Morgunblaðið - 16.07.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.07.1989, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 Bókin „Gorillas in the Mist“ sem Dian skrifaði 2 árum fyrir dauða sinn, er ótrúleg aflestrar og verður óneitanlega til þess að maður fer að horfa á þessi dýr með skarpari skilningarvitum. Eg læt það verða niðurlag þess- arar górillugreinar minnar að segja frá því þegar Dian hafði starfað í grennd við górillu- heimkynnin um hríð en fannst seint miða að vinna traust þeirra. Síðan segir hún: „Stöku sinnum tók ég myndavélina mína fram, einkum þegar sólskin var. Sennilega er frægust mynda minna af villtu górillunum tekin á öðrum mánuði. A henni eru sextán górillur, og er engu líkara en þær hafi stillt sér upp til myndatökunnar eins og vanar fyrirsætur. Aðdrag- andi þessa máls var að hópurinn hafði verið í sólbaði um morguninn og þegar ég nálgaðist komst að þeim ókyrrð og þær ruku upp og földu sig. Ég varð vonsvikin, en ákvað að gera hvað ég gæti til að sjá þær betur og klifra upp í tré, sem er ekki beinlínis á mínu hæfileikasviði. Tijástofninn var sleipur, ég rann niður með mási og blástrum, reyndi aftur og komst loks með ærnu erfiði upp á grein tveimur eða þremur metrum frá jörðu. Þar greip ég dauðahaldi um stofninn meðan ég var að jafna mig og sá að fylgdar- maður minn var að kafna úr hlátri. Þegar hér var komið sögu var ég sannfærð um að allt þetta brauk og brambolt og tilheyrandi blótsyrði og gauragangur í mér hefði orðið til að hrekja górillurnar endanlega á flótta. En viti menn! Sem ég hafði jafnað mig og hafði náð jafnvægi á greininni og lít niður; sitja á ekki sextán górillur þar saman í hring og stara bergnumdar á mig. Þær höfðu fylgst með aðförunum af þvílíkri athygli, að engu var líkara en þær hefðu verið að horfa á æsi- spennandi kvikmynd. Aldrei hef ég orðið aðnjótandi athygli á borð við þessa. Og ógleymanlegur svipurinn á þeim, hvar þær störðu á mig. Upp frá því var ísinn ekki brotinn fyrir fullt og allt en þetta var byrjunin." einhverja skildinga líka, þegar við komum loks niður. Jeppinn minn og bílstjórinn beið og nú tók við tveggja tíma ferð til Gisenyi sem stendur við Kivuvatn. Þar átti ég svo næstu ljúfu Rwandadaga. Mér hafði verið sagt að það væri nauðsynlegt að panta ferðina í Gór- illuskóginn með margra mánaða fyr- irvara; ásóknin er mikil, það eru ekki nema örfáar, sumir segja fjórar eða fimm górillufjölskyldur sem eft- ir eru og lifa villtar í Virungafjall- garðinum á landamærum Rwanda og Zaire. Stundum taka górillumar sig upp og færa sig, án þess þjóð- garðsmenn í Eldfjaliagarðinum hafi vitað af því og ferðamenn fara fýlu- ferð upp í fjöliin, en þar uppi taka górilluskógarnir við. Fyrir kemur að ferðamenn eru komnir í þjóðgarðinn með leyfi í lagi, en ferð er aflýst án skýringa. Þá eru ástæður stundum þær að einhver lasleiki hefur komið upp, eða einhver górilluíjölskylda hefur sýnt merki vanlíðunar og þyk- ir ekki vert að raska ró hennar meðan svo er ástatt. Þótt górillur séu forvitnar með afbrigðum og hafi fyrir löngu vanist mannaferðum, ekki síst eftir hið merkilega rannsóknarstarf Dian Fossey á þessum slóðum, kemur svo líka fyrir að þær era í fúlu skapi og stökkva í burtu og vilja ekkert með ferðamennina hafa. Þó er ekki eins og fjöldi sé á ferð, aðeins sex er leyft að fara á dag og harð- bannað að reyna að komast upp án tilskildu leyfanna og leiðsögumanna. Burðarkallar