Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 37
MORGUNi5LAI)IБ i’íMMTtJDUR 27. JÚLÍ 198'9 halda lífi sjúklings, sem samkvæmt hefðbundnum forsendum væri iöngu látinn, þá þjónar það engu siðferðilegu markmiði hvað sjálfan hann varðar. Þá væri nær að hverfa aftur til gömlu viðmiðananna og nota nútíma tækni í læknavísindum í undantekningartilvikum. Ýmsir hafa hvatt til þess að aft- ur verði horfið að gömlu skilgrein- ingunni á dauða, m.a. þýsk- ameríski heimspekingurinn Hans Jonas og próf. Erik Olav Backlund sem ég hlustaði á í Harðangri í Noregi í október 1988. Hann sagði að líkaminn deyi smátt og smátt og það væri óskhyggja að tala um látinn mann með lifandi líkama eða lifandi og látna sjúklinga. Dauður væri sá maður sem hægt væri að grafa. Þeir gefa báðir í skyn að ástæðan fyrir því að menn sögðu skilið við gömlu skilgreininguna sé ósk lækna að geta ráðið yfir líffærum hinna heiladauðu. Þess eru dæmi, eins og með 17 ára skólastúlku frá Long Island. Hún var úrskurðuð látin af lækni og dánarvottorðið undirritað af foreldrum hennar, en einum tíma síðar voru augu hennar og nýru notuð til ígræðslu. Þetta sýnir að forsendur heiladauða er hægt að nota til að ná markmiðum sem snerta viðkomandi sjúkling á engan hátt. Þá er sjúklingurinn í raun gerður að hlut og það er siðlaust að hlutgera manninn, því það gerir allar siðferðilegar viðmiðanir merk- ingarlausar. Það er mikið grund- vallaratriði að viðkomandi hafi sjálfur samþykkt að gefa líffæri komi til þess á lífsleiðinni. Líffæragjöf En nú vaknar spurningin hvort það sé ekki skylda að hjálpa þeim sem þurfa ósködduð líffæri. Sú spurning leitar á hugann þegar íslensku hjarta- og lungnaþegarnir eru hafðir í huga. Geta íslendingar alfarið verið þiggjendur í þessum efnum? Það er ekki réttmætt að ráðskast með fólk, enda þótt það sé erfitt að hafna beiðni um ósködd- uð líffæri. Við erum minnt á orð Jesú: „Enginn á meiri kærleik en þann að Ieggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.“ (Jóh. 15.13) En það þarf að ganga frá lagasetningu um rétt manna til að gefa líffæri og ekki réttlætanlegt að taka ákvörðun fyrir þá. Þarna er oftast um að ræða sjúklinga sem lent hafa í umferðarslysum og það dregur eng- an veginn úr því siðferðilega mark- miði að vinna í auknum mæli gegn umferðarslysum sem kosta allt of miklar fórnir. Sjálfsvíg og líknardráp Fólk tekur sér stundum þann rétt að svipta sig lífi og virkt líknar- dráp er ekkert annað en hjálp til sjálfsvígs. Sjálfsvígi er hafnað á siðferðilegum forsendum. Þeir sem sviptu sig lífi áður fyrr voru grafn- ir utan garðs. Það var skoðað sem synd gegn Guði að svipta sig lífi og tortíma því lífi sem hann hafði skapað og gefið. Nú dæmum við ekki þann sem sviptir sig lífi, en eftir sem áður er nauðsynlegt að vinna að fyrirbyggjandi ráðstöfun- um og koma sjúklingum sem fyrst til hjálpar. Sá sem sviptir sig lífi veldur sínum nánustu miklum sárs- auka. Bandaríski siðfræðingurinn Jos- eph Fletcher hefur verið ákafur talsmaður líknardraps, líkt og ýms- ir Hollendingar. í bókinni Siðferði og læknavísindi (Morals and Medic- ine) segir hann: „Val og ábyrgð er kjarni siðfræðinnar og án þessara þátta er ekki um að ræða siðferði- lega afstöðu.