Morgunblaðið - 11.07.1989, Síða 54

Morgunblaðið - 11.07.1989, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUU 1989 „Efþú tekurhana ckki ofalvarlega ættirðu aðgeta skemmtþér dægilega á þessari fuðrulegu, hugmyndaríku og oft sprenghlægilegu gamanmynd..." ★ ★ ★ AI. Mbl. HVAÐ ER TIL RÁÐA ÞEGAR STJÚPA MANNS ER GEIMVERA? KIM BASINGER (Nadine, Blind Date) og DAN AYKROYD (Ghostbusters, Trading Places) í glænýrri, óviðjafnanlcgri og sjúklega fyndinni dellumynd. Leikstj : RICHARD BENJAMIN. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. £ í HARRY...HVAÐ? ★ ★★ SV.MBL. 'Frábær íslensk kvikmynd með Signrði Sigurjónssyni o.fl Sýnd kl. 5,9og 11. Sýnd kl. 7. TfÖBL HÁSKÚLABIO i LIIWffMKfatqQÍMi 22140 SVIKAHRAPPAR Þeir STEVE MARTIN og MICHAEL CAINE cru hreint út sagt óborganlegir í hlutverkum svikahrappanna, sem keppa um það hvor þeirra verður fljótari að svíkja 50 þúsund dali út úr grunlausum kvenmanni. BLAÐAUMSAGNIR: „Svikahrappar er sannkölluð hláturveisla... Leikur Steve Mart- in er innblásin... Frammistaða Michael Caine er frábær." The New York Times. „Steve Martin fer sannarlega á kostum... Þetta er afbragðs hlut- verk fyrir Michael Caine. ÞETTA ER ÖRUGGLEGA BESTA GAMANMYND ÁRSINS." The Washington Post. „Svikahrappar er bráðskemmtileg frá upphafi til enda. Þeir Mic- hael Caine og Steve Martin fara á kostum." The Evening Sun. Leikstjóri: Frank Oz. Sýnd kl.7,9og 11.05. STEVE MICHAEL MARTIN CAINE DlKITROTrENScOUNDRELS Kvartmíla í kulda og trekki SÓL brá fyrir á kvartmílubrautinni við Straumsvík á sunnudaginn þó hellirigndi á höfuðborgarsvæðinu, sem þýddi að Qölmargir áhugamenn og keppendur sátu heima í þeirri trú að engin kvartmílukeppni færi fram. En áhorfendur, keppendur og starfs- menn stóðu af sér kulda og trekk og vígðu nýjan ljósa- og tölvubúnað í keppni sem gilti til Islandsmeistara. Smávegis byrjunarörðugleikar komu upp með nýja búnaðinn, sem fékk eldskím í afleitu veðri. Keppt var í fjór- um flokkum og er nokkuð farið að skýr- ast hveijir munu beijast um íslands- meistaratitilinn í kvartmílu í þessum flokkum. í mótorhjólaflokki er Guðjón Karlsson á Suzuki 1100 kominn með gott forskot þótt hann næði aðeins þriðja sæti á sunnudaginn gegn aflminni hjólum, vegna mistaka í rásmarkinu í tvígang. Hjörtur Jónsson á Honda 750 sigraði, mótorhjólaflokk, en Benedikt Ragnars- son var annar á samskonar hjóli. Brac- ' ket-flokkurinn er hvað jafnastur, en Sig- urjón Georgsson á Dodge Dart vann Gunnlaug Rögnvaldsson á Peugeot 205 GTi í úrslitaspyrnunni. Þeir kepptu einn- ig til úrslita í síðustu keppni og þá vann Gunnlaugur sem hefur 1.100 stig til meistaratitilsins, en Siguijón 1.050. Páll Siguijónsson hefur 500 stig. Sigur- MorgUnblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurjón Haraldsson hefur verið í kvartmílu í mörg ár og vann öflugasta flokkinn sem er jafriframt sá kostnaðarsamasti. jón Andersen vann „13.90“ flokkinn öðru sinni á Roadrunner og hefur 1.000 stig í sínum flokki. Helstu keppinautar iians; þeir Ólafur Jónsson á Super Bee og Óiafur Gunnarsson á Hemi, náðu öðru og þriðja sæti. Sá fyrrnefndi hefur 600 stig, en Gunnar Ævarsson og Ólaf- ur Gunnarsson 300 stig. Fámenntvar í öflugasta flokknum. sem er fyrir sérsmíðuð tryllitæki. Siguijón Haralds- son á Pinto vann Val Vífilsson á Vali- ant, sem bilaði áður en önnur úrslita- spyrnan gat farið fram. Siguijón hefur 500 stig, en Valur 200. Ekki náðist næg þátttaka í götubílaflokki, en þar hefur