Morgunblaðið - 27.07.1989, Qupperneq 22
er uui vs
mn eieAjav
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JULI 1989
Ekkert lát á
óveðri í Indlandi:
Þúsund
sjómanna
saknað
Nýju Dehlí. Reuter.
Á áttunda hundrað manns hafa
týnt lífi af völdum monsúnrign-
inga í Indlandi frá því á laugar-
dag auk þess sem ekki er enn
vitað um afdrif þúsunda manna.
Óveðrið er hið versta, sem geng-
ið hefur yfir Indland í mörg ár.
Á sjötta hundrað manns hafa
beðið bana í sambandsríkinu Ma-
harashtra í vesturhluta Indlands. Á
þriðja þúsund manns er saknað
þar, m.a. um eitt þúsund sjómanna,
sem voru á sjó þegar skyndilega
gerði foráttuveður á Arabíuflóa.
Samgöngur lágu niðri í Bombay,
helstu borg Maharashtra, í gær,
þriðja daginn í röð. Mikil röskun
hefur orðið á öllu lífi í borginni.
Veðurstofa Indlands spáði því í gær
að óveður yrði áfram. Gífurlegt tjón
er orðið á uppskeru af völdum þess
og eyðilegging á vegum og öðrum
mannvirkjum er mikil.
í þorpi skammt frá Bombay,
Vaju, féll aurskriða og grófust 37
manns undir henni. í grannríkinu
Andhra Pradesh biðu 119 manns
bana vegna vatnavaxtanna. Þar er
talið að um 70.000 hús hafi eyði-
lagst.
Hong Kong:
Reuter
í hitabylgju á Trafalgar-torgi
Miklar hitar hafa þjakað bæði menn og ferfætlinga suður í álfu að
undanförnu. Fregnir hafa borist af skógareldum í Suður-Frakklandi
og áhugamenn um garðrækt víða um lönd kvarta sáran undan þurrk-
unum. Þessi mynd var hins vegar tekin á Trafalgar-togi í hjarta
Lundúna en þar er plagsiður manna sá að kæla sig í gosbrunnum
er heitt er í veðri. Hitinn í Lundúnum hefur farið í 30 stig á hádegi
og veðurfræðingar spá óbreyttu veðri út vikuna. í öðrum Evrópulönd-
um er einnig veðurblíða,_ að sögn Veðurstofu íslands; um nónleytið
í gær var 27 stiga hiti í Ósló og í Portúgal og á Spáni fór hann upp í
36 stig.
Orðrómur um illa með-
• c
TVOFALDUR ferð á flóttamönnum
jfVINNINGUR:
á laugardag
handa þér, ef þú hittír
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekki
vanta í þetta sinn! j
Hong Kong. Reuter.
LÖGREGLUYFIRVÖLD í Hong Kong vísuðu í gær á bug orðrómi
um að lögreglumenn hefðu barið til óbóta konur, börn og gamalt fólk
í búðum flóttamanna fr'á Víetnam. Stjórn nýlendunnar hefúr heitið
því að málið verði rannsakað. Fulltrúi Flóttamannahjálpar Samein-
uðu þjóðanna segist hafa sannanir fyrir því að lögregluforingjar
hafi ráðist með kylfúm á fólk í Sek Kong-búðunum á sunnudag er
flóttamennirnir tóku við bögglum með ýmsum nauðþurftum frá vin-
um utan gaddavírsgirðingar búðanna.
í skýrslu lögreglunnar á mánu- smávægilegum. Einn maður, sem
dag sagði að Víetnamarnir hefðu
ræðaist með gijótkasti á bækistöð
lögreglunnar í búðunum sem hýsa
um 7.200 flóttamenn er komið hafa
yfír hafið á smábátum til Hong
Kong. Yfirmaður lögreglu á svæð-
inu segir að íjórir flóttamenn hafi
orðið fyrir meiðslum, þar af þrír
verið hafði veikur, lést og að sögn
heimildarmanna í lögreglunni var
dauðdaginn ekki vegna veikind-
anna. Embættismenn SÞ segja
fyölda fólks hafa slasast.
Um 30.000 flóttamenn hafa
komið til nýlendunnar á þessu ári.
Yfir 50 þúsund víetnamskir flótta-
menn eru nú í Hong Kong; þar af
hafa um 36 þúsund komið eftir að
yfirvöld hófu að reyna að stemma
stigu við flóttamannastraumnum
með því að takmarka útgáfu land-
vistarleyfa á síðasta'ári. Nú er þess
krafist að flóttamennirnir sanni að
þeir hafi flúið heimaland sitt af
pólitískum ástæðum.
Breska stjórnin, sem ræður Hong
Kong, hefur átt viðræður við yfir-
völd í Hanoi, höfuðborg Víetnams,
og er m.a. ráðgert að þvinga fólk
til að snúa aftur heim komi í ljós
að það hafi aðeins verið að flýja
fátæktarbaslið í Víetnam.
mBm
Sími 6851 11. Upplýsingasímsvari 681511.
JHmgÉíiMfltffifclfe
Metsölubloð á hverjum degi!
Ermarsundsflug mistekst
Reuter
Louis Bleriot, sonarsonur alnafna síns, sem flaug fyrstur manna yfir Ermarsund fyrir 80 árum,
situr hér á eftirlíkingu af flugvél afa síns, sem marar í kafi þrjá km undan strönd Englands. Bresk
flugkona, Gloria Pullen, reyndi í gær að endurtaka flug Bleriots frá Calais til Dover í tilefni af-
mælisins. Tilraunin mistókst, en bæði Pullen og fararslyóta hennar var bjargað.