Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 39 Birna Káradóttir reyndist hlutskörpust í eldri flokki unglinga á hryssu sinni Gjóstru. Brynjar Jón Stefánsson á Hrönn hefur hér tekið við Sleipnisskildinum úr hendi Gunn- ars Gunnarssonar formanns. Birgir Gunnarsson og Gustur náðu bestum árangri unglinga hjá Sleipni. Myndarlegt Murneyramót Syðra-Langholt Árlegt hestaþing hestamannafé- laganna Sleipnis og Smára, sem starfa á milli Þjórsár og Hvítár- Ölfusár, var haldið á Mumeyri dag- ana 15. og 16. júlí. Að venju var þetta hestaþing fjölsótt enda veður ágætt báða dagana. Fólk kom ríðandi víðs vegar að, austan úr Rangár- þingi, vestan úr Laugardal, Þorláks- höfn og víðar. Mikill fjöldi hrossa var skráður í keppni, þar sem menn öttu saman hestum sínum auk þess sem þeir lögðp áherslu á fegurð þeirra og snilli. í úrslitakeppni urðu nokkrar tilfærslr við röðun (sjá einkunnir). I hlaupum náðust ágætir tímar en þátttaka var með dræmasta móti. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Unglingar 13-15 ára (Sleipnir) 1. Birgir Gunnarsson á Gusti .8,22 2. íris Sveinbjörnsd. á Perlu .8,14 3. Sigurður Óli Kristinsson áEldingu ................. 8,12 4. Ragnhildur Loftsdóttir áSindra ................,......7,66 Unglingar 12 ára og yngri (Sleipnir) 1. Ingvar Hjálmarss. á Skugga .8,30 2. Soffla Sveinsdóttir á Hrafni .8,28 3. Guðmundur Valgeir Gunnarsson áFlaumi ....................... 8,09 4. Margeir Steingrímss. á Grána ......................8,08 5. Haukur Baldursson á Rabbí .8,00 Unglingar 13-15 ára (Smári) 1. Bima Káradóttir á Gjóstu .....8,08 2. Guðrún H. Helgad. á Ljúf .....7,84 3. Margrét Ámadóttir á Fána .....7,78 4. Herdís Eiríksd. á Skugga ... 7,69 5. Guðjón Geirsson á Straumi .7,57 Unglingar 12 ára og yngri (Smári) 1. SaraD. Ásgeirsd. áSval ....8,38 2. Hulda H. Stefánsdóttir á Svarta-Svani ...............8,32 3. Harpa S. Magnúsdóttir áHring .......................8,28 4. Sigurborg Jónsd. áTinnu ..,8,18 5. Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir áGlitfaxa ....................8,15 A-flokkur gæðinga (Slcipnir) 1. Hrönn frá Holti, eig. Elín Árnad., kn. Brynjar Jón Stefánss........ 8,25 2. Fjalar frá S-Skörðugili, eig. Freyja og Albert, Votmúla, kn. Freyja Hilmarsd. 8,24 3. Huginn frá Kjartansstöðum, eig. og kn. Þorvaldur Sveinsson ..........8,20 4. Freyr frá Eyjarhólum, eig. Þorsteinn Jóhannsson, kn. Leifur Helgason .7,98 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Gunnar Gunnarsson hefiir hér afhent fimm efstu verðlaun í b-flokki gæðinga hjá Sleipni. F.v.: Bryndís Arnardóttir á Sóma, Hulda Brynjólfsdóttir á Feyki, Krisljón Kristjánsson á Camus, Einar Oder Magnússon á Atgeir og Þorvaldur Sveinsson hampar bikarnum og situr Ögra. Sex efstu hestar í b-flokki gæðinga hjá Smára. F.v.: Helgi Kjartansson situr Pegasus, Gunnar Egils- son og Léttfeti, Jóhanna B. Ingólfedóttir og Vök, Jón Vilmundarson og Birtingur, Sigurður Sig- mundsson og Þokki, Guðmundur A. Sigfússon situr Spegil og Sigurður Páll Smárason stendur lengst til hægri. 