Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989
þremur keppnisgreinum af þeim
keppendum sem eftir voru. Var það
árangur í tölti sem fleytti Sigur-
birni og Skelmi inn í liðið.
Þegar hér var komið magnaðist
spennan enn því seinni daginn voru
aðeins þijú sæti laus. Hafliði Hall-
dórsson sem keppti á Flosa frá
Hjaltastöðum hætti keppni eftir
fyrri daginn en hafði að sögn mjög
góða möguleika á að komast ínn í
liðið, þurfti að keppa í hlýðniæfing-
um seinni daginn og ná þar þokka-
legum árangri.
Eftir gæðingaskeiðið á laugar-
dag virtist Hinrik Bragason á Vafa
frá Hvassafelli vera svo gott sem
búinn að tryggja sér sæti fyrir
bestan árangur í fimmgangi og
skeiði samanlagt sem kom á dag-
inn. Atli Guðmundsson á Fjalari frá
Fossvöllum kom inn fyrir saman-
lagðan árangur í fimmgangi, skeiði
og tölti. Jón Pétur Ólafsson kom
inn fyrir 250 metra skeið á Glaumi
frá Sauðárkróki. Eftir að ljóst var
hver yrði endanleg liðsskipan var
haldinn stuttur fundur liðsmanna
og EM-nefndarinnar og þar var
Sigurður Sæmundsson valinn liðs-
stjóri og er það í þriðja skiptið sem
hann gegnir þeirri stöðu. Fimm af
þessum sjö sem skipa landsliðið að
þessu sinni eru nýliðar en þeir Sig-
urbjörn og Aðalsteinn hafa báðir
keppt fimm sinnum á Evrópumót-
um og unnið þar EM-titla. Þrátt
fyrir að fimm nýliðar séu í liðinu
að þessu sinni er ekki því að neita
þetta eru töluvert keppnisreyndir
strákar sem allir hafa keppt mikið
hér heima og á erlendri grund. Og
allir eru þeir aldir upp í hesta-
mennsku. Einhveijir vildu meina
að nú ættu sér stað kynslóðaskipti
í hestamennskunni en tæplega er
hægt að afskrifa „gömlu mennioa"
strax því heldur er það ólíklegt er
að menn eins og Benedikt Þor-
björnsson, Reynir Aðalsteinsson og
Sigurður Sæmundsson hafi sagt
sitt síðasta í þessum efnum svo
einhveijir séu nú nefndir.
Ekki var að heyra annað en þeir
sem fylgdust með úrtökunni væru
ánægðir með liðskipan og vekur
nú athygli hversu margir verulega
góðir hestar voru falboðnir í keppn-
ina því reynslan hefur sýnt að þeg-
ar Evrópumót eru haldin ári á und-
an landsmótum hafa menn verið
sínkir á góðu hestana. Ekki var
hægt að merkja það nú að menn
geymdu góða hesta til landsmóts.
Þeir sem voru næstir því að kom-
ast í liðið voru einnig með afbragðs-
góða hesta og var keppnin það jöfn
að þetta var nánast spurning um
dagsform á mönnum og hestum
hveijir hefðu betur.
Morgunblaðið Valdimar Kristinsson
Brosmildir landsliðskappar að lokinni taugastrekkjandi keppni, frá vinstri talið: Sigurbjörn á Skelmi, Einar Öder á Fjalari, Baldvin
á Trygg, Jón Pétur á Glaumi, Aðalsteinn á Snjalli, Atli á Fjalari og Hinrik á Vafa.
Landslið íslands í hestaíþróttum valið;
Fimm nýliðar og tveir
gamalreyndir refir
Óvenju sterkt lið
ári fyrir landsmót
Hestar
Valdimar Kristinsson
Landslið íslands í hestaíþrótt-
um var valið á úrtökumóti sem
haldið var á glæsiiegu mótssvæði
íþróttadeildar Harðar á Varmár-
bökkum í Mosfellsbæ. Keppnin
stóð yfir í tvo daga, á föstudag
var tvöíold umferð í gangteg-
undagreinum, fimm- og fjór-
gangi, og tölti. Á laugardag var
keppt í skeiðgreinum og hlýðni-
keppni.
Alls mættu tuttugu og fjórir
keppendur til leiks fyrri daginn en
þeim fækkaði jafnt og þétt eftir
því sem á daginn leið. Eins og fram
hefur komið tryggðu fjórir liðs-
menn sér öruggt sætLí liðinu eftir
fyrri daginn. Voru það þeir Baldvin
Ári Guðlaugsson á Trygg frá Valla-
Jón Pétur og Glaumur fá það hlutverk að vinna skeiðið á Evrópumótinu og er vonandi að þeir
verði sem oftast í þeirri aðstöðu sem hann er í á myndinni, sem sagt langfyrstir.
nesi en þeir urðu stigahæstir í
bæði tölti og fjórgangi en koma inn
í liðið fyrir árangur í fjórgangi,
Aðalsteinn Aðalsteinsson sem
keppti á Snjalli frá Gerðum kemur
inn fyrir árangur í tölti en þeir
urðu næstir á eftir Baldvini og
Trygg í bæði tölti og fjórgangi.
