Morgunblaðið - 16.07.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JULI 1989
C 9
JANE
SMILEY
HÖFUNDUR
GRÆNLEND-
INGANNA
UPPAHALDIÐ ER
GÍSL4 SAGA
SÚRSSONAR
Þ AÐ ER ekki hrist fram úr erminni að skrifa verk eins og
Grænlendingana. Það liðu heil tólf ár frá því að Jane Smiley
fékk þá hugmynd að skrifa skáldsögu í anda fornsagnanna
þangað til að bókin kom út. En hvernig kviknaði þessi hug-
mynd? Til að fá svar við því og öðrum spurningum um bók-
ina hringdi ég í Jane, sem tók því ljúfmannlega að upplýsa
íslenska lesendur um tilurð þessarar nútíma fornsögu.
Eg var á íslandi veturinn
1976-77 og þar kom andinn
yfir mig, ef svo má segja og ég
tók þá ákvörðun að skrifa skáld-
sögu eins og þær sem norrænir
menn skrifuðu á miðöldum. En
mig skorti reynslu sem rithöfundur
og ákvað að fresta þeim skriftum
um stund. Einhver sagði mér frá
því að norræna byggðin á Grænl-
andi hefði liðið undir lok og það
vakti forvitni mína á því hvernig
slíkt gæti átt sér stað.“
— Eru til einhveijar heimildir
um síðustu ár þessara byggða?
„Aðallega studdist ég við rann-
sóknir fornleifafræðinga, sem hafa
unnið mikið starf við uppgröft á
þessum fornu byggðum, en sumt
af því sem ég nota í bókinni hef
ég úr íslenskum annálum, þar sem
stundum er minnst á Grænlend-
inga, einkum í sambandi við ferðir
Íslendinga þangað."
- Eiga einhvetjar persónur eða
atburðir í sögunni sér raunveru-
lega fyrirmynd?
tvö ár, en ég var þar svo stutt að
það hjálpaði mér nú ekki mikið.“
— Þú ert doktor í miðaldabók-
menntum og hefur lesið mikið af
íslensku fornsögunum, hveijar
þeirra höfðu mest áhrif á þig þeg-
ar þú fórst að skrifa þína eigin
fornsögu?
„Uppáhaldið er Gísla saga Súrs-
sonar, en ég hugsa að Njála og
Laxdæla hafi haft mest áhrif á það
sem ég skrifa. Ég las Njálu á frum-
málinu með miklum erfiðismunum
á fyrstu árunum mínum í háskóla
og hún hafði mjög mikil áhrif á
mig, en ég var ekki að reyna að
líkja eftir stíl fomsagnanna heldur
reyndi að setja mig í spor sagnarit-
ara sem þyrfti að koma þessum
atburðum til skila á hlutlausan'
hátt.“
— Hugsaðirðu söguna sem
dæmisögu um okkar tíma?
„Ekki beint dæmisögu, en að-
vörun.“
— Ertu að skrifa sögulega
skáldsögu núna?
„Já. Það er til dæmis sagt frá
sambandi þeirra Kollgríms og
Steinunnar í íslenskum annálum
og þar kemur fram að Kollgrímur
var brenndur fyrir galdur vegna
þess. Biskupinn sem kemur við
sögu er líka sannsögulegur og
sumir prestanna. Aðrar persónur
eru hreinn skáldskapur og þótt ég
hafi stuðst við uppgröft fornleifa-
fræðinganna í staðsetningu býl-
anna, þá veit auðvitað enginn hvað
þessi býli hétu. Fyrirmyndin að
Gunnarsstöðum er til dæmis ekki
til undir öðru nafni en fornminjar
númer 169 á Grænlandi en það
er mjög stórt býli sem grafið hefur
verið upp.“
— Og svo fórstu til Grænlands?
„Já, ég fór þangað árið 1984,
þegar ég var búin að vinna við
undirbúning bókarinnar í eitt til
„Nei, ég lagði það til hliðar í
bili. Núna er ég að skrifa nútíma-
skáldsögu sem gerist á bóndabýli
í Iowa í seinna stríðinu."