era alltaf nokkrir en þeir fara sjaldnast með inn í skóginn. Ríkisferðaskrifstofa Rwanda sem ein útvegar þessi dýr- mætu leyfi svaraði aldrei fyrirspurnum mínum, svo að ég treysti á guð og lukkuna eins og fyrri daginn og hvor- ugt brást mér. Þegar ég birtist á skrifstofunni og sagðist vilja hitta górillurnar, var það auðsótt mál gæti ég gjört svo vel að borga þeim smáupphæð og svo fengi ég plagg upp á að ég kæmist með í ferð þrem- ur dögum síðar. Ég var himinlifandi og reif upp veskið, en þegar ég hafði heyrt upphæðina dugði ekkert minna en ferð í bankann; það fór að læðast að mér granur um að hinar göfugu górillur myndu reynast mér nokkuð útlátasamar. Ég fékk mér jeppa í þorpinu Ru- hengeri, sem er svona miðja vegu milli höfuðborgarinnar Kigali og Eldfjallagarðsins, en þaðan er lagt upp í ferðina. Það var keyrt um tor- farna vegi að aðalstöðvum þjóð- garðsins í Kinigi og komið á svæðið um sjöleytið um morguninn. Enn fór um mig hrollur, þegar ég varð þess vísari að nú þurfti að borga í viðbót fyrir það að fá að veija næstu klukkustundunum við að klifra upp á íjallið, áður en við kæmumst loks í Górilluskóginn. Það stóð ti! að minn hópur færi að hitta íjölskyldu 13 og leiðsögu- maðurinn hét Jósep og hann hélt á mikilli sveðju sem hann notaði síðar til að bijóta okkur leið inn í skóg- inn. Annar leiðsögumaður var vopn- aður, en hann skildi vopnið eftir hjá burðarköllunum, þegar við lögðum af stað síðasta áfangann, górillur eru byssuhræddar með afbrigðum að sögn Jósefs. Við byijuðum að klifra frá Kar- andagi um níuleytið. I hópnum voru ung portúgölsk hjón, Þjóðveiji sem hafði verið á Afríkuflakki síðustu fimm mánuði, sænsk hjón og svo ég. Auk þess náttúralega burðarkall- ar og leiðsögumennimir. Okkur sóttist ferðin sæmilega í fyrstunni, svo fóra menn smátt og smátt að fækka fötum og slengja æ fleiri smáhlutum í burðarkallana. Oftar farið í pásur og látið eins og við væram að dást að útsýninu. Eft- ir því sem ofar kom varð líka þyngra undir fæti vegna þess hve bleytan var mikil, stundum sökk maður upp fyrir ökkla í leðjuna. Einhvers staðar hafði ég lesið að þessar górilluferðir væra leikur einn, en samt skyldi lítt vanur íjallgöngu- maður ekki vanmeta það. Ég held við höfum öll verið sammála um það. Nema Jósef og hans menn, þeir blésu ekki úr nös, þegar loks var komið að Górilluskóginum. Górilluljölskyldurnar sem lifa villtar í heiminum nú era örfáar eins Unglingarnir í skóginum Yngri górillurnar vora ekki jafn settlegar og frúrnar. Þeir þeyttust fram og aftur og sprelluðu og skemmtu sér. Þeir voru forvitnir og höfðu gaman af gestakomunni. og ég hef áður vikið að. Lengi var talið að þær væru aðeins þijár, en seinna fannst Susu-hópurinn og frést hefur um einn í viðbót, auk nokkurra smáhópa sem ganga undir nafninu jaðar-górillur, þar sem þær hafa ekki tengst hinum hópunum. Ýmsir hafa orðið til að reyna að kanna lifnaðarháttu górillanna, en frægast er starf Dian Fossey, sem ég minntist á. Hún var fyrst við rannsóknarstörf Zaire-megin, en flutti sig yfir til Rwanda eftir upp- reisn í Kívufylki. Hún flutti upp í fjöllin og bjó þar við framstæðar aðstæður árum saman og vann traust og vináttu górillufjölskyldn- anna og þær rannsóknir hennar urðu til að menn öðluðust nýja sýn á þess- um dýram, sem um hríð voru í út- rýmingarhættu, eins og raunar fleiri IGORILLU SKÚGINUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.