“ Val og ábyrgð er forsenda fyrir siðferðilegri afstöðu mannsins. Fletcher leggur allt upp úr siðfræði staða og stunda sem byggist á sjálfsákvörðunum án siða- reglna. Hann heldur því fram að það sé yfirborðslegt að viðurkenna óvirkar aðgerðir þegar um er að ræða líknardauða, þ.e. að hætta meðferð sjúklings, en hafna virkum aðgerðum til líknardráps. Fletcher er talsmaður bæði óvirks og virks líknardráps, svo framarlega sem vissum öryggisskilyrðum sé fylgt. Hann hefur einnig bent á þann tvískinnung sem fólginn er í því að leggja áherslu á að viðhalda lífi við lok þess, en ekki við upphaf þess. í þeim efnum á hann við fóstureyð- ingar. Það er ljóst að hættan á gjör- ræði eru ein veigamestu rökin gegn virku líknardrápi. Menn eru ekki frjálsir ef þeir eru háðir ákvörðun- um annarra. Samkvæmt kristnum viðhorfum er lífið gjöf sem maður deilir með öðrum, en ráðstafar ekki alfarið fyrir sjálfan sig. Samt sem áður heyrir það til forréttinda krist- ins manns að mega taka ákvörðun um líf sitt. Um 87% bandarískra lækna eru fylgjandi óvirku líknardrápi, en fáir læknar eru fylgjandi virku líknar- drápi. Ef virkt líknardráp væri leyft, hver tæki þá ákvaraðanir? Sjúkling- urinn getur verið ófær um það. Ef honum finnst hann vera til byrði getur það valdið honum áhyggjum og haft áhrif á ákvörðun hans. Ástand hans getur valdið sektar- kennd yfir því að vera til og fyrir öðrum. Sjálfsákvörðunarréttur sjúklingatil meðferðar Læknar verða oft að taka ákvarð- anir fyrir sjúklinga og gera það jafnvel þegar hægt er að spyija sjúklinginn. Þá er hætt við forræð- ishyggju, þegar læknirinn kemur fram með föðurlegu valdi í krafti þekkingar sinnar. Læknirinn hefur þekkingu til að bera sem sjúklingur- inn hefur ekki og hann getur freist- ast til að beita henni án þess að láta sjúklinginn vita um meðferð- ina. Áuk þess eru læknar skuid- bundnir læknaheitinu sem í nútíma- búningi er Genfaryfirlýsing heims- samtaka lækna frá 1948, en hún var endurbætt 1968. Þar segir að „heilbrigði sjúklings eigi að vera fyrsta hugsun læknis“. Þess vegna getur læknir hugsanlega tekið ákvörðun um hvað sé sjúklingnum fyrir bestu, enda þótt sjúklingurinn kunni að hafa aðrar óskir. En hvað um rétt sjúklinga til að hafna meðferð? Sjúklingar hafa hafnað meðferð, t.d. hafna vottar Jehova blóðgjöf. Gegn því er erfitt að standa og sem betur fer er nú hægt að nota annað en blóð. En ég dreg í efa rétt foreldra til þess að taka ákvörðun fyrir bam sitt í þessu sambandi, þar sem ganga má út frá löngun barnsins til lífs. Lífslíkur Sjúklingar vilja í langflestum til- vikum fá að vita um lífslíkur sínar, enda þótt það sé einstaklingsbundið og ekkert algilt í þeim efnum. Eg er á því að í langflestum tilvikum sé rétt að sjúklingur viti um lífslíkur sínar. Ef sjúklingurinn er dauðvona, er hægt að gera honum grein fyrir því án þess að ræna hann voninni fyrir fullt og ailt. Elisabeth Kúbler- Rossliefur einmitt sagt að sjúkling- ar haldi í vonina. Vonin gengur sem rauður þráður í gegnum öll reynslu- spor sjúklingsins en þau eru afneit- un og einangrun, reiði, samningar, þunglyndi og jafnaðargeð, enda þótt röðin geti verið önnur. Hrein- skilni í þessum efnum getur létt af spennu sem verður eins og veggur milli ástvina og um leið gert sjúkl- ingnum kleift að undirbúa sig fyrir dauðann. Lokaorö Ég hef nú reynt að fjalla um hvað sé satt og rétt í þessum við- kvæmu málum. Stundum er ekki hægt að finna nein afdráttarlaus svör út frá siðferðilegum