið að dvelja hér lengur er ekki
nokkur vafi í mínum huga að því
starfí hefði hann skilað með sæmd.
Ég vil votta fjölskyldu Benedikts
mína innilegustu samúð og bið guð
að veita þeim styrk_ og trú í sorg
þeirra og söknuði. Ég vil fullvissa
þau um að þar sem Benedikt er
núna líður öllum vel, því það fer
eftir því hvemig sáð er hver upp-
skeran verður.
Ingi Björn Albertsson
Hinn 30. júní sl. andaðist í
Reykjavík Benedikt Bogason verk-
fræðingur og alþingismaður. Bana-
mein hans var krabbamein sem ekki
var vitað um fyrr en 30. maí sl. er
hann var skorinn upp á Landspíta-
lanum, en þá var sjúkdómurinn kom-
inn á það stig að ekki varð við neitt
ráðið og lifði Benedikt eftir það að-
eins í fjórar vikur, helsjúkur.
Benedikt fæddist 17. september
1933 að Laugardælum í Árnessýslu,
sonur hjónanna Boga Eggertssonar
og Hólmfríðar Guðmundsdóttur.
Bogi faðir Benedikts var sonur
Eggerts Benediktssonar bónda og
alþingismanns að Laugardælum,
Eggertssonar prests að Vatnsfirði
og konu hars Agnesar Þorsteins-
dóttur í Núpakoti. Kona Eggerts
Benediktssonar var Guðrún Sólveig
Bjamadóttir prests að Stafafelli í
Lóni, Sveinssonar og konu hans
Margrétar Eriendsdóttur að Húsum
í Fljótsdal Þorvarðarsonar. Eggert
var um tíma í Reykjavíkurskóla,
síðan við verslunarnám í Kaup-
mannahöfn. Hann var verslunar-
stjóri í Papósverslun til ársins 1897
er hann keypti Laugadæli í Flóa og
var þar til æviloka. Hann var einn
af stofnendum Sláturfélags Suður-
lands og átti þátt í undirbúningi
Flóaáveitu Mjólkurbús Flóamanna
og gaf Iand undir Mjólkurbúið úr
landi Laugardæla. Eggert var 2.
þingmaður Ámesinga 1902.
Hólmfríður móðir Benedikts var
dóttir Guðmundar vegavinnuverk-
stjóra og bónda að Læk í Flóa,
Snorrasonar, sem einnig var bóndi
að Læk, Þórarinssonar og konu hans
Hólmfríðar Eiríksdóttur. Sagt var
um Snorra að hann væri búsýslu-
maður, heppinn dýralæknir og hafi
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.
Kona Guðmundar var Sigríður
Bjarnadóttir Þorvarðssonar bónda
að Sviðugörðum í Gaulveijabæ og
konu hans Guðrúnar Pálsdóttur.
Foreldrar Benedikts tóku við bú-
skap að Laugardælum strax eftir
að þau gengu í hjónaband og voru
þau hjá þeim, Eggert og Guðrún
Sólveig. Eggert andaðist árið 1936.
Bogi réð ekki við að kaupa jörðina,
þótt ekki vantaði hann áhugann og
var hún seld Kaupfélagi Árnesinga.
Eftir það fluttu þau Bogi og Hólm-
fríður til Reykjavíkur. Bogi réðst
fyrst sem ráðsmaður hjá hesta-
mannafélaginu Fáki, en síðar verk-
stjóri hjá Aburðarverksmiðju ríkis-
ins. Bogi var meðal þekktustu hesta-
manna landsins, hann átfei lands-
þekkta gæðinga, skrifaði um hrossa-
rækt og tamningar og tók mikinn
þátt í félagsstarfi hestamanna. Þau
hjón, foreldrar Benedikts, em nú
bæði látin. Hólmfríður andaðist árið
1972, en faðir hans á árinu 1987.
Bogi og Hólmfríður eignuðust sjö
börn og eru 5 þeirra á Iífi: Eggert
húsgagnasmiður, Sigurður Gunnar
bifreiðastjóri, Guðmundur myndlist-
arnemi, kvæntur Sóleyju Ragnars-
dóttur, Ragna húsmóðir og skrif-
stofumaður, gift Viðari Halldórssyni
framkvæmdastjóra, og Guðrún
skrifstofumaður.
