Morgunblaðið - 27.07.1989, Side 14

Morgunblaðið - 27.07.1989, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 1 Símar35408 og 83033 AUSTURBÆR Skipasund 47-92 Flókagata 53-69 Fossvogur Selvogsgrunn Drekavogur Langagerði VESTURBÆR Lynghagi KOPAVOGUR Hófgerði BREIÐHOLT Þverársel GRAFARVOGUR Dverghamrar „Ég er í skuld“ Predikun Jónasar Gíslasonar við biskupsvígslu í Skálholti 23. júlí sl. i Eg sá hana fyrsta daginn minn í Hong Kong — og mér brá. Lítil og skinhoruð, óhrein og tötraleg sat gamla konan í hnipri á gangstétt- inni — fast upp við húsið — hjá henni tveir eða þrír litlir plastpokar — aleigan sennilega — augun lokuð og hún var hreyfingarlaus. Ég sá hana hvert sinn, er ég gekk þarna um — stundum hafði hún lagt sig út af — sennilega átti hún fastan samastað þar. Ég fékk sting í hjartað. — Hún er systir mín — sköpuð eftir Guðs mynd. — En veit hún það? — Hefur einhver sagt henni það? — Ekki ég. Eða heimsóknin í flóttamanna- búðirnar. Kristnar hjálparstofnanir veita hundruðum barna uppfræðslu og umönnun — þau voru hrein — og falleg — eins og lítil börn alltaf eru — ósköp sjálfum sér lík — þau þekkja enga aðra tilveru — ekki af eigin raun. Smáskúrar voru heimili fólksins — hver fjölskylda hafði eitt fleti út af fyrir sig — í lítilli kytru — fletin gátu verið 4—5 á 10—15 fermetrum — áður voru þau oftast í þrem hæðum líka — þess vegna höfðu rúmazt þar allt að 20.000 flótta- menn — nú voru þeir snöggtum færri. Ömurlegt hlutskipti — og þó voru íbúar þessara búða tiltölulega vel settir — þeir höfðu allir von um betri framtíð — innan þriggja ára áttu þeir að flytjast burt til fyrir- heitna landsins — því sást vonar- neisti í augum — þrátt fyrir allt — ný og betri framtíð beið þeirra — sum höfðu jafnvel fengið vinnu í borginni — sjálfsvirðing þeirra óx umtalsvert. Svo komum við skyndilega að rammgirtu hliði í einu horninu — þar var svolítill blettur umlukinn hárri girðingu — alsettri gaddavír. í þeim búðum var öll von úti — íbúarnir töldust ekki flóttamenn — þeir yrðu því gjörðir afturreka — það þýddi oftast dauði — eða a.m.k. þrælkunarvinna og fangelsi. Þetta var þó ósköp venjulegt fólk — eins og við — kannski svolítið frábrugðið í útliti — en yfirleitt fal- legt fólk. Þetta voru manneskjur — skap- aðar eftir Guðs mynd — alveg eins og við. Er við gengum út úr flótta- mannabúðunum — blöstu háhýsin við — oft um eða yfir 50 hæðir — hrópandi andstæður — Hong Kong er alþjóðleg verzlunarmiðstöð — ein sú stærsta í allri veröldinni — og lífsgæðunum kannski einna mis- jafnast skipt þar. Vorum við ekki að kvarta yfir lélegum launum og bágu ástandi á íslandi? — Ég tók víst þátt í því iíka. — Sennilega ættu þau erfitt með að skilja umkvartanir okkar — gamla skinhoraða konan á gang- stéttinni og flóttamennirnir. Sama máli gegnir um þær þús- undir barna í Manila, sem leita ætis á öskuhaugunum — molanna, er hijóta af borðum ríka mannsins — þar er slegizt um hvern bita. Ég mun seint gleyma litla drengnum, sem flatti nefið á bílrúð- unni — meðan við biðum á rauðu ljósi — augun angurvær og biðjandi — höndin framrétt — þögult neyð- aróp! Ég hef aldrei áður kynnzt jafn- botnlausri örbirgð og eymd — þótt íslenzka sjónvarpið hafi verið býsna iðið við að sýna okkur neyð heims- ins. — En það er auðvelt að breyta um rás á sjónvarpinu — eða hrein- lega slökkva á því, ef það fer að óróa okkur um of. Þarna kynntist ég mannlegri ör- birgð á allt annan og persónulegri hátt — botnlausri dýpt mannlegrar eymdar — þar sem öll von um betri tíð og blóm í haga er að fullu slokknuð hjá fjöldanum. Hvers vegna er þessu svo farið? — Hvað veldur? Guð elskar þetta fólk jafnt og okkur — mig og þig — Jesús dó á krossinum fýrir það — eins og hann dó þar fyrir mig og þig. — Hinztu boð hans