Morgunblaðið - 16.07.1989, Síða 38

Morgunblaðið - 16.07.1989, Síða 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 Avalltmeð bók í hendi Menn segja hann harðan af sér en kunnugir lýsa honum sem hinu mesta ljúfmenni. Margir segja að hann hafi fæðst með silfurskeið í munni, ^en þeir sem þekkja hann best lýsa honum sem miklum hæfileikamanni er hefiir sannað svo um munar hvað í honum býr. ÆSKUMYNDIN... Davíð Scheving Thorsteinsson er fæddur á ísafirði 4. janúar árið 1930, sonur Láru Sch. Thorsteins- son, fædd Havstein, og Magnúsar Sch. Thorsteinsson, stofnanda og forstjóra Smjörlíkisgerðarinnar Ljóma. Davíð er elstur í hópi fjög- urra s;-stkina, en þau heita Gyða, sem er fædd sama ár og Davíð, Erla og Gunnar. Foreldrar Davíðs fluttu frá ísafirði til Reykjavíkur þegar hann var níu mánaða, svo að hann sleit barnsskón- um í höfuðborginni. Davíð er sagður þafa verið félagslyndur strákur, til í flest og kannski fyrir ofan meðallag hvað prakkaraskap snerti. Einn við- mælandi bætti þó við að það hefði alltaf verið græskulaust gaman. Ævintýraheimur Fjölskyldan flutti að Laufásvegi 62, en sú gata var sú fínasta í Reykjavík á þeim tíma. Viðmælendur sögðu að það hefði verið ævintýri líkast að koma á heimilið því þar var allt af öllu. Davíð átti mikið af leik- föngum, þar á meðal forláta járn- J%rautarlest sem vinum hans þótti mikið til koma. En þó að mikið væri af veraldlegum gæðum á því heimili sögðu viðmælendur að meira hefði þó borið á einstakri ljúfmennsku er einkenndi fjölskylduna. Davíð var lítið gefinn fyrir dæmi- gerðar strákaíþróttir, svo sem fót- bolta. Hann eyddi miklum tíma heima fyrir og segja heimildarmenn að hann hafi alltaf verið með bók í hendi frá því hann lærði að lesa. Hann hlustaði og mikið á tónlist, ERAFDAVÍÐ SCH. THORSTEINSSON, FORSTJÓRA SÓLAR HF. OG SMJÖRLÍKIS HF. Indíánahöfðinginn Davíð. Þessa mynd tók móðir hans. Myndin komst á póstkort og var seld í verslunum. faðir hans átti stórt og mikið plötu- safn sem systkinin sóttu í. Davíð er sagður hafa verið mömmustrákur og lengi vel búið við hálfgert kvenn- aríki, því að amma hans og móður- systur bjuggu langa hríð á heimilinu auk þess sem hann eignaðist ekki bróður fyrr en hann var 15 ára. Hann var heimakær og hafði lítinn áhuga á að fara í sveit á sumrin eins og siður var á þeim tíma, en við annan tón kvað þegar fara átti í sumarbústað sem fjölskyldan átti að Perluhvammi á Kjalarnesi. Bísar og bófar A þessum árum var líflegt við Laufásveginn. Strákarnir sóru sig í fóstbræðralag, síðan var farið í bófa- hasar við Nönnugötubísana og Holtabísana úr Grímsstaðaholtinu. Kveikt voru bál hér og þar, meðal annars í bréfarusii í sandkassa við bílskúrinn heima hjá Davíð við lítinn fögnuð foreldranna. Samkvæmt heimildum mun það fljótt hafa einkennt Davíð hversu hjálpsamur hann var, enda hefði það verið ræktað með honum því foreldr- ar hans hjálpuðu oft þeim sem minna máttu sín og skutu ósjaldan skjóls- húsi yfir útigangsfólk. Davíð var að sögn heimildamanna fljótt ákaflega vel kynntur, hvert sem hann fór. Davíð gekk í Austurbæjarskóla og átti að sögn heimildarmanna létt með að tileinka sér námsefnið. Margir viðmælenda kváðu hann vera þann mesta lestrarhest sem þeir hefðu kynnst og eftir því fljótan að lesa. Hann las það sem einn heimildar- manna kallaði „alvörubækur" og hafði lítinn áhuga á afþreyingarbók- menntum. Sagt er að þegar hann var í menntaskóla hafi hann alltaf labbað út í Eymundsson í löngu frímínútun- um og lesið í bókunum þar. Þá fylgdi sögunni að hann hafi lesið að minnsta kosti eina bók frá upphafi til enda í bókahillunum. ÚR MYND AS AFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON ÍÚTVARPb Ifrumbernsku Sjónvarpsins, ætlun Ríkisútvarpsins sem lögð árið 1967, mábúastvið að eitt- var fyrir útvarpsráð árið 1930. hvað hafi dregið úr útvarpshlust- | Fyrsta útvarpsleikritið var síðan un, en landsmenn höfðu þá notið út- varpsins í 37 ár. Einn af þeim liðum útvarpsins sem lengst hefur verið við lýði eru leikritin, en þeirra er strax getið í kostnaðará- flutt þann 21. nóv: ember 1931. í myndasafni Ólafs K. Magnússonar er að finna nokkrar mynd- ir sem teknar voru árið 1967 við tökur á þessu sívinsæla útvarpsefni. Vid hljóðnemann. Arnar, Rúrik og