Morgunblaðið - 27.07.1989, Page 4

Morgunblaðið - 27.07.1989, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 4 • ■ ■ | íéiíéíi® Sjóflugvélin hífð á land við syðri enda flugbrautarinnar í Skeijafírði, Morgunblaðið/RAX Sjóflugvélinni bjargað á land SJÓFLUGVÉLINNI, sem legið hefur á hvolfi á Skeijafirði, hefiir nú verið bjargað á land. Það var hópur flugvirlga, ásamt verkamönnum, mönnum úr siglingaklúbbnum Ými og einum kafara sem náðu vélinni upp úr sjónum og fluttu hana í eitt flugskýlanna á Reykjavíkurflug- velli. Þetta var gert að tilstuðlan bandarísks tryggingarfélags sem vélin var tryggð hjá. Guðbjartur Torfason flugvirki, sem er í forsvari fyrir björgunar- mönnunum, segir að björgun vélar- innar hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Fyrst hafi hún verið flutt upp að syðri enda flugbrautarinnar í Skeijafirði. Þar hafi svo krani verið notaður til að hífa hana á land. Að sögn Guðbjarts eru ekki miklar skemmdir á vélinni að utan en hins- vegar má búast við að seltan í sjónum hafi unnið nokkurt tjón, einkum á mótomum. Mun vélin verða hreinsuð og lagfærð hérlendis, að beiðni tryggingarfélagsins og annast fjórir flugvirkjar það verk. VEÐURHORFUR í DAG, 27. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Fremur hæg norðan- og norðvestanátt. Skúrir um vestan- og norðvestanvert landið, en úrkomulaust annarstaðar. SPÁ: Yfír austanverðu landinu er 989 mb. lægð sem þokast norð- austur. Veður mun heldur kólna, einkum norðan- og vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG:Norðanátt, að mestu þurrt á suðaustur- landi, en rigning eða súld í öðrum landshlutum. Hiti 9—10 stig. HORFUR Á LAUGARDAG:Fremur hæg norðavestanátt. Dálítil súld eða rigning norðanlands, en úrkomulítið eða úrkomulaust annar- staðar. Hiti 7—9 stig. TAKN: ■Q ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning / / / * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma •\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V H = Þoka — Þokumóða ’, » Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö fsl. tíma hiti veöur Akureyri 10 rígning Reykjavik 8 súld Bergen 23 skýjað Helsinki 27 skýjað Kaupmannah. 25 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Osló 26 léttskýjað Stokkhólmur 25 heiðskirt Þórshöfn 12 skýjað Algarve 30 þokumóða Amsterdam 23 mistur Barcelona 29 mistur Berlín 28 léttskýjað Chicago 23 þokumóða Feneyjar 28 léttskýjað Frankfurt 23 hálfskýjað Glasgow 18 skýjað Hamborg 25 léttskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 25 skýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 24 íéttskýjað Madríd 32 heiðskírt Malaga 28 mistur Mallorca vantar Montreai vantar New York vantar Orlando vantar Paris vantar Róm 29 léttskýjað Vín vantar Washington 26 mistur Winnipeg vantar Hvalatalningarleiðangurinn: Töluvert sást af hvölum af mörgum tegundum Töluvert af hvölum, af ýmsum tegundum, sást í fyrstu lotu hvala- talningarleiðangurs Hafrannsóknarstofnunar. Tvö hvalveiðiskip bæt- ast í dag í hóp leiðangursskipanna. Árni Friðriksson RE og Barðinn GK hafa undanfamar tvær vikur verið á leitarsvæði djúpt suður af Grænlandi og íslandi. Náði svæðið suður á 50 breiddargráðu norðlægr- ar breiddar, á móts við Ermarsund. Jóhann Siguijónsson sjávarlíf- fræðingur, sem stjórnar leiðangrin- um, sagði við Morgunblaðið að leið- angursmenn hefðu orðið varir við töluvert af hval af öllum möguleg- um tegundum. Þar á meðal hefði orðið vart við sandreiðar vestast á svæðinu, en íslensku vísindamenn- imir leggja aðaláherslu á að telja dýr af þeirri tegund. Jóhann sagði að þessi svæði sunnan við Island væm mjög for- vitnileg, þar sem lítið væri vitað um þau, og áhugavert yrði að bera niðurstöður talningar þar saman við talningar á hafsvæðinu norðar, sem íslendingar þekktu mjög vel. Alls taka 15 skip ogtvær flugvél- ar þátt í hvalatalningunni í sumar. íslendingar senda fjögur skip. Arni Friðriksson og Barðinn fara aftur nú fyrir helgina á