Morgunblaðið - 27.07.1989, Page 23

Morgunblaðið - 27.07.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 23 Sri Lanka: Skæruliðar tamíla fella 15 indverska hermenn Kólombó. Reuter. SKÆRULIÐAR Eelam-tamíla felldu 14 indverska hermenn í bardaga á Sri Lanka í gær en þar í landi hafa 15-20 manns beðið bana dag hvern undanfarnar tvær vikur vegna hryðjuverka skæruliða sínhal- esa. A laugardag rennur út sá frestur sem ríkisstjórn Sri Lanka hefiir gefið Indverjum til þess að eynni. Óttast er að skæruhernaður gegn indversku sveitunum á Sri Lanka harðni til muna upp úr næstu helgi ef Indverjar flytja sveitirnar ekki á brott. Á laugardag verða tvö ár lið- in frá því að Rajiv Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, sendi 45.000 manna herlið til eyjarinnar til þess að stöðva bardaga tamíla og sinha- lesa. Var það liður í samkomulagi, sem stjórnir Indlands og Sri Lanka gerðu í júlí 1987 til þess að binda draga hersveitir sínar á brott frá enda á skæruhernað tamíla. Millj- ónir Tamíla búa í suðurhéruðum Indlands og styðja við bakið á ætt- bræðrum sínum í Sri Lanka með ýmsum hætti. Gandhi hefur hafnað kröfu Ran- asinghe Premadasa, forseta Sri Lanka, um að hersveitirnar verði kallaðar heim fyrir næstkomandi laugardag. Gandhi hefur sagt að þær fari hvergi fyrr en tamílum, sem eru af indversku bergi brotnir Afsögn Unos i Japan: Eftirmaður líklega kosinn í næstu viku Tókíó. Reuter. og í minnihluta meðal íbúa eyjarinn- ar, hafi verið tryggð heimastjómar- réttindi, sem þeim var heitið í friðar- samkomulaginu frá 1987. Skæmliðar Eelam-tamíla höfn- uðu á sínum tíma samkomulagi stjórna Indlands og Sri Lanka. í maí sl. hófust friðarviðræður milli skæmliða og stjórnarinnar í Kólombó og í tengslum við þær var samið um vopnahlé, sem enn er haldið. Tamílar buðu indversku sveitunum einnig vopnahlé en stjómin í Nýju Dehlí hafnaði því. í gær hvatti Ranjan Wijeratne, utanríkisráðherra Sri Lanka, til þess að hætt yrði við fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir og verkföll, sem vinstrisinnuð samtök sínhalesa, svonefnd Frelsissamtök Sínhalesa, hafa boðað til í því skyni að mót- mæla vem indversku hersveitanna í landinu. Wijeratne sagði að sam- tökin reyndu að notfæra sér óánægju með sveitirnar til þess að blása til ormstu gegn ríkisstjórn landsins. Reuter Björguðu blaðamenn portkonunum ? Lögreglan í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, smalaði saman portkonum í 14. götu þar í borg á þriðjudagskvöld og hugð- ist reka þær út fyrir borgarmörkin yfir í Virginíu-ríki. Þegar hópur- inn nálgaðist brú á Potomac-ánni komu blaðamaður og ljósmyndari frá dagblaðinu Washington Post á vettvang. Þeir hófu að mynda hersinguna og hætti lögreglan þá allt í einu við tiltæki sitt og hvarf á brott. Gleði skyndikvennanna varð mikil og skömmu síðar vom þær teknar til starfa á ný í miðborginni eins og ekkert hefði í skor- ist. Embættismenn í Virginíu og talsmenn ýmissa kvenna- og réttinda- samtaka náðu hins vegar vart upp í nef sér af reiði í gær yfir fram- göngu lögreglunnar. Var hún m.a. vænd um að byrja á öfugum enda í baráttunni gegn glæpafárinu í borginni og er málið nú í rannsókn. FRJÁLSLYNDI lýðræðisflokkur- inn, stjórnarflokkur Japans, hyggst tilnefna nýjan