— Þú virðist hafa mikinn áhuga
á bændum, ertu kannski bónda-
dóttir?
„Nei, ég hef bara mikinn áhuga
á landbúnaði, nýtingu jarðarinnar
og sambandi okkar við hana.“
— Áttu von á því að þú eigir
eftir að nota efni frá miðöldum í
aðra skáldsögu?
„Ja, allir Grænlendingarnir eru
dánir svo ekki get ég snúið aftur
til þeirra, en það er mikið af áhuga-
verðu efni í íslenskri sögu frá þess-
um tíma, öll þessi eldgos og áhrif
þeirra á fólk og byggðir til dæmis.
En ég veit ekkert hvort ég á eftir
að nýta mér það í skáldskap, það
verður tíminn að leiða í ljós.“
Teikning/GJÁ
Ástin er númer 1
Eftir 47 ára hjónaband hafa þau Denise og Pierre Stagnara í Lyons í
Frakklandi verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við háskólann þar í borg
fyrir feiknmikinn doðrant um efni, sem ástæða er til að ætla að þau
þekki mætavel, nefnilega ástina ogtrygglyndið.
Iumfjöllun sinni um hjónabandið,
sem er upp á hvorki meira né
minna en þúsund blaðsíður, komast
þau að þeirri niðurstöðu að farsælt
hjónaband byggist á tveimur meg-
instoðum: Vel heppnuðu kynlífi og
gagnkvæmu trúnaðartrausti. Rit-
gerð þeirra byggist að sjálfsögðu á
þeirra eigin reynslu. Þau hafa að
auki leitað fanga hjá sálfræðingUm.
læknum og heimspekingum og svo
í ógrynni rita leikra og lærðra um
viðfangsefnið.
Látið það aldrei sannast á ykkur
að þið lítið á kynlífið eins og hveija
aðra dægrastyttingu, brýndu hjónin
fyrir áheyrendum þegar þau vörðu
ritgerð sína í hinum virðulega
Lyons-háskóla. Verið umfram allt
vandlát hvort sem þið eruð að njóta
hvors annars vegna upplifunarinnar
eða í þágu vísindanna.
Rit þeirra, sem þau voru tíu ár
að semja, heitir á frummálinu:
Amours Fideles, Utopie et Realite.
Þau leggja ríka áherslu á þá „meg-
inskyldu“ giftra karla og kvenna
að leita aldrei út fyrir hjónaþandið
til þes að svala kynhvötinni.
Hjónin eru andvíg borgaralegri
vígslu, sem þeim fínnst langtum of
hversdagsleg. Þau mæla jafn ein-
dregið með kirkjubrúðkaupinu sem
ákjósanlegu upphafi hjónabandsins.
Þau orða þetta þannig að hjóna-
bandið sé það einstæð og mikilvæg
stofnun að athöfnin verði að vera
falleg og hátíðleg.
Raunar er það trú þeirra að gott
og traust hjónaband sé sannkölluð
guðsgjöf. Þau skírskota til sinnar
eigin reynslu. Löngu áður en við
gerðum alvöru úr því að láta gefa
okkur saman, segja þau, vora allir
búnir að slá því föstu að við mund-
um enda sem hjón.
Bæði fæddust 1917 ogstörfuðu
í skátahreyfingunni áður en þau
giftust 1942. Pierre varð skurð-
læknir en Denise annaðist heimilið
og börnin þeirra tíu sem þeim auðn-
aðist. Hún samdi líka bók um kyn-
fræðslu barna.
Við athöfnina í háskólanum vakti
hún athygli á því að doktorsritgerð-
in þeirra væri ein sjö pund á þyngd,
þ.e. álíkaþung og nýfættbarn. Við
lítum enda á hana sem ellefta barn-
ið okkar, bætti hún við brosandi.