sama svæði og áður. í morgun fóm hvalveiðiskipin af stað. Hvalur 9 verður á svæðinu við Austur-Grænland og djúpt vest- ur af íslandi, en Hvalur 8 verður vestur og suður af landinu. Leið- angrinum lýkur um miðjan ágúst. Lögreglan hefiir fært 150 bíla til skoðunar Bifreiðaskoðun íslands hf. hefur fengið til skoðunar samtals 150 bíla sem lögreglan hefiir fært þangað. Lögreglan á höfiiðborgar- svæðinu hefiir að undanförnu stöðvað bíla sem búið á að vera að skoða á þessu ári. Lögreglan gerir þetta í samráði við Bifireiða- Kjúklingar á afslætti UM 20.000 kjúklingar verða seldir á sérstöku afsláttarverði frá og með deginum í dag samkvæmt fréttatilkynningu frá Alifuglasöl- unni sf. Stendur útsalan meðan birgðir endast. Fyrirtækið er sölu- og dreifingaraðili fyrir Hol- takjúklinga, Móa, Fjöregg og ís- fiigl. Umræddir kjúklingar verða á boð- stólum í vel flestum matvömverslun- um á Reykjavíkursvæðinu og seljast tveir og tveir saman á 559 krónur kílóið. Verða þeir í vel merktum neyt- endapakningum. skoðun sem tekur á móti bílunum utan venjulegs opnunartíma. Lögreglan gerði fyrstu atrennuna að bíleigendum á fimmtudag og kom þá með samtals 90 bíla sem trassað hafði verið að koma með til skoðun- ar, að sögn Kjartans Ragnars fram- kvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar ís- lands. Á þriðjudag færði lögreglan þangð 60 bíla. „Aðgerðir lögreglunnar hafa hvetjandi áhrif á þá sem eiga að vera búnir að Iáta skoða bíla sína, sagði Kjartan, þannig að fólk kemur að sjálfdáðum þegar fréttist af þeim.“ Ástæðu þess að lögreglan stendur fyrir þessum aðgerðum nú taldi Kjartan vera þá að mesta ferða- helgin ársins, Vecslunarmannahelg- in, er skammt undan. Tilgangurinn væri að auka umferðaröryggi. Reglan fyrir því hvenær koma á með bíl til skoðunnar er sú að farið er eftir síðasta tölustafnum á núm- eraplötunni og gildir það um bæði gömlu og nýju númerin. Ef númerið endar á sjö á bíllinn að koma inn til skoðunnar í júlí, en lögreglann stöðv- ar bíla þó ekki nema liðnir séu tveir mánuðir þar framyfir. Beið í hálfan annan tíma - segir eigandi Stekkjarhamars sem varð vélarvana í fyrrinótt. „Ég beið hálfan annan tíma í blæjalogni eftir að verða dreginn í land og þykir verst að þarna fiskaðist ekkert,“ segir Karl Olsen eig- andi bátsins Stekkjarhamars sem varð vélarvana á Syðra-hrauni um tólf mílur út af Garðskaga í fyrrinótt. Karl var á heimleið af hand- hann hafi fengið eitthvað á 400 færaveiðum undir miðnætti aðfara- nótt miðvikudagsins þegar olíukælir fór að leka í bátnum. Hann fékk annan bát, Mími, sem var á veiðum í grenndinni til að sækja sig og draga inn í Njarðvíkurhöfn. Þangað var komið laust fyrir klukkan fimm í fyrrinótt. Þrátt fyrir óhappið kveðst Karl ánægður með túrinn, Elsta kona, landsins látin Selfossi. ELSTA kona landsins, Ingilaug Teitsdóttir frá Tungu i Fljótshlíð, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands í gær á 105. aldursári. Hún hefði orðið 105 ára 4. águst næstkom- andi. Ingilaug fæddist á Gijótá í Fljótshlíð, dóttir Teits Ólafssonar og Sigurlaugar Sveinsdóttur. Hún bjó í Tungu í Fljótshlíð ásamt manni sínum Guðjóni Jónssyni sem lést 1952. Þau eignuðust fjögur böm, Guðrúnu, Sigurlaugu, Oddgeir og Þórunni, sem öll eru á lífi við átt- ræðisaldur. kíló af fiski sem teljist ágætt eftir þriggja tíma handfæraveiðar. Stekkjarhamar er tíu tonna bátur, sjósettur á þessu ári. „Lambakjöt á lágmarksverði“: 400 tonn seld YFIR 400 tonn hafa selst af „lambakjöti á lágmarks- verði“. Talið er að þau 550 tonn sem ákveðið var að selja með þessum hætti verði uppseld um aðra helgi, að sögn Jóhanns Guðmunds- sonar deildarstjóra í land- búnaðarráðuneytinu. Ríkisstjómin ákvað að veita 45 milljónum kr. til þessa sér- staka söluátaks sem hófst 3. þessa mánaðar. Dugar það til sölu á um 550 tonnum. Um síðustu helgi var búið að selja 390 tonn. Mest sala er í úrvals- flokknum, að sögn Jóhanns. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.