um að fara og gjöra allar þjóðir að lærisveinum — gilda einn- ig um þetta fólk. — Kristniboðar hafa hlýtt og farið — en þeir eru svo fáir — hinir svo fjölmargir — sem hafa enn ekkert heyrt. Og spurningin verður óþægilega persónuleg: Hvað hef ég gjört fyrir þetta fólk? — Sagði ekki Jesús eitt sinn: Hvað sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra — og systra — það hafið þér gjört mér? Engan þarf að furða — þótt þetta umhverfi og þessi eymd hafi sett sterkan svip á alþjóðlegu ráðstefn- una — Lausanne II — sem við sótt- um nokkrir íslandingar — dagana 11.-20. júlí sl. í Manila — henni lauk í fyrrakvöld — eina Ijölmenn- ustu kristilegu ráðstefnu — sem haldin hefur verið — þátttakendur voru hátt á 4. þúsund — frá 191 landi. II Guðspjallið hittir mig með sér- stökum hætti í dag — þetta er und- arleg saga. — Ranglátur ráðsmaður hafði farið með eigur húsbónda síns — eins og hann ætti þær sjálfur. Svo rann upp stund reiknings- skila. — Hvað átti hann að gjöra? Svíkja meir og pretta? — Falsa fleiri skjöl og faktúrur? — Og reyna. þannig að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum? — Kaupa sér vipáttu einhverra með illa fengnum auði? — Séra Jónas Gíslason Svo fór þó að lokum, að húsbóndinn neyddist til að hrósa honum — hann sýndi þó að minnsta kosti fyrir- hyggju — er hann stóð frammi fyr- ir reikningsskilunum — reyndi að bjarga sér. Undarleg saga í munni Jesú? — Og endir hennar er jafnvel enn undarlegri. — „Aflið yður vina með hinum rangláta mammon, svo að þeir taki við yður í hinar eilífu tjald- búðir, þegar honum sleppir." Getur þessi rangláti ráðsmaður verið okkur fyrirmynd? — Og þá í hveiju? — Eigum við að fara að pretta og svíkja — falsa skjöl og faktúrur — til að reyna að bjarga eigin skinni? — Illa virðist það sam- rýmast boðskap Jesú Krists. Ætli hið eina eftirbreytniverða í fari hans hafi ekki verið sú stað- reynd, að hann horfði fram til reikn- ingsskilanna — og reyndi að búa sig undir þau — á sinn hátt. Við erum öll ráðsmenn hér á jörðu — allt þetta — sem við í dag- legu tali nefnum okkar eign — er alls ekki okkar — heldur hans — sem skapaði okkur. — Jesús minnir oft á þetta — t.d. í dæmisögunum um talenturnar eða pundin — við eigum að standa Guði reikningsskil ráðsmennsku okkar að lokum. — Stöndum við þá ekki öll í sporum rangláta ráðsmannsins? — Höfum farið fijálslega með gjafir Guðs — eign hans — sem okkur var trúað fyrir — eins og þær væru eigin eign. — Aldrei hef ég fundið þetta betur en í þessari ferð minni til Hong Kong og Manila. — Hvernig hef ég ávaxtað mínar talentur? Mælikvarði Jesú Krists er skýr: — Hvað, sem þér hafið gjört einum þessara minna minnstu bræðra — það hafið þér gjört mér! Allar manneskjur hafa eitt og sama gildi — í augum Guðs — sem elskar alla jafnt — gaf líf sitt á krossi fyrir alla jafnt — og reis upp frá dauðum — öllum til lífs. — Guð elskar skinhoruðu konuna á gang- stéttinni jafnt og vígslubiskupinn í Gaseldavélarnar frá Super Ser eru komnir Olís-búðin Vagnhöfða 13, sími 67 23 24 og gasofnarnir Skálholti. Öll erum við kölluð til ráðs- mennsku — með eigur Guðs — eig- um að ávaxta þær og auka — nota til góðs — og standa loks Guði reikningsskil ráðsmennsku okkar. — Um þetta ijallar guðspjallið í dag. Og hér er alls ekki aðeins um andleg verðmæti að tefla — hér er líka átt við ijármuni okkar og öll gæði — krónur og aura. — Við verð- um líka að lokum spurð um með- ferð okkar á hinum tímanlegu gæð- um — bæði sem einstaklingar — og þjóð. III Páll postuli ritar í Rómveijabréf- inu: Ég er í skuld! Skuld getur myndazt á tvennan hátt: Ég get fengið eitthvað að láni til eigin nota — þá skulda ég lán- veitandanum. — Skuld getur einnig I I í I L I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.