Benedikt gekk í Menntaskólann í
Reykjavík og brautskráðist þaðan
árið 1953. Eftir stúdentspróf stund-
aði hann nám í einn vetur við verk-
fræðideild Háskóla íslands, en hélt
síðan til Finnlands þar sem hann
lauk verkfræðiprófl frá T.H. í Hels-
ingfors árið 1961. Benedikt var
fyrsti íslendingurinn til að ljúka
námi frá finnskum háskóla og var
það ekki lítið afrek þar sem kennsla
fór fram að hluta til á fínnsku. Á
þessum árum stofnaði hann Félag
íslenskra stúdenta í Finnlandi og var
fyrsti formaður þess. Á námsárum
sínum kvæntist Benedikt og settist
nú fjölskyldan að námi Benedikts
loknu að á Selfossi þar sem hann
gerðist framkvæmdastjóri Flóaáveit-
unnar og Ræktunarsambands Flóa-
og Skeiðaveitna til ársins 1964.
Samhliða framkvæmdastjórastarf-
inu stundaði hann almenn verk-
fræðistörf á Selfossi, var ráðgjafl
Ölfusárveitunnar, einnig var hann
stundakennari við Miðskóla Selfoss,
Iðnskóla Selfoss og Garðyrkjuskóla
ríkisins. Meðan Benedikt var búsett-
ur á Selfossi átti hann sæti í hrepps-
nefnd Selfosshrepps fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn árin 1962 til 1964 og einn-
ig sat hann í byggingarnefnd.
Árið 1964 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur og starfaði Benedikt
stuttan tíma hjá Steinstólpum hf.,
en hóf síðan störf hjá gatna- og
holræsadeild borgarverkfræðings í
Reykjavík og starfaði þar til ársins
1971.
Benedikt stofnsetti verkfræði-
stofu í Reykjavík árið 1971 sem
hann rak í níu ár eða til ársins 1980, \
en þá varð hann verkfræðilegur
ráðunautur Framkvæmdastofnunar
íslands. Síðustu ár var Benedikt
fulltrúi forstjóra Byggðastofnunar.
Allt frá menntaskólaárum sínum
var Benedikt mjög pólitiskur og
hafði brennandi áhuga á landsmál-
um. Hann fylgdi lengst af Sjálfstæð-
isflokknum að málum og átti sæti í
stjórnum hverfafélaga Sjálfstæðis-
flokksins í Háaleitis- og Árbæjar-
hverfi, einnig átti hann tvívegis
sæti í stjóm landsmálafélagsins
Varðar. Þegar dr. Gunnar Thorodds-
en myndaði ríkisstjóm sína árið 1980
var Benedikt mikill og eindreginn
stuðningsmaður hennar og fjarlægð-
ist kannske þá um leið sína gömlu
samheija. Síðan gerðist það að Borg-
araflokkurinn var stofnaður árið
1987 og bauð fram við alþingiskosn-
ingar í apríl sama ár og tók Bene:
dikt 4. sæti listans í Reykjavík. í
kosningunum fékk Borgaraflokkur-
inn 3 þingmenn kjörna í Reykjavík
og varð Benedikt fyrsti varamaður
þingflokksins. Þegar efsti maður
listans, Albert Guðmundsson, tók við
sendiherraembætti í París í apríl sl.
tók Benedikt fast sæti á þingi.
Benedikt vom falin ýmis félags-
og trúnaðarstörf. Hann var formað-
ur Sambands íslenskra stúdenta er-
lendis 1961, í stjórn Suomi-félagsins
í Reykjavík 1969 til 1980, í bygging-
arnefnd Ríkisútvarpsins frá 1981 og
formaður Framfarafélags Seláss- og
Árbæjarhverfis frá 1983, og fleira
mætti telja.
Við Benedikt kynntumst í
Menntaskólanum í Reykjavík og
tókst með okkur mikil og góð vin-
átta sem aldrei bar skugga á. Margs
er að minnast frá þessum árum, við
unnum t.d. saman tvö sumur á
Keflavíkurflugvelli. Við fórum sam-
an í ferðalag ásamt félaga okkar
með ms. Gullfossi til Skotlands og
ókum þaðan til Kaupmannahafnar
þar sem leiðir skildu og Benedikt
hélt til Finnlands til náms.
