Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 59

Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 59 Þróunarsamvinnustofiiun: Fengur frá Grænhöfða- eyjum innan 2 mánaða Fer líklega til Suðvestur-Afríku næsta vor SKIP Þróunarsamvinnustoftiunar, Fengur, hefur verið við Græn- höfðaeyjar tvö undanfarin ár við tilraunaveiðar og vegna þjálfunar heimamanna í botnfiskveiðum. Skipið kemur hingað um miðjan september og fer í „klössun" eða reglubundna skoðun sem tekur getið nokkra mánuði. I undirbúningi er sigling Fengs til Angóla eða Namibíu næsta vor að sögn Björns Dagbjartssonar, forstöðu- manns Þróunarsamvinnustofiiunar. Áformað er að Fengur sigli heim á leið frá Grænhöfðaeyjum í ágúst- lok en ferðin tekur þrjár vikur. Viðdvöl skipsins ytra er hluti fisk- veiðaverkefnis á Grænhöfðaeyjum sem staðið hefur með hléum í átta Skattskrár lagðar fram SKATTSKRÁR Reykjavíkur og Reykjanesumdæmis fyrir árið 1988 liggja frammi á skattstof- um og bæjar- og sveitarstjórnar- skrifstofiim til 20. júlí. Skattskrárnar sýna öll álögð gjöld af skattstjóra fyrir álagning- arárið 1988. Búið er að taka til greina kærur og myndast ekki kæruréttur við birtingu skatt- skránna nú. Ekki er ljóst hvenær álagningar- skrá fyrir þetta ár liggur fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Skatt- stofu Reykjavíkur. Samkvæmt lög- um á álagningin að liggja fyrir í síðasta lagi um næstu mánaðamót. ár. Verkefnið byggist á milliríkja- samningi frá 1981 um þróunarað- stoð íslands við Grænhöfðaeyjar. Samningurinn rennur út í árslok 1990, en forsætisráðherra Græn- höfðaeyja kemur hingað til lands í næstu viku til viðræðna við ráða- menn um áframhaldandi þróunar-, samvinnu. Bjöm Dagbjartsson segir að þótt skipið fari frá Grænhöfðaeyj- um muni stofnunin hafa þar ein- hveija starfsemi áfram. „Þar verð- ur fiskifræðingur með hléum fram á næsta ár,“ segir hann, „við gagnasöfnun og til að þjálfa þar- lenda líffræðinga í fiskifræðilegum rannsókpum. Þá munum við styðja áfram við heimamenn í fiskvinnslu og sölumálum, útvega veiðarfæri ef með þarf og taka jafnvel þátt í veiðum á þeirra eigin skipum.“ Með Feng var ætlunin að veiða nógu mikið við Grænhöfðaeyjar til að koma á fiskvinnslu þar og vinna markaði erlendis. „Heimamenn eru farnir að stunda dragnótaveiðar á eigin skipum, fiskvinnsla er komin í gang en helst strandar á sölumál- um. Nú er reynt að vinna markaði í Bretlandi og Portúgal," segir Björn. Þing norrænna þvag- færaskurðlækna NORRÆNIR þvagfæraskurð- læknar þinguðu í Reykjavík dag- ana 6. til 8. júlí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem þvagfæraskurð- læknar frá Norðurlöndunum þinga hér á landi. Að sögn yfirlæknis Sverris Haraldssonar, á Borgarspítalanum, sóttu 230 læknar þingið sem hald- ið var á Hótel Loftleiðum. Þar var m.a. rætt um sjúkdóma í þvag- végi, rannsóknir á þeim og með- ferð þeirra. Einnig var rætt um krabbamein í þvagblöðru. Norræn- ir þvagfæraskurðlæknar þinga annað hvert ár en hittust nú í fýrsta skipti í Reykjavík. Lítið af álft á Mývatni sem af er sumri það Björk, Mývatnssveit. LÍTIÐ hefúr orðið vart við álft á Mývatni um þessar mundir. Síðustu ár hafa verið þar stórir flotar, bæði á Ytriflóa og Nes- landavík. Silungsveiði i Mývatni hefur verið afar treg að undanförnu og silungur heldur lélegur. Sýnilegt er að áta fyrir fugl og fisk í vatn- inu er lítil, enda sést frekar lítið af rykmýi. Hins vegar hefur tölu- vert borið á mývargi. Mörgum fínnst nú tímabært að þeir, sem hafa verið að rannsaka lífríki Mý- vatns undanfarin ár, geti farið að upplýsa hvað veldur átuskortinum í vatninu. Á sunnudag var mikið hvassviðri hér í sveitinni og mikið moldrok sunnan af öræfum norður í Mývatnssveit. Vatnið virtist líka moldlitað að sjá. Ekki er ólíklegt að slíkt veður geti haft einhver áhrif á lífríki Mývatns. Veðurfar hér í Mývatnssveit það sem af er sumri hefur verið frekar svalt og ákaflega þurrt og gras- spretta mjög hæg því að áburður- inn hefur verkað seint vegna þurr- kanna. Síðastliðinn miðvikudag gerði þó langþráða rigningu, síðan hefur verið sæmilega hlýtt og /spretta farið _ sæmilega_maf _stad._ Sláttur er ekki hafinn enn, trúlega verður þó sums staðar farið að slá næstu daga ef þurrkar haldast. Kristján Morgunblaðið/Sverrir Friðgeir Sörlason tekur við fyrstu verðlaunum af Davíð Oddsyni borgarsljóra. Á milli þeirra standa arkitektarnir Guðfinna Thordarsson og Albína Thordarsson. Morgunblaðiö/Sverrir Arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson en borgaryfirvöld hafa ákveðið að leikskólarnir verði byggðir samkvæmt tillögu þeirra. Alútboð leikskóla við Dyrhamra og Malarás: Hefðbundið leikskóla- fyrirkomulag brotið upp Tveir leikskólar fyrir 60 milljónir