Morgunblaðið - 16.07.1989, Síða 39
M-
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989
C 39
Stund mllli stríða.
Frá vinstri: Erlingur Gíslason, Am-
ar Jónsson, Róbert Arnfinnsson,
Helgi Skúlason, Rúrik Haraldsson
(sitjandi), Jón Aðils, Flosi Ólafsson
og Valdimar Lárusson.
Carl Billich spilar lög úr Dýrunum í Hálsaskógi.
Klemens Jónsson, Emilía Jónasdóttir og tvö börn fylgjast með.
SÍMTALED...
ER FIÐ KRISTJÁNÞORBJÖRNSSON,AÐALVARÐSSTJÓRA
LÖGREGLUSTÖÐVARINNAR Á BLÖNDUÓSI
Bankaðí
radarvarana
95-24377
Lögreglan.
— Já, góðan daginn.
Góðan daginn.
— Kristján Þorbjömsson?
Ég er hann.
— Jóhannes Kári Kristinsson
heiti ég, blaðamaður á Morgun-
blaðinu.
Sæll.
— Nú voru þið að taka öku-
mann mótorhjóls um daginn á 197
kílómetra hraða. Hvernig er það,
virka radarvararnir ekki þama
fyrir norðan?
Nei, .nei..., við höfum alveg
ráð við þeim. Að vísu var hann
ekki með radarvara þessi.
— Nú segja þeir sem eiga slíka
gripi að þeir virki ágætlega.
Þeir virka náttúmlega, en það
er hægt að mæla þannig að þeir
komi að mjög litlum notum.
— ... og þá er kannski búið að
eyða miklum fjármunum til einsk-
is?
Já ... oft á tíðum. Það er ekk-
ert óalgengt að þeir sitji og banki
í radarvarann
þegar við er-
um búnir að
stoppa
þá ... halda
að tækið sé
bilað.
- En hef-
ur ekki verið
talað um að
setja lögbann
á radarvara?
Neiii
þetta er allt í
lagi, menn sem eru með þetta
keyra bara hægar. .. þetta er
sípípandi ... það verka á þetta
fjarstýrðir hurðaopnarar, far-
símar og margt fleira, svo þetta
er ekki bara bundið við radarana.
— Einmitt. Er algengt að þið
náið mönnum á svona hraða?
Nei, sem betur fer er það mjög
óalgengt.
— Hvað er gert við broti sem
þessu?
Það dugir engin sekt á svona,
þetta fer mikiu lengra.
— Er annars rólegt hjá ykkur
á Blönduósi?
Já, já, það er samt nóg að gera
... við emm til dæmis mikið í
radarmælingum. Við tökum að
jafnaði um fimmtíu til sextíu um
helgar fyrir of hraðan akstur og
svo nokkra í miðri viku ... en
þetta er nær eingöngu bundið við
sumartímann og mikið af þessu
em ferðamenn.
— Hvað takið þið annars stórt
svæði?
Við tökum
frá Brú upp
að Vatns-
skarði.
— Jæja,
ég þakka þér
kærlega fyrir
spjallið.
Sömuleið-
is.
— Bless-
aður.
Já, bless-
aður.
Frá Blönduósi.
fc
Sporhundur fann
dreng eftir 11 tíma
TVEGGJA ára drenturldai, frá Loranstöðinni á
tjndist siAa'tliðinn tunnu-1 Snaefrllsnni. Drcngurinn
fannst klukkan að vrrða
þrjú aðfaranótt mánuda|t
og var þá mikill mann-
fjöldi farinn að leita hans,
Komið var með sporhund
frá Rrykjavfk og hjálpaði
hundurinn mönnum að
komatl á ilóð drrnr'ins.
Drenctla l m keiilr Sa>n
Það er niðdimm ágústnótt árið 19
en allir sem vettlingi geta valdið (
úti við, á göngu um hraunið við Gufun
skálann rétt utan við Hellissand. Tvegj
ára drengs er saknað frá þvf um miðj
dag er hann var að leik ásamt fjóri
snáðum sem ekki geta sagt til um fer
hans nema benda með litlum fingmtr
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
„STRÁKURINN í
GJÓTUNNT'
Giftusamleg
björgun eftir
víðtæka leit
úfíð og kaldranalegt hraunið. Tæplega tvö
hundmð manns hafa tekið þátt í einni
víðtækustu leit sem gerð hefur verið, leit-
að er skipulega frá klukkan hálf sjö, frá
Hellissandi að Skarðsvík og alllangt upp
í hraunið. Flugvél frá Slysavamarfélaginu
í Reykjavík hefur flogið yfír leitarsvæðið
og á miðnætti er hætt skipulagðri leit en
gerðar áætlanir um að herstjómin á
Keflavíkurflugvelli sendi þyrilvængju
síðar til þess að taka þátt í leitinni.