Erlingur. STARFID , SJALFB OÐALIÐIIHEIMSOKNARHÓP Ása Brandsdóttir er einn sjálf- boðaliðanna í heimsóknarhóp frá I Neskirkju. j Þörfin er óþrjótandi í Neskirkju er nýstofnaður hópur fólks sem er í sjálfboðaliðavinnu við að heimsækja aldraða, sem ekki eiga heimangengt á spila- 4 kvöld eða annað sem tilheyrir öldrunarstarfi kirkjunnar. Ása Brandsdóttir er einn sjálfboðalið- anna. ur og erum svona tengiliðir þess við umhverfið, ef svo má segja. Heimilishjálp og heimahjúkrun er allt annað. Þetta starf gefur manni fyllingu, gamalt fólk er svo rólegt. Þessi kona sem ég heimsæki er mjög já- kvæð og góð manneskja. Eg tek átta ára dóttur mína stundum með mér og hún er farin að líta á hana sem ömmu sína. Þjóðfélagið hefur breyst svo mikið, fólk einangraðist ekki eins mikið áður fyrr. Mér finnst að heimsóknarþjónusta ætti að vera í öllum kirkjum. Ég var að lesa að í Noregi er farið að halda námskeið fyrir svona starfsemi. Þetta er gott starf sem skapar vinatengsl og þörfin er óþrjótandi. Heimsóknarþjónusta er ætluð þeim sem af ýmsum ástæðum geta ekki tekið þátt í hefðbundnu öldrunarstarfi innan kirkjunnar. , „Starfið felst meðal annars í því að við spjöllum við fólkið, förum í . stuttar gönguferðir. lesum. fyrjr það, fylgjum þeim til læknis, í mess- ÞETTA SÖGDU ÞAV ÞÁ... Guðmundur Árni Stefáns- son lögreglu- þjónn í Vísi í maí 1978. Spurn. Um hvað verður kosið í kosningum? „...Það fer eftir því hver gefur bestu loforðin hvort ég trúi þeim eða ekki. Sumir flokkar eru með röð af kosningaloforð- um sem opin eru í báða enda og auðvelt er a svíkja.“ BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU Ragna Jó- / hannsdótt- ir, húsmóðir. Eg er sílesandi og les mjög mik- ið af ljóðum. Ég les ljóð á hveij- um einasta degi og núna er ég með í takinu ljóð eftir Stein Steinarr. Uppáhaldsskáldið mitt er samt Tómas Guðmundsson, ég get líka nefnt Margréti Jónsdóttur. Reyndar les ég líka skáldsögur og aðrar bókmenntir, en ijóðabækur og ljóða- söfn eru í alveg sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ingvar Frið- leifsson for- stöðumaður Jarðhitaskól- Anáttborðinu eru tvær bækur. Önnur heitir Dómsdagur eftir Guðmur.d Daníelsson og er það heimildarskáldsaga sem fjallar um Sigurð Guðbrandsson, langafa bókahöfundar. Þar er meðal annars sagt frá langalangafa mínum Arn- birni Guðbrandssyni sem um tíma bjó ásamt konu sinni í hellisskúta sem kallaður er Ampahóll við Veiði- vötn. Hin bókin heitir Ljuset eftir sænska rithöfundinn Torgny Lind- gtéhl......... PLATAN ÁFÓNINUM Eiríkur G. Ragnars- son, fram- kvæmdastjóri Það sem ég les tengist vinnu, ýmsar skýrslur og framtíðará- form, enda er ég algjör vinnuvit- leysingur. Tónlist hlusta ég á til þess að slappa af eftir erilssaman dag og síðast hlustaði ég á Imagine með John Lennon, ég er mikill aðdá- andi hans. Þar áður hlustaði ég á Double Fantasy og þar áður á Tjækovski. Regína Stefnis- dóttir hjúkr- unarfræðing- Það er ein plata sem ég er að spila núna aftur og aftur. Hún heitir Anything Goes og er gaman- söngleikur eftir Cole Porter með Patti Le Pon í aðalhlutverki. Þennan söngleik sá ég í New York um jóla- leytið í fyrra. Ég hef mjög gaman af Dixieland tónlist eða tónlist í þeim anda, hún kemur manni alltaf í gott skap. MYNDIN ÍTÆKINU Guðrún Vilhjálms- dóttir, hús- móðir. Eg og ellefu ára gömul dóttir mín fórum um daginn á mynd- andaleigu og leigðum myndinaShe’s Haveing A Baby. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem við mæðgur velj- um okkur mynd saman til að horfa á. Mér fannst þessi mynd ágæt, þó aðeins langdregin á köflum, en dótt- ur minni fannst hún alveg frábær. Ég er að hvíla mig á Stöð 2 núna og horfi þess vegna oftar á mynd- bönd en venjulega. Hjörtur L. Jónsson, sölumaður. Eg geri þó nokkuð af því að horfa á myndir og þá aðallega myndbönd sem ég kaupi erlendis. Það eru ýmisskonar akstursíþróttir — mest mótorhjólaíþróttir — sem ég horfi á með „yndislegri ánægju". Eg er með algjöra sjónvarpssýki og stefni á að kaupa mér gervihnatta- móttakara; ég er eiginlega alæta á sjónvarpsefni. Frúnni leiðist hins vegar allt þetta sjónvarpsgláp, en ég eyði þó nokkrum tíma í þessa ‘fðjn:------------------—----------. 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.