Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 13

Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 13
sinni, Vivien Leigh (skilnaður við fyrstu konu hans, Jill Esmond, var í aðsigi), en það var í þeirri frægu ferð sem kvikmyndaframleiðandinn David 0. Selznick sá hana og fékk til að leika Scarlett O’Hara í Á hverfanda hveli. Eftir Fýkur yfir hæðir lék Olivier í „Rebecca" eftir Alfred Hithchock. En hans eigin kvikmyndagerð var líka nokkuð sem hann gat verið mjög hreykinn af. Eftir stríðið gerði hann þrjár myndir uppúr verkum Shakespeares: Henry V, sem færði honum sérstök óskarsverðlaun og var einkar vel tekið af gagnrýnend- um en Olivier var allt í senn aðal- leikarinn, leikstjórinn og framleið- andinn; Hamiet hlaut óskarsverð- launin sem besta myndin og Olivier fékk óskarinn fyrir bestan leik og Sem Henry V í sam- nefndri kvikmynd. *mm—mmmmmmm—^ seinastur kom Ríkharður III. Hann leikstýrði og framleiddi aðeins eina mynd enn, heldur, stirðu Marilyn Monroe-númeri, „The Prince and the Showgirl", með honum í öðru aðalhlutverkinu. Á sjötta og sjöunda áratugnum vann hann af miklum krafti við að setja upp sýningar, leika í sýningum og stjórna leikhúsum þrátt fyrir að veikindi hijáðu hann oft. Sir Lowrence Olivier varð fyrsti þjóðleikhússtjóri Breta og hafði með 1 sér leikara eins og Maggie Smith, Colin Blakely, Derek Jacobi og ót- eljandi aðra. Tynan var leiklistar- ráðunautur hans og efnisskráin var alþjóðleg og glæsileg. Seinustu 20 árin eða svo var hann þekktastur fyrir sjónvarps- og bíómyndir sínar. Hann fór með mörg smáhlutverk og dáði þau vegna þess að hann vissi að hann gat gert eitthvað mikið úr þeim og það gerði hann líka ekki síst í sjón- varpi og kvikmyndum. Það var sama hvað hann gerði á filmu, hann var alltaf jafn magnaður. í Arabíu- Lárensi eftir David Lean eða sem geðsjúki tannlæknirinn í Maraþon- manninum eða gamli maðurinn í „Brideshead Revisited". Honum fannst gaman að leika í bíómyndum og fyrir sjónvarp, hann leit stundum á það sem einskonar frí, ferðast á ókunnar slóðir fyrir tökur og hitta vini sína og vera með þeim. En það fylgdu þeim skuggahliðar. Hann kom fram í mörgum vondum mynd- um af því það var peningur í því og hann lék í amerískum auglýsing- um með því skilyrði að þær yrðu aldrei sýndar í Bretlandi. Hann var aðlaður árið 1947 og árið 1971 tók hann sæti í lávarða- deildinni bresku fyrstur leikaja til að hljóta þá viðurkenningu. í bók sinni, Um leiklist, talaði hann um arftaka sinn, þann sem vildi sækj- ast eftir kórónu hans í leiklistinni. „Byrjaðu, hver sem þú ert, byijaðu fyrir alla muni,“ skrifaði hann, ...en mundu bara að þegar þú læðist eftir ganginum að gullna herberginu sérðu gamlan mann sem stendur við innganginn, fætur sundur, bakið beint og upprétt, augun stingandi, sem varnar þér inngöngu." Draugurinn. Guðinn. Áhrifa hans mun gæta um ókomna framtíð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 i ■ >■: , i ; -j--—-------- ' . •;■<:--r C 13 r> ■ C ■ -f Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. Comwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn , dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að fmna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og , í Wales. 1 grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við \ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í \ heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að' ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaöu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ r| J 1 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.