Morgunblaðið - 27.07.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 27.07.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 29 í ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Framsóknarkratar Tengsl Alþýðuflokks og Framsóknarflokks Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa eldað grátt silfur hin síðari árin, eink- um um landbúnaðar- og neyt- endamál. Mestpart er sá hama- gang^ur á yfirborði fjölmiðla. I öllu falli silja foringjar flokk- anna ítrekað saman í ríkis- sijórnum, áratug eftir áratug, án þess ágreiningsefiiin haldi fyrir þeim vöku að ráði. Hér verður lauslega vikið að tengslum þessara tveggja stjórnmálaflokka allar götur fr'á því að Jónas Jónsson frá Hriflu stóð að stofnun þeirra beggja árið 1916. I Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn vóru báðir stofnaðir árið 1916 og eru komn- ir á þann starfslokaaldur, sem einstaklingum er búinn í sam- félagi okkar. Báðir eru þó nokkuð ernir, þrátt fyrir allt og allt, og eiga trúlega eftir að setja ein- hvern svip á þjóðmálin lengi enn. I íslandssögu Einars Laxness (Alfræði Menningarsjóðs) segir m.a. um stofnun Alþýðuflokksins: „Helztu frumkvöðlar að stofn- un Alþýðuflokksins vóru Olafur Friðriksson, Jón Baldvinsson, Ottó N. Þorláksson og Jónas Jóns- son frá Hriflu, en Jónas gekk þó ekki í Alþýðuflokkinn.“ Mun Jónas, sem lengi var stefnuviti Framsóknarflokksins, hafa hugsað Alþýðuflokknum starfsvettvang við sjávarsíðuna en Framsóknarflokknum til sveita. Báðir hafa flokkarnir þó lengst af starfað á landsvísu. En lengi býr að fyrstu gerð — og sá veldur miklu sem upphafinú veldur, segir einhvers staðar. II Framsóknarflokkurinn mynd- aði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1927 — með stuðningi Alþýðu- flokksins. Sú saga hefur oft end- urtekið sig. Á þeim rúmu sjö ára- tugum, sem síðan eru liðnir, hafa þessir „tvíburar“ setið saman í mörgum ríkisstjórnum, saupsáttir á stundum, en þeim var ekki skap- að nema sambýlið, hnýflótt sam- býlið. Nánust var sambúð flokkanna og samstarf máske 1956 þegar þeir stóðu að sameiginlegri stefnuskrá og sameiginlegu fram- boði til Alþingis og stefndu að sameiginlegum meirihluta á þjóð- þinginu. íslandssaga Einars Lax- ness segir um þennan sögulega atburð: „Hræðslubandalag vóru nefnd af andstæðingum þau kosninga- samtök, sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 með sameiginlegu fram- boði í öllum kjördæmum í því skyni að freista þess að ná meiri- hluta á Alþingi, sem tókst þó ekki.“ Framkvæmdin var sú að sá flokkurinn, sem sterkari vartalinn í hveiju kjördæmi, bauð þar fram, studdur af hinum (í stað mót- framboðs). Fróðir menn töldu að flokkarnir gætu með þessum hætti náð þingmeirihluta, jafnvel með minnihluta' atkvæða á heild- ina litið. Þetta gekk hinsvegar ekki eftir, enda verður kjósendum ekki fjarstýrt sem betur fer. Tilraunin segir þó athyglis- verða sögu um báða flokkana, tengsl þeirra og vinnulag. III Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkur gengu samstiga út úr ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar til „fyrirheitna landsins": þess stjómarsamstarfs sem enn stend- ur. Olafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins (sem reyndar á pólitískar rætur í Fram- sóknarflokknum), varð leiðsögu- maður þeirra á þrengslavegi stjórnsýslunnar. A hæla gengu þingmenn úr Borgaraflokki og Samtökum um jafnrétti og félags- hyggju (við afgreiðslu þingmála). Nema hvað? Hér verður ferill þessarar ríkis- stjórnar ekki rakinn. Hann brenn- ur á baki þjóðarinnar á líðandi stundu. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þrátta sem fyrr um sitt hvað, ekki sízt neyt- enda- og landbúnaðarmál! Allt er þetta þó fremur sviðsetning fyrir fjölmiðla en vatnaskil. Hefðbundið þras þessara flokka — í orði — stendur ekki til breyt- inga að ráði — á borði —. Það segir reynslan okkur. Það ber því að vísu vitni að þeir róa á ólík atkvæðamið; eiga ekki kvóta í sömu kimum kjósendaflóans. En miðstýringin blívur, lánsfjárstýr- ingin, þjóðnýting tapsins, offram- leiðslan, útflutningsbæturnar, niðurgreiðslurnar og vöxtur ríkisútgjalda. Og ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum þegar taka þarf ákvarðanir um það hvem veg fjalialambið skuli hlutað sundur í neytendaumbúðir. (Nú er hún Snorrabúð stekkur...) Hvergi á byggðu bóli nær „umhyggja" ráð- herra í jafn ríkum mæli inn á stokka heimilanna sem hér. Var einhver að tala um „matar- skatta“? Gömlu hjúin frá Hriflu kýta máske framan í fjölmiðla — þegar þeim hentar. Síðan halla þau sér í gamalkunna bráðabirgðalausn, því lengi má skattleggja lýðinn og láta sauðsvörtum almúganum í té einhvers konar skuldabréf fyrir lífeyrissjóði hans. kastræti 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.