Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 27
Þetta var eins og að vera að drep-
ast úr flensu, bara þúsund sinnum
verra. Ég lá í köldu svitabaði. Það
rann úr nefi og augum. Ég ældi
öliu sem ég reyndi að borða. Fýluna
lagði af mér. Svo var þetta búið.“
Það eru ekki margir sem hafa
lagt í „kalda kalkúninn“ einir síns’
liðs en löngu seinna sagði Miles að
tveir af uppáhaldsboxurum sínum
hefðu veitt sér styrkinn: „Sugar
Ray Robinson gaf mér kraftinn til
að losna við eitrið. Þegar hann fór
að æfa fyrir leik hætti hann að
sofa hjá stelpum. Hann hafði sjáifs-
agann — eins og Jack Johnson."
1981 sneri Miles Davis afturtil
manna með skífunni The man with •
a horn. Tónleikaferðir fylgdu í kjöl-
farið og skífan We want Miles þar
sem heyra má nýsköpun á söngnum
úr Porgy og Bess: My man’s gone
now, er hann hljóðritaði með Gil
Evans 1958. Það var langt síðan
Miles hafði notað gömul stef. Ung-
ur piltur var á rafbassanum: Marc-
us Miller og kynni þeirra áttu eftir
að vera afdrifarík.
John Scofield og Gil Evans unnu
stundum með Miles eftir endurkom-
una og á síðustu skífu sinni fyrir
CBS: You’re under arrest, tekur
hann poppsöngva samtímans og
blæs þá eins og hann blés popp-
söngvana klassísku. Time after
time eftir Cindy Lauper varð My
funny Valentine.
1986 kemur ný skífa frá Miles:
Tutu. Þar urðu straumhvörf. Hann
var skilinn að skiptum við CBS (og
Teo Macero sem hafði hljóðstýrt
öllum skífum hans þar, nema tveim-
ur síðustu) og genginn til liðs við
Warner bræður og hafði fengið
Marcus Miller sem hljóðstjóra og
undirleikara og tónskáld. Hljóð-
gervlar gegndu stóru hlutverki og
ekki síður á næstu skífu er út kom
árið eftir: Siesta, tónlist Marcusar
úr samnefndri kvikmynd og minnti
í mörgu á Sketches of Spain og
GilEvans.
Ég hlustaði á Miles á Norðursjáv-
ardjasshátíðinni 1985 og 1987 í
júlímánuði og þótti harla gott —
en það var ekki fyrr en ég heyrði
hann í Sirkushöllinni í Kaupmanna-
höfn að ég hreifst næstum eins og
í Antibes nær 20 árum áður. Miles
blés á þriðja tíma og aukalög líka.
Ekkert hlé og hann yfirleitt á svið-
inu. Hann brosti og veifaði áheyr-
endum. Maðurinn sem frægastur
var fyrir að leika eins og hann
væri einn í heiminum ásamt hljóð-
færaleikurum sínum. Snúa bakinu
í áheyrendur, ganga af sviði og leika
aldrei aukalög.
Miles hefurgreinilega fundið til-
ganginn í lífinu eftir langa leit og
nú er þriðja skífa hans og Marcusar
Millers komin út og tileinkuð minn-
ingu Gil Evans. Og satt best að
segja: Amandla er en besta skífa
Davis síðan Bitches brew. Hljóð-
gervlarnir svífa yfir vötnum og
fönkrýþminn einnig en allt er það
svo listilega samtvinnað ljóðrænni
djassfegurð trompetleiks hans að
undrun sætir. Það er eins og Miles
safni saman allri reynslu sinni til
að segja sem mest með sem fæstum
orðum og tvö verk eru á þessari
skífu sem hrífa meira en annað í
einfaldri fegurð sinni, bæði skrifuð
af Marcusi í ballöðustíl hinna miklu
söngleikjahöfunda. Amandlaer
blásin með dempara eins og næst-
um öll verk skífunnar og hljómborð
Marcusar eins og kór og hljóm-
sveit. Kenny Garrett altóistinn ungi,
sem þekktur var úr Out Of The
Blue sveitinni, blæs þarna fallega,
en er þó jafnvel betri í fönkaðri
verkum þar sem rýþmablús snið er
á sólóunum.
Lokaverknið nefnist Pastorius,
samið í minningu bassasnillingsins.
Miles blæs opið með þeirri einstöku
tónfegurð er honum er einum gefin.
Marcus sveiflar bassanum og A1
Fostertrommunum. Rafmagn er
notað, sparlega þó, kannski er þetta
fyrsta lagið sem Miles hljóðritar í
tuttugu ár sem fær gömlu aðdáend-
ur hans, sem heltust úr lestinni hér
og þar eftir Bitches brew, til að
grípa andann á lofti að nýju og
segja: Miles erengum Iíkur.
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989
Afinæliskveðja:
Axel Jónsson frá
Stóru-Hildisey
Síðasta tala
númersins segir
til um
skoðunarmánuðinn.
