Morgunblaðið - 27.07.1989, Page 2

Morgunblaðið - 27.07.1989, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JULI 1989 Sólarlandaferðir: Pantanir taka kipp Morgunblaðið/Sigurður Jónsson „Það er nú í lagi með þetta ennþá.“ Jón Helgason í Miðhúsum lítur eftir töðunni á túninu. Heyskaparhorfiir á Suðurlandi: Fóðurgildið fellur með hverjum degi sem líður Bændur vonast eftir þurrki í lok vikunnar Selfossi. „ÞAÐ ER sama hvaða heyskaparaðferð er notuð, það er erfitt að bjarga sér núna,“ sagði einn þeirra bænda í Ámessýslu sem rætt var við í gær um heyskaparhorfúr. Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands fengust þær upplýsingar að margir bændur væru ekki enn byijaðir að slá og þeir sem væru byrjaðir ættu marg- ir hey í hrakningum. í eðlilegu sumri er fyrri slætti yflrleitt lokið um þetta leyti eða hann langt kominn. Flestir bænd- ur á Suðurlandi vestanverðu byij- uðu slátt fyrir um hálfum mán- uði, heldur seinna en venjulega vegna þess hversu spretta var lítil í vor. Þrátt fyrir ótíðina hafa sum- ir bændur náð að slá og hirða af um þriðjungi túna sinna. Þetta á einkum við um þá sem eru með heita súgþurrkun, en hún gefur möguleika á að hirða töðuna lítt þurra. Þá hafa menn náð að hirða nokkuð í súrhey og í rúllubagga en rigningin hefur þar sett mönn- um skorður. „Þetta fer að verða alvarlegt því tún fara að spretta úr sér og fóðurgildið fellur með hveijum deginum þegar grasið skríður,“ sagði Vilmundur Jónsson bóndi í Skeiðháholti. Jón Helgason bóndi í Miðhúsum í Gnúpveijahreppi sagðist hafa gert eins og margir, að slá út á spána fyrir rúmri viku. „Hún lagðist illa í mig vestanátt- in,“ sagði Jón, og einnig að það hefði verið trú manna áður fyrr að þurrkur í þeirri átt stæði aldr- ei nema 1-2 daga, og það hefði komið á daginn. í gær mátti víða sjá bændur við slátt þar sem spáin hefur ver- ið nokkuð hagstæð fyrir síðari hluta vikunnar. Víða má sjá guln- að hey á túnum sem hefur hrak- ist í viku til tíu daga og hætt við að það skemmist bregði ekki fljót- lega til betri tíðar. Hins Vegar erú víða nýslegnir flekkir sem benda til þess að bændur hafi trú á að brátt bregði til betri tíðar. En einn viðmælendanna sagði reyndar að það hlyti að gerast á næstunni. - Sig. Jóns. Alþýðubanki og Iðnaðarbanki: Sameining bankanna samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta SALA sólarlandaferða hefur tek- ið skyndilegan kipp undanfarna viku hjá ferðaskrifstofum í höfiið- borginni. Svo virðist sem menn séu orðnir leiðir á rigningunni sunnanlands og vilji fara að kom- ast í betra veður. I ágúst er hins vegar uppselt í flestar ferðir og erfitt að koma fólki að. „Menn hringja hér og vilja helzt fara í fyrramálið, í síðasta lagi eft- ir tvo eða þijá daga,“ sagði Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnu- ferða/Landsýnar. „Síminn hefur ekki þagnað og það er greinilegt að menn eru orðnir langþreyttir á rigningunni. Nú er hins vegar upp- selt í margar ferðir, þannig að mesta vinnan hjá okkur fer í að reyna að finna einhvéija ferða- möguleika með erlendum ferðá- skrifstofum. Sömuleiðis er byijað að bóka í ferðir í september." Helgi sagði að ferðaskrifstofan hefði fyrr í sumar boðið fólki upp á að komast ódýrt til sólarlanda með mjög stuttum fyrirvara ef sæti losnuðu til dæmis óvænt. „Menn hafa staðið í biðröð allt upp í fjór- tán tíma eftir þessum ferðum, þótt allt sé uppselt. Til að spara mönnum Hálendið: Margar slóð- ir lokaðar ENN eru viss svæði á hálend- inu lokuð umferð farartækja, svæðið norðan Hofsjökuls, Fjallabaksleiðirnar, svæði norðan