Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 13 Steinar hf.: Fjóiar snældur í feröalagið Steinar hf. hafa gefið út Qórar snældur í pakka, sem þeir kalla Ferðalög. Snældurnar hafa að geyma íslensk lög með ýmsum flytjendum og eru þau alls fimmtíu. Hulstur sem ætla má að þoli talsvert hnjask er utan um snældurnar, enda pakkinn hugsaður til að taka með í ferða- lagið að því er segir í fréttatil- kynningu frá Steinum. Snældurnar fjórar í Ferðalags pakkanum kallast Bandalög, Sól- arlög, Háttalög og Bítlalög og má hvort sem er kaupa þær sér eða í pakkanum. Samnefnd plata er hef- ur að geyma lög Bandalagssnæl- dunnar hefur þegar selst í rúmlega 3000 eintökum og er því orðin „Gullplata“. Á henni er að finna ný lög, svo sem Danska lagið, Stelpurokk og Strákana í götunni. Hinar snældurnar þrjár hafa að geyma eldri lög. Á Bítlalögum er að finna tónlist með hljómsveitum sem voru upp á sitt besta á bítla- tímabilinu og á Háttalögum eru það róleg lög meðal annars flutt af Pálma Gunnarssyni og Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Sumarlögin inni- halda aftur á móti tónlist sem á að koma fólki í sumarskap, að því er segir í tilkynningunni. í BMW 3-línunni eru annarsvegar 2ja og 4ra dyra bílar og hinsvegar 5 dyra Touring skutbíl- ar. Þú borgar minnst fyrir BMW í 2ja dyra út- færslunni, en hann kostar álíka og lítill jap- anskur bíll meö sérútbúinni vél. Munurinn er mikill milli BMW og japanskra bíla, og dæmi þá hver fyrir sig. Einkenni BMW eru þau sömu í öllum útfærsl- um. Hann er aflmikill, hefur frábæra akstureig- inleika og snerpu sem þú getur treyst þegar mest á reynir. Fjöörunin og annar tæknilegur útbúnaður er fyrsta flokks enda hér á ferðinni bíll sem er gerður fyrir kröfuharða kaupendur. Það er eftirsóknarvert að eiga og aka BMW, þess vegna viljum við gera okkar ítrasta til að þú njótir þess besta, og eignist BMW. Þér er hér með boðið að koma og reynsluaka BMW 3-línunni eða öðrum BMW bílum, þiggja hjá okkur veitingar og ræða við sölumenn um hagstæða greiðsluskilmála. Viljir þú að við tökum gamla bílinn sem greiðslu upp í nýjan BMW, skaltu hiklaust notfæra þér skiptitilboðið okkar sem auðveldar þér að eignast BMW á góðum kjörum. BMW 3161, 2ja dyra kostar frá kr. 1.227 þúsund. Bílaumboðið selur einnig notaöa BMW. Leitaöu upplýsinga hjá sölumönnum. Njóttu þess besta, — eignastu BMW. ÞAÐ ER EINFALT MÁL AÐ SEMJA VIÐ OKKUR. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavik, simi 686633 iinstakur bill fyrir kröfuharða. * Kviksaga frá Þingvallafundi skólann á Akureyri. Margar fyrir- spurnir höfðu borist um sjávarút- vegsbraut skólans. Nú síðustu daga hafa hins vegar borist þangað margar fyrirspurnir um það hvort stofnunin muni verða lögð niður. Kviksagan er því þess eðlis, að hún grefur undan tiltrú fólks á Háskól- anum. Þetta hlýtur m.enntamála- ráðherra að vera ljóst, og er því illt, að hann skuli ekki hafa séð sér fært að kveða orðróminn niður. Höfúndur er menn taskólakennari á Akureyri. eftir Tómas Inga Olrich Á fundi ríkisstjórnarinnar á Þing- völlum miðvikudaginn 12. júlí var fjallað um slæma stöðu ríkissjóðs. I yfirlýsingu fjármálaráðherra að fundi loknum kóm fram að skera ætti niður ríkisútgjöld, en að ekki hefði verið ákveðið hverju yrði fórn- að. Fréttastofa Bylgjunnar birti daginn eftir upplýsingar um það, sem rætt hafði verið um að skera niður á ríkisstjórnarfundinum. Með- al þess, sem þar var nefnt, var sú hugmynd að leggja niður Háskól- ann á Akureyri. Hjá fréttastofu Bylgjunnar fást þær upplýsingar að umræddrar fréttar hafi fréttamennirnir Arn- þrúður Karlsdóttir og Glúmur Bald- vinsson aflað. Þessi fregn byggðist ekki á neinum upplýsingum, sem fram komu á blaðamannafundi fjár- málaráðherra og hefur fréttamönn- um annarra fjölmiðla ekki tekist að fá fréttina staðfesta. Þótt frétta- stofa Bylgjunnar sé ófáanleg til að greina frá heimildamanni, er þó fullyrt á þeim bæ að hann sé áreið- anlegur. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra mun hafa haft samband við fréttastofu Bylgjunnar og lýst því yfir að sú hugmynd, að leggja niður Háskólann á Akureyri, hafi ekki verið rædd í menntamálaráðu- neytinu. Sú athugasemd var flutt á Bylgjunni. Hins vegar var fregnin um að málið hefði komið til um- ræðu á ríkisstjórnarfundinum ekki borin til baka. Það hefur ekki góð áhrif á rekst- ur neins fýrirtækis, þegar fréttist að þeir, sem yfir það eru settir, séu Engin ástæða er til þess að trúa þvi að þessi frétt sé sönn. Ráð- herrar ríkisstjómarinnar em reikul- ir í efnahagsmálum, en enginn ætl- ar þeim það lánleysi að kyrkja í fæðingu þá tilraun til að efla vísinda- og rannsóknastarf utan höfuðborgarinnar, sem stofnun Háskólans á Akureyri var og er. Það era aðeins fjórir mánuðir síðan ríkisstjórnin tók þá ákvörðun, að við Háskólann á Akureyri hæfist kennsla í sjávarútvegsfræði í árs- byijun 1990. Sú ákvörðun var í fullu samræmi við óskir heima- manna og skiptir sköpum um starf- semi stofnunarinnar og sérstöðu. Ég kýs því að líta svo á að hér sé um kvitt að ræða. Kviksagan er hins vegar mjög skaðleg fyrir Há- Tómas Ingp Olrich „Ráðherrar ríkisstjórn- arinnar eru reikulir í efnahagsmálum, en enginn ætlar þeim það lánleysi að kyrkja í fæð- ingu þá tilraun til að efla vísinda- og rann- sóknastarf utan höfiið- borgarinnar, sem stofn- un Háskólans á Akur- eyri var og er.“ að velta því fyrir sér, hvort ekki sé nauðsynlegt að leggja það niður. Fréttir af því tagi, hvort sem þær era sannar eða kvittur einn, skaða starfsemi fyrirtækisins og orðstír. Svo er að sjálfsögðu einnig um menntastofnanir. MARKA 3 ...ekki bara önnur útsalan... • • Faxafen 14 (ofanBónus) SgPPveX eftfr því!! 100X HSKUFÖT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.