forsætis- Páfagarður- Tékkóslóvakía; Þrír nýir biskupar skipaðir Páfagarði. Reuter. JÓHANNES Páll II páfi skip- aði í gær þijá biskupa í áður óskipuð embætti kaþólsku kirkjunnar í Tékkóslóvakíu. Fyrir voru þrír biskupar í landinu en óskipaðar eru enn sjö embætti vegna áratuga ágreinings kirkjunnar og kommúnistastjórnarinnar í Prag. Kaþólskur andófsmaður í mannréttindasamtökunum Charta 77, Peter Uhl, fagnaði samkomulaginu um skipan biskupanna en benti á að um málamiðlun væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja að valdir hafi verið menn neð sömu við- horf og Tomasek. Þeir eru frem- ur hliðhollir stjórnvöldum," sagði Uhl. Frantisek Tomasek, hinn níræði forystumaður kirkjunnar í Tékkóslóvakíu, er skeleggur talsmaður kaþólikka, sem eru í meirihluta í landinu, og hefur krafist trúfrelsis í landinu. Tomasek sat árum saman í fangabúðum á sjötta áratugn- um. Olíumengunin við Alaska: Þrifin gætu kostað 1.300 milljónir dala New York. Reuter. TALIÐ er að það geti kostað allt að 1,3 milljarða Bandaríkjadollara ( 75 milljarða ísl.kr.) að flarlægja olíu sem lak úr risaolíuskipinu Ex- xon Valdez sem strandaði við strendur Alaska-ríkis í mars síðast- liðnum. Gert er ráð fyrir því að tryggingafélög greiði Exxon 400 - 500 milljónir dollara í skaðabætur vegna mengunarslyssins. Olíufélag- ið verður að bera afganginn af kostnaðinum sjálft. ráðherra í stað Sosuke Unos í næstu viku en enginn einn hefiir enn verið nefiidur sem arftaki ráðherrans, að sögn heimildar- manna í flokknum. Uno sagði af sér embætti á mánudag eftir af- hroð flokksins í kosningum til efri deildar þingsins á sunnudag. Heimildarmennirnir sögðu í gær að þingmenn flokksins mundu kjósa nýjan forystumann flokksins og þar með forsætisráðherra 2. ágúst. Jap- önsk dagblöð telja að sex menn komi einkum til greina en líklegast sé að Ryutaro Hashimoto, aðalritari flokksins, verði fyrir valinu. Uno og fýrirrennari hans, Noboru Ta- keshita, voru báðir valdir með sam- ráði forystumanna hinna ýmsu valdahópa í stjórnarflokknum og hefur þessi aðferð sætt þungu ámæli í fjölmiðlum. Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur enn meirihluta í neðri deild þingsins en missir meirihlutans í efri deild, sem er valdaminni, síðast- liðinn sunnudag getur orðið til þess að flokkurinn neyðist til að boða til almennra þingkosninga fyrr en ella eða innan fárra mánaða. Tillaga ísraela um kosningar á hernumdu svæðunum: PLO-menn sagðir vilja slaka á skilyrðum sínum Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSK dagblöð hafa skýrt frá því að Frelsissamtök Palestínu- manna (PLO) séu reiðubúin að fallast á kosningar á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu að því tilskildu að eftirlitsnefhd skipuð Egyptum og Bandaríkjamönnum fái að fylgjast með þeim og Israelar sam- þykki að láta Palestínumönnum í té eigið landsvæði. ísraelskir emb- ættismenn sögðu að ef marka mætti þessar fréttir væri þetta í fyrsta sinn sem PLO féllist á tilslakanir sem Verkamannaflokkurinn í ísra- el gæti sætt sig við. Hinn sfjómarflokkurinn, Líkud, fylgir á hinn bóginn mun harðari stefiiu gagnvart Palestínumönnum. Dagblöðin Jerusalem Post og Haaretz birtu fréttirnar af tilslökun PLO og sögðu þær byggðar á skýrslum bandarískra embættis- manna, sem