Morgunblaðið - 27.07.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 27.07.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 15 orðið þannig til — að einhver felur mér að koma til skila til þriðja að- ila — ég er þá í skuld — þar til ég hef skilað því, sem mér var falið að afhenda. Brátt munum við minnast 1000 ára afmælis kristnitökunnar á Al- þingi — og enn lengur hefur Krist- ur verið játaður á landinu okkar — allt frá upphafi mannabyggðar hef- ur Kristur átt hér lærisveina — og til þeirra hafa hljómað boð hans: — Farið og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum! Og hér gegndi Skálholt lengst af lykilhlutverki — sem miðstöð íslenzkrar kristni — fyrsta biskups- setrið — andleg aflstöð — héðan hárust helgir straumar út í þjóðlífið. A þessum helga stað hlýtur ætíð að vera vakandi spurningin: — Höf- um við hlýðnazt hinzta boði Krists? — Höfum við komið til skila því, sem hann fól okkur? Hljótum við ekki með hryggð að játa skuld okkar — skuld við þá — er við áttum að flytja fagnaðarer- indið? — Við höfum um of haldið fyrir okkur sjálf því — sem við átt- um að deila með öðrum. — Við stöndum öll í sporum rangláta ráðs- mannsins — hvernig getum við mætt reikningsskilum okkar við Guð?.— Þessi spurning er áleitnari í mínum huga eftir þessa ferð mína austur í Asíu — en nokkru sinni fyrr. Sýnum fyrirhyggju — búum okk- ur undir reikningsskilin — ekki á sama hátt og rangláti ráðsmaðurinn — með því að svíkja og falsa. — Förum að orðum Krists í niðurlagi guðspjallsins — öflum okkur líka vina með hinum rangláta mammon. Okkur er trúað fyrir miklu af veraldlegum gæðum — því verður mikils af okkur krafizt — við verð- um spurð um ráðsmennsku okkar — meðferð okkar á gjöfum Guðs. — Gjöldum skuld okkar við líðandi og örsnauða — látum okkur varða vandamál þeirra — sem fá vart dregið fram lífið vegna skorts. — Við þurfum aldrei að spyija eins og Kain forðum: — Á ég að gæta bróður míns? — Okkur ber skylda til þess. Fyrirgefið — ef ykkur finnst þessi prédikun ekki hæfa hátiðlegu tilefni dagsins — en þetta fyllir hjarta mitt á þessari stundu — því get ég ekki þagað. — Guð hefur lokið upp augum mínum á nýjan hátt. — Myndirnar að austan víkja ekki úr huga mér: — Gamla konan — flótta- mennirnir — öskuhaugabörnin. Hlutverk kirkju Krists er aðeins eitt: — Að boða syndugum og snauðum mönnum náð Guðs og miskunn — óverðskuldað — fyrir náð Guðs í Kristi Jesú — kross- festum og upprisnum frelsara og Drottni. Guð hjálpi okkur til þess að reyn- ast réttlátir ráðsmenn — ekki fyrir eigin kraft eða verðleika — heldur fyrir náð og miskunn Guðs. Amen ELHÚSVIFTUR FALLEGAR - VANDAÐAR • meö eða án kolsíu • 3ja hraöa mótor • tvö innbyggö Ijós • útdraganlegur skermur AÐEINS KR. 7.250,- Fleiri gerðir fáanlegar, einnig til innbyggingar. ÆOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Gefið í botn í kvartmílukeppni. Kvartmíla á bifhjólum Ágóðinn rennur til Krísuvíkursamtakanna BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldis- ins, Sniglarnir, eftia til fyrstu kvartmílukeppninnar hérlendis þar sem eingöngu er keppt á bifhjólum, sunnudaginn 30. júlí. Allir ágóði af keppninni rennur til Krísuvíkursamtakanna. Keppnin verður haldin á kvartmílubrautinni við Straumsvík og hefst klukkan 14. Keppnin fer þó ekki fram ef rigning verður, segir í frétt frá Sniglunum. 30 til 40 hjól í sex stærðarflokkum taka þátt í keppninni. Mikill hraði verður á þeim, sem dæmi á nefna að sá sem á brautarmetið var á 230 km hraða þegar hann kom í markið. Þá verður ýmislegt fleira en keppni, til dæmis verður mótorhjólum ekið á afturdekkjunum einum alla braut- ina og fleiri sýningar. Aðgangseyrir verður 300 krónur. Metsölublaó á hverjum degi! Þú tjaldar ekki til einnar nætur í tjaldi frá Skátabúðinni Skátabúðin býður ótrúiegt úrval af ísienskum og eriend- um tjöldum. Allt frá eins manns göngutjöldum til stórra fjölskyldutjalda. Sérþekking okkar í sölu og meðferð á tjöldum sem og öðrum úti- verubúnaði er þín trygging. Við hjá Skátabúðinni viljum geta sagt að „þú tjaldir ekki til einnar nætur" í tjaldi frá okkur. SWAK fMMÚK SNORRABRAUT 60 SÍM112045

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.