Hópur fólks heldur áfram að leita. Spor-
hundurinn Dúna frá Flugbjörgunarsveit-
inni í Reykjavík, sérþjálfuð af Carlsen
minkabana, er komin á svæðið um klukk-
an hálf tvö um nóttina, þefar af nærfatn-
aði drengsins en fer ekki langt frá Gufu-
skálanum. Menn með ljóskastara og gjall-
arhorn em árangurslaust búnir að kalla
og ganga fram og til baka á þessum stað.
Loks... eftir ellefu tíma og erfiða leit
finnst drengurinn litli, sofandi ofan í illsjá-
anlegri eins og hálfs metra djúpri gjótu í
aðeins 60 metra fjarlægð frá Gufuskálan-
um. Þetta er giftusamleg björgun, sá
stutti hefði aldrei komist upp úr gjótunni
af sjálfsdáðum. Þetta er Sævar Pétursson,
sonur Péturs Péturssonar, símvirkja í Lor-
anstöðinni, og Ingibjargar Kjartansdóttur.
„Ég var bara að lúlla,“ sagði hann syfju-
lega við leitarmenn. Fætur hans höfðu
kólnað en hann var að öðm leyti hinn
sprækasti. Í öllum dagblöðum var at-
burðurinn forsíðufrétt og myndir af snáða
í fangi móður sinnar prýddu frásagnir.
„Það er ótrúlegt að hann skuli finnast
eftir allan þennan tíma... Hraunið hér
fyrir ofan og sjórinn fyrir neðan. Að vísu
er allt girt og krakkarnir eiga ekki að
komast þetta en krakkar komast nú allt“
er meðal annars haft eftir móður hans í
Morgunblaðinu þann 28. ágúst 1962. Ári
síðar gerði Ósvald Knudsen stutta leikna
kvikmynd um leitina og var Sævar í aðal-
hlutverki, aðeins þriggja ára að aldri, en
þótti rétt að láta annan dreng leika atrið-
ið ofan í gjótunni. Myndin var tvívegis
sýnd í sjónvarpinu og einnig tók Slysa-
varnarfélagið hana til sýninga til fræðslu
fyrir ýmsa hópa.
Og hvar er Sævar nú, 27 ámm eftir
atburðinn á Snæfellsnesi? Hann er 29 ára
gamali; starfar sem tannlæknir í
Reykjavík en hann lauk prófí fyrir tveim-
ur ámm. Sævar viðurkennir að allt um-
stangið hafi markað spor í æsku hans.
En man hann sjálfur eftir því þegar hann
týndist? „Nei, ég man ekkert eftir þessu,
ég var svo ungur. Þó rámar mig eitthvað
í þegar við vorum að leika kvikmyndina,
í gjallarhornið þegar kallað var á mig.
Annars horfði ég á myndina þegar hún
var sýnd og það sem ég man hlýtur að
hafa myndast eftir það. Sjónvarpið var
nýkomið og þar voru bara stór nöfn og
merkilegt að komast í það. Nei, mér var
aldrei strítt, ekki þannig, en menn minnt-
ust á þetta fram á unglingsárin. „Strákur-
inn í gjótunni" eða eitthvað í þá áttina
var ég kallaður. Ég segi ekki nokkmm
manni neitt en gömlu dagblöðin em til
heima hjá mér og sonur minn eldri fékk
að lesa þetta núna og finnst bráðskemmti-
legt að ímynda sér mig lítinn."
Sævar Pétursson, tannlæknir í
Reykjavík.
— Þú hefur væntanlega komið aftur á
staðinn?
„Já, já, ég hef farið þangað. Það var
strax fyllt upp í gjótuna með gijóti en
hún var mjög breið neðst, einskonar hell-
ir. Að ofan var og er hún þakin grasi og
opið aðeins um 30 sm á breidd. Ætli nokk-
ur geti fundið hana nema ég og einn
þeirra að vestan sem tók þátt í leitinni."
Skömmu eftir hina víðtæku leit var
stofnuð slysavarnardeild á Hellissandi og
margt hefur breyst síðan. Sævar hefur
ágæt samskipti við Slysavamarfélagið ef
svo má að orði komast en hann er ferða-
garpur mikill og fer oft inn á hálendið á
sérútbúinni jeppabifreið. Þar mætir hann
gjarnan björgunarsveitarmönnum við æf-
ingar. Þá segist hann aðeins spila í einu
happdrætti, happdrætti Slysavamarfé-
lagsins. „i dag hef ég mikið álit á hundin-
um. Hann fór aldrei lengra en rétt við
veginn þar sem ég var. Menn héldu að
hann væri ruglaður eftir flugið en hann
vissi sitt og sem betur fer — fyrir mig
að minnsta kosti," segir Sævar í spaugi.
„Svona sporhundar eru nauðsynlegir í öllu
leitarstarfí og ómissandi."