viðmiðun- um. En sagt hefur verið að óttinn við dauðann sé í rauninni ekkert annað en óttinn við lífíð. Það er staðreynd að við lifum við menningu sem afneitar dauðanum. Menn horfa um leið fram hjá því að dauð- inn leiðir okkur til Krists, á vit eilífð- arinnar, eða eins og próf. Páll Skúlason, orðaði það nýverið: „Eilífðin er það hvernig og hvort sem hún kemur okkur fyrir sjónir á þessum tímum tómhyggjunnar." Hitt er jafn víst að þeir sem bjóða lífið velkomið munu einnig geta tekið dauðanum. Höfundur er sóknarprestur í Kctlavík. 37 BRIDS Arnór Ragnarsson Sumarbrids Góð mæting var í Sumrbrids sl. þriðju- dag. «54 pör mættu til leiks og var spilað í 4 riðlum. Úrslit urðu (efstu pör); A-riðill Ólafía Jónsdóttir — Ingunn Hoffmann 268 Láms Hermannsson Óskar Karlsson 250 Aida Hansen — Nanna Ágústsdóttir 244 Aldís Schram — Júlíana Isebarn 229 Jón Stefánsson — Ragnar Þorvaldsson 228 Guðlaugur Sveinsson — Sveinn Sigurgeirsson 224 B-riðiIl Hjördís Eyþórsdóttir — Anton R. Gunnarsson 197 Guðrún Jóhannesdóttir — Jón Hersir Elíasson 178 Kristín Guðbjörnsdóttir —. Björn Arnórsson 176 Ásthildur Sigurgísladóttir — Lárus Arnórsson 175 Eiður Guðjohnsen — Gunnar Bragi Kjartansson 174 Gunnar Þórðarson — Valtýr Pálsson 173 C-riðill Magnús Sigurjónsson — Eyþór Hauksson 186 Gestur Jónsson — Sigfús Öm Árnason 174 Dröfn Guðmundsdóttir — Ásgeir P. Ásbjörnsson 166 Friðgerður Benediktsdóttir — Friðgerður Friðgeirsdóttir 166 Alfreð Kristjánsson — Gunnar Valgeirsson 164 Bernódus Kristinsson — Úlfar Örn Friðriksson 162 D-riðill Guðjón Bragason — Jón Steinar Ingólfsson 134 Guðmundur Páll Amarson — Sverrir Ármannsson 122 Jón Viðar Jónmundsson — Sigurleifur Guðjónsson 122 Ármann J. Lámsson — Helgi Víborg 118 Og staða efstu manna hefur lftið breyst; Þórður Bjömsson 321, Murat Serdar 302, Láms Hermannsson 220, Óskar Karls- son 220, Anton R. Gunnarsson 191, Jakob Kristinsson 169, Gylfi Baldursson 156, Hjördís Eyþórsdóttir 151 og Lovísa Eyþórs- dóttir 150. Microsoft Works Fjögur forrit i einu Microsoft Works sameinar fjórar algengustu tegundir tölvuninnslu í eitt auðlært forrit: Ritvinnslu, gagnasafn- svinnslu, töflureikning og símasamskipti. Með þessum fjórum vinnsluþáttum getur þú unnið alls konar hversdagsleg verk: Samið bréf. Snarað út orðsendingum. Haldið skrá um starfs- eða viðskiptamenn. Gert yfirlit og áætlanir um fjárhag. Spáð í framtíðarstöðu út frá gefnum forsendum. Unnið reikningsyfirlit. Utbúið merkimiða, t.d. á umslög. Tekiö saman og ritað skýrslur. Útbúið dreifibréf. Prentað á eyðublöð. Sýnt upplýsingar myndrænt. Raðað og leitað að gögnum. Unnið úrdrætti eða samtölur. Sent og sótt skjöl til annarra notenda. Tengst og sótt upplýsingar í gagnabanka. Vinnsluþættir í Microsoft Works eru samhæfðir þann- ig, að þeir vinna saman snuðrulaust. Þér bjóðast ná- kvæmlega þeir möguleikar, sem þú þarft til að vinna verkin vel - án þess að hlutirnir séu gerðir óþarflega flóknir. Reyndar er svo auðvelt að nota Microsoft Works, að segja má að allir geti það! Hvort sem þú hefur notað tölvu áður eða ert rétt að byrja, þá er Microsoft Works hannað til að tryggja þér árangur. Verð aðeins kr. 17.900 Fæst hjá öllum helstu tölvu- og hugbúnaðarsölum. Microsoft Works vinnur með vinnandi fólki. Hér færóu „ obbolítinn kafnrjóma út í kaffið þitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.