5. Bliki frá Breiðabliki, eig. Ulfar Vilhjálms- son, kn í úrsl. Þórður Stefánsson ..........................8,17 B-flokkur gæðinga (Sleipnir) 1. Ögri frá Strönd, eig. og kn. Þorvaldur Sveinsson ...........................8,57 2. Atgeir frá Skipanesi, eig. Einar Öder og Magnús Hákonarson, kn. Einar Öder ..8,29 3. Camus frá Oddgeirshólum, eig. Ámi Guðmundsson, kn. í úrsl. Kristján Kristjáns- son .................................8,39 4. Feykir frá Hreiðurborg, eig. og kn. Hulda Brynjólfsdóttir .....................8,35 5. Sómi frá Hjarðarbóli, eig. Davíð Guð- mundsson, kn. Bryndís Arnardóttir .........................8,31 A-flokkur gæðinga (Smári) Í^Freisting frá Stóra-Hofi, eig. Anna S. Sigurðard. og Jón Hermannss., kn. Jón Hermannss............................8,03 2. Vaka frá Skollagróf, eig. og kn. Sigurð- urH. Jónsson ........................8,01 3. Snerrir frá Flúðum, eig. og kn. Þórunn Ansnes ..............................7,96 4. Blakkur frá Hvítárholti, eig. Elin Kristj- ánsdóttir, kn. Elín Ósk Þórisdóttir .....................7,63 5. Snælda frá Skollagróf, eig. og kn. Sigurð- ur H. Jónsson B-flokkur gæðinga (Smári) 1. Spegill frá V-Geldingaholti, eig. Sigfús Guðmundsson, kn. Guðmundur A. Sigfús- son .................................8,37 2. Þokki frá S-Langholti, eig. og kn. Sigurð- ur Sigmundsson ......................8,39 3. Birtingur frá Ólafsvöllum, eig. Sigríður Pétursdóttir, kn. Jón Vilmundarson ........................8,14 4. Vök frá Hrafnkelsstöðum, eig. og kn. JóhannaB. Ingólfsd...................8,14 5. Léttfeti frá Bæ í Bæjarsveit, eig. og kn. Gunnar Egilsson .....................8,06 6. Pegasus frá Mykjunesi, eig. Kristjana Kjartansdóttir, kn. Helgi Kjartansson .8,06 300 m brokk 1. Frigg, eig. og kn. Jóhann Valdimarsson ...................41,0sek. 2. Kolskeggur, eig. Rósmarí Þorleifsd., kn. -Annie B. Sigfúsdóttir. 3. Stígandi, eig. Guðbjörg Siguröard., kn. Fjóla Kristinsd.................42,8 sek. 250 m stökk ' 1. Subaru-Brúnn, eig. Guðni Kristinsson, kn. Magnús Benedikts- son ........................... 18,5sek. 2. Garri, eig. Pétur Kjartansson, kn. Guð- mundurj. Jónsson ....................18,6 1. Rökkvi, eig. Pétur Kjartansson. 250 m nýliðastökk 1. Bingó, eig. og kn. Halldór Vilhjálmsson ....................................20,6 2. Dreki, eig. Óli Pétur Gunnarsson, kn. Alda Sverrisdóttir ..................21,5 350 m stökk 1. Elías, eig. Guðni Kristinsson, kn. Magnús Benediktsson .......................25,7 2. Don, eig. Guðni Kristinsson, kn. Gunnar Örn Williamsson .....................26,2 3. Kóngur, eig. og kn. Guðmundur J. Jóns- son .................................26,7 800 m stökk 1. Lótus, eig. Kristinn Guðnason, kn. Magn- ús Benediktsson ....................65,0 2. Valsi, eig. Guðni Kristinsson, kn. Gunnar Örn Williamsson .....................67,0 150 m nýliðaskeið 1. Blakkur, eig. Elín Kristjánsdóttir, kn. Elín Ósk Þórisdóttir ................20,9 (hlaut Buslubikarinn). 150 m skeið L Freyja, eig. og kn. Jóhann Valdimarsson ........................15,1 2. Skrúður, eig. Jón Gíslason, kn. Einar Öder Magnússon ......................16,3 3. Krapi, eig. Hafsteinn Jónsson, kn. Jón Kristinn Hafsteinsson. 