Langjökuls og Hellis- skarðsleið um Hlöðuvelli. Enn er mikill snjór á þessum slóð- um og aurbleytan eftir því. Karl Ásgrímsson hjá vegaeft- irlitinu sagði í samtali við Morg- unblaðið, að meira að segja opn- ar slóðir nyrðra hefðu spillst illa í rigningunum á þeim slóðunr síðustu daga, þannig væri Sprengisandur aðeins fær rútum að því tilskyldu að þær væru. með dríf á öllum hjólum. Karl sagði enn fremur að erf- itt væri að spá því hvenær þær leiðir, sem enn eru lokaðar, yrðu opnaðar en unnið væri að opnun á Fjallabaksleið milli Eldgjár og Landmannalauga og eins á há- lendið upp úr Eyjafirði. „Þetta fer eiginlega allt eftir veðurfari, ef það verður votviðrasamt seinkar þessu öllu enn, annars gengur það hraðar fyrir sig,“’ sagði Karl. Sjá kort á bls. 27. biðina höfum við sett miða í gluggann um að engin sæti séu laus. Menn bíða samt,“ sagði Helgi. Helgi sagði að bæði væri það veðrið sunnanlands, sem virtist ýta við mönnum að panta sólarlanda- ferðir, en einnig væri reynslan sú að skriða af pöntunum kæmi þegar ríkið borgaði út endurgreiðslur á ofgreiddum skatti, barnabætur og aðrar greiðslur, sem koma í póst- kassann í byijun ágúst. Ríkissjóður Greiðslustaða hagstæð í Seðlabanka FYRSTU sex mánuði ársins var greiðslustaða ríkissjóðs gagn- vart Seðlabanka hagstæð um 1,5 milljarða króna, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að hún yrði óhagstæð um 5 milljarða á þess- um tíma. Helstu ástæður þessa eru taldar þær, að rekstraraf- koma ríkissjóðs er nokkurn veg- inn í samræmi við áætlanir enn sem komið er, og svo að innlend lánsfjáröflun hefúr gengið betur en ráð var fyrir gert. Að sögn Más Guðmundssonar efnahagsráðgjafa Jjármálaráðherra hefur þróunin verið sú, að greiðslu- staða ríkissjóðs gagnvart Seðla- banka versnar á fyrri hluta árs, en batnar á síðari hluta þess. Þannig hafi verið gert ráð fyrir neikvæðri stöðu um 5 milljarða á tímabilinu janúar til júní í ár, og búist við að úr rættist á haustmánuðum. „Hins vegar hafa öflug lánsfjár- öflun innanlands og það að rekstr- arafkoma ríkissjóðs er nokkum veginn samkvæmt áætlun haft þau áhrif að í stað neikvæðrar stöðu er greiðslustaðan jákvæð sem nemur 1,5 milljörðum króna,“ sagði Már. Hluthafafiindir Iðnaðarbanka og Alþýðubanka samþykktu í gær hlutabréfakaup bankanna, ásamt Verzlunarbanka, í Útvegsbankan- um og samruna bankanna fjög- urra. Að hluthafafúndi Útvegs- bankans loknum, 1. ágúst, verður ekkert í vegi sameiningar bank- anna í hinn nýja íslandsbanka. Stefiit er að því að í byijun ágúst geti nýtt bankaráð tekið ákvörðun um skipulag og helztu stjórnendur bankans og ákveðið honum mark- mið og hlutverk. Á hluthafafundi Iðnaðarbankans var sameiningin samþykkt með 99,85% atkvæða. Víglundur Þor- steinsson, sem var fundarstjóri, tók svo til orða að eftir þessi úrslit væri hugtakið „rússnesk kosning" úr sög- unni. Svipuð niðurstaða fékkst á hluthafafundi Verzlunarbankans í fyrradag; þar voru 98,9% hluthafa á fundinum hlynntir sameiningunni. Andstaða var örlítið meiri hjá hlut- höfum Alþýðubankans. Sameiningin fékk 96,5% greiddra atkvæða, en 2,1% voru á móti. Að sameiningunni samþykktri var ákveðið að auka hlutafé í bankanum um 380 milljónir króna. Það er nauðsynlegt til þess að Alþýðubankinn geti staðið við skuldbindingar sínar um hlutafé í íslandsbanka, en reiknað er með að hver bankanna þriggja eigi þar 833 milljóna hlut. í máli Asmundar Stef- ánssonar, formanns bankaráðs, kom fram að Iðnaðarbanki ætti eigið fé umfram þá upphæð, Iíklega um 200 milljónir. Með 100 milljóna hlutaíjár- aukningu, sem