Biðin eftir
böðlinum
Þ AÐ er trú margra blökku-
manna í Suður-Afríku að enginn
fótur sé fyrir því að dauða-
dæmdir fangar bíði hengingar
í sérstökum fangelsisdeildum
þar í landi. Þess í stað séu fang-
arnir sendir í lífstíðar þrælkun
í myntsláttunni - og ekkert
fréttist af þeim eftir það.
Einhveijum býður ef til vill í
grun að þetta sé aðeins dæmi
um slæman „gálgahúmor", en svo
er þó ekki. Jafnvel þeir, sem átt
hafa böðlinum að mæta, leggja
einnig trúnað á þetta.
Fangi, sem var látinn laus ný-
lega, segist hafa trúað þessu þar
til hann hafi verið sendur í dauða-
deild fangelsisins og fengið það
verkefni að þvo gálgahetturnar.
Blóðið úr hettunum varð til þess
að hann velktist ekki lengur í vafa
um hvað biði hans.
Vera má að þessa bábilju megi
rekja til óttasleginna ættingja,
sem leiða vilja hugann frá óhugn-
aðinum í dauðadeildum fangels-
anna. Óhugnaðurinn er þó blákald-
ur veruleiki í helsta fangelsi Pret-
oríu, eða „dauðaverksmiðjunni"
eins og lögfræðingur, sem berst
fyrir mannréttindum, hefur- lýst
því.
Ekkert bendir til þess að lát sé
á straumnum úr dómsölunum í
dauðaverksmiðjuna í Pretoríu. Um
270 fangar bíða þar eftir böðlin-
um.
Fátt er vitað um þessa menn,
ef undan eru skildir sexmenning-
amir frá Sharpeville. Skýrsla frá
mannréttindasamtökum svartra
kvenna, Blakka borðanum, lýsa
þó vel óhugnaðinum, sem fangarn-
ir í dauðaverksmiðjunni búa við,
og aðdraganda fangelsunarinnar.
Skýrslan er byggð á dómskjöl-
um í málum 40 fanga, sem biðu
aftöku í fyrra, og viðtölum við
lögfræðinga og ættingja. í henni
er greinargóð lýsing á föngunum,
sem biðu böðulsins. Mikill meiri-
hluti þeirra var svartur (92%) og
hafði búið við mikla fátækt. 54
af hundraði þeirra vora félagar í
stjórnmálahreyfingum eða sam-
tökum blökkumanna — flestir
skráðir í Sameinuðu lýðræðisfylk-
inguna (UDF) - og 47% voru
dæmdir fyrir glæpi, sem tengjast
stjórnmálum.
-DAVID BERESFORD
Hjartans þakkir fœri ég öllum þeim, er sýndu
mér vinarþel á 70 ára afmceli mínu.
Kœr kveÖja. Guðlaug Karlsdóttir,
Merkurgötu 3,
Hafnarfirði.
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Innilegar þakkir til allra þeirra, er glöddu mig
og heiðruðu í ti/efni 85 ára afmœlis míns hinn
4. júlí sl.
Sérstakar þakkir til dætra minna, tengdason-
ar, barnabarna og jjölskyldna þeirra, systkina-
barna og maka þeirra, er samankomin voru á
Reykjanesi við ísafjarðardjúp til heiðurs mér
helgina 1.-2. júlí sl.
Dóttursyni mínum, Heiðari Guðbrandssyni,
hótelhaldara á Reykjanesi og konu hans,
Maríu Kristófersdóttur, fæ ég seint fidlþakkað
þeirra rausnarlega boð og miklu vinnu við að
taka á móti tugum manna i veislumat og
kaffi, ásamt gistingu.
Að síðustu vil ég þakka sjórn og starfsfólki
Hrafnistu í Reykjavík fyrir allar þeirra góðu
gjörðir og aðbúnað á íiðnum árum, því þar
hef ég átt góða daga.
Vinum og vandamönnum um allt land sendi
ég bestu kveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Vigdis Benediktsdottir,
Hrafnistu i Reykjavík.