Við höfum verið saman í spila-
klúbbi í 25 ár og var Benedikt
áhugasamur og kappsfullur við
spilaborðið sem annars staðar og
verður hans nú sárt saknað á þeim
vettvangi. Einnig hittumst við
nokkrir bekkjarfélagar og vinir í
kaffi á Hótel Borg á laugardags-
morgnum í ein 15 ár og var Bene-
dikts ávallt beðið með eftirvæntingu,
bæði til að flytja okkur nýjustu frétt-
ir úr pólitíkinni og eins til að lífga
upp á rökræður við kaffiborðið.
Stúdentar úr MR 1953 hafa ávallt
haldið vel hópinn og góð vinátta
verið milli bekkjarsystkina. Komið
var saman á fímm ára fresti hið
minnsta og var Benedikt sjálfkjörinn
foringi og driffjöður fyrir þessum
afmælishófum, sem ávallt voru vel
undirbúin og skipulögð. Ég veit að
ég mæli fyrir munn allra bekkjar-
systkina minna er ég þakka Bene-
dikt fyrir þessa forystu hans.
Hinn 17. ágúst 1957 kvæntist
Be'nedikt Unni Magnúsdóttur. Unn-
ur er dóttir Magnúsar Brynjólfsson-
ar verkamanns í Reykjavík og konu
hans, Margrétar Ólafsdóttur. Þau
eru látin.
Þau Unnur og Benedikt eignuðust
tvö böm sem bæði eru uppkomin
og hafa stofnað eigin heimili. Sonur-
inn Magnús Grétar er viðskiptafræð-
ingur og löggiltur endurskoðandi,
kvæntur Birgittu Thorsteinson nem-
anda í Kennaraháskóla íslands og
eiga þau eina dóttur, Unni Ylfu.
Dóttirin Hólmfríður er flugfreyja og
er gift Þorgils Ingvarssyni rafeinda-
virkja.
Unnur reyndist sá besti lífsföru-
nautur sem á varð kosið. í blíðu sem
stríðu hefur hún staðið við hlið Bene-
dikts sem klettur. Nú síðast í veik-
indum hans vék hún ekki frá sjúkra-
beði hans, en Benedikt auðnaðist að
dveljast heima fram undir það
síðasta. Dóttir og tengdadóttir lágu
heldur ekki á liði sínu við umönnun
hans.
Heimili þeirra Unnar og Bene-
dikts að Melbæ 7 bar vott um mikla
smekkvísi og snyrtimennsku og
þangað var gott að koma og njóta
gestrisni þeirra. Fátt vinafólk höfum
við hjónin umgengist meir en Unni
og Benedikt. Hér áður fyrr fórum
við saman í ferðalög og útilegur,
gistum hjá þeim á Selfossi og eftir
að þau fluttust til Reykjavíkur var
oft skipst á heimsóknum.
Benedikt var mikill vinur vina
sinna, hann var alltaf glaður og
hress í viðmóti og því gott að eiga
hann að vini. Hann var alltaf fús tii
að fórna tíma sínum og kröftum
þeim málstað sem hann trúði á.
Hann kom víða við í lífi sínu og
starfl og eru margir sem sakna hans
nú. Hann var, eins og sagt var forð-
um, drengur góður.
Áð leiðarlokum þökkum við hjónin
Benedikt fyrir vináttu hans um
margra áratuga skeið og óskum
honum velfarnaðar á nýjum leiðum.
Unni, börnum og öðrum ástvinum
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Megi minningin um góðan dreng
vera þeim huggun harmi gegn.
Jón Ólafsson
Þar er sárt að þurfa að kveðja
hinstu kveðju Benedikt Bogason,
elskulegan vin og mág. Hann sem
var okkur ölium svo kær og hugljúf-
ur, ætíð hrókur alls fagnaðar þegar
við komum saman. Spaugsamur ef
því var að skipta, en íhugull, rök-
fimur og ráðhollur, ef um alvarleg
mál var að ræða. Ég tel raunar, að
ég hafi engum manni kynnst, hvorki
fyrr né síðar, sem var jafn bóngóður
og hjálpsamur og Benedikt.