NIÐURSTAÐA í alútboði á tveimur leikskólum við Dyr- hamra og Malarás var kynnt á Kjarvalsstöðum í gær. Þrenn verðlaun voru veitt og hlaut fyrstu verðlaun kr. 500 þús. Friðgeir Sörlason, arkitektar eru Albína Thordarson og Guð- finna Thordarsson, önnur verð- laun kr. 400 þús. skiptust milli tveggja, Hagvirki hf., arkitekt- ar Valdimar Harðarson og Páll Gunnlaugsson og Steintak hf., arkitektar Þórarinn Þórarins- son og Egill Guðmundsson. Lægsta tilboð átti Röst hf., tæp- ar 60 milljónir króna fyrir báða leikskólana, arkitektar eru Hilmar Þór Björnsson og Finn- ur Björgvinsson. Hefiir borgar- ráð ákveðið að ganga til samn- inga við þá um byggingu leik- skólanna en í alútboði felst að bygging er afhent tilbúin til notkunar. Davíð Oddsson borgarstjóri, sagði að hér væri um nokkuð nýmæli að ræða með þessu alút- bóði, sem borgaryfirvöld og stjórn Dagvistar barna hefðu ákveði að efna til. Tuttugu aðilum var boðið að taka þátt í útboðinu en ellefu tillögur bárust. Sagði Davíð að mörgum kynni að koma það spánskt fyrir- sjónir að ekki væri gengið til samninga við þá er hlutu verðlaun en leitað var eftir ódýrri og jafnframt góðri lausn og verðmunur var það mikill milli tilboðanna að ákeðið var að semja við lægstbjóðanda. Friðgeir Sörla- sonar er hlaut fyrstu verðlaun bauð rúmar 88 milljónir króna fyrir báða leikskólana, tilboð Hag- virkis hf. var um 100 milljónir wunwsrw .mop Morgunblaðið/Sverrir í tillögu þeirra Finns og Hilmars er gert ráð fyrir alrými í miðju húsi og þremur heimakjörnum út frá því. króna og tilboð Steintaks hf. var rúmar 75 milljónir. Fanný Jónsdóttir deildarstjóri fagdeildar Dagvistar barna, sagði að með þessari samkeppni væri reynt að leita nýrra leiða í bygg- ingum dagvistarheimila og lýsti hún yfir ánægju með tillögurnar. „Við viljum bijóta upp þetta hefð- bundna form sem er á leikskólum og dagheimilum með því að blanda börnunum meira saman og fá þannig betri félagslega blöndu," sagði Fanný. „Þessi nýja bygging á að gefa möguleika á að mismunandi aldurshópar geti leikið sér saman eða hver fyrir sig en í miðri byggingunni er gert ráð fyrir alrými og út frá því eru þrír heimakjamar. Ég er mjög ánægð með þessa samkeppni. I tvö ár höfum við verið að vinna að því að geta eytt þessum félags- lega mun með þessum árangri að því ógleymdu að nú er í fýrsta sinn tekið tillit til starfsfólksins." Stefnt er að sveigjanlegum vist- unartíma fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 6 ára í leikskólunum tveimur en miðað er við að vista 116 börn í hvorum skóla. Gert er ráð fyrir að skólarnir taki til starfa í mars eða apríl á næsta ári. Tillögurnar ellefu sem bárust verða til sýnis í anddyri Kjarvals- stað næstu daga. Ársfiindur Landssambands sjúkrahúsa á Sauðárkróki: Reykingar á heilbrigðisstoftiun- um bannaðar innan tveggja ára? ÁLYKTUN sem felur í sér að allar tóbaksreykingar á sjúkra- og heilbrigðisstofiiunum verði bannaðar innan tveggja ára var sam- þykkt á ársfúndi Landssambands sjúkrahúsa sem haldinn var á Sauðárkróki fyrir skömmu. Einnig var samþykkt í sömu ályktun, að stefiit skyldi að því að banna sölu á tóbaki í sömu stofiiunum, en á öllum stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík hefúr slíkt bann verið í gildi síðan um áramót. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans og formaður Landssambands sjúkra- húsa, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að mikið hefði áunnist í þessum efnum í seinni tíð og svona reglur yrði að setja með hægðinni. „Boð og bönn duga skammt, sam- staða verður að koma innan frá, en öllum er ljóst að reykingarban- nið innan veggja slíkra stofnana er það sem koma ska!,“ sagði Jó- hannes. Ályktunin sem um ræðir hljómar svona: Aðalfundur Landssambands sjúkrahúsa haldinn á Sauðárkróki 23. júní 1989 ályktar að beina þeim tilmælum til stjórna allra heilbrigðisstofnana í landinu að sölu tóbaksvara verði þegar í stað hætt í húsakynnum stofnananna. Jafnframt að stefnt skuli að því að reykingar verði alfarið bannað- ar á héilbrigðisstofnunum á íslandi eigi síðar en 1. janúar 1991. Álykt- unin kom í kjölfar bréfs frá heil- brigðisráðherra þar sem lagt er til að sett verði reglugerð sem tak- marki sölu á tóbaki á sjúkrahúsum fyrst um sinn en henni síðan hætt um næstu áramót. Áður hafði ráð- herra fengið erindi frá Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem ráðuneytið er hvatt til þess að beita sér fyrir því hið fyrsta að starfsfólki á heil- brigðisstofnunum verði með öllu óheimilt að reykja á vinnustað. Þess má geta, að á sjúkrahúsum má aðeins reykja á tilteknum stöð- um þar sem reykingar eru ekki til óþæginda fýrir þá sem ekki reykja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.