Einar Öder Magnússon keppti á
stóðhestinum Fjalari frá Hafsteins-
stöðum og voru þeir stigahæstir í
fimmgangi og Sigurbjörn Bárðar-
son sem keppti á Skelmi frá
Krossanesi hlaut hlutfallslega best-
an árangur úr einni af þessum
.Sýning Stóðhestastöðvarinnar:
Þáttar-dagur í Gunnarsholti
Morgunblaðid/Valdimar Kristinsson
Tamningamenn stódhestastöðvarinnar máttu
gera sér að góðu að sýna folana í slyddu og
kulda, en þrátt fyrir það fórst þeim verkið vel
úr hendi. Rúna Einarsdóttir situr hér Stíganda
frá Sauðárkróki sem hlaut hæstu einkunn.
Kolfinnur frá Kjarnholtum sem ekki hefur sést
lengi á sýningum átti gott „come back“ og vöktu
ágæt tilþrif hans hrifhingu sýningargesta. Knapi
er Gísli Gíslason.
SEX stóðhestar hlutu fyrstu
verðlaun á sýningu Stóðhesta-
stöðvarinnar í Gunnarsholti.
Hestamir vom dæmdir á mið-
vikudag en dómar vom opin-
beraðir almenningi á sýning-
unni á laugardag. Sjö Qögra-
vetra hestar komu fram og
náðu þrír þeirra inn í ættbók.
Ekkert lát virðist á vinsældum
hinnar árlegu sýningar stóðhesta-
stöðvarinnar og er talið að nú
hafi komið þar á fjórða þúsund
manns. Veðurguðirnir gerðu sitt
ýtrasta til að spilla fyrir sýning-
unni og gekk á með skúrum og
slyddu. Voru tamningamenn
stöðvarinnar þau Eiríkur Guð-
mundsson og Rúna Einarsdóttir
ekki öfundsverð af hlutskipti sínu
þann daginn en þau stóðu sig með
mikilli prýði að vanda.
í upphafi sýningarinnar var
formlega tekinn í notkun nýr
hringvöllur sem byggður var
síðast liðið haust og er það upp-
hafið að stórbættri aðstöðu á stóð-
hestastöðinni. Fyrirhugað er að
hefja fljótlega byggingu hests-
húss fyrir starfsemi stöðvarinnar
sem hingað til hefur verið í bráða-
birgðahúsnæði. Ekki mun ljóst
hvenær verði hafist handa en það
ræðst mikið af velvilld fjárveit-
ingavaldsins. Þá var þarna stutt
kynning á ræktuninni í Kirkjubæ
í tilefni sjötugsafmæli Sigurðar
Haraldss'onar bónda sem fór þar
í broddi fylkingar á glæsihrys-
sunni Rauðhettu.
Hæstu einkunn hlaut að þessu
sinni Stígandi frá Sauðárkróki,
sem er undan Þætti 722 frá
Kirkjubæ og Ösp 5454 Sauðár-
króki. Fyrir byggingu hiaut hann
8.20 en hæfileika 8.10 og 8.15 í
aðaleinkunn. Eigandi er Arni
Arnason Laugarvatni. Næstur
varð Þengill frá Hólum sem er
undan Hervari 963 frá Sauðár-
króki og hinni landsfrægu hryssu
Þrá 5478 frá Hólum sem er eitt
hæst dæmda kynbótahross lands-
ins. Þengill hlaut 8.15 fyrir bygg-
ingu og 7.99 fyrir hæfileika og
8.07 í aðaleinkunn. Eigandi Þeng-
ils er Kynbótabúið á Hólum.
Kvistur frá Laufhóli varð þriðji
en hann er undan Kjarval 1025
frá Sauðárkróki og Arabíu frá
Laufhóli. Fyrir byggingu hlaut
Kvistur 7.89 og hæfileika 8.20
og 8.04 í aðaleinkunn. Fjórði í röð
varð svo Goði frá Sauðárkróki
undan Þætti 722 ogHervöru 4647
frá Sauðárkróki oki. Hann hlaut
í einkunn fyrir byggingu 8.13,
fyrir hæfileika 7.91 og 8.02 í aðal-
einkunn. Eigandi er Sveinn Guð-
mundsson Sauðárkróki.
Þeir Goði og Stígandi eru báðir
synir Þáttar og fæddir hjá Sveini
Guðmundssyni og kveður þar við
nýjan tón er hestar frá Sveini fá
hærri einkunn fyrir byggingu en
hæfileika. Þessa breytingu má án
efa þakka Þætti 722 og er ekki
ósennilegt að sú ákvörðun Sveins
að nota Þátt á allar sínar hryssur
árið 1983 hafi verið einhver sterk-
asti leikur sem leikinn hefur verið
á taflborði hrossaræktarinnar hér
á landi. Þess má einnig geta að
Þengill frá Hólum er dóttursonur
Þáttar og undan hesti frá Sveini
þannig að telja má víst að þeir
Sveinn og Sigurður í Kirkjubæ
hafi þama átt glaðan dag.
Hæsta einkunn af fjögra vetra
hestum hlaut Toppur frá Eyjólfs-
stöðum en hann er undan Hrafni
802 frá Holtsmúla og Seru 5017
frá Eyjólfsstöðum, eigandi er
Björn I Stefánsson Reykjavík.
Hann hlaut fyrir byggingu 7.86
og hæfileika 7.81 og 7.84 í aðal-
einkunn.
Þrír eldri stóðhestar voru sýnd-
ir þarna til kynningar þeir Geisli
frá Meðalfelli, Kolfinnur frá
Kjarnholtum og Pá frá Laugar-
vatni sem nú hefur verið seldur
til Bandaríkjanna. Kolfinnur kom
sýnu best fyrir af þessum þremur
og vöktu mikil tilþrif hans á skeiði
athygli sýningargesta.