forystu Ingólfur Arnarsson á Camaro með 700 stig,- - G.R. Samband vestfirskra kvenna: Heimilisfireðslu í skólum er lítíð sinnt AÐALFUNDUR Sambands vestfír- skra kvenna var haldinn að Núpi í Dýrafírði 24. og 25. júní. Áður en fúndur hófst var gengið til kirkju og þar flutti sr. Magnús Gunnarsson ritn- ingarorð og sungnir voru tveir sálm- ar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var fundinum skipt upp í umræðuhópa, þar sem rætt var m.a. um umhverfismál, heilbrigðismál og heilsurækt, réttinda- mál heimavinnandi fólks, réttindamál kvenna yfirleitt, heimilisiðnað og heimil- isfræðslu í skólum og þótti konunum þeirri kennslu of lítið sinnt. Þá var einn- ig rætt um neikvæðan fréttaflutning fjölmiðla, sérstaklega ljósvakamiðlanna. Hvað Vestflrði varðaði mætti halda að þar gerðist aldrei neitt, nema gjaldþrot fyrirtækja eða að íbúarnir væru að kafna í snjó. Fundurinn samþykkti áskorun á ríkisfjölmiðlana að vinna að jákvæðari fréttaflutningi. Þá flutti Kári Jónsson, skólastjóri Héraðsskólans á Núpi, ávarp og sagði frá starfi skólans og áætlunum á næsta skólaári. Síðan fluttí Jarðþrúður Ólafs- dóttir erindi sem hún nefndi „Að ná tökum á tilverunni". Var þar um að ræða lýsingu á námsefni sem Lions- hreyfingin hefur látið vinna og er ætlað unglingum. Þegar fundi hafði verið slitið á sunnu- dag, var sýnikennsla í meðferð og úr- vinnslu lambakjöts. Um það sá Gunnar Páll Ingóifsson, sem hefur sérhæft sig í því sem hann kallar „Vöru- og mark- aðsgreiningu landbúnaðarvara". Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sem verið hefur formaður SVK sl. 6 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr for- maður var kosinn Helga Bjarnadóttir, Patreksfirði. Einnig hætti störfum í varastjórn Áslaug Jensdóttir á Núpi. Stjórn SVK er þá þannig skipuð: Helga Bjamadóttir, Patreksfirði, formaður, Guðrún Jóhannsdóttir, Bolungarvík, rit- ari, og Kristín Björk Bjarnadóttir, Pat- reksfirði, gjaldkeri. Varastjórn: Sigríður Sverrisdóttir, ísafirði, Ásta Björk Frið- bertsdóttir, Suðureyri, og Hrafnhildur Þór Jóhannesdóttir, Bíldudal. (Úr frcttatilkynningTi.) EÍCBCCei SÍMI 11384 - SNORRABRAUT 37 Frumsýnir toppspcnnumyndina: Á HÆTTUSLÓÐUM A Chance Encounter. A Drecun Come True. A Mun Would Do Anything For A Girl Like Mirundu. SPELLBINDER NlETROGOLD^VMAHR INDI.VSMCKENTIRTAINMENT,. ........WIZANFILMPROPERTIES.INC.-•.• -'SPELLBLNDER ' TlMOTHf m ■ ULLV PRESION « Rl( k ROSSOMCH * v. BASIL P0LED0IRIS JKBí AD\M GREFVBERG * T HUO TORME „ ........ ; . HOUARDBALDVMNRl(HARDIOHEN"' : J0EM|7A\ ■ BRIVNRISSELLL J.áMTGREEk K ----------------------------------------------------------------------------------- Á HÆTTUSLÓÐUM ER MEÐ BETRISPENNUMYND- UM, SEM KOMIÐ HAFA f LANGAN TÍMA, ENDA I ER HÉR Á FERÐINNI MYND, SEM ALLIR EIGA I EFTIR AÐ TALA UM. ÞAU TIMOTHY DALY, KELLY | PRESTON OG RICK ROSSOVICH SLÁ HÉR RÆKI- LEGA í GEGN í ÞESSARI TOPPSPENNUMYND. MYND SEM KIPPIR ÞÉR TIL í SÆTINU! Aðalhlutverk: Timothy Daly (Diner), Kelly Preston I (Twins), Rick Rossovich (Top Gun), Audra Lindley | (Best Friends). — Leikstj.: Janet Greek. Framl.: Joe Wizan og Brian Russell. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. — Bönnuð innan 16 ára. IKARLALEIT HIÐ BLAA V0LDUGA Ii': l\.jaílCL"y’ ' - mw Sýnd kl.9.05 og 11. Sýnd kl. 5 og 7.05. HÆTTULEG SAMBOND ★ ★★★ AI.MBL Sýnd kl. 5 og 7.30. Bönnuð innan 14 ára. REGNMAÐURINN ★ ★★★ SV.MBL. Sýnd kl. 10. Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.