Ég hygg það sannmæli, að Bene-
dikt hafi látið fátt mannlegt sér
óviðkomandi, hvort heldur um var
að ræða félagsmál og stjómmál ell-
egar persónuleg viðfangsefni og
vandamál vina og kunningja eða
annarra sem hann kynntist eða hafði
einhver skipti af. Þessi mannlegu
viðhorf, víðtæk þekking, reynsla og
óbilandi starfsþrek, höfðu svo þær
afleiðingar, að mikið var leitað til
Benedikts um margs konar ráðgjöf
og úrlausnir. í þessu sambandi varð
ég oftlega vitni að því á heimili hans,
að síminn þagnaði naumast, þótt
kvöld væri komið. Það var eins og
hann áynni sér traust hvers sem
var, hvort heldur um var að ræða
unga drengi eða aldrað fólk, og alla
aldursflokka þar á milli. Þannig
minnist ég þess, að faðir minn og
tengdafaðir Benedikts hafði miklar
mætur á honum og hafði oft spurn-
ir af honum.
Benedikt kvæntist Unni systur
minni fyrir röskum þijátíu árum.
Það var á sólfögrum degi og björt
framtíðin blasti við. Ég man daginn
eins og það hefði gerst í gær. Ungu
hjónin héldu svo til Finnlands, þar
sem Benedikt lauk verkfræðinámi
nokkru síðar með frábærum vitnis-
burði.,
Benedikt féll frá, og það óvænt,
löngu fyrir aldur fram. Hann átti
svo mörgum viðfangsefnum ólokið.
En nú er mágur minn allur. Ég
get aðeins flutt systur minni, Unni,
og bömum þeirra Benedikts mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kristrún Magnúsdóttir
í dag er til moldar borinn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík Benedikt
Bogason, verkfræðingur og alþingis-
maður. Hann lést á Landspítalanum
eftir skamma sjúkdómslegu þann
30. júní sl. á 56. aldursári.
Benedikt Bogason fæddist að
Laugardælum í Hraungerðishreppi
þann 17. september 1933, sonur
hjónanna Boga Eggertssonar og
Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Hann
var þriðja barn foreldra sinna, en
þau eru í aldursröð: Guðmundur
(eldri), er lést á unglingsaldri af slys-
förum. Eggert, húsasmiður í
Reykjavík. Gunnar, bifreiðastjóri í
Reykjavík. Guðmundur (yngri), nú
nemi í Myndlista- og handíðaskól-
anum og tvíburasystumar Guðrún,
skrifstofustúlka i Reykjavík, og
Ragna, skrifstofustúlka og húsfreyja
í Kópavogi.
Bogi Eggertsson, faðir þeirra
systkina, .var frá Laugardælum, rétt
austan Selfoss, og hóf þar búskap,
en flutti fljótlega til Reykjavíkur og
var um árabil verkstjóri í Áburðar-
verksmiðju ríkisins, landskunnur
hestamaður og flestum fremri á því
sviði. Eggert, faðir hans, bóndi í
Laugardælum, lagði af mikilli fram-
sýni til land undir Mjólkurbú Flóa-
manna og réð þar með miklu um
þróun byggðar hér um slóðir.
Þó að Benedikt Bogason hafi átt
sín fyrstu spor hér eystra ólst hann
að mestu upp í Reykjavík eftir að
fjölskyldan fluttist vestur yfir heiði.
Éngu að síður rofnuðu aldrei tengsl-
in við átthagana og bar þar margt til.
Benedikt lauk námi frá MR 1953
o g lagði síðan stund á verkfræðinám.
Hann lauk verkfræðiprófi fra' Tækni
háskólanum i Helsinki 1961 og varð
þar með fyrstur íslendinga til að
Ijúka háskólaprófi við finnskan há-
skóla. Að námi loknu réðst hann sem
framkvæmdastjóri Flóaáveitunnar
og Ræktunarsambands Flóa og
Skeiða en þar hafði hann unnið á
sumrin á námsárunum.
Árið 1964 fluttist Benedikt ásamt
fjölskyldu sinni til Reykjavíkur að
nýju og starfaði hjá borgarverk-
fræðingi til ársins 1971, er hann
stofnaði eigin verkfræðistofu.
Árið 1980 réðst Benedikt sem
verkfræðilegur ráðunautur Fram-
kvæmdastofnunar íslands og síðar