250 m skeið 1. Glaumur, eig. Jón Björnss. og Guðlaugur Antonss., kn. Guðlaugur Antonsson ....23,5 2. Blakkur, eig. og kn. Magnús Einarsson 23,6 3. Geisli, eig. Einar Magnússon, kn. Rúna Einarsdóttir ........................25,2 Riddarabikar Sleipnis hlaut Einar Öder Magnússon og Sveinsmerki Smára Guð- mundur A. Sigfússon. Lárus L. Magnússon vélstjóri - Minning Fæddur 7. nóvember 1908 Dáinn ll.júlí 1989 Skjótt skipast veður í lofti. Lár- us vinur okkar féll heimavið og Iést af afleiðingum meiðslanna. Við höfðum búist við heimsókn hans í haust eins og flest undanfar- in ár. Lárus Lúðvík fæddist á ísafirði 7. nóvember 1908, sonur hjónanna Helgu Jónsdóttur og Magnúsar Magnússonar kaupmanns. Lárus var elstur, systkini hans eru Ás- geir vélstjóri og Kristín húsmóðir, bæði búsett í Reykjavík. Hann ólst upp á ísafirði. Fór ungur til sjós og tengdist sjónum þeim böndum sem aldrei slitnuðu. Um tvítugt fór hann suður til náms. Hann var í smiðjum í Reykjavík og Vestmannaeyjum og varð eldsmiður. Fór síðan í Vélskól- ann og lauk vélstjóraprófi 1933. Síðan starfaði hann sem vélstjóri á ýmsum bátum og skipum. Um 1940 réðst hann til Skipaútgerðar ríkisins, sem þá annaðist gæslu landhelginnar og síðar til Land- helgisgæslunnar þegar hún tók við því hlutverki. Lárus starfaði við landhelgisgæslu í rúm þrjátíu ár. Hann tók þátt í báðum þorskastríð- unum og mörgum björgunarað- gerðum. Hann endaði á Ægi, en hafði þá verið vélstjóri á öllum varðskipunum. Eftir að hann hætti hjá Landhelgisgæslunni vann hann ýmis störf í landi, var meðal ann- ars gæslumaður véla Almanna- varna ríkisins. Lárus kvæntist Hrefnu Leu Magnúsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu og Brynjólf. Guðrún er gift Oliver Bárðarsyni múrarameistara í Njarðvíkum. Hún á fjögur börn, Onnu Leu, Láru Bryndísi, Ólaf og Gunnar, og fjögur barnabörn. Brynjólfur er lögreglumaður í Bolungarvík, kvæntur Huldu Margréti Þorkels- dóttur. Lárus og Hrefna slitu sam- vistir. Hún lést á síðastliðnu ári. Árið 1960 kvæntist hann Ástu Björnsdóttur, Seljavegi 17, og þar var heimili þeirra síðan. Þau voru samrýnd, gestrisni og höfðingjar heim að sækja. Hún var ákaflega skemmtileg kona og tíguleg. Hann traustur og trygglyndur, góð- mennskan í blóð borin. Hann hafði ákveðnar skoðanir og stóð fast á þeim. ÁstaJést fyrir tæpum fjórum árum og syrgði Lárus hana mjög. Lárus eignaðist trillu fyrir nokkrum árum og hafði mikla ánægju af því að fara á henni út á sjó, dytta að henni og af félags- skapnum á Grandanum. Gaman var að heyra hann segja frá. Hann hafði siglt um öll heimsins höf og þekkti landið sitt vel, til dæmis hverja vík og vog á strandlengj- unni. Hann var mikill útivistarmað- ur og hafði gaman af öllum veiði- skap. Þau Ásta komu hingað að Laugalandi í Borgarfirði á hveiju hausti og gafst honum þá tæki- færi til veiða. Við eigum góðar minningar frá dvöl þeirra hér. Að leiðarlokum kveðjum við hér á Laugalandi kæran vin og minn- umst ánægjulegra samverustunda. Ástvinum hans flytjum, við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Lea K. Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.