ræddar hefðu verið á leynilegum fundi Gennedíjs Terr- Reuter Kopta-páfí heimsækir hjarðirsínar Shenouda III páfi koptísku kirkjunnar í Egyptalandi hyggst fara í hirðisheimsókn til trúarsystkina sinna víða um heim, þ. á m. í Bret- landi, Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu, í næsta mánuði. Koptíska kirkjan er talin einhver elsta kirkjudeild kristinna manna og í söfnuðun- um eru alls um 22 milljónir manna, meirihluti þeirra í Eþíópíu. Anwar Sadat, þáverandi Egyptalandsforseti, sakaði Shenouda um að efna til deilna við íslamska meirihlutann í landinu árið 1981 og skipaði páfan- um að dveljast framvegis í eyðimerkurklaustri nokkru. Arftaki Sad- ats, Hosni Mubarak, ógilti þessa ákvörðun fyrir fjórum árum. Á mynd- inni sést stúlka kyssa hönd páfans í dómkirkju kopta í Kaíró. asovs, aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Nimrods Noviks, ráðgjafa Shimons Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins í ísrael, í París í síðustu viku. Yasser Abed Rabbo, háttsettur embættismaður PLO í Túnis, sagði að bandarísk stjórnvöld hefðu skýrt Sovétmönn- um frá því að þau myndu styðja hugmyndir Palestínumanna um að kosningar á hernumdu svæðunum tengdust víðtækara samkomulagi. PLO og flest önnur samtök Pal- estínumanna hafa hafnað því að efnt verði til kosninga án þess að tryggt verði að ísraelskir hermenn fari burt af hernumdu svæðunum og Palestínumenn geti stofnað sjálf- stætt ríki. Verkamannaflokkur Israels er hlynntur því að Palestínu- menn fái landsvæði en Líkud-flokk- ur Yitzhaks Shamirs forsætisráð- herra er því hins vegar algjörlega mótfallinn. „Þessar fréttir benda til að PLO fallist á kosningarnar. Skilyrði sam- takana eru nú miklu skýrari, en áður voru þau fáránleg," sagði ísra- elskur embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Embætt- ismenn forsætisráðuneytisins, ut- anríkisráðuneytisins og bandaríska sendiráðsins í ísrael sögðust ekkert vita um skjalið, sem vitnað er til. Ráðherraskiptin í Bretlandi: Howe var boðið emb- ætti Douglas Hurds Lundúnum. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Breta, reyndi í gær að draga úr þeim úlfaþyt, sem orðið hefiir vegna mannaskipta í ríkis- stjórn hennar á mánudag. Bresk dagblöð skýrðu frá því í gær, að Thatcher hefði boðið Sir Geoflrey Howe, fyrrverandi utanríkisráð- herra, að verða innanríkisráðherra, en Douglas Hurd, hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en hann fékk blöðin inn um lúguna í gær- morgun. Að sögn blaðanna hugleiddi Sir Geoffrey boð Thatcher um nokkra stund og ráðfærði sig við fjölskyldu sína og vini. Hann afþakkaði boðið og Hurd hélt embætti sínu. Eftir fregnirnar í dag er talið að pólitísk staða Hurds sé mun veikari en áð- ur, en auk þess telja stjórnmálaský- rendur Thatcher hafa sýnt honum ástæðulausa ókurteisi með þessum vinnubrögðum. Sir Geoffrey var gerður að að- stoðarforsætisráðherra, sem er valdalaus virðingartitill, og fékk auk þess í sinn hlut formennsku í mörgum valdamiklum nefndum. Þá er hann nú þingflokksformaður íhaldsmanna. Við embætti utanríkisráðherra tók John Major, fyrrverandi fjár- málaráðherra, en hann hefur fram til þessa ekki haft afskipti af utan- ríkismálum. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.