Láttu skoða í tíma
- öryggisins vegna!
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Hægt er að panta skoðunartíma
pöntunarsími í Revkjavík
er 672811
Hinn 9. júlí sl. átti ágætur vinur
minn hér í Ámesþingi 75 ára af-
mæli. Það er Axel Jónsson, Engja-
vegi 45, Selfossi.
Ekki veit ég nema hann verði
öskuvondur við mig að ég skuli
senda honum afmæliskveðju með
þessum hætti. Ég bregst þá bara
við því með þeirri taktík sem við
venjulega höfum í samræðum okkar
en þar gengur venjulega á ýmsu.
Axel ber ekki allar heimsins syndir
á herðum sér. Hann er léttlyndur
að eðlisfari og húmoristi ágætur.
Axel er mannblendinn, fróðleiksfús
um land sitt og hefir ekki látið úr
hendi sleppa fáein tækifæri til þess
að ferðast til annarra landa og auka
þannig vitneskju sína um svipmót
lands og fólks íjær heimahögum.
Greiðamaður og gestrisinn er hann
en fjarri þvi að vera viðhlæjandi
allra. Vandur að vali vina sinna en
því traustari þeim sem hann bindur
vináttu við. Áxel hefir næmt auga
fyrir allri fegurð hvort sem hún
birtist í fólki, landslagi eða híbýlum
manna.
Axel er Rangæingur í húð og
hár. Fæddur á Uxahrygg, en for-
eldrar hans fluttu með hann korn-
ungan að Stóru-Hildisey í Landeyj-
um. Það var árið 1919. Þar ólst
hann upp, og tók síðar við búi for-
eldra sinna og bjó þar til ársins
1978 að hann varð að láta undan
síga af heilsufarsástæðum og flutt-
ist á Selfoss.
Eiginkona Axels er Sigríður Sig-
utjónsdóttir, Rangæingur að ætt
en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún
er kona vönduð á allan máta, dug-
leg og hagsýn í verkum sínum
meðan heilsa og þrek leyfði. Hún
sýnir nú í sjúkleika sínum sömu
festu og yfirvegun og hún áður
gerði í verkum sínum. Börn Axels
og Sigríðar eru: Guðjón, löggæslu-
maður á Selfossi. Ingigerður, hús-
freyja í Reykjavík, Erla, húsfreyja
í Reykjavík, og Jón, iðnverkamaður
á Selfossi. 011 eru þau styrkar grein-
ar af traustum stofni.
Axel er af þeirri kynslóð sem
kynntist margbreytilegum störfum
gegn um liðna tíma. Hann var
margar vertíðir við landverkastörf
í Vestmanneyjum á sínum yngri
árum milli þess sem hann vann búi
foreldra sinna á öðrum árstíðum.
Félagsmálum í sveit sinni tók hann
einnig góðan þátt í og er ekki að
efa að þar hefir góður liðsmaður
að verki verið eftir þeim viðhorfum
sem ég hefi kynnst hjá honum til
þess þáttar mannlífsins. Hann er
þannig séð einn af þúsundunum í
alþýðustétt, sem átt hefir sinn þátt
í að skapa það samfélag sem lengi
var stolt okkar þjóðar.
Hér gæti nú staðið amen eftir
efninu, en aðeins bæti ég við þakk-
læti mínu fyrir góð kynni þau ár
sem við höfum ræktað kynni okk-
ar. Allt hefir það verið með þeim
hætti að mér er það í minningunni
gleðigjafi og tilbreyting í annars
tilbreytingarlitlu samfélagi. Þakk-
læti mitt nær ekki hvað síst til þess
tíma sem við áttum saman á vinnu-
stað í nokkur síðsumur. Ég óska
Axel Jónssyni og fólki hans góðs
um ókomna tíma.
Gunnar Sigurðsson
ISííLBOT
PEUGEOT REIÐHJOL
FJALLAHJÓL, VERÐ FRÁ 28.250,-
DRENGJAFJALLAHJÓL, VERD FRÁ 16.400,-
10 GÍRA KARLMANNSHJÓL, VERD FRÁ 18.500,-
3 GÍRA KARLMANNS- OG KVENMANNSHJÓL MED
FÓTBREMSU, VERÐ FRÁ 19.950,-
12 GÍRA KEPPNiSHJÓL, VERD FRÁ 31.500,-
BMX, 8.000,-
ÚTSÖLUSTAÐIR
Reykíavik: Sportval, Krínglunni
Kópavogur: Jöfur hf.
Keflavik: Sportvörubúð Óskars
Akranes: Bilver sf.
Akureyrí: Skiðaþjónustan
Dalvík: Sportvik
Húsavik: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar
ísaQörður: Vélsmlðjan Þór
VERTU Á RÓLI Á PEUGEOT HJÓLI
I &
flF
fr-RB*
nr
NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600
i
p
<
s
I