Verzlunarbankinn hefði heimild fyrir, myndi eigið fé hans sennilega samsvara hlutnum í íslandsbanka. Samkvæmt skýrslu um efnahag Alþýðubanka, sem lögð var fram á fundinum, er eigið fé hans hins vegar aðeins um 400 millj- ónir króna. Ásmundur sagði að um nýtt hluta- fé yrði einkum leitað til lífeyrissjóð- anna, enda hefðu þeir hagsmuni af stofnun nýs banka, sem gæti komið peningum þeirra á vexti, og þar sem þeir réðu meiru sjálfir um nýtingu ijár síns en í núverandi bankakerfi. Núverandi hluthafar myndu væntan- lega ekki nýta forkaupsrétt sinn á hlutafé að fullu og þannig einnig sjá til þess að almenningur fengi tæki- færi til að kaupa hluti í bankanum. Miklar umræður urðu á fundi Al- þýðubankans, og urðu fulltrúar ýmissa hluthafa til að andmæla ráða- hagnum. Nokkrir töluðu um að verið væri að bregðast þeim hugsjónum, sem ráðið hefðu stofnun bankans, með því að ganga í eina sæng með „auðvaldinu“. í ályktun frá verka- lýðsfélaginu Jökli á Höfn var því lýst yfir að ef af sameiningunni yrði, væru forsendur fyrir eignaraðild Jök- uls að Alþýðubankanum brostnar. Einnig væri félagið á móti því að fé lífeyrissjóðanna væri notað til kaupa á hlutafé í nýja bankanum. Hrafn- kell A. Jónsson, formaður verkalýðs- félagsins Árvakurs á Eskifirði, tók undir það, að það væri óæskilegt að fé lífeyrissjóðanna rynni í banka á suðvesturhorninu. Frekar ætti að nota það til að styrkja atvinnulíf heima í héraði, sem ætti í vök að veijast. Fleiri tóku undir þessi sjónar- mið. Söluskattsmál Hagvirkis hf.: Best væri að aðilam- ir mættust á miðri leið — segir sýslumaður Rangárvallasýsiu „ÉG hef tekið afstöðu til greinagerðar lögmanns Hagvirkis, og þrátt fyrir að við séum ekki að öllu leyti sáttir við hana, þá er vissulega margt rétt og satt í greinargerðinni," sagði Friðjón Guðröðarson sýslu- maður Rangárvallasýslu í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. I grein- argerð lögmanns Hagvirkis er meðal annars bent á, að söluskattsmál fyrirtækisins séu þegar fyrir dómstólum í Hafharfirði. Hagvirki beri því ekki að leggja fram bankatryggingu til að tryggja áframhaldandi dómsmeðferð. „Afstaða mín liggur nú fyrir í dómsmálaráðuneytinu, og verður þar ti! sameiginlegrar skoðunar fyrir sýslumannsembættið, dóms- og ijár- málaráðuneytin fram að helgi,“ sagði Friðjón. „Þetta mál er alls ekki ein- falt. Málsaðilar þurfa að gefa sér tíma til að finna bestu leiðimar að farsælli lausn, og helst að mætast á miðri leið.“ Friðjón sagðist í lengstu lög vilja forðast lokunaraðgerðir gagnvart Hagvirki, og slíku mætti vonandi komast hjá með sameigin- legu átaki beggja aðila. „Það má segja að samningaviðræður séu í gangi eins og er, og við erum þessa dagana að svara bréfi Hagvirkis. Ég sé mjög mikla annmarka á því að loka þessu fyrirtæki. Hins vegar getum við alls ekki fallist á þeirra ■ meginsjónarmið, því það kemur ekki annað til greina en að lagðar verði fram tryggingar sem við teljum full- nægjandi. Þá mætti hnika til kröf- unni um bankatryggingu ef sann- gjarnt og eðlilegt þykir.“ Friðjón sagði að málið væri fyrir dómstólum, og út af fyrir sig væri ekkert því til fyrirstöðu að ljúka því þar, þó ekk- ert væri ljóst í þeim efnum. „Hins vegar er lagalegur möguleiki á lokun enn fyrir hendi,“ sagði Friðjón að lokum. Vinnuveitendasamband íslands sendi forsætisráðherra í gær álits- gerð, þar sem, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, fram koma sjón- armið sambandsins varðandi þá um- ræðu sem skapast hefur um sölu- skattsmál hinna ýmsu fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.